Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 15 VEÐUR víða um heim Stig. Amsterdam 4 skýjað Aþena 13 bjart Berlfn 4 skýjað Brússel 5 bjart Chicago +10 skýjað Frankfurt 4 rigning Genf 4 sólskin Helsinki +3 bjart Jöh.borg. 24 sólskin Kaupm.h. 2 rigning Lissabon 15 bjart London 6 skýjað Los Angeles 17 skýjað Madrfd 11 bjart Málaga 16 skýjað Miami 17 skýjað Moskva +4 snjókoma NewYork+1 skýjað Palma 12 bjart Parfs 7 skýjað Róm 8 bjart Stokkh. 5 skýjað Tel Aviv 20 mistur Tókýó 9 bjart Vancouver skýjað Vfn 7 skýjað Hætta á að inflúenzan breiðist út Róm 30. jan. Reuter. ITALSKUR sérfræðingur í læknavísindum sagði í dag, að ef ekki yrði gripið til neinna aðgerða myndi rússneska inflúenzan breiðast mjög hratt út. Hann sagði að það væri mjög brýnt fyrir sérfræðinga um allan heim aó finna bóluefni gegn inflúenzunni. Inflúenzan hefur nú þegar breiðzt víða um Iönd. Hún leggst harðast á börn og unglinga og aðaleinkenni hennar eru uppköst. Kosið beint í Norður- landaráð? Kaupmannahöfn, 30. jan. Reuter. FLOKKUR danskra vinstri- sósíalista bar i dag fram þá tillögu, að teknar væru upp beinar kosningar til Norður- landaráðsins. Kemur tillagan i kjölfar samþykktar danska þingsins um að mæla með beinum kosningum til þings Efnahagsbandalagslandanna. SYDNEY— Þegar flugvélin, sem hér sést kom inn til lendingar kom i ljós að nefhjól hennar var bilað. Starfsmenn flugvallarins brugðu þá skjótt við og snöruðu nefhjólið með reipi sem strengt var á milli tveggja bifreiða og létu sig litlu máli skipta þó vélin væri á 130 kilómetra hraða. Þetta gerðist ÞETTA GERÐIST 31. f uós- Þegar herforingjar gera JANÚAR. 1972 — Sprengja springur í brezka sendiráðinu í Dyflinni, er mikil mótmælaalda gegn stefnu Breta gengur yfir. 1958 — Stjórnir Egyptalands og Súdans tilkynna, að löndin hafi sameinazt í eitt land, Sam- einaða arabíska lýðveldið. 1946 — Norski jafnaðarmaður- inn Trygve Lie er kosinn fram- kvæmdstjóri Sameinuðu þjóð- anna. Lýst er yfir stofnun lýð- veldis f Ungverjalandi. 1942 — Brezki herinn f Malasíu hör(ar til Singapore. Vidkun Quisling 'verður forsætisráð- herra Noregs. 1924 -— Bretland viðurkennir kommúnistastjórn Sovétríkj- anna. 1922 — Ráðstefna í Washington samþykkir að takmarka eigi notkun kafbáta og eiturgass í hernaði. 1908 — Carlos fyrsti, konungur Portúgals, og krónprins lands- ins eru myrtir í Lissabon og Manuel annar verðurkonungur. 1896 — Krítverjar hefja upp- reisn gegn Tyrkjum, með stuðningi Grikkja. 1881 — Fyrstu merki þjóðernis- hreyfingar í Egyptalandi koma uppretsn. 1793 — Frakkland lýsir stríði á hendur Bretlandi og Hollandi. 1733 — Agústus annar konung- ur Póllands og Saxlands andast. 1727 — Stríð brýzt út á milli Englands og Spánar, eftir að þeir siðarnefndu hefja umsátur um Gibraltar. 1702 — Eugene prins af Savoy gerir árás á Cremona á ítalíu. 1587 — Elízabet fyrsta, Eng- landsdrottning, skrifar undir aftökuskipan þess efnis að María Skotadrottning skuli tek- in af lffi. 1 dag eiga afmæli: Sir Edward Coke, brezkur stjórnmálamað- ur (1552 — 1634), John Philip Lemble, enskur leikari (1757 — 1823), Clara Butt, ensk söng- kona (1873 — 1936), Feador Chaliapin, rússneskur söngvari (1873 — 1938), Hugo von Hofmannsthal, austurrískt skáld (1884 — 1929) og Vietor Herbert, bandarískt tónskáld (1859— 1929). Hugleiðing dagsins. — „Aður en við kaupum eitthvað, ættum Við að spyrja sjálf okkur hvort við kæmust ekki af án þess.“ John Lubbock, enskur stjörnu- fræðingur og stærðfræðingur (1803— 1865). Lokað var á Sovétmenn í Pnomh Penh Er deilan fulltrúastríð stórvelda? Kínverjar vilja halda friðinn Kambódía hunzaði blíðu Sovétmanna Moskva, 31 jan AP. MARGT virðist nú benda til þess að óðum dragi að algerum vinslitum Kambódíu og Sovétmanna, en aðeins á þriðja ár er liðið síðan Kremlverjar fögnuðu valdatöku komm- únista í Kambódiu. Landamærastríð Kambódiumanna og Vietnama hefur að sjálf- sögðu allmjög hraðað þessari þróun mála. Þó hefur mátt skilja á sovéskum ráðamönnum siðan snemma i desember að snurður væru farnar að hlaupa á þráðinn i samskiptum þjóðanna. Er ýmsum öðrum ástæðum borið við en árásum Kambódiumanna við landa mærin enda þótt Vietnamar séu nu nákomn- ir bandamenn Sovétmanna. Skýrt hefur verið frá því að Kambódiumenn hafi síðan 1975 virt að vettugi boð Sovét- menna um efnahagsaðstoð og bent þei,m á að þeir hafi á fyrri timum stutt Kambódiustjórn Lon Nols, sem var hlynnt Vesturveldunum. Einnig hafa kommúnistar í Kambódíu neitað Sovétmönnum um að opna sendiráð í Phnom Penh og sjálfir kallað sen^imenn sína aftur frá Moskvu. í Sovétríkjunum héldu menn hins vegar lengi í vonina um að Kambódiumenn skiptu um skoðun. Til dæmis um það má nefna að i októbermánuði siðastliðnum sendu Sovét- menn hlýlegt heillaóskaskeyti til kambódíska kommúnistaflokksins, þegar formlega var gengið frá stofnun hans. Um svipað leyti mátti lesa grein í sovéska timaritinu ..Nýir timar" þar sem farið var viðurkenningarorðum um efna- hgslegan árangur Kambódiumanna. Þegar stríð Kámbódiu og Vietnam brauzt út fór hins vegar að kveða við annan tón. Sovézk blöð og timarit hófu að taka frásagnir upp úr erlendum tímaritum þar sem grein var frá árásum Kambódíumanna og þeir sakaðir um að njóta aðstoðar erkióvina Kremlverja, Kínverja. Frásagnir þessar hafa siðan færzt i vöxt og athugasemdir þær, er þeim fylgja, orðið æ beinskeyttari og hlynntari Víetnömum Sovét- menn hafa að vísu neitað að fallast á þá athugasemd Brzezinskis, aðalráðgjafa Carters i öryggismálum, að deilan væri „fulltrúaviður- eign" Kínverja og Sovétmanna, en hafa þó hampað erlendum fréttaskrifum þess efnis að Kambódiumenn berjist með kínverskum vopn- um. Telja mörg erlend vitni að átökunum að Sovétmenn haldi nú mjög fram hlut stjórnar- leiðtoga í N-Vietnam i SA-Asíu og styðji auk þess dyggilega við bakið á Vietnömum hernaðarlega og bandamönnum þeirra í Laos. Sendimenn erlendra rikja telja sig og hafa tekið eftir að viðhorf Sovétmenna er mjög samsinna stefnu Hanoístjórnarinnar varðandi málefni fimm ríkja SA-Asiu-bandalagsins. A opinberum vettvangi hafa Kínverjar á hinn bóginn gætt þess að gera hvorugum aðilanum hærra undir höfði og að jafnvægi sé i frétta- skrifum Er það álit margra að Kambódíumenn eigi sér hauk i horni þar sem Kínverjar eru, en að hinir síðarnefndu vilji ekki kunngera stuðn- ing sinn af ótta við að Vietnamar þrýsti sér enn lengra undir verndarvæng Sovétmanna. Þess ber þó líka að geta að margir vestrænir frétta- skýrendur draga i efa að Sovétmenn hafi sent hernaðarsérfræðinga til Víetnams að undan- förnu Benda þeir á að Víetnamar tefldu aldrei fram útlendum sérfræðingum við viglinuna þótt þeir stæðu andspænis herjum Bandaríkja- manna og S-Víetnama áður fyrr Eru Víetnamar og Kambódíumenn ekki annað og meira en leikbrúður risanna? 48,13,1415, 30,32,40, 85,80, wött flúrpípun í nnörgunn stœrðum og itunn. PHILIPS heimilistæki sf Sætún 8 sími 24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.