Morgunblaðið - 01.02.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.02.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustarf Iðnfyrirtæki vill ráða nú þegar karl eða konu í skrifstofustarf. Starfið felst aðal- lega í því að sinna innheimtu reikninga, auk ýmsra annarra skrifstofustarfa Umsækjendur sendi umsóknir sínar, ásamt upplýsingu um fyrri störf, til af- greiðslu blaðsins, fyrir 10 febrúar n.k., merkt: Jnnheimta — 4370 Landakotsspítali Hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar. Hlutavinna og vinna þriðju hvora viku kemur til greina. Sjúkraliða vantar á hinar ýmsu deildir. Vinna þriðju vora viku á gjörgæsludeild kemurtil greina. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri sími 1 9600 Okkur vantar Aðstoðar- framkvæmdastjóri Véladeild Sambandsins óskar að ráða aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskipta- menntun og reynsla við innflutning og stjórnun fyrirtækja nauðsynleg Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra, sem gefur nánari upplýsing- ar, fyrir 1 5. febrúar næst komandí SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA Trésmiðir óskast Vanir innivinnu, upplýsingar í síma 84825. Vogar, Vatnsleysuströnd Umboðsmaður óskast, til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Vogunum. Upplýsingar hjá umboðsmanni í Hábæ eða afgreiðslunni í Reykjavík, sími 10100 Kjötafgreiðsla Vanur kjötafgreiðslumaður óskast sem fyrst. Hagabúðiri, Hjarðarhaga 4 7. prentara (Letterpress) nu þegar eða sem fyrst. Grafík, hf., sími 311 70 og 3 1180, eftir k/. 6 sími 33£5 1. Afgreiðslustarf í fallegri gjafavöruverzlun í miðbænum er laust til umsóknar fyrir trausta og sam- viskusama manneskju. — Hálfs dags starf kemur til greina. — Enskukunnátta æskileg. — Vinsamlega sendið umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf til afgr. MBL. fyrir 5. febrúar merkt: „I — 4368". Verkstjóri Verkstjóri vanur allri almennri bygginga- vinnu óskast. Tilgreinið fyrri störf. Tilb. sendist Morgunblaðinu merkt: „Verkstjóri nr. 4201" fyrir föstudag. Starfsmaður óskast í varahlutaverslun vora. Aðeins um fram- búðarstarf að ræða Svetnn Björnsson og Co. Skeifunni 1 1. Atvinna Okkur vantar starfsfólk, stúlkur vanar buxnasaumi ganga fyrir öðrum Upplýsinqar í verksmiðjunni, Hverfisqötu 56, sími 10512. Verksmiðjan Föt h.f. Varnarliðið Óskum eftir að ráða lærðan kjötiðnaðar- mann i matvöruverzlun vora á Keflavíkur- flugvelli. Nánari upplýsingar um starfið veittar á ráðningaskrifstofu varnarmáladeildar á Keflavíkurflugvelli, sími 92-1 973 frá kl. 9 — 5_____________________________ Akranes Laust er til umsóknar hálft starf gjalda- bókara á bæjarskrifstofunni á Akranesi. Vinnutími verða 2 — 3 heilir dagar í senn. Umsóknarfrestur er ákveðinn til 10 feb. n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Akranesi 30. 1. 1977 Bæjarritari r Oskum að ráða sem fyrst röskan starfskraft á húsgagna- lager. Upplýsingar hjá deildastjóra. Húsgagnadeild. Starfskraftur óskast í úra- og skartgripaverzlun Umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sé skilað á augld Mbl. merkt: ,,Ú — 0910" Starfskraftur Knattspyrnusamband íslands óskar eftir starfskrafti á skrifstofu hluta úr degi (síð- degis) til vors, en síðan allan daginn í sumar Æskilegt að viðkomandi hafi inn- grip í knattspyrnumál og einhverja reynslu í skrifstofuströfum. Umsóknir sendist KSÍ í pósthólf 1011, Reykjavík nú þegar. Starfsmaður óskast hálfan daginn til vélritunar og annarra alm. skrifstofustarfa. Tilboð er greini aldur og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 8. febr. merkt: „Sjálfstætt starf — 755". Múrarar Vantar múrara strax. Uppl. i síma 51 306. J|i Jón Loftsson hf. /A A A A A A 3TJ2 IlJU 1.1 ILJt I I 1.1 j , _ _l Ui l!J I | I I , mn Hringbraut 121 Sími 10600 Attræður: Hálfdán Bjamason fv. ræðismaður Genova Mér er bæði ljúft og skylt að senda vini mínum Hálfdáni smá- kveðju að heiman í tilefni að þess- um merkisdegi í lífi hans. Hálfdán fæddist að Steinnesi í Austur-Húnavatnssýslu 1. febrú- ar 1898, sonur hjónanna séra Björns prófasts Pálssonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur, sem eignuðust alls 11 börn og komu þeim öllum til náms og mikils þroska. Að löknu námi í Verslunarskóla Islands stundaði Hálfdán skrif- stofustörf í Reykjavik og Hafnar- firði. Árið 1924—25 var Hálfdán sendur á vegum Kveldúlfs hf. til Suðurlanda, en Kveldúlfur hf. var þá langstærsti saltfiskfram- leiðandi á íslandi. Annaðist Hálf- dán þar öll viðskipti fyrir hönd Kveldúlfs hf. í áraraðir. Síðar varð hann umboðsmaður Sölu- sambands ísl. firskframleiðenda (SÍF) um árabil. 1945 var Hálfdán skipaður aðal- ræðismaður íslands á ítalíu með aðsetur í Genova og gegndi því starfi til ársins 1973. Þetta eru í stórum dráttum þau störf, sem Hálfdán hefur sinnt í hálfa öld í fjarlægu landi fyrir íslensku þjóð- ina og ætti að þakka það sem skyldi. Undirritaður kynntist Hálfdani fyrst árið 1949 og tókst þá strax með okkur vinátta, sem staóið hefur síðan. Auðvitað hefur verið vík milli vina, þar sem Hálfdán er búsettur í fjarlægu landi, en hvað um það, alltaf höfum við verið í góðu sambandi með smá tilskrif- um. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á samstarf Hálfdáns við aðra ræðismenn Isl. á Norður- ítalíu, þá F. Spinndelli í Torino og bræðurna G.A. Seeber og W. Seeber í Milano. Aldrei hafa þess- ir menn einir sér eða í samein- ingu sett sig úr færi að kynna ísland sem best og ætíð komið fram sem fulltrúar íslands með miklum sóma. Hálfdán hefur i gegnum árin orðið að liðsinna mörgum landanum, sem leið hef- ur átt um ítalíu á margan hátt og gestrisni hans er alkunn. Alltaf virðist Hálfdán hafa nægan tíma til að sinna gestum, hvernig sem á stendur. Hálfdán hefur átt við heilsu- leysi að stríða á undanförnum ár- um, en hefur yfirunnið það og eftir því sem ég veit best er hann hinn hressasti á afmælisdaginn. Um leið og ég bið Hálfdáni allr- ar belssunar og óska honum langra ævidaga, læt ég hér fylgja heimilisfang hans, til hægðar- auka fyrir hans mörgu vini og kunningja, sem mundu vilja senda honum kveðju sina og árnaðaróskir í tilefni dagsins: ViaC. Roccatagliata, Ceccardi No. 4—21, Genova, Italia. Ketill Jensson. Sjö bílar í árekstri í Kópavogi SKÖMMU eftir kl. 20 í gærkvöldi lentu 7 bílar í árekstri á brúnni milli Kársnesbrautar og Nýbýla- vegar í Kópavogi. Nokkrir bíl- anna skemmdust mikið og einn var óökufær á eftir, en meiðsli urðu hins vegar ekki á fólki. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi bendir flest til þess, að einn bílanna, sem lenti í árekstrinum, hafi snúist í hálku á veginum og farið eina tvo hringi, og að þvi loknu henzt utan í bíl, sem var á leið eftir veginum, og síðan lenti hver bíllinn aftan á öðrum, þar á meðal var strætisvagn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.