Morgunblaðið - 01.02.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 01.02.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 13 Miðstjórn Alþýðubandalagsins: Vill fara nið- urfærsluleið Gerir tillögu um lækkun vaxta, söluskatts, álagningar, en hækkun skatta á fyrirtæki MIÐSTJÓRN Alþýðubandalags- ins hefur sent frá sér ályktun um það, hvernig bregðast eigi við þeim efnahagsvanda, sem við er að etja í þjóðfélaginu og leggur til að verðlag verði lækkað um 7 til 10%, auk þess sem söluskattur verði lækkaður, en nýir skattar lagðir á veltu og verðbólguhagn- að. Bendir Alþýðubandalagið á, að til þess að ná varanlegum ár- angri, þurfi að breyta efnahags- stefnunni i grundvallaratriðum, Kæra bæjarstjórans í Hafnarfirði: Rannsókn tekin upp aftur ef frek- ari rökstuðningur fyrir kæru berst „I OKKAR úrskurði sagði, að það bæri að taka rannsókn málsins upp að nýju, ef af hálfu kærenda kæmi fram frekari rökstuðningur fyrir kærunni," sagði Bragi Stein- arsson, varasaksóknari, er Mbl. ræddi við hann vegna þeirrar ákvörðunar bæjarráðs Hafnar- fjarðar að leggja til við bæjar- stjórn, að hún beindi þvf til dóms- málaráðherra að hann léti fara fram rannsókn á afgreiðslu sak- sóknaraembættisins og bæjarfó- getaembættisins f Hafnarfirði á kæru bæjarstjóra á hendur fyrr- verandi bæjarlögmanni. „Það er rétt, að okkur þótti ekki ástæða til frekari aðgerða í mál- inu, eins og það kom til okkar“, sagði Bragi Steinarsson, „en hins vegar ber að taka rannsókn þess upp að nýju, ef frekari og fyllri rök verða færð fyrir kærunni. Um þá samþykkt bæjarráðs Hafnarfjarðar að snúa sér til dómsmálaráðherra vil ég ekkert segja". Einar Ingimundarson, bæjarfó- geti í Hafnarfirði, kvaðst ekkert vilja um málið segja. m.a. með skipulagningu fjárfest- ingar, gjaldeyrissparnaði, virku verðlagseftirliti, víðtækum að- gerðum í húsnæðismálum og fleira — eins og það er orðað. Alþýðubandalagið gerir tillögu um niðurfærslu verðlags, lækkun söluskatts og álagningar í verzl- un. Síðan segir, að því tekjutapi. sem ríkissjóður yrði fyrir af lækk- un söluskatts, mætti „mæta með skatti á brúttótekjur fyrirtækja þannig að þau 1600 skattlausu fyrirtæki, sem samanlagt velta tvisvar sinnum meira fé en ríkis- sjóður, verði skattlögð." Alþýðubandalagið vill að inn- heimta söluskatts verði stórbætt og sérstakt eftirlit tekið upp með gjaldeyrisskilum og skattframtöl- um. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til þess að skattleggja verðbólgugróða. Þá verði lögð áherzla á að draga úr ríkisútgjöld- um með hagræðingu og sparnaði og með niðurfellingu framlags til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Síðan segir: „Þessi niðurfærslu- leið verðlags ásamt lækkun vaxta á atvinnurekstri á að geta stuðlað að betri rekstri og bættri afkomu atvinnuvega og atvinnuöryggi, jafnframt því sem slíkar ráðstaf- anir tryggja verkafólki umsamin lifskjör." Ljósmynd Mbl. kee. Það óhapp vildi til f fyrrakvöld, að alls jö bifreiðar lentu saman i árekstri á veginum milli Reykjavíkur og Kópavogs og urðu allnokkrar skemmdir á bílum en engin slys á fólki. Sjávarútvegsráðuneytið: Allar loðnuveiðar bannaðar á tímabilinu 15. maí-15. júlí ALLAR loðnuveiðar verða bann- aðar á tfmabilinu 15. maf — 15. júlí n.k. og á tímabilinu 15. marz — 15 maf verða loðnuveiðar bannaðar fyrir Norðurlandi og Austurlandi frá 20 gráðu vestur- lengdar, austur um að Eystra- Horni, utan 25 sjómílna frá við- miðunarlínu, að þvf er segir í nýútgefinni reglugerð um loðnu- veiðar árið 1978, sem sjávarút- vegsráðuneytið hefur gefið út í samráði við Hafrannsóknarstofn- Gengissig gagnvart doll- ar 2,5% frá áramótum GENGISSIG frá áramótum gagn- vart dollar hefur verið 2,5%. Sfð- asta skráða sölugengi fyrir ára- mót var 213,40 krónur fyrir hvern Bandarfkjadollar, en f gær skráði Seðlabankinn söiugengi á dollar 218,90 krónur. Sterlingspund hef- ur hækkað gagnvart dollar, sem þýðir að sig íslenzkrar krónu gagnvart því er talsvert meira eða 4,5% frá áramótum. Sölugengi sterlingspunds var 406,75 krónur fyrir áramót, en var f gær 426,70 krónur. Gagnvart Norðurlandamynt hefur einnig orðið sig. Danska krónan hafði til dæmis hækkað á þessum sama tíma og þaður er nefndur um 3,5%. Sölugengi var fyrir 100 danskar krónur 3.702,40 krónur e;n er nú 3.830,60 krónur. Norska krónan hafði hækkað um 2,8%, úr 4.150,00 krónum hverjar 100 krónur í 4.266,20 krónur í gær. Þá hafði sænska krónan hækkað úr 4.566,90 krónum í 4.713,10 krónur eða um 3,2%. 100 yen kostuðu í gær 90,59 krónur, en kostuðu fyrir áramót 88,79 krónur. Hækkun þeirra hafði þvi orðið rétt 2%. Svæðislokun sú, sem gildir tímabilið 15. marz—15. maí, er sett vegna þess að seinni hluta vetrar og á vorin er mestöll önnur loðna en hrygningarloðna mjög smá og auk þess mögur og því lélegt hráefni miðað við það er siðar verður. Svæðislokunin á að koma i veg fyrir veiðar á ókyn- þroska smáloðnu án þess að hindra aðrar loðnuveiðar. Veiðibannið frá 15, maí—15. júni er til þess að tryggja að tveggja og þriggja ára loðna nái verulegum hluta sumarvaxtarins sem er harður og ennfremur sæmilegri fituprósentu. Ennfremur er í reglugerðinni ákvæði um bann við veiðum á smáloðnu minni en 12 sentimetr- ar að lengd, sé hún verulegur hluti aflans, en þessar tak- markanir á loðnuveiðum eru þær sömu og giltu á s.l. ári, segir að iokum í frétt frá sjávarútvegs- ráðuneytinu. —~— Lionsklúbburinn Fjöhiir 3—6 lestir efnir til villibráðaráts á 40 bjóð Akranesi 31. jan. TOGARINN Krossvík kom til hafnar f morgun með um 90 lestir af blönduðum fiski til vinnslu f frystihúsinu. Togarinn Haraldur Böðvarsson var með 100 lestir s.l. föstudag. Bátar sem róa með Ifnu hafa verið að fá 3—6 lestir í róðri með um 40 bjóð. —Júlíus. Rotaryklúbb- ur Akraness 30 ára Akranesi 31. jan. ROTARYKLUBBUR Akraness er 30 ára gamall um þessar mundir og þar af leiðandi verður haldið hóf á Hótel Akranesi n.k. föstu- dag 6. jan., en það verður um leið fundur nr. 1500. Forseti klúbbs- ins nú er séra Jón Einarsson í Saurbæ. —Július. LIONSKLtJBBURINN Fjölnir efnir á föstudag til síns árlega villibráðaráts, en það er aðalfjár- öflunarleið klúbbsins, sem hefur um árabil haft það sem sitt aðal- verkefni að styðja starfsemi vist- heimilisins f Víðinesi á Kjalar- nesi, en tilgangur þeirrar stofn- unar er að taka til dvalar drykkjusjúklinga, sem að eigin hvötum leita lækninga á drykkju- skap sfnum, segir í frétt frá Lionsklúbbnum. Vistheimilið starfar þvi sem sjúkrahús og endurhæfingarstöð, þar sem vistmenn taka þátt í margvíslegri starfsemi sem þar er rekin og temja gér á ný að lifa eðlilegu lífi. Með reglulegum heimsóknum klúbbfélaga í Víðines hefur skap- ast náið samband við vistmenn og úr líknarsjóði Fjölnis hefur verið lagt fé af mörkum til viðhalds, hljóðfærakaupa og uppbyggittgar bókasafns svo nokkuð sé nefnt. Þótt aðalverkefni Fjölnis sé Víði- nes, hefur líknarsjóður klúbbsins einnig látið verulegt fé af hendi rakna til annarra líknarmála. Þá segir að lokum, að : llir séú vel- komnir, Lionsfélagar sem aðrir, til gæsa- ,anda-,lunda-,svartfygla-,rjúpa- og hreyndýraáts meðan nokkur biti er eftir, en til að tryggja að skort- ur verði enginn, sé rétt að panta miða í símum 72852, 13501 eða 83869 á kvöldin, þó ekki síðar en á fimmtudagskvöld. Veislustjóri veróur Richard Hannesson, aðalræðumaður Pét- urGuðjónsson en skemmtikraftur kvöldsins verður Ömar Ragnars- son. Þá veróur uppboð listaverka eftir Baltasar, Guðmund Karl Ásbjörnsson, Hring Jóhannesson, Jóhannes Geir, Ragnar Lár og Valtý Pétursson. Ef að vanda lætur verða margir til þess að rétta Fjölnismönnum hjálparhönd við starf þeirra að líknarmálum með þvi að koma á föstudagskvöldið Átthagasal og njóta þess sem fram verður borið. Formaður Fjölnis er Birgir Jóhannsson, tannlæknir. Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir HÆKKIÐ BÍLINN UPP SVO AÐ HANN TAKI EKKI NIÐRI Á SNJÓHRYGGJUM OG HOL ÓTTUM VEGUM. Kvöldfundur í Stigahlíð FÉLAG kaþólskra leikmanna heldur fund í Stigahlíð 63 kl. 8.30 í kvöld. Á fundinum segir ungt fólk frá bibliuskóla í Englandi og gistiheimili Maríusystra i Þýzka- landi og sýnir litskuggamyndir þaðan. Fundurinn er opinn öllum. Bedfor 5 og 7 tonna augablöð aftan. Datsun diesel 70—77 pugablöð aftan. Mercedes Bens 1413 augablöð og krökbjöð. Mercedes Bens 332 og 1113 augablöð. Scania Vabis L55 og L56 augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76 augablöð og krókblöð. 2", 21/4" og 2Vz" styrktarblöð i fólksbila. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f., Skeifan 2 sími 82944

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.