Morgunblaðið - 01.02.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 01.02.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 Dagskrá kvikmyndahátíðar í Reykjavík 1978 var lögð fram á blaðamannafundi á mánu- dag. og er dagskráin yfir hátið ina. sem stendur 2 —12 febrúar. birt hér á siðunni I Mþl laugardaginn 28 jan var sagt fram þeim myndum. sem sýndar verða fjóra fyrstu dag ana og gerð grein fynr gesti hátiðarinnar, Wim Wenders og myndum hans A blmfundin- um í gær kom ma fram, að annar gestur er væntanlegur á hátíðma. en það er griski kvik myndagerðarmaðurinn Pantel- is Voulgaris sem kemur hingað ásamt einum af forstöðumönn- um grísku kvikmynda stofnunarinnar Voulgaris kem ur með nýjustu mynd sina með sér. sem nefnist Ánægjudagur (L76), og hlaut þessi mynd aðalverðlaun á kvikmynda- hátiðinni í Thessaloniki 1976, auk þess sem Voulgaris hlaut leikstjórnarverðlaunin fyrir þessa sömu mynd Voulgaris, eins og Theodoros Angholopo uls (Farandleikararnir), sækir efnivið sinn til stjórnartíðar fas- ista og leitast við að gera upp sakir v.ð fortíðina Ánægjudag ur lýsir lifi pólitískra fanga. og segir frá þjáningum ungs manns, sem kýs fremur að svipta sig lífi en lifa í þvi vit- skerta viti. sem myndin lýsir En dag einn er haldin mikil hátíð og í tilefni heimsóknar merkispersónu i fangelsið er reynt að hylma yfir viðbjóðinn eitt augnablik og setja spari- svip á fangabúðirnar Myndir er gerð eftir sögu Andreas Franghias en bæði hann og Voulgaris upplifðu sviðaða at burði og hér er lýst Eins og sjá má af dagskránni verður sýnd í Tjarnarbiói. fimmtudaginn 9 2 kl 9 mynd- in Róm, óvarin borg (Roma, cittá aperta) (1945), en hún verður sýnd til minningar um Roberto Rosselini, sem lést siðastliðið sumar Rosselini var einn þeirra þriggja ítölsku leik- stjóra, sem sköpuðu nýraun- sæisstefnuna (neo-realism) eftir seinni heimsstyrjöldina. en hin- ir tveir. Visconti og De Sica eru einnig nýlátnir Listahátið hefur keypt til eignar það eintak, sem hér verður sýnt Um aðrar myndir á hátíðinni: Hempas bar, sænsk. 1977, er gerð af Lars G Thelestam. en hér hefur verið sýnd eftir hann fyrsta mynd hans, Gangsterf ilmen Hempas bar gerist í sænsk um smábæ fynr 20 árum og segir frá ungum pilti, Kille. sem býr hjá foreldrum sínum Eldri bróðir hans, Helge. er nýkominn af sjónum og í fyrstu virðist allt vera með friði og spekt á heimilinu En niður- báeldar tilfinningar og ýmis óleyst vandamál skjóta fljótlega upp kollinum Með helstu hlut- verk fara Krister Hell. Mats Lindström og Herriet Ander- son Strozek, þýzk. 1977, er gerð af Werner Herzog. sem hér er m a þekktur fyrir Kasp- ar Hauser, sem bæði hefur verið sýnd hér sem mánudags- mynd og var sýnd í sjónvarp- inu sl föstudag Aðalleikari í Strozek er Burno S . sá sami og lék Kaspar, og er myndir að nokkru byggð á ævi Brunos Hún fjallar um þrjár persónur. sem hafa lent á rangri hilli i lifinu, Bruno og vinkonu hans, Evu. og nágranna þeirra og vin. hr Scheitz Þau ákveða að yfirgefa Þýskaland og freista gæfunnar i Ameríku, og áhorfandinn fylgist siðan með þvi, hvernig þau reyna að koma undir sig fótunum i ókunnugu og ótryggu um- hverfi Herzog var upphaflega boðið að koma á hátiðina. en hann varð að afþakka boðið, þar sem hann er að vinna að nýrri mynd Fyrirheitna landið (La Tierra Prometida), frá Chile. 1 973. er gerð af Miguel Littin Myndin fjallar um baráttu ör- eiga Chile á þriðja áratugnum Þeir eygja útleið í lifsbaráttunní með þvi að taka sér land og rækta jörðina Þeir lifa í sátt og samlyndi við náttúruna en eru síðar hraktir burt af landi sinu með ofbeldi Myndin þykir afar Ijóðræn og falleg Líttin hafði áður gert mynd, sem nefnist ..Sjakalinn frá Nahueltoro". en reynt var að spilla fyrir þeirri mynd af stjórnvöldum Mynd- inni var hins vegar afa'r vel tekið af alþýðu Chile og jafnvel var talið að hún hefði stuðlað að sígri Allenda nokkru siðar Allenda gerði Littin að yfir- manni kvikmyndastofnunar Chile. og þá gerði Littin Fyrir- heitna landið, en honum tókst ekki að Ijúka við klippingu myndarinnar áður en Allende var steypt af stóli, en komst með hana til Kúbu. þar sem hann lauk við myndina Veldi tilfinninganna (Ai no Corrida), japönsk. 1976, er gerð af einum þekktasta leik- stjóra japana. Nagisa Oshima Mynd þessi hefur vakið feikna- lega athygli á mörgum kvik- myndahátíðum erlendis og eru skoðanir manna mjög tviskipt- ar á henni Sumir telja mynd- ina ekkert frábrugðna auðvirði legustu klámmyndum en aðrir fullyrða að hér sé á ferðinni sjaldgæft listaverk. sem sé ein- stætt í kvikmyndasögunni Þegar myndin var sýnd í Cann- es, 1976. var troðningurinn svo mikill v.ð kvikmyndahúsið. að það lá við slysum Myndin er byggð á sönnum atburði. sem gerðist á þriðja áratugn- um, og segir frá ofsafengnu ástarsambandi Það er tekið fram í dagskra hátiðarinnar. að ..viðkvæmu og/eða hneykslunargjörnu fólki er ekki ráðlagt að sjá myndina. Mynd- in er bönnuð börnum yngri en 1 6 ára ' Giliap, sænsk, 1976. gerð af Roy Anderson Anderson mun þekktur hér á landi fyrir fyrstu mynd sina. Ástarsaga (Swedish Love Story) (L70), sem hér var sýnd i Háskólabió. 1973 Giliap er næsta mynd hans en þessi langi fram- leiðslutimi stafar af þeirri ná- kvæmni og vandvirkni. sem Anderson leggur við gerð mynda sinna Gillap segir frá ungum manni. sem byrjar að vinna sem þjónn á hóteli, innan um ýmsar undarlegar persónur Þar er ma „greifinn". sem hefur ákveðið að fremja smá glæp, til að gera sér lifið bæri legra i ellinni og hann telur Giliap á að aðstoða sig Mynd- in er sögð lýsa vel einmanna- leik og óánægju i nútímaþjóð- félagi Thommy Berggren fer með hlutverk Giliaps Seigla (Voskhozhdyeniye), rússnesk, 19 77, er gerð af Larissa Schepitko Mynd þess hlaut gullbjörninn á kvik- myndahátiðinni í Berlín 1977, og þykir með athyglisverðari myndum, sem hafa verið gerð- ar í Sovétrikjunum á síðustu árum Myndin gerist 1942. á erfiðum, rússneskum vetri Tveir skæruliðar, sem teknir hafa verið til fanga, bregðast misjafnlega við handtökunni Annar gefst upp og svikur félaga sina en hinn öðlast styrk til að standa við sannfæringu sína Myndin fjallar um vanda- málin hjá þeim, sem hafa ein- hvern tima þurft að standa augliti til auglitis við óvenjuleg- ar þrekraunir íslensku kvikmyndirnar: Laugardaginn 11 2 verða allar íslensku kvikmyndirnar. sem eru átta talsins. sýndar i Háskólabió kl 13 Eins og áður hefur komið fram, verða einni mynd veitt sérstök heiðursverðlaun. að upphæð kr 200 000 — Myndirnar. sem sýndar verða. eru allt frá þvi 1972 og hafa flestar verið sýndar opinberlega áður Myndirnar eru þessar: 240 fiskar fyrir kú (1972) og Ern eftir aldri (1 975) eftir Magnús Jónsson. hvort tveggja heimildarmyndir Reykjavík — ung borg á gömlum grunni (1974) eftir Gisla Gestsson, en mynd þessi var meðal annars valin til sýninga á HABITAT ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna i Vancouver 1976 og var upp úr því dreift víða um heim. Bóndi (1975) eftir Þorstein Jónsson, sem segir frá bónda sem stundar búskap í afskekktum firði án nútímatækni Ekkert rafmagn, enginn veður En vegurinn er á leiðinni; E.E. Hjólbarðakerfið (1976) eftir Örn Harðarson. segir frá og lýsir uppfinningu Einars Einarssonar, sem hann hefur nú einkaleyfi á víða um heim Myndin hlaut viður- kenningu á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Moskvu 1977 og áhorfendaverðlaun á Techfilmczcholovakta 1976 í Tékkóslóvakiu, Ballaðan um Ólaf Liljurós (197 7) eftir Rósku og Manrico Pavolettoni. í myndinni ver varpað fram spurningum varð- andi huldufólk og dauða Ólafs og áhorfendum frekar ætlað að svara þeim en að myndin geri það sjálf; Gegnum gras — yfir sand (197 7) eftir Þorstein Úlfar Björnsson segir frá ungum manni.sem er að koma heim með flugvél Hann heimsækir unga stúlku og tjáir henni ást sina, en hún er að búa sig undir að giftast öðrum; Lilja (1978) er byggð á samnefndri sögu eftir Halldór Laxness, en handrit að myndinni gerðu þeir Hrafn Gunnlaugsson og Snorri Þórisson Hrafn sá jafnframt um leikstjórn og Snorri um kvikmyndatökuna Um uppruna sögunnar hefur Hall- Framhald á bis. 25. Dagskrá kvikmyndahátíðar Fimmtudagur 2.2. Háskólabíó kl. 15.30 Opnun hátíðarinnar Háskólabió kl. 19.00 Strozek Háskólabió kl. 21.00! Kona undir áhrifum Föstudagur 3.2 Háskólabíó kl. 17.00 Strozek Háskólabió kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabió kl. 21.00 Ameriski vinurinn H fskólabió kl. 23.30 Frissi köttur Tjarnarbió kl. 19.00 1 timans rás Laugardagur 4.2 Háskólabíó kl. 14.00 Kona undir áhrifum Háskólabíó kl. 17.00 Sæt mynd Háskólabió kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabíó kl. 21.00 Strozek Háskólabió kl. 23.00 Frissi köttur Tjarnarbió kl. 19.00 Hræðsla markvarðarins viðvítaspyrnu. Sunnudagur 5.2 Háskólabíó kl. 15.00 Sirius Háskólabió kl. 17.00 Óðurinn um Chile Háskólabió kl. 19.00 Ameriski vinurinn Háskólabíó kl. 21.00 Ættleiðing Háskólabió kl. 23.00 Kona undir áhrifum Tjarnarbíó kt. 14.00 Afleikur Mánudagur 6.2 Háskólabió kl. 17.00 Hempas bar Háskólabió kl. 19.99 Frissi köttur Háskólabíó kl. 21. Fjölskyldulif Þriðjudagur 7.2 Háskólabió kl. 17.00 Fyrirheitna landið Háskólabió kl. 19.00 Veldi tilfinninganna Háskólabió kl. 21.00 Sæt mynd Háskólabió kl. 23.00 Frissi köttur Miðvikudagur 8.2 Háskólabló kl. 15.00 Sirius Háskólabió kl. 17.00 Kona undir áhrifum Háskólabió kl. 19.30 Pólskar teiknimyndir Háskólabió kl. 21.00 Anægjudagur Fimmtudagur 9.2 Háskólabíó kl. 17.00 Giliap Tjarnarbló kl. 21.00 Róm óvarin borg Tjarnarbió kl. 21.00 Róm óvarin borg Föstudagur 10.2 Háskólabló kl. 15.00 Sirius Háskólabió kl. 17.00 Seigla Háskólabió kl. 19.00 Anægjudagur Háskólabió kl. 21.00 Öðurinn um Chile Háskólabió kl. 23.00 Veldi tilfinninganna Laugardagur 11.2 Háskólabíó kl. 13.00 isl. kvikmyndir Háskólabíó kl. 17.00 Fjölskyldulif Háskólabió kl. 19.00 Sao Bernardo Háskólabió kl. 21.00 Seigla Háskólabió kl. 23.00 Kona undir áhrifum Sunnudagur Háskólabió kl. 15.00 Sirius Háskólabíó kl. 17.00 Ættleiðing Háskólabió kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabió kl. 21.00 Fyrirheitna landið Háskólabíó kl. 23.00 Óákveðið auglýst siðar Tjarnarbíó kl. 15.00 Veldi tilfinninganna VELDI TILFINNINGANNA eftir Nagisa Oshima.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.