Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2, FEBRUAR 1978 15 Kolbeinn á Auðnum: Ásgeir og ólyktin Eg las grein í Morgunblaðinu eftir Ásgeir Jakobsson, föstudag- inn 20. jan. 1978. Þar segir hann: Grein þessari er stefnt að framá- mönnum í útgerð sunnanlands, sem ég kalla morkukónga, og svo framvegis. Eg er nú orðinn bráðum 72 ára og vildi nú gjarnan gera Ásgeiri Jakobssyni dálitla grein fyrir uppruna mínum. Ég er Vestfirðingur eins og hann, frá Lónseyri á Snæfjalla- strönd. Ég hefi lesið mikið eftir Ásgeir, flest ágætt, sumt miður. Þó hefur mér þótt snjallastur og sannastur lokaþáttur í bókinni Sigling fyrir Núpa. Ég var, Ásgeir minn, niðurstöðumaður á öllum línubátum sem ég var á og líka hausari, það fylgdi stöðunni. Eg byrjaði sjómennsku 16 ára gamall á útvegi Kolbeins nafna míns í Dal, undir formennsku Jakobs sonar hans. Síðan hef ég stundað sjó á flest öllum fiskveið- um sem stundaðar hafa verið hér við land, ég reri hjá Mariasi Andréssyni á 5 tonna bát frá Isa- firði, átti vakt á útstíminu, þá var mitt verk sem niðurstöðumanns að fara ofan í lest, taka þar belg- ina, tjörubikaða með trébotnum, plastbelgir voru þá ekki komnir til sögunnar, blása þá upp og gera klára fyrir lagningu. Ég var bull- andi sjóveikur, tjörubragðið og slagvatnslyktin í lestunum var ekki beinlínis heillandi. Ég er bú- inn að vera 18 vertíðar á þorska- netum, 2—3 vertíðir á ýsunetum, hefi tapað einni trossu. Jú, ég veit líka hvernig lykt er af netamork- um, en allar þessar lyktir eru eins og af ilmvatni, móts við þefinn af fyrrnefndri grein. Af henni er sú mesta skítalykt sem ég hef nokk- urntfma funþið, mér finnst hún bera með sér svo djöfullega rætni og óþverraskap að það liggur við að sé einsdæmi. Það er stundum talað um hreppapólitík, en nú að undanförnu hefur borið ansi mik- ið á landsfjórðungapólitík, sem hefur þá áðallega gengið út á það hvort væri hagkvæmara að slátra rollunni áður en hún ber, eða lambinu nýfæddu. Þeir mega vera stoltir af því bændur að það skuli þó vera vitnað til þeirra búskaparhátta. Jæja, það mun nú einhver segja: ja, mikið tekur hann nú upp í sig hann Kolbeinn gamli, en er hann nú fær um að standa fyrir þessu, og nú er að reyna á það. Ég verð nú að minna Asgeir Jakobs- son á að það eru ekki mörg ár síðan þessir miklu aflakóngar, sem nú taka 60 tonna höl í flot- vörpuna, reru með þorskanet fyr- ir Vestfjörðum og alla leið suður á Breiðafjörð. Þeir áttu alltaf aðra lögnina tveggja nátta, vegna vegalengdar, nú svo kann nú líka að hvessa á Breiðafirði, svo gæti nú stundum hafa orðið eitthvað lengra milli umvitjana. En ég var að nefna vegalengdir, hvert fóru þeir með aflann, varla hafa þeir farið með morkurnar til Isafjarðar í fínar pakningar. Kannski hafa þeir lagt þær upp hjá Tómasi í Grindavík. Það mætti ætla að togaraflotinn vest- firski haldi einn uppi rekstri og tilveru Coldwater og Ieeland Product, hitt eigi að leggjast inn hjá Tómasi í Grindavik. Þar kom Ásgeir laglega niður. Ég hefði mælt með því að þeir væru Iátnir á vogarskálar til þjóðþrifamála, Tómas og Ásgeir, ég mundi hik- laust veðja á Tómas. Það er langt frá mínum vilja að kasta skít að nokkrum sjómanni eða landshluta, öll erum við á sama báti og ættum að lifa í friði og samlyndi, en þegar einn land- krabbi ræðst á einn landsfjórð- ung af illrætnu offorsi og hróp- andi lygi, þá verður ekki hjá því komist að leiðrétta eitthvað af þeim rógi. Ásgeir nefnir þá morkukónga og morkumafíu, sem fiska í net frá Snæfellsnesi að Lónsbugt. Þar er nú síðan um áramót búið að gefa út leyfi til veiða með þorskanet samtals 527 að tölu, þar af hefur morku- mafían hans Ásgeirs fengið 238 leyfi, aðrir landsmenn frá Önd- verðarnesi, vestur, norður og austur um land að Ingólfshöfða fengið 289 leyfi. Ekki veit ég í hvernig pakkningar þeirra fiskur fer, en nú held ég að hann Asgeir minn mætti fara að skammast sín, reyndar hefði hann átt að gera það áður en hann birti sína Morgunblaðsgrein. Drauganetin Asgeir telur að hin svokölluðu drauganet séu að eyðileggja hrygningaslóðir sunnanlands, það sé svo mikill óþefur af morkunum að fiskurinn beinlínis flýi pestina og fari nauðugur þó vestur og norður fyrir land til að hrygna og láta drepa sig i flottroll. Mættu nú ekki Vestfirðingar og Norðlend- ingar þakka Sunnlendingum fyrir smalamennskuna ef satt væri. Nei, allt þetta drauganetatal er að mestu og nærri að öllu leyti lygi og kjaftæði. I fyrsta lagi er að það tapast sáralítið af netum, nema þá það sem togarar draga til að eyði- leggja, þeir hafa jú oft verið nær- göngulir við netabátana. Sem dæmi vil ég nefna að laugardag fyrir páska 1960 kom Sæljónið að landi í Grindavík með 60 tonn af fiski úr netum, skipstjóri Hrólfur Gunnarsson einn topp aflamaður. Þegar hann svo kom á miðin á annan í páskum til að vitja um netin þá var ekki eftir annað en 6—7 baujur. Nei, það er eins og áður segir lítið um að bátar tapi netum, sér- staklega síðan gerviefni komu í færi og teina, þau þola miklu meira álag og þar af leiðandi minni hætta að slitni niður, sem kallað er, ef baujur fara af, geta menn séð trossuna í djúpmæli og slætt hana upp. 15 neta trossa komin í sjó kostar núna hálfa milljón, svo menn gera ekki að gamni sínu að skilja þær eftir. Ásgeir telur að þessi töpuðu net, sem hann telur eina trossu á bát á vertíð, geti verið að veiða ár eftir ár, það er álíka vitlaust, netatrossa með miklum fiski hún fer fljótlega i botninn og rís aldrei upp aftur. Annars er nú vafasamt samræmi í því að fiskur, sem er þó svo pjattaður á lykt að hann bókstaflega flýr af Selvogs- banka vestur á Halamið, að hann skuli vera að þefa af þessum morkukónga-netum ár eftir ár til að drepa sig i þeim. Jú, hann er líklega misvitur þorskurinn. Ég skal viðurkenna það að þorskanet með litlum fiski getur veitt einhvern tíma eftir að þau hafa tapast, en þau sökkva fljót- lega vegna beina og kóralgróðurs og þó að togarar fái upp slíkar dræsur með lifandi fiski, þá hefur hann komið i netið við að vera dregið úr botni og trollað með það upp í sjó. Minnkandi afli við Suðurland, telur Asgeir eins og áður segir vegna ólyktar af drauganetunum, ekki er ég sammála þvi. Eins og menn muna þá var stunduð veiði með þorskanót, einmitt á Selvogs- banka. Þar fengust geysilega stór köst allt upp í 50—60 tonn, af svo stórum þorski að úr einni hrygnu komu 10—12 lítrar hrogna. Þess- um þorski var ekki hægt að ná í neitt annað veiðarfæri en þorska- nót og flottroll. Þetta var um 1964 og á næstu árum, þessi fiskur var svo stór og laus í sér að hann var nánast einskis virði. Það sem helst var reynt að gera við hann var að hengja hann upp í skreið, en hann bara datt niður svo að hryggurinn og roðið var eftir. Það barst svo mikið á land af þessum fiski að það voru vandræði að veita honum móttöku. Nótaskipin fengu mikið af ýsu, sem var fleygt í sjóinn og sagt var að sjórinn Kolbeinn á Auðnum væri hvítur af ýsu og hrannir af henni austur um alla sanda. Mér hefur verið sagt að togarar hafi fengið nokkru áður mikinn afla í flottroll á þessum slóðum. Var þessi stóri þorskur ekki einmitt stór uppistaða í hrygningastofnin- um, en þó sögðu fiskifræðingar allt í lagi með að drepa þennan fisk, hann er orðinn svo gamall að hann fer að drepast hvort sem er. Já, öllum getur yfirsést. Því er ekki að neita að hér við land hefur verið unnin hin versta rányrkja, þegar togarar fóru aust- ur á Hvalbak og fylltu sig þar af kóðum, sem varð að hausa í körfu og síðan við Bjarnarey, og smá- ýsudrápið i nótina við Gróttu. Þá var ekki komið í lög að kóðin ættu að fara í ríkiskassann. Að þessum dæmum undanskildum þá held ég að þorskanótin og flottrollið hafi verið mesti skaðvaldurinn og dragnótin, og það miklu verri en þorskanetin og skal ég þó ekki hrósa þeim. Arið 1931 og þar á eftir var ég á togara, fiskaði mest á Selvogs- banka, þetta var 300 tonna togari eins og flestir íslensku togararnir voru þá. Þéssir togarar fylltu sig á 4—5 dögum af saltfiski, þarna voru allir íslensku togararnir, sem var þó ekki nema brot af öllum flotanum sem þarna var, það var eins og að sjá yfir stóra borg á nóttu. Sumir til dæmis Frakkar, Belgar, Spánverjar og fleiri, voru allt upp í 1000 tonn. Þarna var gert að aflanum um borð, það var hirtur flatti fiskur- inn, sem fór í salt og lifrin sem var brædd um borð, öllu öðru sem innfyrir kom var hent í sjóinn aftur. Ég vildi nú láta Asgeiri Jakobs- syni eftir að reikna út hvað mikið magn þetta hefur verið. Ég gæti trúað því að það væri ekki minna en allur netafiskur sem morku- mafían hans Asgeirs flutti að landi á síðustu vertíð. Aldrei varð ég var við að neitt af þessum úrgangi kæmi í fisk- maga. Geta má nú nærri hvernig lyktin hefur verið af öllum þess- um úrgangi, enginn talaði þá að fiskurinn fældist af þessum mið- um. Það mætti hugsa sér að hin gífurlega loðnuveiði undanfarin ár hefði nokkur áhrif á minnk- andi fiskveiðar fyrir Suðurlandi. Eg skal nú geta þess í lokin að ég var á þorskveiðum í net á Isa- fjarðardjúpi 1958 á Agli Skalla- grímssyni, fékk þar 200 tonn, lagði upp aflann hjá Norður- tangafyristihúsinu, ég fékk aldrei kvörtun út af lélegum fiski. Ég á góðar minningar um þau viðskipti og þá ágætu menn sem að þeim stóðu. En Ásgeir, hvernig stendur á þvi að fiskur hætti að ganga i Djúpið? Engin morkumafía var þar á bak við. Mig minnir að Bjarni í Vigur hafi skrifað um það fyrir löngu, kannski að ég sé búinn að gleyma því. Ég lýk nú þessum línum með velfarnaðar- óskum til allra landsmanna og ekki síst sjómanna, hvaða veiðar- færi sem þeir nota, og Ásgeir minn, vendu þig nú á að skrifa eitthvað skemmtilegra en um sunnlenska morkumafíukónga því að það geturðu vel gert. Siglufjörður: 250—300 millj. kr. aflaverðmæti á skuttogara Siglufirði, 31. jan. HEILDARLÖNDUN á bolfisk og loðnu nam 154 þús. tonnum s.l. ár og mun það vera mesta magn afla landað á cinum stað á landinu á árinu 1977. AIIs var landað hér 9600 tonnum af bolfiski og 145 þús. tonnum af loðnu. Togveiðiskipin voru með mest- an bolfiskafla, Dagný landaði alls 3078 tonnum að verðmæti 273 millj. kr., Stálvik var með 2900 tonn að verðmæti 264 millj. kr., Sigluvík 2874 tonn að verðmæti 254 millj. kr. og Stapavík landaði 15 þús. tonnum af loðnu að verð- mæti 120 millj. kr. Að undanförnu hefur einn línu- bátur róið héðan með Iínu og hef- ur aflinn verið 9—11 tonn i róðri. — m.j. Staðreyndir um CARMALIN Carmalin er veggklæði gert úr 100% trefjaefn- um, efnum úr sjálfri nátt- úrunni. Yfirborðið er mjúkt og áferðarfallegt. Bakhliðin er einnig úr trefjum og þannig gerð að klæða má grófa veggi með Carmalin. Mýkt og teyjanleiki Carmalin veggklæðis gerir kleift, að leggja dúkinn utan um pípur eða skörp horn án þess að hætta sé á að brot myndist í dúkinn Carmalin veggklæði þolir vel áhrif Ijóss og heldur vel litum sinum Carmalin er sænsk gæðavara. Carmalin veggklæðið má þvo með hreinsiefn- um, til að ná úr blettum Einnig má þvo Carmalin úr sápuvatni, með mjúk- um svampi Carmalin veggklæðið og Carmalin korkur fást í 90 cm. breiddum i allt að 25 metra löngum rúll- Útsölustaðir Teppsland, Grensásvogi 13, R. Veggfóðrarinn. Hverfisgötu 34, R. Brimnes, Vestmannaeyjum, Dropinn, Keflavik. Málningaþjónustan, Akranesi. Pensillinn, ísafirði. Litaskálinn, Ólafsvik. Fossval, Selfossi. Heildsölubirgðir Víðir Finnbogason h.f., Grensásvegi 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.