Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 Schmidt styður EBE-aðild Grikkja Bonn, 31. janúar. Reuter. FORSÆTISRAÐHERRA Grikklands Konstantin Karamanlis átti i dag viðræður við kanslara Vestur- Þýskalands, Helmut Sehmidt, um inngöngu Grikklands f EBE. Talið er að Karamanlis hafi reynt að fá kanslarann til að styðja inngöngu Grikklands, en Grikkir hafa hug á að ganga í bandalagið hið fyrsta. Karamanlis kom til Bonn í gær, og er Vestur-Þýskaland siðasti viðkomustaðurinn á leið hans um Vestur-Evrópu. Karamanlis hefur fyrr átt viðræður við ráðamenn Bretlands, Belgiu og Frakklands um inngöngu Grikklands i EBE. Búizt var við að Schmidt styddi inngöngu Grikklands i meginatr- iðum, en Vestur-Þjóðverjar hafa þó áhyggjur af inngöngunni. Þeir telja að griskir verkamenn, sem nú þegar eru margir i Vestur- Þýzkalandi, muni streyma til landsins i leit að vinnu, vegna mikils atvinnuleysis sem nú er í Grikklandi. Þá er talið að Vestur-Þjóðverjar hafi boðist til að hafa milligöngu um lausn á deilu Grikkja og Tyrkja um Eyjahafið og Kýpur. Á morgun mun Karamanlis eiga viðræður við utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, Hans-Dieter Genscher, og forseta landsins, Walter Scheel, en seinna um dag- inn mun Karamanlis snúa aftur til Grikklands. Fjármálaráðherra Noregs: Hækkun rauntekna hluta bænda og eftirlaunafólks Per Klappe. „ÞAÐ ER ekki grundvöllur fvrir al- mennri hækkun á ráðstöfunartekjum," segir Per Kleppe f jármálaráðherra Noregs í samtali vid Aftenposten fvrir nokkrum dögum. „Þróun í utanríkisvió- skiptum er svo alvarleg um þessar mundir aö ríkisstjórnin verður að gera bre.vtingar á efnahagsstefnu sinni.“ Ráðherrann segir ennfremur, að að- eins lítill hluti bænda, svo og það eftir- launafólk, sem verst er sett, geti vænzt þess að rauntekjur þess hækki í ár. Hátekjufólk megi á hinn bóginn gera ráð fyrir að lækka í launum, og er þá átt við ráðstöfunartekjur. Kleppe segir að langflestir bændur fylgi iðnverkafólki í launum, en til at- hugunar sé að koma á verulegum lág- launabótum til þeirra sem búi viö lök- ustu kjörin. Séu það einkum sveiflur í utanríkisverzluninni, sem valdi erfið- leikum, svo og aukinn kostnaður við framleiðsluna innanlands. Verði áfram- hald á þeirri þróun samtímis því sem neyzla innanlands fari vaxandi verði þess skammt að bíða að óhagstæður greiðslujöfnuður Norðmanna við út- lönd verði algjörlega óviðráðanlegur. Lufthansa- ræningi látinn laus Beirút. Lfbanon, 31. jan. AP. ARABlSKA dagblaðið A1 Manar sagði í dag að Palestínuskærulið- ar hefðu neytt yfirvöld f Sómalíu til að láta Suheila Al Saveh lausa, en hún tók þátt í flugráninu á Lufthausavélinni í október síðast- liðnum. Al Manar segir að Suheila A1 Sa.ve hafi verið sleppt eftir að skæruliðar hótuðu Sóma- líustjórn hermdarverkum. A1 Sayeh særðist í áhlaupi, vest- ur-þýzkrar víkingasveitar á far- þegaflugvélina í Mogadishu, en hinir þrír flugræningjarnir sem ráninu stóðu féllu allir. Flugránið var fiður í tilraun hermdarverka- manna til að fá félaga ú Baader- meinhoff-samtökunum látna lausa. Talsmaður PLO neitaði í dag að láta nokkuð uppi um hvort frétt blaðsins væri rétt, en ekki kemur fram í henni hvenær A1 Sayeh var látin laus. Hins vegar segir í frétt blaðsins að A1 Sayeh hafi farið tilBagdad, en þar eru aðalstöðvar skæruliðaforingjans Hadad, sem talinn er standa á bak við mörg hermdarverk sem framin hafa verið að undanförnu. Hadad var rekinn úr Alþýðufylkingunni til frelsunar Palestínu (PFLP) skömmu eftir flugránið í október. Forstjóra- skipti hjá SAS Ósló. 31. janúar. AP. SAS-flugfélagið tilkynnti í dag, að Svíinn Carl Olov Munkberg tæki í haust við af Knut Hagrup sem forstjóri flugfélagsins en þá lætur Hagrup, sem er 65 ára, af störfum fyrir aldurs sakir. Stjórn Carters hyggst fá Saudi- Aröbum þotur Washington, 30. jan. Reuter. HÁTTSETTUR bandarískur emhættismaður hefur skýrt frá þvf, að stjórn Carters hyggist leita eftir samþykki þingsins um áform til að selja Saudi-Aröhum 60 orrustuflugvélar af gerðinni F-15. Flugvélar af þessu tagi eru með því fullkomnasta, sem Bandarfkjamenn hafa framleitt í hergagnaiðnaði og er söluupphæðin 1.5 milljarðar dollara. Fram hafa komið mótmæli gegn tillögunni frá bæði þingmönnum og ýmsum valdamiklum þrýstihópum, sem hlynntir eru tsraelsmönnum. Telja þeir að vopnasalan geti raskað valdahlutföllum f Mið- Austurlöndum. I spurningatíma bankanefndar öldungadeildarinnar var yfir- maður vopnasöludeildar utanrík- isráðuneytisins, Leslie Gelb, að því spurður, hvort reiknað væri með sölu þessari i áætlun stjórn- arinnar um vopnasölu á árinu, en sú áætlun hljóðar upp á 13.2 millj- arða dollara til 30. september nk. Svaraði Gelb því játandi, að svo hefði sér skilizt. Þykja þetta at- hyglisverðar upplýsingar þar eð stjórnin hefur til þessa ekkert vilja láta uppi um málið en aðeins sagt að þörf Saudi-Araba fyrir fullkomnar orrustuvélar væri eðlileg. Það kom einnig fram hjá Gelb, að hann teldi ekki að vopna- salan til Saudi-Araba kollvarpaði núverandi hlutföllum þar eð tsra- elsmenn hefðu þegar flugvélar af sömu gerð og önnur Arabalönd jafningja hennar, MIG-23, frá So- vétrikjunum. Lögum samkvæmt verður þing- ið að hafa 50 daga til að yfirvega tillögur um vopnasölu til erlendra aðila. Má því ætla að tillagan verði lögð fyrir þingið á næstu sex mánuðum og sennilega með fyrra fallinu þar eð þingmenn taka sér að jafnaði mánaðar-leyfi yfir sum- artímann. Öldungadeildarþing- maðurinn Frank Church dreifði nýlega bréfi meðal þingmanna en í því andmælti hann tillögunni mjög hvasslega. Stuðningsmenn ísraela í Bandarikjunum hafa einnig illan bifur á henni og frétt- ir herma, að bandariska afvopn- unar- og vopnatakmarkananefnd- in hafi gagnrýnt áform stjórn- valda um vopnasölu til Saudi- Araba. BARCELONA — Mynd þessi var tekin við jarðarför Josquin Viola Sauret fyrrverandi borgarstjóra Barcelóna, en hún fór fram á fimmtudaginn. Um eitt þúsund manns voru við athöfnina í kirkjunni. Borgarstjórinn og frú hans létust eftir sprengingu sem hryðjuverkamenn ollu á heimili hjónanna. Aðstoðarráðherra Trudeaus segir af sér Ottawa 31. janúar. Reuter. AP. AÐSTOÐARDÓMSMALARAÐHERRA Kanada, Francis Fox, sagði af sér í dag, eftir að hafa viðurkennt að hann hefði fyrir þremur árum verið f tygjum við gifta konu. Fox tilkynnti þetta í neðri málstofu kanadiska þingsins í dag og sagði að konan hefði orðið þunguð af hans völdum og þau ákveðið að láta eyða fóstr- inu. Til að það væri unnt varð eiginmaður hennar að skrifa undir og falsaði Fox því eiginhandaáritun hans. Fox hraðaði sér frá þinghúsinu að yfirlýsingu- sinni lokinni og neitaði að ræða við blaðamenn. Stjórharandstaðan hefur að undanförnu veitzt harkalega að Fox vegna njósnamáls sem upp er komið innan kanadisku riddaralögreglunnar. en Fox hefur með málefni hennar að gera. Fox hafði varizt ásökunum stjórnarandstöðunnar vel og kem- ur afsögn hans nú því öllum mjög á óvart. Ekki lá ljóst fyrir í dag hver yrði eftirmaður Fox. en það verður ákveðið síðar i vikunni. Til bráða- birgða mun dómsmálaráðherrann gegna starfi hans. Búizt er við, að Fox verði sektaður fyrir að hafa falsað undirskriftina, en fæstir eiga von á að sú sekt verði há. Saksóknari Ontarios-fylkis sagði i dag, að málið yrði þó kannað ofan i kjölinn. Fox var fráskilinn, en átti eitt barn með konu sinni. Hann var yngsti maðurinn i stjórn Trudeaus. aðeins 38 ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.