Morgunblaðið - 01.02.1978, Side 10

Morgunblaðið - 01.02.1978, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 NÝLEGA voru stofnuð í Austurriki samtök kennd við brezka Ijóðskáldið W.H. Auden, sem Islendingum er vel kunnur frá því hann ferðaðist um ísland á yngri árum, orti frægan Ijóðabálk og Island átti upp frá því stóran þátt í skáldskap hans. Siðustu árin bjó hann i Austurriki og þvi hafa Austurrikismenn myndað samtök til minningar um hann. Verndarar samtak- anna eru Bruno Kreisky, forseti landsins, hljóm- sveitarstjórinn Leonard Bernstein, myndhöggvar- inri Henry Moore og skáldið Stephen Spender. Þegar Auden settíst í helg- an stein í þorpinu Kirchstett- en, um 40 km vestan við Vinarborg, varð heimili hans óformlegur samkomustaður Auden kvöldið sem hann dó. Myndina tók Barbara Pflaum Alþjóðleg sam- tök til minningar um W. H. Auden Vinnustofa skáldsins er nýuppgerð. margra listamanna og rithöf- unda i Evrópu og Norður- Ameriku. íbúarnir drógu líka að sér athygli hans og urðu kveikjan að mörgum af siðari Ijóðum hans. Síðan hann lézt á árinu 1 973 og hlaut hvilu i kirkjugarðinum i Kirchstett- en, hefur þorpið haldið áfram að draga að gesti viðs vegar að úr heiminum. Frá þvi samtökin voru stofnuð i virðingarskyni við Auden sumrið 1977, hafa þau þegar vakið áhuga um allan heim og bréfabunki hrúgast upp i aðsetursstað þeirra Unníð er að þvi að gera upp hús skáldsins, ásamt hinum upprunalegu hús- gögnum þess Héraðsstjórnin veitir styrk i þessu skyni. Og austurriska skáldið Peter Matejka vinnur að þvi að gera úttekt á bókum og handritum dánarbúsins. Hvenær sem Auden dvaldi i Kirchstetten eftir 1958, tóku að birtast þýðingar á Ijóðum hans á þýzku og þýskir þýðendur dvöldu öðru hverju þar hjá honum. í þvi skyni að auka áhuga og þekkingu á verkum skáldsins í þýzkumælandi löndum, hyggjast samtökin efna til Auden-sýningar, sem rithöf- undurinn Gotthard Fellerer stendur fyrir Hún verður haldin í Wiener Neustadt og i sambandi við hana efnt til ferða um nágrennið Og sam- tökin styðja frumflutning ferða um nágrennið. Og á kóralverki með Ijóðum Aud- ens eftir ungt tónskáld, Bruno Liberda, á árinu 1978 Auden talaði þýzku full- komlega og nýtti blæbrigði þeirrar tungu iðulega í skáld- skap sínum, segir Robert Cox, sem skrifar um Auden- samtökin i blaðið Austria To- day. Hann segir að Auden- samtökin muni starfa að tengslum milli þýzkra og enskra bókmennta og rithöf- unda á þessar tungur, veita skjól bókmenntalegum sam- skiptum á þann hátt, sem Auden lagði rækt við um sína ævidaga Leonard Bernstein i heimsókn i húsi Audens i Kirchstetten „Gat ekki annaðen líkað vel við hann” Valdimar Björnsson um Hubert Humphrey, gamlan keppinaut sinn Einn þeirra fjölmörgu sem hylltu Hubert Humphrey látinn var gamall keppinautur hans, Vestur-íslendingurinn Valdimar Björnsson, fyrrverandi rikisfé- hirðir í Minnesota, heimaríki þeirra beggja. Valdimar er sá af leiðtogum repúblikana í Minnesota sem hefur komizt næst því að ógna veldi demókrata í fylkinu, og þó hafa þeir átt á að skipa landsfrægum stjórnmálamönn- um eins og Walter Mondale, Eugene McCarthy og Karl Rol- vaag auk Humphreys. En Valdimar og Humphrey voru góðir vinir þótt þeir væru á öndverðum meiði í stjórnmál- um. Blaðið Pioneer Press í St. Paul kemst þannig að orði að halda mætti að Valdimar væri demókrati þegar hann talaði um Humphrey. Sjálfur lýsir Valdimar viðbrögðum sínum við láti Humphreys þannig. „Þetta minnir helzt á það þegar Kennedy var myrtur. Fólk bjóst náttúrlega við að Humphrey mundi deyja, en sorgin hefur verið einlæg og ótrúlega margir syrgja hann, ekki eingöngu hér (í Minne- sota), heldur víðar Mér finnst meira að segja að Minnesota- búar hafi verið hálfhissa á þvi, hve hluttekningin hefur verið alger um allt land og viða um heim Það er sannarlega einsdæmi, að lik þingmanns úr öldunga- deild sé látið liggja á viðhafna- börum í þinghusbyggingunni i Washington — á likbörum þeim, sem voru fyrst notaðar þegar Abraham Lincoln var myrtur —: og að allir æðstu menn landsins tækju þátt í kveðjuathöfninni. Eins hvíldi líkið á viðhafnarbörum hér i nærri þvi sólarhring i ríkisráðs- húsinu og forsetinn kom flug- leiðis frá Washington til þess að vera við útförina ásamt rúm- lega 60 þingmönnum og öðr- um háttsettum og viðþekktum mönnum víða að." í blaðinu Pioneer Press segir frá kynnum Valdimars og Humphreys er hófust 1954 þegar Humphrey keppti að endurkjöri til öldungadeildar- innar og repúblikanar buðu Valdimar fram á moti honum („eínn frábærasti frambjóðand- inn sem repúblikanar í Minne- sota hafa valið" segir blaðið um Valdimar). Humphrey sigraði með 162.500 atkvæða mun, en þótt sigur hans væri ótvi- ræður hafa repúblikanar aldrei komizt eins nálægt þvi að sigra Humphrey í Minnesota. „Ha nn var þannig maður að það var ekki hægt annað en að Valdimar Björnsson líka vel við hann," segir Valdi- mar í Pioneer Press. „Hann var hjartahlýr maður. Við urðum mjög góðir vinir þegar við kepptum hvor gegn öðrum " Valdimar lýsir í blaðinu verstu viðtökum, sem hann befur fengið um ævina. Það gerðist þegar þeir Humphrey komu báðir fram á framboðs- fundi i bænum Montevideo, þar sem 4.500 manns mættu. Áheyrendur voru flestir á bandi Humphreys og í hvert sinn sem Valdimar stóð á fætur til að tala voru gerð hróp að honum. „Ef Humphrey hefði skorizt i leik- inn og beðið þá að sýna mót- herja sinum virðingu er ég viss um að þeir hefðu hætt," segir Valdimar. „En hann gerði það ekki " Næst þegar þeir leiddu sam- an hesta sína voru áheyr- endurnir repúblikanar. En Humphrey sá þá að taflið gæti snúizt við, reis upp og tók um Valdimar eins og til að sýna að þeir væru aldavinir. Áheyrend- ur voru á bandi Valdimars, en þar sem þeir sáu hve vel fór á með frambjóðendunum sýndu þeir Humphrey fulla kurteisi. Þegar kosningabaráttunni lauk héldu þeir Valdimar og Humphrey áfram að vera góðir vinir og leiðir þeirra lágu oft saman eftir það Þegar Humphrey var til- nefndur varaforseti og Valdi- mar Björnsson meðal þeirra sem fögnuðu honum á flug- vellinum i Minneapolis er hann kom heim frá landsfundi demó- krata. „Honum fannst gaman að sjá mig. Hann gerði sér far um að heilsa mér innilega." Valdimar Björnsson hefur verið repúblikani alla ævi, en hefur aldrei farið dult með það, að hann hafði mikið dálæti á Humphrey. Hann fylgdist vel með stjórnmálaferli Humphreys og Pioneer Press hefur eftir honum að lokum: „Menn sjá ekki aftur hans lika i stjórnmálum Minnesota."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.