Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. stmi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Borgin, höfnin, út- gerðin og fískvinnsfan Re’ykjavík var vagga togaraútgerðar í landirtu Hún hefur um langan aldur verið mikilvæg islenzkum sjávarút- vegi: veiðum, vinnslu og skipaiðnaði Engu að síður hafa þessar mikilvægu framleiðslugreinar dregizt saman hlutfallslega, þ.e.a.s. ekki vaxið að sama marki og þjónustugreinar vinnumarkaðarins i höfuðborginni Til þessa liggja ýmsar ástæður, sumar lítt við- ráðanlegar, eins og lokun Faxaflóa; aðrar, sem hamla má gegn með réttum viðbrögðum Reykjavíkurhöfn er eina fiskihöfnin í landinu, sem rikisvaldið setur algjörlega til hliðar varðandi stofnkostnaðarþátttöku Rikis- sjóður greíðir 75% stofnkostnaðar annarra fiskihafna i landinu og allan stofnkostnað svokallaðra landshafna Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, þróast hvarvetna innan þess ramma sem þessum framleiðslugreinum er settur, m a með tiltækri starfsaðstöðu i viðkomandi höfnum Miðað við aðstæður gegnir raunar furðu, hve vel hefur verið haldið á málum við Reykjavikurhöfn Abentur fjárhagslegur aðstöðumunur hefur hins vegar óhjákvaemilega sett sitt neikvæða mark á þróun þessara mála i Reykjavík Helztu opinberir fjárfestingarsjóðir, sem fjármagna að hluta uppbyggingu atvinnugreina, hafa siður en svo sett reykvískan sjávarútveg í öndvegið Þannig hafa fískveiðasjóður. byggða- sjóður og iðnlánasjóður lánað samtals 19 7 milljarða króna til atvinnuveganna i landinu á árabilinu 1973 — 1976 Þar af hafa aðeins 2 3 milljarðir eða 11.9% verið ráðstafað til Reykjavíkur — þangað sem yfir40% þjóðarinnar býr Með hliðsjón af samdrætti í tilteknum framleiðslugreinum á höfuðborgarsvæðinu, sem og stöðnun í ibúafjölgun borgarinn- ar, hlýtur að teljast sanngjarnt, að Reykjavik verði sett við sama borð og önnur sveitarfélög, bæði varðandi lánsfjárfyrirgreiðslu opinberra fjárfestíngasjóða og stofnkostnað Reykjavíkurhafnar Reykvikingar bera uppi hinn sameiginlega kostnað rikisbúsins ekki siður en aðrir landsmenn Reykjavikurhöfn þjónar fjölmenn- um hafnlausum nágrannabyggðum til jafns við höfuðborgina Hún þjónar raunar landinu öllu sem helzta vöruhöfn þess Svipað má raunar segja um fjölmargar þjónustustofnanir, sem Reykjavík rekur, er sinna þörfum nágrannabyggða Þetta er raunar nauð- synlegt að hafa í huga þegar borin er saman tekjuþörf og útgjaldakostnaður Reykjavikur annars vegar og nágrannabyggða hins vegar Atvinnustefna sú, sem Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, hefur fram sett, miðar fyrst og fremst að því að efla framleiðslu- greinar í höfuðborginni, bæði i iðnaði’ og sjávarútvegi. Þessi stefna er byggð á niðurstöðum úttektar, sem gerð var að frumkvæði borgarstjóra, á stöðu atvinnulífs i borginni og liklegri framþróun þess. Þessi atvinnustefna miðar fyrst og fremst að því að tryggja til frambúðar það atvinnuöryggi, sem Reykvíkingar hafa búið við og búa við í dag Kjarni hennar er að búa þann veg i haginn fyrir framtak borgaranna, að það megi bera sem rikuleg- astan ávöxt í tílurð nýrra atvinnutækifæra á komandi árum og áratugum. Nauðsynlegt er að stefna að stórbættri aðstöðu fyrir sjávarút- veg í Reykjavíkurhöfn. Ekki einvörðungu i þágu útgerðar og fiskvinnslu, heldur ekki siður margvislegrar þjónustu við þessar atvinnugreinar Má þar m a. nefna skipaiðnað, sem lengi hefur verið nokkur í Reykjavík, og nú er unnið að að skapa betri vaxtarskilyrði. Skipaiðnaður í höfuðborginni þarf að þróast að því marki, að hann geti sinnt í ríkara mæli en nú er bæði nýsmiði og viðgerðarþjónustu i þágu fiskiskipa og farmskipa okkar sem við höfum um of sótt til annarra þjóða Margvíslegar framkvæmdir eru á döfinni hjá Bæjarútgerð Reykjavikur, til að tæknivæða veiðiskip og vinnslustöð og styrkja rekstrarstöðu fyrirtækisins Afstaða borgarbúa til bæjarrekstrar fellur ekkí í einn farveg. En með hliðsjón af samdrætti i þessari atvinnugrein i höfuðborginni, eru viðbrögð borgaryfirvalda á þessum vettvangi rétt. Tekið skal undir þau orð Ragnars Július- sonar, stjórnarformanns BÚR, að meðan borgin annast slíkan rekstur og ber ábyrgð á honum, verður að stefna að því marki, að reksturinn skili arði og þurfi ekki að þiggja rekstrarlegan stuðning i borgarsjóð Öll landbúnaðarhéruð og öll sjávarpláss á íslandi eru hlekkir í verðmætasköpun þjóðarbúsins. Velferð þeirra og viðgangur er í senn fagnaðarefni og þjóðarhagur Sama máli gegnir að sjálf- sögðu um höfuðborgina, sem í senn er stjórnsýslumíðstöð landsins og afkomuvettvangur fjörutiu hundraðshluta þjóðarinn- ar. Það er orðíð tímabært að eyða héraða- og landshlutaríg, sem alið hefur verið á um langan aldur Byggðir landsins eiga að búa við sem líkastan kost varðandi opinbera fyrirgreiðslu, sem kostnaðarlega er deílt á landsmenn alla Stjórn Skáksambands tslands á blaðamannafundinum f gær í hinu nýja húsnæði sambandsins við Laugaveg71. BV ./ W ámr ■w' M Reykjavíkurskákmót ið hefst á f östudag Skáksambandid flytur formlega í nýtt húsnædi ' Reykjavíkurskákmótið hefst næstkomandi föstudag er dreg- ið verður um töfluröð kepp- enda f Kristalsal Hótel Loft- leiða. Umferðir mótsins verða 13 og hefst sú fyrsta á laugar- dag eftir að mótsetning hefur farið fram, en Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri leikur f.vrsta leik mótsins. A mótinu verður tefit í fyrsta sinn eftir nýju fslenzku kerfi en í því felst, að tími keppenda er tak- markaður meir en áður hefur tfðkazt. Fvrstu 30 leikina verður að leika á 90 mínútum, þá næstu 20 á 60 mínútum eða alls 50 leikir á 2!4 tfma fyrir bið. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem Skáksam- bandið hélt í gær í tilefni þess, að sambandið flutti formlega í nýtt húsnæði við Laugaveg 71 og vegna Reykjavíkurskák- mótsins svo og til að kynna útgáfu nýs skákpenings f til- efni góðrar frammistöðu Jóns L. Arnasonar á sl. ári. Skákmót þetta er eitt hið allra sterkasta sem haldið hef- ur verið hér á landi og er það í styrkleikaflokki 11, sem merkir að meðalstigatala keppenda er yfir 1500 stig, en á mótinu er þessi tala 2522,3 stig svo aðeins vantar 2,7 stig upp á að mótið fari í 12. styrkleikaflokk. Kepp- endur verða alls 14 eða Hort, Larsen, Polugaevsky, Miles, Smejkal, Browne, Lombardy, Kuzmin, Friðrik Ólafsson og Margeir Pétursson. Verðlaunagreiðslur á mótinu eru taldar nema á milli 2.2—2.5 milljónir króna eftir genginu og eru þau verðlaun hærri en gengur og gerist að því er Einar S. Einarsson sagði á blaða- mannafundinum í gær. Heild- arkostnaður vegna mótsins er hins vegar áætlaur 7.5—9.0 milljónir þegar upp verður staðið og vonast Skáksambands- menn til þess, að hægt verði að koma hallalaust út úr þessu móti, en af undanförnum tveimur mótum hefur verið nokkur halli. Aðalskákdómari mótsins verður Guðmundur Arnlaugs- sön en honum til aðstoðar verða Guðbjartur Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson og Þor- steinn Þorsteinsson. Formaður skákstjórnar verður Einar S. Einarsson. Minnispeningur um af- rek Jóns L. Árnasonar Skáksamband Islands hefur í tilefni af hinu frækilega afreki hins unga skákmeistara, Jóns L. Arnasonar, látið slá minnis- pening tileinkaðan þessum f.vrsta heimsmeistara okkar Is- lendinga, segir í frétt Skáksam- bands Islands. Er hér um að ræða annan pening í sérstakri minnispen- ingaseríu um íslenzka afreks- menn í skák, en sá fyrsti var sleginn 1975 og tileinkaður Friðriki Ölafssyni stórmeistara. Kaupendur þessa penings eiga nú forkaupsrétt í einn mánuð að sömu númerum. Upplag heimsmeistarapeningsins er takmarkað við 500 brons, 200 silfur, og 25 gullpeninga, sem allir verða númeraðir. Aætlað verð peningsins er 6.500 krónur fyrir brons, 12.500 fyrir silfur og gullpeningurinn verður verðlagður eftir gullverði á þeim tíma er hann verður sleg- inn en áætlað verð er um 200.000 krónur. Peninginn hef- ur hannað Helga B. Sveinbjarn- ardóttir og er sleginn hjá ís- spor h.f. Samkvæmt sérstakri sam- þykkt stjórnar sambandsins verður helmingi nettóágóða af sölu peningsins varið til að stofna verðtryggðan sjóð til styrktar Jóni L. Arnasyni á skákbrautinni. JJiiJi. Mynd af hinum nýja minnispeningi um afrek Jóns L. Arnasonar á s.l. ári er hann varð heimsmeistari unglinga 17 ára og yngri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.