Morgunblaðið - 01.02.1978, Síða 22

Morgunblaðið - 01.02.1978, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDÁGUR 1. FEBRUAR 1978 Hörður Ólafs- son — Kveðja Það var fyrst í gær, 9. janúar, að mér barst hingað til Kanada and- látsfregn frænda míns og vinar, Harðar Ölafssonar, sem látist hafði 14. desember s.l. Eflaust mætti segja að dauði hans hefði ekki átt að koma neinum að óvör- um þar eð hann var lengi búinn að vera afar lítilfjörlegur til heils- unnar. En, fyrir mér er dauði hans óvæntur og ótímabær, því þótt svo líkami hans hafi verið þróttlítill var andlegt atgervi hans svo ótrúlega ungt og sterkt. Hörður Ólafsson var fæddur 8. júní 1910 austur undir Eyjafjöll- um. Bernskuárunum eyddi hann undir Fjöllunum og í Fljótshlíð- inni, og var hann ætíð barn sinnar náttúru, sinna bernskustöðva. Hörður kom til Reykjavíkur átján ára gamall til að hefja nám í raf- virkjun. Að visu átti hann sér draum; hann langaði til að læra að leika á flautu, en hann vissi að sá draumur var harla óraunveru- legur þegar fátækur sveitadreng- ur átti í hlut. Ekki átti fyrir Herði að liggja að fá að ljúka sínu námi og leggja út í lífið eins og aðrir ungir menn. Hann veiktist af berklum um tvítugt og dvaldist á Vífilsstaðahæli í u.þ.b. 25 ár. Þar kynntist hann Guðrúnu Ingi- mundardóttur sem varð hans lífs- förunautur þar til hún lést fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þau Hörður og Guðrún eignuðust einn son, Hörð Steinar, sem er búsettur í Svíþjóð. George Bernard Shaw talar á einum stað um þá áráttu mann- anna að kenna aðstæðunum um hvað þeir eru. Hann segir að fólk sem kemst áfram í lífinu sé fólk sem leitar uppi þær aðstæður sem það kýs sér og takist því ekki að finna þær búi það þær til. Hörður fann e.t.v. ekki þær aðstæður í lífinu sem hann helst hefði kosið sér, svo sem góða heilsu, frama á listabrautinni, eðlilegt heimilislif í faðmi stórrar fjölskyldu, svo dæmi séu nefnd. En samkvæmt skilningi G.B. Shaw komst hann vissulegu áfram í lífinu, því hann bjó sér til aðstæður og lifði skap- andi og innihaldsríku lífi. Mér er ógleymanlegar þær stundir frá bernskuheimili mínu þegar Hörður frændi kom í heim- sókn í eftirmiðdagsleyfi frá Vífilsstöðum. Þá sátu hann og mamma tímunum saman og spil- uðu plötur, gamlar 78 snúninga plötur sem oft kom i minn hlut að snúa við. Ég man að ég var alltaf hálffeimin við þennan mann sem sagði svo fátt en sem var svo fallegur á svipinn þegar hann var að hlusta. Það var ekki fyrr en ég var komin í menntaskóla og fór að heimsækja hann reglulega á Vífilsstaði að ég kynntist þessum þögla frænda mfnum. Margan laugardagseftirmiðdaginn fór ég að heimsækja hann og við klöngruðumst upp stiga alla leið upp í ris á Vífilsstaðahæli þar sem Herði hafði verið gefin að- staða til að iðka sitt stóra hugðar- efni, tónlistina. Honum hafði tek- ist að koma sér upp ótrúlega stóru plötusafni. Við drukkum maltöl, töluðum og hlustuðum á Bach og aftur Bach. Ég var í tónlistarskóla og hélt að ég hefði meira vit á tónlist én allir aðrir en Hörður fékk mig oft til að roðna yfir fávisku minni. Ég minnist þess að hafa ætið haft samviskubit þegar ég þurfti að fara heim, samvisku- bit yfir því að vera ung og heil- brigð, að öllum líkindum á leið út að skemmta mér það Iaugardags- kvöldið, skiljandi hann eftir til einskis, að mér fannst. Eg sá það ekki fyrr en löngu siðar að þessir þankar voru óþarfir, Hörður þurfti aldrei á vorkunnsemi að halda, honum var gefin innri ró og sálarstyrkur sem bættu marg- falt upp annað sem hann fórst á mis við. Ekki má minnast Harðar án þess að geta litla bústaðarins hans Bróðir minn + JÓN SIGURÐSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3 febrúar kl 3 e h Bóm afþökkuð Þeim. sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir Rannveig Sigurðardóttir Kjartansgötu 9. + Inmlegar þakkir færum við þaim fjölmörgu er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar, VÖLUNDAR HEIÐREKSSONAR Ennfremur þökkum við öllum þeim er veikindum hans studdu hann og styrktu i Kristín Kristjánsdóttir, Heiðrekur Guðmundsson, Ragnheiður Heiðreksdóttir Kristján Þ. Stephensen, Guðmundur Heiðreksson, Magga Alda Magnúsdóttir. Hólmgrímur Heiðreksson, Borghildur Magnúsdóttir + Þökkum ínnilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar tengdamóður, ömmu og langömmu. GUÐNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Laugavegi 137. Við þokkum sérstaklega læknum og hjúkrunarfólki á deild 2-A á Ifandakotsspitala Bergljót Sveinsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Margrét Sveinsdóttir, Jón A. Jónasson, Anna Sveinsdóttir. Gunnar Valgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. KRISTINS GUÐMUNDSSONAR, Dalbraut 1, Grindavik, Helga Kristinsdóttir, Runólfur Hannesson. Jórmundur Kristinsson Birna Ágústsdóttir, Jórunn Jórmundsdóttir, Guðrún S. Runólfsdóttir, Rebekka B Jórmundsdóttir. Inga Björk Runólfsdóttir. Kristinn S. Jórmundsson, Kristinn Þ. Runólfsson, Helga Dogg Jóhannsdóttir. við 'Vífilsstaðavatn. Þar fengust þau Guðrún við trjárækt og kartöflurækt, og þar held ég að þau hafi átt sínar bestu stundir. Fyrsti vorboðinn á mínu heimili var ætíð Hörður sem kom til að færa okkur birkihríslur. Ég hef grun um að Hörður hafi víða ver- ið vorboði þvi hann átti marga trygga og góða vini sem honum þótti gaman að gleðja. Eftir að veru Harðar á Vífils- staðahæli lauk stofnaði hann ásamt Guðrúnu og Herði Steinari heimili í lftilli risíbúð við Njáls- götu. Hóf hann störf að Múlalundi en kraftar hans leyfðu aldrei full- an vinnudag. Mátti í rauninni kallast ótrúlegt hverju þessi þrek- litli maður gat í verk komið. Hann var mikill hagleikssmiður, ekki sist á tré, og eftir hann liggja margir fallegir munir. Guðrún var sömuleiðis mjög listræn kona þannig að litla heimilið við Njáls- götu var óhjákvæmilega kúltúr- heimili þar sem tónlist og mynd- list voru í hávegum hafðar. Ef aðeins ég hefði haft tök á að koma þar oftar. Þrátt fyrir rýr efni og lélegt heilsufar bæði Guðrúnar og Harðar sóttu þau mikið tónleika. Öllu var fórnað og oft áhætta tek- in til að komast á langþráða tón- leika. Ég veit að flestir þeir sem sótt hafa tónleika Tónlistarfélags- Brynhildur Jónsdótt- ir — Minningarorð F. 10. febrúar 1888. D. 21. janúar 1978. í dag er til moldar borin amma okkar, Brynhildur, sem ljúft er að minnast með örfáum orðum. Hún var fædd að Einholti á Mýrum fyrir tæpum 90 árum. Dóttir hjónanna Jóns Brynjólfs- sonar bónda þar, og sfðar að Minni-Dölum í Mjóafirði, og Sig- ríðar Stefaníu Sigurðardóttur. Amma var tvígift. Fyrri maður hennar var Guðmundur Stefán Bjarnason og áttu þau fjögur börn: Matthildi, Skarphéðin, Njál og Gunnar. Síðari maður hennar var Einar Sv. Frímann, afi okkar, þau áttu fimm börn: Elínu, Sig- ríði (d. 1945), Jóhann (d. 1978), Asdísi og Hildi. Kjarna ævinnar var hún búsett á Austfjörðum, lengst af á Seyðisfirði og síðar Norðfirði, þangað hvarflaði hug- urinn tíðum og endurminningar rifjaðar upp. 1943 fluttist amma búferlum til Hafnarfjarðar og dvaldist lengst af á heimili dóttur sinnar, Hildar og tengdasonar Asgeirs Gíslason- ar skipstjóra, og með þeim fluttist hún í Kópavog. A þessu heimili bundust kærleiksbönd ömmu og barnabarna. Á áttugasta og öðru aldursári varð amma fyrir því slysi að lær- brotna. Fram til þess tíma var hún létt á fæti og létt í lund og hafði miklar mætur á ferðalögum í góðra vina hópi. Nú var frjáls- ræðið til ferðalags skert og dag- legt líf bundið sjúkrahúsi og hjólastól, en þrátt fyrir þessa fjötra heyrðist aldrei af vörum ömmu æðruorð eða kveinstafir. Á meðan heilsan framast leyfði hafði hún mikið yndi af a9 koma í heimsóknir til barna og barna- barna og fara með þeim í ökuferð- ir. Síðastliðin tvö ár var amma að mestu rúmföst, en naut þá sem áður aðdáunarverðrar og ein- stakrar umönnunar og hjúkrunar á sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnar- firði. Undanfarnar vikur fór heilsu ömmu ört hrakandi og mátturinn þvarr. Það var henni þungbær raun að fregna andlát sonar hennar Jóhanns, sem var bráðkvaddur 12. f.m. Rúmri viku + Þökkum innilega vináttu og samúð. vegna andláts og útfarar föður okkar. tengdaföður, sonar og bróður, BALDVINS LOFTSSONAR Goðabraut 9, Dalvík Loftur Baldvinsson, Guðlaug Baldvinsdóttir, Arndís Baldvinsdóttir, Þorsteinn Eiríksson, Jón Þ. Baldvinsson, Kristjana Kristinsdóttir, Guðrún Friðfinnsdóttir og systkini hins látna. + Innilegt þakklæti færum við öllum þeim. sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, JÓHANNESAR JÓNSSONAR, Giljalandi. Börn og tengdabörn + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURRÓSAR JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR, Lindargötu 63. Þökkum einnig starfsfólki á elliheimilinu Grund fyrir góða umönnun Sigurður Ágústsson. Skúli Sigurbjörnsson, Hulda Sigurbjörnsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfatl bróður okkar og mágs, JÓNS G. AÐALBJARNARSONAR, UrSarstfg 1 1 A, Reykjavik Sigrún Aðalbjarnardóttir. Ingólfur Aðalbjarnarson, Þórdis Aðalbjörnsdóttir, Jón Pálmason, Kristján Theódórsson. ins og Kammermúsíkklúbbsins á undanförnum árum munu sakna hvíthærðs, svipmikils, ofurlítið lotins manns sem ætið sat framar- lega í salnum. Skrftið verður að sækja aftur tónleika og vita að enginn Hörður er til að bera sig upp við í hléinu. Hvar og hvað er réttlæti í þeirri veröld sem við lifum í? Er nokkuð réttlæti í því til dæmis að loks þegar svo leit út fyrir að birti eilítið til í veraldlegum málum Harðar óg Guðrúnar, þannig að þau gátu keypt sér rúmgóða og notalega íbúð skyldi hún vera um það bil að leggjast banaleguna? Guðrún var hetja til hinstu stund- ar en veikindi hennar fengu mjög á Hörð. Það er erfitt að rita um svo kæran vin sem Hörður var án þess að vera tilfinningasamur. En það er ekki tilfinningasemi að segja: „Hann var góður maður, hann var gáfaður maður, hann var sannur lífskúnstner". Ég tel mig ríka að hafa átt hann að vini. Halifax, 10. jan. 1978. Þuríður J. Jónsdóttir (Rúrf). síðar, eða 21. janúar dó amma og fékk þá hvíld, sem hún þráði. Þegar rifjaðar eru upp endur- minningar frá samverustundum með ömmu verður efst í huga aðdáunarverður skilningur henn- ar á breyttum viðhorfum til lífs og leiks með breyttum tíðaranda. í hennar huga var auðvelt að brúa kynslóðabilin. Ömmu var annt um áð fylgjast með námi okkar og starfi, og gladdist yfir sérhverjum áfanga á þroskabraut okkar. Amma hafði alla tíð stálminni og skýra hugsun. Þegar rætt var um menn og málefni, ættir tengd- ir og búsetu var hún öllum fróðari og minnugri. Frásagnarmátinn var skýr og rökrænn. Amma hafði miklar mætur á ljóðum og fögrum bókmenntum', enda var lestur góðra bóka henni besta afþreying í Iangri sjúkra- vist. Hún fylgdist vel með atburð- um líðandi stundar með lestri dagblaða, en eftir að sjónin dapr- aðist og lestur var henni um megn, var útvarpið kærkominn fjölmiðill um rás viðburða. Amma var einlæg í trúnni á Guð, og leitaði hughreystingar í lestri Passfusálmanna, sem vóru henni sérstaklega hugfólgnir. Það var bjargföst trú ömmu, að þegar jarðvist lyki tæki við annað líf. Nú fagnar hún endurfundum við börn og ástvini, sem á undan eru gengin. Við þökkum ömmu okkar ástúð hennar og umhyggju. Blessuð sé minning hennar. Barnabörn. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.