Morgunblaðið - 01.02.1978, Page 7

Morgunblaðið - 01.02.1978, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 7 Þriðjudagur 31. janúar 1978. scr alþydu- blaöiö l’tRrfandi: Alþvðuflokkurinn. Rekslur: Re» kjaprent h.f. Rilsljdri og ábvrgBarmaíur ArnUiunoan von. AfKetur'rilstjdrnar er I SIBumula II. slmi ai»M Kvdldflml frHl AlþvBuhtlsinu Hverfisgolu 10-flmi 14*0« Askrlfur-og kvarlanaslm: AskriflaverB ISOOkrdnur 1 manuBi og 8« krdnur I lausasdlu. o. Frdllastjdri: Éinar Sigurfc kkUr: 81*7«. Auglýsingadeilt 4*00. Prentun: RlaBaprenth. Þegar kommar vildu vígbúast og gáfu lögum og þingræði langt nef Skilyrðislaus hlýðni við Sovétríkin Alþýðublaðið segir í leiðara í gær: „Það er mikil rauna- saga, hvernig afli islenzkr ar verkalýðshreyfingar hefur verið sundrað á sið- ustu áratugum. Þáttur kommúnista i pólitiskum og faglegum klofningi verkalýðsaflanna verður seint fyrirgefin og mun seint gleymast. Um þessar mundir eru liðin 40 ár siðan tilraun var gerð til að sameina Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokkinn. Sú tilraun fór út um þúfur, þar eð kommúnistar neit- uðu algjörlega að starfa á grundvelli lýðræðishug- sjónarinnar, vildu ekki sætta sig við landslög og þingræði og heimtuðu skilyrðislausa hlýðni við Sovétrikin. Vert er að rifja upp þessa sögu, þar eð fáu ungu fólki er Ijóst, að um stjórnvöl Alþýðubanda- lagsins halda enn nokkrir af þeim mönnum, sem stóðu að kröfugerð kommúnista i samninga- viðræðunum i árslok 1937. Þá voru skoðana- bræður þeirra margir i flokknum og hafa þar mikil völd". „Sovétin” og vopna- búnaðurinn Enn segir Alþýðublaðið. „Ein af kröfum kommúnista var sú, að stofnuð yrði svokölluð þjóðfylking. Hún, eða stjórn hennar átti svo að velja i hverri sýslu eða kaupstað einskonar „sovót" eða ráð, sem færi að mestu með vald þjóð- fylkingarinnar. Þetta þýddi raunverulega að taka mikið af valdi því, sem nú er i höndum hreppsnefnda, bæjar- stjórna og sýslunefnda og leggja það i hendur þess- ara „sovéta". Þá kröfðust kommún- istar þess að gerðar yrðu ráðstafanir til að taka upp baráttu gegn uppreisnar- fyrirætlunum afturhalds- samasta hluta ihalds- flokksins, og séð yrði um að þessari uppreisnar hættu yrði afstýrt m.a. með þvi að auka lögreglu- lið og vopna það með skotvopnum, og jafnframt að sjá um, að i landinu væri nægar birgðir skot- vopna og annarra her- gagna, svo i skyndi væri hægt að vopna mikinn hluta þjóðarinnar, ef upp- reisn íhaldsins brytist út". Njósnir um andstæðinga— brottrekstur blaðamanna Loks segir Alþýðublað- ið: „En auk þess var svo lagt til, til þess að lif og „eignir" borgaranna yrðu sem bezt tryggðar, að þjóðfylkingin kæmi á við- tækri njósnastarfsemi um andstæðingana. Hlutverk þessara njósna átti fyrst og fremst að vera það, að fylgjast sem bezt með og komast fyrir, ef unnt væri, hvernig íhaldið hagaði vopnainnflutningi sínum og hvað liði uppreisnar- áformum þess. Krafa kommúnista var sú, að Alþýðuflokkurinn tryggði að þessi mál kæmust i framkvæmd. — Kommúnistar kröfðust þess jafnframt, að stöðv- uð yrði öll gagnrýni á Sovétrikin, að ritstjóri og blaðamenn Alþýðublaðs- ins yrðu reknir. Þeir neit- uðu einnig afdráttarlaust, að inn i stefnuskrá sam- einaðs flokks kæmu ákvæði um, að hann virti landslög og þingræði. Þessi saga er svo ótrú- leg, að fáir fengjust til að trúa henni, nema af þvi að allt er þetta til skjalfest og undirritað af leiðtogum kommúnista. Það þarf þvi engan að undra þótt jafnaðarmenn berjist af hörku gegn kommún- ismanum. Alþýðubanda- lagsmenn segja þetta liðna tið. En staðreyndin er hins vegar sú, að þess- ar skoðanir kommúnista eru ennþá við liði hér á landi. Kjarninn i stefnu þeirra er að koma Alþýðu- flokknum fyrir kattarnef. Hann hefur ávallt staðið sterkur gegn fyrirætlun- um þeim, sem hér hafa verið nefndar." —ÁG Vattfóðrarðir skíðagallar Buxur og jakkar Fullorðins stærðir kr. • 12.300.— Barna og unglingastærðir kr. 9.600.— kr. 8.800 - Einstaklega hagstætt verð simr. 27211 Austurstræti 39. uppboð Klaustur- hóla á laugardaginn Klausturhólar, listmunaupphoð Guðmundar Axelssonar efna til 39. uppboðs fyrirtækisins næst- komandi laugardag kl. 14.00. Verða seldar bækur og handrit. Að venju er uppboðið f Tjarnar- búð. Uppboðsskrá greinist í all- marga flokka: Vmis rit. rit ís- lenzkra höfunda, saga lands og lýðs, Grænland, ljóð, rímur, leik- rit, draumar, sagnaþættir, þjóð- sögur, trúmálarit, æviminningar, Styðja Torfu- samtökin MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá 13 starfs- mönnum Skipulags rfkisins og Húsameistara ríkisins, sem er svohljóðandi: „Undirritaðir 13 starfsmenn hjá Skipulagi rfkisins og Ilúsameistara ríkisins, lýsa yf- ir eindregnum stuðningi við ályktun þá, sem samþykkt var á aðalfundi Torfusamtakanna, sem haldinn var f Iðnó 4. desember 1977, þar sem því er beint til stjórnvalda, ríkisstjórnar og borgarstjórnar, að endanleg ákvörðun verði tekin um varð- veislu Bernhöftstorfunnar og húsin verði hið fyrsta lagfærð og tekin til notkunar." Þeir, sem undirrituðu tilkynn- inguna, eru: Stefán Thors, Hrafn Hallgrímsson, Arni Ragnarsson, Guðrún Steinþórsdóttir, Gunnar S. Óskarsson, Gunnar Ingibergs- son, Jakob Jónsson, Baldvin Bald- vinsson, Magnús K. Sigurjónsson, Sigurður Gíslason, Guðlaugur Gauti Jónsson, Bára Bragadóttir og Hreggviður Stefánsson. blöð og tímarit, fornritaútgáfur og fræðirit o.fl. Segja má, að það sem helst ein- kennir uppboð þetta séu hinar fjölmörgu frumútgáfur, en á boð- stólum verða. Má þar til nefna m.a.: Uppreisn englanna eftir Anatole France í þýðingu Magn- úsar Ásgeirssonar, fjölrituð út- gáfa frá 1927, Rauða hættan eftir Þórberg Þórðarson, Rvík. 1935, -Spor í sandi eftir Stein Steinarr, Rvík. 1940, hið fágæta leikrit Bakkaynjurnar eftir Euripides í þýðingu Sigfúsar Blöndal, Kaupmh. 1923, María Magdalena og Flugur eftir Jón Thoroddsen yngra, Rvík. 1922 og Gjensvar imod Gjensvar, eller Stud, Bald- vin Einarsson imod Prof. Rasmus Rask, Kjöbenkavn 1831. Nokkur handrit verða boðin upp, þ.á.m. Rímur af Herraud og Bósa, skrifað í Eyjafirði 1795, Rímur af Hervöru og Heiðreki, 1823 og handritun af bænabók sem prentuð var í Skálholti 1697, handritað 1704. Ýmislegt verður boðið upp merkra safnrita: Landnám Ing- ólfs I—III, Rvík 1935 — 1939, Menn og minjar I—IX, Rvík 1946 / 1960, Gríma I—XXVm Akureyri 1929 — 1950, Biskupasögurnar yngri, Hver er maðurinn I—II, Rvík. 1944, ennfremur allur Öð- inn og ýmis merk tímarit. Að lokum má geta þess, að ýms- ar merkar útgáfur norrænna fræða verða seldar, þ.á.m. verk virtra fræðimanna eins og Finns Magnússonar, Andreas Heuslers, Konráðs Gíslasonar, Vilhjálms Finsen, Rasmus Rask, Sigurðar málara og margra fleiri. Uppboðið hefst í Tjarnarbúð kl. 14.99 laugardaginn 4. febrúar, en verkin verða til sýnis í verzlun Klausturhóla allan föstudaginn frá kl. 9.00 til 22.00 segir að lok- um i fréttatilkynningu frá Klaust- urhólum. Völundar- innihurðir eru spónlagðar hurðir með eik, gullálmi, furu, oregonpine, frönskum álmi, hnotu, teak, wenge, silkivið o.fl. viðartegundum, eða óspón- lagðar tilbúnar undir málningu. 70 ára reynsla tryggir gæðin. JTTW Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SIMI 85244 Útsala, Útsa/a: Útsalan er byrjuð, Mikil verðlækkun Gerið góð kaup Elízubúðin, Skipholti 5,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.