Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 Áfengisvandinn vex í réttu hlut- falli vid neyzlu hreins vínanda Rætt við Pál V. Daníelsson SAMTÖKIN Landssambandið gegn áfengisbölinu voru stofn- uð fyrir rúmum 20 árum og voru lög þess samþykkt á stofn- fundi hinn 16. október 1955 og 26. nóv. 1966 var þeim breytt nokkuð. Núverandi formaður Landssambandsins er Páll V. Danfelsson framkvæmdastjóri, og ræddi Mbl. við hann og fræddist um starfsemi samtak- anna. — I lögum Landssambands- ins gegn áfengisbölinu segir, að það sé tilgangur þess að stuðla að bindindisstarfsemi, vinna gegn neyzlu áfengra drykkja og leitast við að skapa almennings- álit sem hagstætt er bindindi og reglusemi, segir Páll. Starfar sambandið í samvinnu við Afengisvarnaráð, en inngöngu í það fá öll félög og samtök í landinu, sem vilja vinna að þessum tilgangi sambandsins. Hvað heldurðu að margir fé- lagsmenn séu innan vébanda sambandsins?- — bað er svo til ómögulegt að segja til um það, í samband- inu eru nú um 30 félög og mörg mjög f jölmenn, t.d. ASI og ýmis félóg kennara, Iþróttasamband íslands, Slysavarnafélag ís- lands, Ungmennafélag islands, Læknafélag isl., Slysav.fél. Isl., Bandalag ísl. skáta, bindindis- félög og kristileg félóg svo það má sjálfsagt gera ráð fyrir að mikill meirihluti landsmanna séu félagar í einhverjum þess- Páll V. Danfelsson formaður Landssambandsins gegn áfeng- isbölinu. ara aðildarfélaga sambandsins. Á hvern hátt starfar sam- bandið að markmiði sínu? — Það er með ýmsu móti, en aðallega er um að ræða nokkurs konar upplýsinga- og áróðurs- starf. Annað hvert ár eru hald- in þing og fer þá fram stjórnar- kjör og á hvert aðildarfélag tvo fulltrúa á þinginu. Þingið kýs fulltrúaráð til tveggja ára f senn og boðar stjórnin fulltrúa- ráðið til fundar þegar þurfa þykir. Á þessum þingum «ru gerðar ýmsar ályktanir um áf engismál og önnur mál er það snerta og starf stjórnarinnar er síðan fólgið í því að fylgja eftir þessum ályktunum með viðtöl- um við ráðamenn o.fl. er koma við sögu. Árið sem ekki er þing sambandsins er fulltrúafundur haldinn. — Þá er á hverju ári efnt til svonefnds bindindisdags og er hann yfirleitt í október eða nó- vember og eru aðildarfélögin þá hvótt til að gera þeim degi einhver skil. Með starfi þessa sambands teljum við að ná megi meiri árangri í bindindis- starfinu, í aðildarfélógunum er að finna margt fólk, sem hefur áhuga á þessum málum og það er það fólk sem við viljum fá til starfa. Hvað um árangur af starf- inu? — Við teljum að hugarfar sé nú allbreytt hjá mörgum þótt aðgerðir séu e.t.v. litlar enn sem komið er. Ég álít að sá árangur sem SAA hafi náð megi þakka breyttu hugarfari, fólki er að verða enn betur ljóst hversu mikið vandamál áfengið er orðið. Hvernig er starfsemin fjár- mögnuð? — Sambandið nýtur ekki fastra tekna fyrir utan fram- lags frá Afengisvarnarráði. Fjármagnið fer aðallega til að kosta fjölritun og kostnað við ráðstefnur og fundahöld og því- líkt. Hver eru helztu baráttumál sambandsins um þessar mund- ir? — Við teljum að til þess að draga úr neyzlu áfengis verði að koma til einhvers kona tak- markana frá þvi sem nú er og þar má líka nefna að við erum á móti því að bjór verði leyfður hérlendis. Einnig má taka fram að það er undarlegt að meðan lög banna innflutning á áfeng- um drykkjum án tolla skuli far- mönnum og farþegum heimilt að færa inn í landið tollfrjálsan varning af þessu tagi. Þá viljum við líka benda á það ósamræmi að bannað er að selja sterkt öl hérlendis en leyft að selja efni til ölgerðar og við höfum mikl- ar áhyggjur af þessum ölgerð- arefnum og viljum fá þau út af frílista. Teljið þið þá að unglingar noti þau fremur en fullorðnir? — Það er sjálfsagt bæði og, og sjálfsagt þykir fólki það af- skaplega þægilegt að gripa til þessara efna. Samkvæmt óllum rannsóknum, sem gerðar hafa verið dregur ekkert úr áfengis- neyzlu nema einhvers konar takmarkanir, áfengisvandinn er í réttu hlutfalli við neyzlu hreins vinanda og raunar í vax- andi hlutfalli. Eru veitingahúsin vandamál að ykkar mati? — Við teljum það fullreynt að veitingahúsin eigi verulegan þátt í áfengisneyzlu og áfengis- böli og það hefur komið í ljós að þegar þau loka af einhverjum ástæðum, er allt gjörbreytt hjá lögreglunni. Veit ég t.d. að út- köll hjá lögreglunni jukust um 25% í bæ einum þegar veitinga- staður var opnaður þar og þó að útköll lögreglu séu ekki neinn mælikvarði getur þetta sagt sína sögu. — Ég held að það sé ákaflega brýnt að ráða bót á þessirm mál- um og þá er eitt verkefnið að gera ráðstafanir í þá átt að það sé ekki fínt að hafa áfengi um hönd. Ráðamenn eru oft fyrir- mynd í þessum efnum og ef áfengi er haft um hönd i veizl- um ríkisins verður það oft einn- ig svo hjá öðrum fyrirtækjum og þvi erum við ákaflega ánægðir með afstöðu mennta- málaráðherra og við teljum að það þurfi að gera eitthvað í þá átt að svipta áfengi dýrðarljóm- anum, og fá almenningsálitið til að breytast. Það getur t.d. verið með því að efla bindindis- fræðslu í skólum og umræður í fjölmiðlum. — Það væri vissulega gott ef hægt væri að vekja öldu meðal unglinga í skólum svipaða þeirri sem verið hefur gegn reykingum. Þungamiðjan er að vísu fyrirmynd fullorðinna, en alda sem rís upp meðal ungs fólks fær miklu áorkað, slík alda hefur áhrif á alla í kring- um það, sagði Páll V. Daníels- son að lokum. j. OTIDEILD nefndist starfsemi sem rekin er sameiginlega af Félagsmálaráði Reykjavlkur og /Eskulýðsráði Reykjavíkur. Deildin hefur starfað I nokkur misseri, í fyrstu var um tilrauna- starf að ræða, sem nú hefur verið ákveðið að haldið skuli áfram. Til að fræðast nokkuð um starfsem- ina leitaði Morgunblaðið til þriggja starfsmanna, þeirra Stefaníu Sörheller, Eiríks Ragnarssonar félagsráðgjafa og Sigurðar Ragnarssonar sálfræð- ings. — Þessi starfsemi hófst á árinu 1976, sagði Eiríkur, og var þá um tilraunastarf að ræða og er óhætt að fullyrða það hafi gengið allvel og þar af leiðandi var ákveðið að halda áfram og í ár var veitt um fjórum milljónum krónatil starfs- ins. Alls eru það 11 manns sem starfa við þetta tvö kvöld í viku, föstudags- og laugardagskvöld eða nætur öllu heldur og síðan erum við Sigurður ráðgjafar og erum á vikulegum fundum með starfsfólkinu öllu. Markmið útideildar: Starf fyrir börn og unglinga 12—18 ára í því umhverfi sem þau dvelja í hverju sinni með það fyrir augum að skapa gagnkvæmt traust sem hægt er að beita til að efla sjálfsvitund, sjálfstæði og félagsþroska þeirra, draga úr áhættu á að þau leiðist út í að- gerðaleysi, óreglu og afbrot og stuðla að því að óskum þeirra og þórfum verði betur fullnægt. Stefanía Sörheller, sem er for- svarsmaður hópsins, rekur hvern- ig starfið gengur fyrir sig: — Við erum fimm á vakt í einu og erum að frá kl. 10 á kvöldin til 4—5 að morgninum, eftir því Markmið útideildar er að koma til móts við unglinga og beina þeim inn á farsælli brautir ef þurfa þykir. Ekki er hins vegar leiðbeiningar þörf í öllu. Reynum að finna hvað geti komið í stað áfengisneyzlu Rætt vid starfsfólk útideildar hversu unglingarnir eru mikið á ferli og sameiginleg bakvakt er til taks ef á þarf að halda. Þrjú okk- ar eru að starfi í miðbænum með bækistöð í Tónabæ, en tvö i Breið- holti með bækistöð i Fellahelli, en á þessum stöðum höfum við að- stöðu. Við höfum tvo bíla til um- ráða og gengur nóttin þannig fyrir sig að eftir að við hófum litið við á þessum skemmtistöðum unglinganna, Tónabæ og Fella- helli, þar sem eru opin hús og diskótek á föstudags- og laugar- dagskvöldum, förum við um hverfið og lítum síðan aftur við á skemmtistöðunum. Flestir þeirra sem við hittum eru á aldrinum 15—16 ára, en við höfum við einn- ig kynni af unglingunum allt frá 13 ára gömlum og upp í 18 ára. — Við erum yfirleitt við skemmtistaðina þegar þeir loka en þá vilja unglingarnir gjarnan komast í „partý", því fæstir þeirra eru á heimleið um mið- nættið. Við spjöllum við krakkana og þeir segja okkur gjarnan hvert leiðin liggur, þetta eru smáhópar og það kémur fyrir að okkur er boðið með í „partý". Oft liggur leiðin samt fyrst eitthvað niður í bæ t.d. úr Breiðholtinu og þá yfir- leitt á „Hallærisplanið", en þang- að geta unglingarnir safnast í stórhópum, sem kunnugt er. Venja er að þessir tveir hópar útideildarinnar sem eru á vakt í einu, hittist einu sinni á kvöldi og beri saman bækur sínar og stund- um þarf að leysa einhver vanda- mál sameiginlega og þá er nauð- synlegt að ræðast við. Við stöldrum aðeins við „partý- in" og spurt ér hvernig þau fari fram, hvort þar sé mikil neyzla víns eða hvort þar sé eingöngu verið að hittast og ræða sameigin- leg mál. (Þessu svara þau öll og verður ekki hirt um að geta þess hver sagði hvað): — Þessi samkvæmi ungling- anna fara ekki eftir neinni fastri formúlu, þau koma saman og rabba um hina og þessa hluti og drekka í og með. Þau spjaila um heimilisástæður sínar, skólann, sem þeim þykir yfirleitt leiðinleg- ur, tómstundir, skemmtanir, áfengi, samband við fjölskyldu og foreldra og kynferðismál. Við sem höfum verið með í svona samkvæmum ræðum við unglingana um þessi mál öll, heyrum þeirra skoðanir og hvað þeir hugsa og það kemur oft i ljós að þeir vilja fræðast mun meira um hin og þessi mál sem þeir eru að fást við og þá er oft hægt að leiðbeina þeim, visa þeim til þeirra aðila er geta gefið gleggst- ar upplýsingar og ráð við vanda- málunum. Krakkarnir spyrja okkur einnig um okkar viðhorf, vilja með öðrum orðum kynnast því hvernig fólk sem er aðeins eldra en þeir hugsar og í svona viðræðum er oft hægt að veita Landssambandib gegn áfengisbölinu AÐILDARFÉLÖG: Áfengisvarnaráð Ábyrgð hf., tryggingafélag Áfengisvarnanefnd kvenna AlþýSusamband íslands Bandalag Islenzkra skáta Bindindisfélag kennara Bindindisfélag ökumanna Bindindisráð kristinna safnaða Félag menntskólakennara Hjálpræðisherinn Hjúkrunarfélag islands Hvítabandið íslenzkir ungtemplarar íþróttasamband Islands Kristilegt félag ungra kvenna Kvenfélagasamband íslands Kvenréttindafélag íslands Landssamband framhaldsskólakennara Landssamband K.F.U.M. Læknafélag íslands Náttúrulækningafélag islands Prestafélag íslands Samband barnaskólakennara Samband bindindisfélaga f skólum Samband íslenzkra kristniboSsfélaga Slysavarnafélag íslands S.D. Aðventistar á Islandi Stórstúka íslands I.O.G.T. Ungmennafélag Islands Vernd, félagasamtök ¦ m* ¦ *¦¦-, t » ¦,t* *>*m*vm>**** i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.