Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 25 Jón Finnsson frá loðnuveiðum í vetur — Króntappinn sprunginn Islenzk œska full af athafna- semi Norska blaðið Aftenposten birti nýlega heilsíðugrein á for- síðu laugardagsblaðs síns undir fyrirsögninni: „Islands Ung- dom bobler af virketrang." I undirfyrirsögn segir: Vinna og græða peninga frá þvf þau standa ekki út úr hnefa. Grein- ina og myndir, sem henni fylgja, unnu tveir af blaða- mönnum Aftenpostsins, Alf G. Andersen og Brynjulv Aartum, sem hér voru á ferð og eyddu nokkrum dögum í að kynna sér íslenzka æsku með viðtölum við unglinga og framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Reykjavikur, Hinrik Bjarnason. Og með því að fara um og sjá æskufólk í leik og störfum. I þessari grein kveður við nokkuð annan tón en oft hefur verið þegar norræn blöð skrif a um íslenzka æsku. I greinarlok segir m.a.: Islendingar reyna að halda sinni eigin menningu, enda er þar viðkvæmt þjóðfé- lag, þegar um utanaðkomandi áhrif er að ræða. En íbúunum er þetta alveg ljóst og eru and- snúnir allri ameríkaniseringu, í hvaða formi sem er. Aður höfðu margir áhyggjur af bandarísku varnarstöðinni í Keflavík. Mundi íslenzkt þjóðfélag og þá einkum æskufólkið geta staðið á móti þrýstingi frá mörg þús- und Bandarikjamónnum, sem þar byggju? Keflavikurflug- völlur er minna vandamál en menn óttuðust. Unga fólkið læt- ur ekki svo auðveldlega hafa áhrif á sig. Astandið í dag er þannig, að varnarliðið er á margan hátt einangrað. Æsku- fólkið hefur engan sérstakan umgang við bandariska liðið. íslenzk tunga er heldur ekki mörkuð af tilvist Bandarfkja- manna þarna. Svo sem hingað til er íslenzka svo gott sem hreín af amerískum orðum: „Keflavik hefur átt sín eitur- lyfjavandamál að stríða — en þau hafa í hverfandi mæli breiðzt út til annarra hluta ís- lands. ísland er i dag það Vest- urevrópuriki, sem á við minnst- an eiturlyfjavanda að striða. Yfirvöld eru líka sérlega árvök- ul og taka þau fáu dæmi, sem komið hafa upp, mjög alvar- lega. Svo bjart er ekki ástand- dið, þegar um áfengi er að ræða. Áfengi er erfitt vanda- mál, þó ástandið virðist ekki hafa versnað mjög á allra síð- ustu árum. íslenzk æska er ekki áhuga- söm um stjórnmál og öfgahópar eiga í erfiðleikum með að ná þar fótfestu. Ríkjandi stjórn- málastefnur i háskólanum eru yfirgnæfandi nærri miðju. Ut- jaðrahópar eru til, en þeir eru svo veikir að þeir geta ekki haft áhrif á stúdentasamfélagið. íslenzk æska greinir sig sem- sagt á margan hátt frá æsku- fólki í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Og mestur hluti þess mismunar er Islendingum i hag. En snemmborið sjálfstæði æskunnar hefur ekki bara góð- ar hliðar. Börn hafa snemma peninga milli handanna, og fullorðna fólkið hefur oft áhyggjur af þvi að æskufólkið sé ekki nægilega þroskað til að hafa svo mikið fé til ráðstöfun- ar. Þetta leiðir til áberandi áhuga á efnalegum verðmæt- um. Efnaleg auðæfi hafa mikið að segja fyrir islenzka æsku. Og til að ná slikum markmiðum þarf að leggja mikið á sig. Því efnahagslegt ástand er allt ann- að en gott með síhækkandi verðlagi og upp í 30% verð- bólgu. En það er ekki erfitt að vera sammála einni af norsku kon- unum, sem búið hefur á islandi f mörg ár, Ellen Sigmond jarð- fræðingi, sem fyrir löngu er fallin inn í islenzkt samfélag. — Æska islands er kröftug og yfirfull athafnasemi. E.t.v. et æskan lika mikilvægustu auð- æfin á þessum fjárhagslegu þengingatímum." Bíllinn sem hlíðir skipunum + 24 ára gamall banda- ríkjamaður hefur fundiS upp leikfangabil. sem hreyfist ef talaS er nálægt honum. Bob McCaslin en það heitir maðurinn, erfull- viss um að uppfinning hans muni valda byltingu á leik- fangamarkaðnum um leið og hún kemst I umferð Bíllinn tekur á móti hfjóð- um I gegnum lítinn hljóð- nema. En það verður senni lega einhver bið á því að leikfangið komi á markað- inn, því allir vilja framleiða gripinn og græða á honum. FYRIR helgina varð alvarleg vélarbilun um borð í loðnuskip- inu Jóni Finnssyni frá Garði og við nánari skoðun kom í ljós, að króntappi vélarinnar var sprung- inn. Samkvæmt því sem Morgun- blaðinu var tjáð i gær, er ljóst að annaðhvort þarf að skipta um vél í Jóni Finnssyni eða smíða nýjan króntappa, og verður báturinn því ekki meir við loðnuveiðar á þessari vertið, en Jón Finnsson hefur alla tið verið með hæstu loðnuskipum. Eins og áður hefur verið sagt frá, þá kom einnig fram sprunga i króntappa aðalvélar Sigurðar RE Portúgalir vilja saltfisk I NYUTKOMNU hefti vikuritsins Newsweek segir i grein um stjórnmálaástandið í Portúgal að af viðtölum við fólk megi ráða að það sé orðið uggangi og þreytt á þeim efnahagsvanda sem þjóðin hefur átt við að búa að undan- förnu og afleiðingum hans. Það sem námsmenn þar í landi vilji nú sé að fá að stunda sitt nám í friði og sjái þann draum sinn ræt- ast í stjórn Soaresar, en fólkið bindur miklar vonir við að rikis- stjórnin komi efnahag landsins á réttan kjöl. Sjómanni bjargað — eftir að trilla sökk TRILLA sökk á Faxaflóa á laugar- dagskvöld. Einn maður var á og ' komst hann í gúmbjörgunarbát og var honum bjargað um borð í Litlafell. Maðurinn var á leið frá Hafnar- firði til Reykjavikur á 4 tonna trillu, Svan SH. Virðist sem skyndilega hafi komið mikill leki að bátnum og sökk hann, en mað- urinn komst i björgunarbát sem fyrr segir. Skaut hann upp neyð- arblysi, sem sást frá landi og öðr- um skipum, þar á meðal Litlafelli, SVFI var tilkynnt um neyðar- blysið, en þegar björgunarsveit var að fara af stað, bárust skila- boð frá Litlafelli um björgun mannsins. 4, og verður skipt um vél í Sigurði í vetur. Eru því 2 af bestu loðnu- skipum islendinga frá veiðum í vetur vegna svipaðrar vélarbilun- Fangaupp- reisn í Saragossa Saragossa, 30. janúar. Reuter. TVEIR fangar brunnu inni eftir að allt fór í bál og brand í fangelsi í Saragossa í dag. Um 160 fangar gerðu uppreisn og enda þótt f jöl- mennt lögreglulið kæmi til liðs við fangaverði tókst ekki að koma í veg fyrir að fangarnir næðu hluta fangelsisins á sitt vald og kveiktu í. Að undanfórnu hefur ófremdarástand ríkt í spænskum fangelsum þar sem venjulegir fangar hafa krafizt náðunar til jafns við pólitiska fanga, en þetta er í fyrsta sinn sem átök af þessu tagi verða mannskæð. i » i 14 látnir og 30 enn saknað eft- ir eldsvoða Kansas Cil.v. 30. jan. Rruter. FJORTAN manns fórust og þrjá- tfu er enn saknað vegna eldsvoða sem upp kom f hóteli hér um helgina. Lögreglan óttast að f leiri hafi látist en þe«r 14 sem þegar er vitað um. Eldsupptök eru ókunn. Eldsvoði kom upp i Coates House hótelinu á laugardaginn, og misstu yfir hundrað manns þá heimili sin, en húsið hefur að mestu verið notað til að hýsa fá- tæklinga og eldra fólk hin síðari ár. Tíu lik fundust strax í rústun- um en fjórir hinna fjórtán létu lífið er þeir reyndu að bjarga sér með því að stökkva út úr húsinu. Lögregla telur að við nánari leit kunni fleiri lík að koma í ljós i rústum byggingarinnar sem var sjö hæða. — Kvikmynda- hátíðin .. . Framhald af bls. 12 dór sagt: ..Lilja, sagan um Nebúkadnesar. er samin snemma árs 1933 Ég var nýkominn að utan og var til húsa á hóteli i Miðbænum um skeið Þessí saga vaktist upp hjá mér við stöðugar likhring- ingar út Dómkirkjunni." Dom- nefndina yfir islensku myndun- um skipa þeir Wim Wenders. Thor Vilhjálmsson fyrir Listahá- tið og Baldur Hrafnkell Jóns- son kvikmyndatökumaður. af - hálfu Félags kvikmyndagerðajr'' manna Einnig er sá móauréiki . -fyrtr he*ndi. að griski^Jeikstjór^ inn Voulgans verði^með I dóm- nefndinni Auk þeitra rjfynda. sem hér hafa verið taldar, verður einnig sýnd á hátíðinni myndin Life line tO Cathy. sem er loka yerkefni Ágústs Guðmunds- . 'sonar frá National Film- skólanum i Bretlandi Sam- kvæmt sérstöku punktakerfi, sem hátiðin hefur sett upp til ákvörðunar um hvort mynd sé islensk eða ekki. telst þessi mynd ekki gjaldgeng i sam- keppnina. i allt verða sýndar á hátíðinni 1 9 myndir f rá 14 þjóðlöndum Á þessari fyrstu kvikmyndahá- ttð á íslandi hefur verið lagt kapp á að fá hingað umtalaðar og þekktar myndir fia öllum heimshornum, sem annars yrðu ekki sýndar hér og með því að fá hingað starfandi kvik- myndagerðarmenn. sem hafa og eiga eftir að hafa áhrif á kvikmyndamenningu heims- ins. er brotið blað i kvikmynda- sögu íslands Jafnframt þessu, verður lagt fram. og jafnvel samþykkt, frumvarp til laga urn , kvikmyndasjóð Jslafids og Kvikmyndasafn.sé'm á eftir að hafa ómæld^ahrif á Islenska kvikmyrjdagerð -Kvikmynda- hátiðrfi er þyi- haldin i sama anda og Listahátið. þannig að utrv>Teio og boðið er upp á fjðlbfeytt val erlendra kvik- mynda stefnir hátiðin að þvi að hleypa grósku i innlenda kvik- myndagerð Miðaverð á hátiðina er það sama og á venjulegar sýningar og vafalítið verður hún fjölsótt Ætlunin er þá i framtiðinni að halda slika kvikmyndahtið á tveggja ára fresti, á sama hátt og Listahátíð Kvikmyndahátið- in verður opnuð 2 feb kl 15:30 i Háskólabiói og setur borgarstjórinn. Birgir isleifur Gunnarsson, hátiðina. Þá mun Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra flytja ræðu Menntamálaráð mun af- henda kvikmyndastyrk ársins 1978 og að þvi loknu flytur Wim Wenders ávarp Eftir það verður sýnd mynd hans. Amertski vinurinn. SSP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.