Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 31 Hörkukeppni á HM í Danmörku: DANÍR UNNU PÓLVERJA - RÚMENAR ÚR LEIK FYRSTU leikirnir í milliriðlum heimsmeistarakeppninnar f handknattleik fóru fram í gær- kvöldi og gerðist það merkilegast, að Danir unnu Pólverja 25:23-í frábærum leik. Er nú allt á öðr- um endanum í Danmörku vegna sigurs landsliðs þeirra í gær- kvöldi og eru dönsku landsliðs- mennirnir jnánast orðnir dýrling- ar vegna frammistöðu sinnar f keppninni. Danir eiga enn mögu- leika á því að komast f úrslit keppninnar en þó er meiri líkur á því að það verði Sovétmenn, sem Januz aðstoð- ar Pólverjana ISLENZKU landsliðsmennirnir, þjálfarar og fararstjórar héldu flestir frá Danmörku eftir tapið fyrir Spánverjum. Einn varð þó eftir, landsliðsþjálfarinn Janusz Cerwinski. Hann hélt strax til liðs við landa sína í pólska landslið- inu og mun aðstoða þá í leikjun- um sem eftir eru. Er ekkert vafa- mál að hann kemur þar að miklu gagni og væntanlega meira gagni en hjá íslenzka liðinu þótt svo hafi átt að heita að hann væri þjálfari þess. hreppi sigur í riðlinum og keppi til úrslita við annað hvort Austur- eða Vestur-Þýzkaland, en þessi tvö lönd skildu jöfn f leik sínum í gærkvöldi, 14:14. Heimsmeistarar Rúmena eru úr leik f keppninni. Berg í stuði Danir og Pólverjar léku í Rand- ers og Danir náðu fljótt góðri for- ystu og nutu við það góðrar að- stoðar rúmen'sku dómaranna, sem dæmdu leik þeirra og íslands á dögunum, en svo virðist sem þetta dómarapar hafi verið sérpantað af Dönum. En hvað um það, ekki nægði aðstoð dómaranna ein Dön- um til framdráttar, heldur var það góður leikur þeirra, sem stuðlaði að sigrinum fyrst og fremst. I þessum frábæra leik var Úrslit og staðan í riðlunum ÚRSLIT r fyrslu leikjum í inillii iðlum heimsmeistarakeppríinnar f Danmorku, som fram fóru f gærkVöldi, **}>, studan f niiMn i.iluiiiini: RIÐILL 1: V-Þýzkaland — A-Þy/.kaland . 14:14 (7—9) Júgóslavía — Rumenía 17:16 (9:10) LEIKNIR TOK STIG AF HK TVEIR leikir fóru fram í 2. deild íslnadsmótsins í handknattleik í Laugar- dalshöll í gærkvöldi. Fylkir vann Gróttu 19:16 og Leiknir og HK gerðu jafntefli 16:16. Nánar á morgun. V-Þízkaland A-Þýzkaland Júgóslavía Rúmenfa RIÐILL 2: Sovélríkin — Svíþjóo 24:18 (10:5) Danmörk — Pólland 25:23 (14:12) Sovélríkin Danmörk Pólland Svíþjoo 2 110 32:27 3 2 110 32:30 3 2 10 1 30:34 2 2 0 0 2 32:35 0 2 110 40:34 3 2 1 1 0 41:39 3 2 10 1 45:42 2 2 0 0 2 35:46 0 KEPPNI UM 8.—12. SÆTIÐ: Spánn — Japan 26:15 (14:10) Ungverjal. —Tékkóslóvakfa 18:18 (12:11) mest hugsað um sóknarleikinn og þeir voru í milu stuði Michael Berg, Thomas Pazyj og Thor Munkager í þessum leik. Einkan- lega var Berg i miklum ham i seinni hálfleik en þá skoraði hann hvorki meira né minna en 7 mörk. Pólverjarnir treystu á stórskytt- una Klempel i sókninni en hann var í strangri gæzlu og skoraði aðeíns 5 mörk. Mörk Dana: Michael Berg 8, Munkager 5, Anders Dahl-Nielsen 4, Thomas Pazyj 4, Heine Sören- sen 2, Erik Bue Pedersen 1 og Jesper Petersen 1. Mörk Pólverja: Klempel 5, Kaluzinski 5, Brzozowski 3, Przybysz 3, Gatti 3, Gmyrek 2 og Sokolowski 1 mark. Varnarleikur í fyrirrúmi í Bröndbyhallen í Kaupmanna- höfn léku Austur-Þjóðverjar við Vestur-Þjóðverja og þar var varnarleikurinn í fyrirrúmi. Austur-Þjóðverjarnir voru betri lengst af og þeir höfðu ætið yfir- höndina, þetta 2—3 mörk og var það ekki sízt að þakka markverði þeirra, Schmidt, sem var frábær. Hoffman, aðalmarkvörður vestur- þýzka liðsins, brást alveg en undir lok leiksins fór varamarkvörður- inn, Rauer, að verja eins og berserkur og það var hann öðrum fremur sem sá til þess að lið hans náði að skora tvö síðustu mörkin og jafna metin 14:14. Mörk V-Þjóðverja: Kluhsties 5, Framhald á bls. 18 Michael Berg hefur verið atkvæðamestur f sókninni hjá Dönum. Hann skorar bæði með hægri og vinstri hendi eins og sjá má. NOTTINGHAM STEFNIR AÐ SIGRI í DEILD OG BIKAR NOTTINGHAM Forest stefnir að sigri bæöi í QPR vann West Ham í gærkvöldi í bikarnum 6:1. A laugardaginn skildu liðin jöfn 1:1 og var þá þessi mynd tekin og sjást þeir kljást um boltann Billy Bonds og Martin Busby. Myndin sýnir vel hve vellirnir f Englandi eru I slæmu ásigkomulagi um þessar mundir. ensku deildarkeppninni og bikarkeppninni. í gær- kvöldi ruddi liðið úr vegi erfiðri hrindrun á leiðinni að bikarsigri með því að sigra Manchester City á heimavelli sínum 2:1. Leikurinn átti að fara fram á laugardaginn en var þá frestað. Liðin reyndu síðan með sérlgær- kvöídi á Velli Nottingham og komst heimaliðið í 2:0 með mörk- um John Robertsson og Peter Withe en undir lokin minnkaði Brian Kidd muninn með góðu marki. Nottingham mætir næst Ólafur með gegn Haukum? ÓLAFUR Einarsson . handknatt- leiksmaður úr Víkingi, sem meiddist rétt fyrir heimsmeist- arakeppnina með þeim afleiðing- um að hann gat ekki leikið þar með, fór í gær i læknisskoðun á slysadeild Borgarspitalans. Öttazt var að Ólafur hefði handarbrotn- að en við skoðun i gær kom i ljós að svo er líklega ekki, en endan- legur úrskurður mun liggja fyrir innan fárra daga. Ef Ólafur reyn- ist ekki brotinn mun hann vænt- anlega leika með Vikingi gegn Haukum í Islandsmótinu 11. febrúar. QPR á útivelli. Forysta liðsinsí 1. deild er nú 6 stig. Tvö Lundúnalið unnu stórt á heimavelli, Queens Park Rangers vann Westham 6:1 og Chelsea vann Burnley 6:2. Chelsea mætir næst Orient. Millwall vann Luton óvænt 4:0 og skoraði Ian Person þrjú mörk fyrir Millwall, sem er neðst i 2. deild. Þá vann Notts County athyglisverðan sigur yfir Brighton á útivelli 2:1 og mætir næst Millwall á útivelli. 4 keppa á HM á skíðum FJÖRIR fslenzkir skfðamenn eru skráðir til þátttöku í heimsmeistaramótinu í alpa- greinum skíðaíþrótta, sem nú stendur yfir í Garmisch- Partenkirchen í V-Þýzkalandi. Þetta eru þau Steinunn Sæ- mundsdóttir, Hafþór Júlfus- son, Haukur Jóhannsson og Sigurður Jónsson, sem keppa munu í svigi og stórsvigi. A sunnudaginn var keppt í bruni karla og I gær átti að keppa í bruni kvenna, en keppninni varð að fresta vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Svig- og stórsvigkeppnin tekur við af brunkeppninni og munu þá augu tslendinga beinast að keppninni og frammistöðu ís- lendinganna þar. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.