Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 19 Heimild í reglugerð: Sfldveiðar í reknet fyrir Norðurlandi Það kom fram í svari sjávarútvegsráðherra á Alþingi f gær, að í reglugerð, sem gilti um síldveiðar og leyfi til síldveiða á liðnu ári, hafi verið heimild til síldveiða í reknet frá 20. ágúst til 20. nóvember, ef veiðikvóti væri ekki f.vlltur fyrir þann tíma, og hafi sú heimild gilt eins fvrir veiðar fyrir Norðurlandi sem annars staðar. Ragnar Arnalds (Abl.) hafði spurst fyrir um, hvort ekki væri tímabært að leyfa tilraunaveiðar á síld í reknet fyrir Norðurlandi. Svar Matthíasr Bjarnasonar sjáv- arútvegsráðherra fer hér á eftir. „Eins' og kunnugt er voru hér við land þrír síldarstofnar, það er íslensk og norsk vorgotssíld og íslensk sumargotssild. Sumarsíld- veiðarnar norðanlands og austan byggðust að langmestu leyti á vor- gotssildarstofninum og eins tg nafnið bendir til, kvikna þessir síldarstofnar að vorlagi, í mars- april. Annar þeirra hrygnir við suðurströnd íslands og hinn við vesturströnd Noregs. Að hrygn- ingu lokinni hélt norska síldin í vesturveg til ætisleitar og var fyrr á árum komin á hin áturíku síld- armið norðanlands og austan síðla vors eða á öndverðu sumri. Is- lenska vorgotssíldin hélt einnig til þessara miða eftir hrygningu og gekk þá einkum frá hrygning- arstöðvunum við Vestmannaeyjar og á Selvogsbanka vestur og norð- ur með landinu. Venjulega var þessi vestanganga komin norður á Húnaflóa um miðjan júní. Meðan báðir vorgotssíldarstofnarnir voru stórir og leituðu á grunnmið fyrir Norður- og Austurlandi, var oft svartur sjór af síld um hásum- arið, þegar ætisgöngurnar voru í algleymingi. Þessu er ólíkt farið að því er varðar sumargotssíldina, én hún hrygnir eins og nafnið bendir til, um hásumarið, einkum í júlímánuði. Hrygningarstöðv- arnar eru einkum við Suðurland. Að hrygningu lokinni hélt sumar- gotssildin vestur og austur fyrir land og blandaðist vorgotssíldar- stofnunum síðsumars einkum við Norðausturland og á vestursvæð- inu norðanlands. Var hún þá enn mjög fitulítil eftir hrygninguna og því ólík vorgotssildinni, sem jafnan var fitumikil siðsumars og þegar haustaði og æti minnkaði hvarf fullorðna síldin frá Norður- landi. Norska síldin hélt á vetur- setustöðvar úti af Austfjörðum, sem Iengi var kallað Rauða torgið og er enn kallað, en íslensku stofnarnir héldu sig einkum út af Suður- og Vesturlandi á vertíð. Um áratugur er nú liðinn síðan þessir þrír síldarstofnar hrundu. Ekkert bendir enn til þess að ís- lenska vorgotssíldin sé farin að rétta við. Norska síldin er í þann veginn að koma úr bráðri hættu, ef hún verður ekki ofveidd af Norðmönnum eins og nokkur hætta var á, að gert hafi verið á s.l. hausti. Norska síldin, endur- reisn sumargot.ssíldarinnar hefur gengið tiltölulega betur, þannig að hugsanlegt er, að stofninn nái fyrri stærð um eða upp úr 1980. Seiði sumargotssíldarinnar berast vestur og norður fyrir land eins og seiði margra annarra nytja- fiska. Ungsíldin heldur sig í fjörð- um og flóum vestan-, norðan- og austanlands uns hún verður tveggja til þriggja ára. Þá gengur hún venjulega suður fyrir land og sameinast eldri hluta stofnsins, sem virðist nú hafa tekið upp fyrri venjur að því leyti að eftír hrygninguna 1977 gekk talsverð síld norður með Austfjörðum í ætisleit í ágúst og þaðan allt til Norðurlands. Sömuleiðis gekk síld frá hrygningarstöðvum úti af Suðvesturlandi norður með vest- anverðu landinu. Sýni, sem bár- ust frá Norður- og Norðaustur- landi síðsumars og á s.l. hausti, sýndu, að fullorðna síldin var is- lensk sumargotssíld. Ungsíldin norðanlands var aðallega tveggja ára, frá 1975, en sá árgangur virð- ist vera góður að dómi fiskifræð- inga. Samkv. reglugerð, sem gilti um sildveiðar þangað til á s.l. ári, var síldveiði leyfð á tiltækum svæðum. En í reglugerð þeirri, sem gilti um síldveiðar og leyfi til Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra; Stutt við bakið á innlendum húsein- ingaverksmiðjum Athugun á húsnœðisþörfum aldraðra Gunnar Thoroddsen, svaraði í sameinuðu þingi f gær fyrir- spurnum varðandi starfsemi Hús- næðismálastofnunar rfkisins. Svar ráðherrans fer að meginmáli héráeftir: ,,Eg óskaði eftir greinargerð frá Húsnæðismálastofnun rikisins varðandi framkomna fyrirspurn. Svarið var svohljóðandi: „Allt frá upphafi starfsemi sinnar hefur Húsnæðismálastofnun ríkisins unnið að framgangi þeirra stefnu- miða, sem fram koma i 3. gr. 1. um stofnunina. Stærsta átakið fram- an af var stofnun eigin teikni- stofu, sem hannaði vandaðar íbúðarteikningar, er seldar voru við vægu verði víðs vegar um land. Er enginn vafi á þvi, að þessi þjónusta hafði mjög mikið gildi fyrir landsbyggðina, bæði að því er varðar betri og fegurri íbúðarbyggingar og betri húsa- kost. Enn er þessi starfsemi rekin einkum í þágu landsbyggðarinnar með góðum árangri. Veiting fram- kvæmdalána fyrir íbúðarbygging- síldveiða á árinu 1977, máttu síld- veiðar hefjast i reknet 20. ágúst og vera lokið i siðasta lagi 20. nóv., ef veiðikvótinn hafði ekki verið fylltur fyrir þan tíma, sem reyndar varð, því að þessari veiði var lokið að mig minnir í kringum 11. .eða 12. nóv. Hins vegar var leyfður svo ákveðinn skammtur i hringnót og þau leyfi voru frá 20. sept., en vegna tíðarfars höfðu ekki allir þeir bátar, sem höfðu þessi leyfi, veitt á sínu tiltekna tímabili eins og reglugerðin gerði ráð fyrir og var reglugerðin fram- lengd hvað þessar veiðar snerti um nokkra daga. Samkv. þessari reglugerð, sem gilti á s.l. ári, voru engin ákvæði sett um veiðisvæði eins og áður var, og því hefðu bátar mátt reyna síldveiðar i reknet samkv. þeirri reglugerð fyrir Norðurlandi sem annars staðar. En mér er ekki kunnugt um, að það hafi nokkur bátur reynt, en það getur verið að það sé vegna þess að menn hafi ekki kynnt sér til hlítar þá breyt- ingu, sem við í sjávarútvegsráðu- neytinu gerðum á reglugerðinni fyrir síldveiðarnar 1977 frá því sem var fyrir tvö árin á undan frá þvi að sildveiðar voru aftur leyfð- ar. Ég tel eðlilegt, að þessi tilraun sé gerð og ég hef ekki i hyggju að breyta þessu ákvæði reglugerðar- innar, þannig að þessar tilraunir geti verið gerðar hvar sem er í kringum landið." ar hvarvetna í landinu jafnt til sveitarstjórna, stjórnar verka- mannabústaða, einkafyrirtækja í byggingariðnaði og dvalarheimila aldraðra hefur oftsinnis ekki að- eins ráðið úrslitum um að slíkar byggingar komust á laggirnar heldur hefur veiting þeirra lagt grundvöll að festu í framuvæmd- um m.a. að því er atvinnu varðar og gert framkvæmdaaðilum kleift að gera hagstæða samninga af margvislegu tagi er verkað hafa til lækkunar á byggingarkostnaði. Enginn vafi er á að lánveitingar þessar hafa orðið til þess að gera margar þessara framkvæmda mun ódýrari en ella hefði orðið. Á vegum tæknideildar stofnunar- innar starfar starfshópur, sem annast fast og ákveðið eftirlit með byggingarkostnaði félagslegra byggingarframkvæmda einkum þó vegna leiguíbúða sveitarfé- laga. Vegna þessarar starfsemi hafa þessar framkvæmdir ekki orðið jafn dýrar og ella hefði orð- Framhald á bls 18. SVIPMYND FRA ALÞINGI: Fundi er lokið. Örfáir þing- menn glugga enn í skjöl sfn. Málaf jöldinn sem hrannast á borð þingmanna er samur við sig. . ' — ' " — " ¦ Þessi eru góð — beint frá Kanada 1 kg. kr. 338 3 kg. kr. 800 1 ks. ca. 20 kg. kr. 4730 Hollri fæðu höldum fram hroll að engum setur B.C. eplin frá Björgvin Sehram bjóðum í allan vetur. LAUGALÆK 2. ©CDDRQ simi 35020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.