Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐTÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 Brýtur innheimta opin- berra gjalda í bág við stjórnarskrána? Opinber starfsmaður á Akranesi vill fá úr þessu skorið fyrir dómstólum OPINBER starfsmaður á Akranesi telur það brot á stjórnarskrá, að innheimt sé hjá honum fvrirfram upp í skatta áður en álagning hef- ur farið fram og þar með stofnað til skuldar með lögformlegum hætti. Hcfur starfsmaðurinn ósk- að eftir gjafsókn, en dómsmála- ráðuneytið hefur ritað honum bréf til baka og óskað frekari upp- lýsinga áður en tekin yrði afstaða til gjafsóknar. Verkamanna- bústaðirnir: Samningur við Breiðholt vænt- anlega undir- ritaður i dag „VIÐ höfum lagt fram tilskilda bankatryggingu og það er búið að ganga frá samningi milli Breið- holts og stjórnar verkamannabú- staðanna, en hann verður væntan- lega undirritaður á morgun", sagði Sigurður Jónsson, forstjóri Breiðholts hf., í samtali við Mbl. í gær. Sigurður sagði, að eiginlega mætti segja, að Breiðholt væri byrjað á framkvæmdinni, því nú væri unnið að smíði móta og breytingum ér eldri mótum til bygginga. „Við ætlum að einbeita okkur að þessu verkefni", sagði Sigurður, er Mbl. spurði, hvort fleiri verkefni væru framundan hjá Breiðholti hf. „Það koma til greina tvö önnur verkefni með vorinu, en ég vil ekkí skýra frá þeim nú“, sagði Sigurður. Q iNNLEívT Alþýðuflokkurinn: Prófkjör á ísafirði ALÞVÐUFLOKKSFÉLAG Isa- fjarðar hefur auglýst prófkjör vegna bæjarstjórnarkosning- anna, og á prófkjörið að fara fram 26. febrúar n.k., en fram- boðsfrestur rennur út 14. febrúar. Kosið verður um þrjú efstu sæti listans. Öllum, sem orðnir eru 18 ára á kjördegi, eiga lögheimili á Isafirði og eru ekki flokks- bundnir í öðrum stjórnmála- flokkum er heimil þátttaka. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram 19. —25. febrúar. I samtali við Morgunblaðið sagði þessi Akurnesingur að hann hefði seðil í höndunum frá innheimtu ríkissjóðs um að hann skuldaði ekkert af opinberum gjöldum siðastliðins árs. Því telur hann að ríkissjóður og hið opinbera eigi ekkert inni hjá sér og enn hafi ekki verið stofnað til skuldar með lögformlegum hætti, þar sem álagning hafi ekki farið fram. Telur hann rikisvaldið brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar um eignarrétt með því að krefjast þess að fá hluta af þeim fjármunum, sem hann vinni sér inn. Þá sagði þessi opinberi starfsmaður að hann hefði einnig seðil í höndun- um um að fyrirframgreiðsla opin- berra gjalda á árinu 1978 ætti að verða 60% af gjöldum síðasta árs. Raunin hafi síðan orðið 70% og síðan spurði hánn: „Mér sýnist hér um algjöra geðþóttaákvörðun ríkisins að ræða. Þeir hefðu allt eins getað ákveðið 80, 90 eða 100%“. Leigubílar hækka um 22% TAXTI leigubifreiðastjóra hækkaði í gær um 22% og hækkaði startgjaldið úr 440 krón- um í 550. Ekki sama hvar loðnunni er landað: Betri útkoma í Nor- global en í Siglufirði LOÐNUSJOMENN hafa kvartað nokkuð nokkuð undan þvl síðustu daga og vikur, að ekki sé sama hvar Ioðnunni sé landað, því mik- i11 munur sé á hvernig hann vigt- ast miðað við tilkynntan afla til Loðnunefndar. Á sumum stöðum vigtast yfirleitt minna úr skipun- um en þau tilkynna, en annars staðar vigtast stundum meira en tilkynnt er og stundum minna. Morgunblaðið reyndi í gær, að afla sér nokkurra upplýsinga um þetta mál og kom í ljós, að mun minna hefur vigtast úr bátnum í Siglufirði miðað við tilkynntan afla en t.d. í Norglobal. Þá voru blaðinu gefnar upp tvær landanir í Krossnesi og á Raufarhöfn og þar munaði ekki miklu á vigtuðu magni og tilkynntu. Blaðið fékk uppgefnar 18 Iandanir í Norglo- bal og 5 á Siglufjörð og er niður- staðan eftir farandi. Norglobal tilk.vnnti: vigt: HelgaGuðmundsdóttir BA 80 91.6 SkarósvfkSH 100 74.7 Stapavfk SI 250 220.0 GisliArniRE 400 421.8 Kap 2. VE 530 541.2 Gullberg VE 170 175.1 Iaiflur Baldvínsson EAi 600 598.1 Bergur VE Skfrnir AK GJafar VE Ljósfari RE 200 200.1 200 231.7 80 79.0 150 153.0 Erlendar skuldir óbreyttar: —- Japanska lánið að mestu tíl endurgreiðslu óhagstæðari lána Kvikmynda- hátíð hefst í dag KVIKMYNDAHATIÐ í Reykjavík 1978 verður form- lega sett í dag. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri setur hátíðina í Háskólabíóí, einnig mun Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra ávarpa gesti. Alls munu 19 myndir frá 14 þjóðlöndum verða sýndar á hátíðinni sem lýkur sunnudag- inn 12. febrúar n.k. Mikið kapp hefur verið Iagt á að fá til þessarar fyrstu kvik- myndahátíðar á Islandi umtal- aðar myndir og þekktar frá ýmsum heimshornum. Sam- hliða þessari kvikiiiyndáh'afíð liggur nú. fyrir ffutnvarp tfL laga' um kvikmyhdasjóð "Is* lands og kyUunyndasfifn sem jfif saiTl|5ykkl verður yrði mikil "lyftiSTOi^jg íslenzkri kvik- myndagerð.. I bígerð er að halda hér slíka hátíð á tveggja ára fresti hér eftir á sama hátt og listahátíð. Miðaverð á hátið- inni verður hið sama og á venjulegar syningar. Perúmenn selja mjöl til Póllands LlTIÐ sem ekkert hefur verið selt af mjöli og lýsi frá Islandi frá því um áramót, og að þvf er mjöl- seljendur segja eru mjög litlar hreyfingar á mjölmörkuðunum í Evrópu um þessar mundir, þrátt fyrir að birgðir séu vfðast hvar litlar. Morgunblaðinu var tjáð í gær, að Perúmenn hefðu selt nokkurt magn af mjöli til Póllands siðustu vikur á 6.85 dollara proteinein- inguna. Ansjósuvetuveiðar í Perú hafa verið nokkrar í janúar og fengust um 100 þús. tonn á viku eða 400 þús. tonn í mánuðinum. Hins vegar voru ansjósuvetuveið- arnar stöðvaðar á ný í gáer 1. febrúar, þar sem ekki var talið óhætt að ganga nær stofninum en gert hefur verið undanfarnar vik- ur. Afli Olafs- víkurbáta í janúar 1018 lestir Ólafsvik, 1. febrúar. I JANUARMANUÐI var heild- arafli Ólafsvíkurbáta 1018 lestir f 236 sjóferðum. Er það betra en f fyrra, en þá fékkst 771 lest í 191 sjóferð. Gæftir hafa verið góðar. Þrettán bátar reru með línu. Aflahæstir eru Jökull með 112 lestir i 20 sjóferðum, Garðar II með 87 lestir í 16 sjóferðum og Skálavík 87 lestir í 20 sjóferð- um. Fjórir bátar lögðu þorska- net eftir miðjan mánuðinn. Mestan afla hafa Auðbjörg, 51 lest í 11 sjóferðum, og Matt- hildur, 50 lestir í 11 sjóferðum. Næg atvinna er hér þessa dagana. I dag eru allir bátar á sjó í sæmilegu veðri. —Helgi. Skarðsvík SH 420 436.1 Arsæll KE 450 459.0 Pétur Jónsson RE 280 288.4 Kap 2. VE 500 480.0 Gullberg VE 480 481.2 Siglufjördur Glsli Arni RE 550 535.9 Pétur Jónsson RE 440 422.5 Skarósvfk SH 200 188.4 Kap 2. VE 130 108.9 Pétur Jónsson RE 250 242.1 Krossnes Loftur Baldvinsson EA 230 197.4 Raufarhöfn Skfrnir AK 280 278.4 Þótt útkoman á löndun sé kannski hagstæðust í Norglobal þá hefur verið kvartað undan að Framhald á bls. 33. Nýr fundur eftir helgi FYRSTI samningafundur í kjara- deilu blaðamanna við blaðaútgef- endur, sem haldinn er fyrir milli- göngu sáttasemjara ríkisins, var haldinn í gærdag og stóð í tvær klukkustundir. A fundinum voru kröfur blaðamanna reifaðar og sfðan boðað til nýs fundar á mánudag klukkan 14. „MEIRIHLUTI þessa fjár, eða um 60%, fer til endurgreiðslu á eldri og óhagstæðari lánum, hvað vexti og tímalengd varðar, og 40% fara til almennra fram- kvæmda á vegum rfkisins sam- kvæmt lánsfjáráætlun", sagði Da- víð Ólafsson seðlabankastjóri, er Mbl. spurði hann til hvers nota ætti þá 4.5 milljarða króna, sem fengjust með 5 milljarða yena lánsf járútboðinu í Japan. Samkvæmt lánsfjáráætlun er ríkissjóði heimilt að taka erlend lán að upphæð samtals 4 milljarð- ar 866 milljónir króna og skal þeim peningum varið til endur- greiðslu á eldri lánum og íil fram- kvæmda á vegum ríkisins, en lánsfjáráætlunin byggir á því, að heildarupphæð erlendra skulda aukist ekki á árinu 1978. Norglobal á Öxarfjörð Bræðsluskipið Norglobal hefur undanfarna daga legið við Hrísey á Eyjafirði og tekið á móti loðnu og brætt þar. Nú þegar loðnan hefur færst mikið austur á bóg- inn, var ákveðið að færa skipið í gærkvöldi og átti það til að byrja með að leggjast á Öxarfjörð. Lítil loðnuveiði í fyrrinótt: „Lítið af loðnu í fyrstu göngunni” —segir Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur ÞRATT fyrir að töluvert magn fyhdist af loðnu um 50—60 s!m. NNA af Langanesi í fyrradag, varð veiðin í fyrrinótt tiltölu- lega rýr, og tilkynntu aðeins 5 bátar um veiði eftir nóttina. Loðnan virðist nú ganga hægt og sfgandi austur og suður með landinu og hefur veiðisvæðið ekki verið austar en það var f fyrrinótt. Rannsóknarskipið Arni Frið- riksson var í gær statt yzt í Seyðisfjarðardýpi, út af Dala- tanga. Þegar Morgunblaðið ræddi við Eyjólf Friðgeirsson, leiðangursstjóra á skipinu, sagði hann, að þeir hefðu leitað að loðnu úti fyrir öllum Aust- fjörðum og ætlunin væri að kanna svæðið suður undir Stokksnes til að byrja með. „Við höfum lítillega orðið varir Yió loðnu hér j kantinum suður með Austfjörðum, og hefur smápeðringur komið fijam á asdikinu, en hins vegar er vart hægt að finna þennan peðring á dýptarmæli. Magnið sem við höfum fundið er þvi ekki mik- ið, en ekki er ósennilegt að eitt- hvað af dreifðri loðnu sé nú að ganga suður með Austfjörð- um“, sagði hann. Þá sagðist Eyjólfur telja, að loðnan, sem nú væri verið að veiða norður af Langanesi væri úr göngu 2, en tiltölulega mjög lítið magn væri nú í göngu 1, sem væri á leið suður með Aust- fjörðum. Skip sem tilkynntu um afla til Loðnunefndar í gær eru þessi: Óskar Halldórsson RE 360 lestir, Gisli Arni RE 500, Guðmundur RE 350, Harpa RE 590 og Faxi GK 140 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.