Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 11
11 MORGÚfJBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 1. FEB'RÚAR 1978 Humphrey ásamt konu sinni þegar þingið hyllti hann I fyrrahaust. Kringum húsið Einar Bragi KRINGUM HÚSIÐ LÆÐAST VEGPRESTARNIR Þýdd ljóð. 44 bls. Letur Rvík, 1977. Einar Bragi hefur á seinni ár- um sinnt ljóðaþýðingum meir en frumsamningu, má ég segja. Þessi bók er lítil en eigi að síður býsna efnisrik. Þýðandi lætur þessi orð fara fyrir Ijóðunum: »Ljóðin eru þýdd úr sænsku með ómetanlegri aðstoð lettneska skáldsins Andrejs Irbe sem hefur snúið flestum þeirra úr móður- máli sínu og borið önnur saman við frumtextana. Val ljóðanna annaðist ég einn.« Á einni siðu, i bókarlok, segir þýðandi lítillega frá skáldunum, tiu talsins. Þar er sagt hvenær skáldin eru fædd, greint frá menntun þeirra, helstu verkum og núverandi búsetu sumra þeirra, það er að segja fögurra sem öll eru búsett í Ríga i Lett- landi. Um hin er ekki sagt hvort þau eiga heima þar i landi eða annars staðar. Um áðurnefndan Andrejs Irbe segir þýðandi að »sumarið 1972 dvaldist hann á Islandi og sá árið eftir um stórt hefti af lettneska timaritinu Juana Gaita, sem flutti nær ein- vörðungu islenskar samtimabók- menntir.« Astride Ivaska segir þýðandi að sé »gift eistneska skáldinu Ivar Ivask, ritstjóra hins heimskunna tímarits Books Abroad« en það er gefið út í Bandarikjunum og má hún þvi vera búsett þar. I World Literature Since 1945 (tekið saman og gefið út undir umsjón Ivars Ivasks) er sagt að sjötíu og fimm prósent starfandi lettneskra rithöfunda hafi horfið úr landi að stríði loknu. Meðal slíkra finn ég í bók Ivasks nöfn fjögurra sem Einar Bragi hefur tekið upp i bók sína, allt miðaldra og eldri skáld. Það eru þá með öðrum orðum yngri skáldin sem halda sig heima. En hvaða forsagnargildi hafa þessar upplýsingar varðandi þetta þýðingasafn Einars Braga? Næsta Iítið, virðist mér. Það sem við erum vön að kalla ljóðaþýð- ingu kalla sumir enduryrkingu og hafa mikið til síns máls. Svipur þýðandans er sterkur í bókinni þó skáldin greinist að vísu vel hvert frá öðru. Þetta er allt formbylt- ingarskáldskapur í ætt við atóm- skáldskapinn okkar, þetta eru Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON Einar Bragi stutt ljóð, þunginn hvílir á orða- valinu, likingar vega einnig þungt á metunum, skáldin eru dul og opna ekki hjarta sitt nema til hálfs, treysta ekki blint á mátt orðanna — sem þau eru þó sifellt að glíma við. Mér þykja ljóð eldri skáldanna yfirhöfuð betri, þó er það ekki einhlitt. Veronika Strelerte er annað elsta skáldið i bókinni (f. 1912). Eftir hana er Við skulum hlýða á þögnina: Stundum reynast orðin gagnslaus eins og rangir lyklar: Það tekst ekki að opna dyrnar. Vid skulum heldur hlýða á þögnina! Þá — Ifkt og hrifin máttugri tónlist. óstyrk f spori og meó hlóólausar varir steypumst vió y fir þröskuldinn. Yngsta skáldið heitir Juris Kronbergs (f. 1946), skáld sem yrkir ljóð sín í skugga tækninnar og þeirra vonbrigða sem hún hef- ur valdið yngstu kynslóðinni. »Tengdu mig við járnbrautarlest og sjáðu hvernig fer,« segir t.d. i Valsi. Sum ungskáld hafa oftrú á likingum og persónugervingum og sýnist mér Haust Kronbergs vera einkar glöggt dæmi þess en það er á þessa leið: á haustin þegar vió setjum á okkur vettlingana taka trén sfna af sér meó hera upprétta fingur híóa þau eftir aó veturinn færi þau f hvftan serk þau standa f sömu sporum og taka hverju sem aó höndum her aóeins í ævintýrum geta tré gengió f raunveruleikanum haggast þau ekki úr staó nema höggvin séu upp og flutt hurt rætur trjánna eru seigar en topparnir heygja sig þegar vindarnir skipa Skemmtilegust ungu skáldanna þykir mér Baiba Bicole sem yrkir safarik ástarkvæði. þokkafull, opinská, kvenleg og laus við bægslagang. Sama verður ekki sagt um Andrejs Irbe. »Hvar í helvitinu er bjartsýni til sölu i Sviþjóð?« segir hann í ljóðinu Að liðnum þrjátíu vetrum sem er — eins og nafnið bendir til — hug- leiðing um sálarástand þeirra, sem »fella sig við búrin« heima, og hinna, sem af einhverjum ástæðum halda sig fjarri ættjarð- arströndum. Samt hlýtur Irbe mest rúm i bókinni og má það vera tíl endurgjalds fyrir heim- sókn hans hingað og kynning á íslenskum bókmenntum i heima- högum — sem og aðsUx) hans við þýðandann. Að sumu leyti minnir Irbe á gallabuxnaskáldin hér. stráka milli tvítugs og þritugs. Eg fagna þvi að þessi lettnesku ljóð skuli koma út á islensku. Hin margfræga islenska »sérstaða« ætti að kenna okkur að lita ekki aðeins til stórþjóðanna. 1 skiptum við smáþjóðir er fremur að vænta gagnkvæmni — eins og dæmin sanna. VtS3í^st i morqun Mikill afsláttui Hafnarstræti 15, sími 18533. Hafnarstræti 85 Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.