Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR2L.FEBRÚAR 1978 Eins og allir vita af eigin raun, er áfengis neyta, fyigjast mjög að ástir og vín í skemmtanalífinu. leiðbeiningar. A þennan hátt kynnast unglingarnir okkur betur og þá geta þeir leitað til okkar undír fjögur augu og við hjálpað þeim frekar, því það kemur mjög oft i ljós að þeir eiga við eitthvert af þessum ofangreindu vandamál- um að stríða. Þá reyna þeir að hafa uppi á okkur með einhverj- um hætti og þeir vita margir hvar okkur er að finna, t.d. í vinnu. þannig hefur starfsfólk úti- deildar kynnst nokkrum hópum unglinganna en það segir að oft séu þetta sömu hóparnir eða „klíkurnar" á ferðinni, nýir bæt- ist við að sjálfsögðu, en eftir að hafa starfað að þessu í nokkra mánuði hafa þau kynnst mjög mörgum unglingum og þau segj- ast yfirleitt geta gengið eðlilega inn í hópana og farið að spjalla við unglingana. Sögðu þau það vera mjög mikilvægt, þannig væri litið á þau sem vini fremur en „yfirvald“ og væru unglingarnir óhræddir við að Jeita til þeirra, eins og kom í ljós hér að framan. Er áfengi mikið vanda'mál? Drekka unglingar á aldrinum 14—17 ára mikið, hvernig gengur þeim að ná i vínföng og hversu miklir peningar fara í það hjá þeim og er að finna einhverjar sérstakar ástæður fyrir drykkj- unni? — Margir drekka þeir mikið, það er óhætt að segja það, segir Sigurður, og það er vissulega æskilegt að dregið sé úr áfengis- neyzlunni. Við reynum ekki að prédika bindindi yfir unglingum, en við reynum að hvetja þá fil að reyna að finna hvað geti komið í staðinn fyrir áfengisneyzlu og við viljum hjálpa þeim til að finna slíka lausn. Unglingar, sem drekka kannski tvö til þrjú kvöld í viku, vita það vel að slíkt hefur ekki góð áhrif á heilsuna og þeir hafa vissulega áhyggjur af heilsu- fari sínu og áhyggjur af því hve þeir drekka mikið. — Það virðist ekki vera erfitt fyrir unglinga að ná í áfengi, segja þremenningarnir, það getur gengið þannig fyrir sig að eldri systkini kaupa það fyrir þá eða eldri unglingar þekkja einhverja sem eru nógu gamlir til að mega kaupa og þannig gengur áfengið niður eftir árgöngunum. Vilji ein- hver afla sér áfengis þá er það létt, ekki sízt ef hann hefur eitt- hvað af peningum og það er líka vitað að til eru menn sem oft halda tii utan við áfengisútsölurn- ar og gera unglingunum þennan ,,greiða“ fyrir smá „toll“. — Um ástæðurnar fyrir áfengisneyzlu er erfitt að segja, en það sem einkennir marga ungl- inga er áhugaleysi og stefnuleysi. Unglingarnir eru að leita að ein- hverju, en það vefst fyrir þeim hvað það er, þeir fara niður í bæ, niður á plan af þvi að aðrir fara þangað og stundum þegar við stöndum frammi fyrir þessu áhugaleysi og förum að spyrja hvað þeir vilji gera finnast þeim slíkar spurningar hálf asnalegar og segja: Gera? — það veit ég ekki. En þá er mikilvægt að stöðva ekki við slíkt svar heldur að reyna að fá þá til að hugsa málin og ræða þau frekar. Þeir hafa ekki áhuga á skólanum, það er kannski af því þeim gengur illa að læra og þeim gengur e.t.v. illa að læra vegna þess að þeir fá ekki nægilegan frið heima fyrir og lít- inn stuðning við námið. Við slikar umræður við unglingana geta þeir oft sjálfir fundið lausn á vandamálum sínum. Stundum má rekja orsakir áfengisneyzlunnar til atvinnuleysis — unglingarnir hafa hreinlega ekki haft annað að gera og þegar við höfum t.d. út- vegað vinnu í slíkum tilfellum hefur það gert mikið gagn. — Þessar aðstæður sem ung- lingarnir búa við geta orðið til þess að þeir leiðist frekar út í aðgerðaleysi, óreglu eða afbrot en þaó skal taka fram að þar er um Framhald á bls. 35 KRINGUM ÁFENGISGLASIÐ Húseigendafélag Reykjavíkur: Húseigendum er heimilt að binda leigu visitölu húsnæðiskostnaðar Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Húseigendafélagi Reykjavfkur: Þann 12. janúar s.l. var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, þar sem byggingaraðili og kaup- andi húss deildu um, hvort vísi- töluákvæði í samningi þeirra væri ógilt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að ákvæði 1. og 2. mgr. 1. gr. 1. nr. 71/1966 um verð- tryggingu fjárskuldbindinga yrði að skýra svo, að þau ógiltu ekki fortakslaust vísitöluákvæðin í samningi aðila, sem fæli í sér þá skuldbindingu, að þeir inni báðir framlög af hendi á tilteknu tíma- bili eftir samningsgerðina. Húseigendafélag Reykjavíkur telur, að dóm þennan megi túlka þannig, að hér eftir sé húseigend- um heimilt, að setja ákvæði í húsaleigusamninga þess efnis að leigugjald miðist við vísitölu hús- næðiskostnaðar á undirskriftar- degi samnings og breytist í sam- ræmi við breytingu á vísitölunni. Þess beri þó að gæta, að húsa- leiga virðist háð verðstöðvunar- lögum, þannig að ekki virðist sjálfkrafa heimilt að hækka húsa- leigu í samræmi við vísitölu strax og hún hefur verið reiknuð út. Hins vegar tilkynnir verðlags- nefnd annað veifið, að hún láti óátalda slíka hækkun í samræmi við vísitöluhækkun ákveðins tímabils. 1 framhaldi af ofangreindu er rétt að vekja athygli á, að verð- lagsnefnd hefur ákveðið að láta óátalda hækkun húsaleigu, sem svarar til þeirrar hækkunar vísi- tölu húsnæðiskostnaðar, sem átt hefur sér stað frá 1. janúar 1977 til 1. októher 1977, enda hafi sú hækkun ekki verið reiknuð inn í húsaleigu áður. Þessi ákvörðun verðlagsnefndar gildir frá 1. des. 1977. Hækkunarheimildin nemur 27.75% fyrir íbúðarhúsnæði og 28,27% fyrir atvinnuhúsnæði. (Hækkunarheimildin er ekki bundin við að vísitöluákvæði hafi verið í samningi). Að lokum vill Húseigendafélag Reykjavíkur hvetja húseigendur og leigjendur til að ganga strax í öndverðu tryggilega frá leigumál- um. Fyrirhyggja í þvi sambandi kemur í veg fyrir misskilning, leiðindi og deilur á síðara stigi. Á skrifstofu félagsins fást eyðublöð fyrir slíka samninga. Skúli Einarsson, matsveinn: Hugleiðing um prófkjörið Fredrekstad 25. jan. 1978. Hvers eiga sjómenn að gjalda sem ekki höfðu aðstöðu til að láta skoðanir sínar í ljós við síðustu prófkjör Sjálfstæðis- flokksins? Vil ég fyrir hönd margra sjómanna láta þá ósk i ljós að endurskoðun fari fram á hvort öll þau atkvæði sem ekki komu til skila, mundu ekki færa fulltrúa okkar sjómanna, Pétur Siguðrsson, ofar á list- ann, sem ég veit að honum ber með réttu. Eitt dæmi af mörgum vil ég nefna, að á skipi, sem undir- ritaður er á, er 12 manna áhöfn og að minnsta kosti 8 þeirra hefðu treyst Pétri best fyrir sínum málum, sem hann og hef- ur gert undanfarin ár með sóma og veit ég að hann mun bera hag okkar sjómanna fyrir brjósti eins og hingað til. Vil ég að endingu skora á alla sjómenn hvar í flokki sem þeir eru að slá skjaldborg um eina sjómanninn á Alþingi okkar og tryggja Pétri Sigurðssyni þann sess sem honum ber. Skúli Einarsson, matsveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.