Morgunblaðið - 02.02.1978, Page 17

Morgunblaðið - 02.02.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 17 fólki innan ASl verði meinað að vinna við útskipun á íslenskum búsafurðum. Skyldi frú Herdís ætla að leyfa þessu sama verka- fólki að skipa upp erlendum bús- afurðum, þegar og ef að kemur? Þegar frúin talar um „framleið- endaklíku" hlýtur hún að eiga við alla þá sem landbúnað stunda sér til lífsviðurværis, og það er sko ekki nein smáræðis klíka. En nú hefur það gerst að framleiðenda- og heildsalaklíkunni í bændastétt hefur bæst nýr liðsmaður. Helgi Seljan, alþingismaður, hefur sem sé ásamt Alþýðubandalaginu sýnt sitt rétta andlit og snúist til liðs við bændur og klíkur þeirra. En verkafólkið situr eftir með sárt ennið. Ja, Ijótt er að heyra. En verkafólkið þarf kannski ekki að örvænta. Má vera að frú Herdís birti okkur bráðlega nýtt evangelíum, verkalýðnum til handa, og þá sennilega í þeirri mynd að verkafólki og bændum verði att saman. Það er ánægjulegt til þess að vita, að frúin á staðnum lítur með tilhlökkun til þess dags að bænd- ur fái greitt fyrir sína vinnu svo þeir verði ánægðir. Eitthvað virð- ist það þó spilla gleðinni, að lík- lega verður einhver að borga. A hinn bóginn sýnist frúnni það alger svívirða, og þjóðhættulegir samningar að bændur skuli fá kjarabætur, eins og aðrar stéttir í landinu. Samkvæmt þessu á bændastéttin að éiga um það við frú Herdísi hvort og hvenær þeir fái kjarabætur, og líklega sker hún ekki við neglur sér, blessuð. Og fyrir hönd íslenskra hús- mæðra heimtar hún afdráttar- laust að landbúnaðarafurðir verði fluttar inn. Því það er nefnilega hneyksli og alger forsmán að fólk skuli ekki einusinni fá innflutt egg „og það rétt fyrir jólin“, svo fólkið geti sjálft bakað kökurnar sinar. Þar á móti þykir sjáfsagður hlutur að flytja inn erlendar kök- ur og kex, að te'rtubotnunum ógleymdum. Það er á frúnni að skilja, að bölvaður sveitavargur- inn standi fyrir þeim innflutn- ingi. En tvær síðustu málsgreinarnar í þessari bráðskemmtilegu rit- smíð eru þó þær athyglisverðustu. Mér skilst að þar fari frúin fram á að mega fara ránshendi um þær verzlanir sem hafa á boðstólum islenzkar landbúnaðarafurðir, án þess að' refsing (hýðing) komi fyrir. Og svo klykkir hún með versi eftir Þorstein Erlingsson, sem er ailgreinargóð lýsing á kjörum íslenzkra bænda í dag. Mér er ljúft að segja, að sjaldan hefi ég lesið blaðagrein með jafn- mikilli ánægju og þessi skrif frú Herdísar, og kemur þar margt til. Ég læt mér nægja að benda á að frúin hefur ekki minnstu hug- mynd um efnið sem hún fjallar um í pistli sínum. Líka má nefna að frúin lítur á sig sem sjálf- skipaðan leiðtoga íslenzkra hús- mæðra, og e.t.v. íslenzks verka- fólks líka. Og ég bíð með nokkurri óþolin- mæði eftir að sjá á prenti næsta ritverk Eskifjarðarhúsmóðurinn- ar. Geitaskarði 18.1. 1978. Agúst Sigurðsson. aðeins það sem útflutnings- bæturnar gera en auk þess mundi margt fleira sparast svo sem jarð- ræktarframlög og fleira sem ekki væri þörf á vegna niðurskurðar á framkvæmdum. Ef tölur þessar eru kannaðar hljóta allir að velta því fyrir sér, hvers virði og hverjum útflutningsbæturnar þjóni. Áróður um landbúnaðinn. Forystumenn og jafnframt áróðursmenn bændasamtakanna eru ólmir yfir þeim áróðri sem beint hefur verið gegn land- búnaðarstefnunni, og er það orðið svo að enginn má orðið opna munninn og benda á það er hann telur misráðið, öðruvísi en það sé kallaður ómerkur atvinnurógur. Sjálfsagt hefur margt verið sagt sem ekki getur staðizt og held ég að sumt af því hafi jafnvel verið sagt með það fyrir augum að vekja athygli á vandanum og því vfsvitandi verið tekið of djúpt í árinni. Þó að bændaforystan hafi haft sama möguleika og aðrir til að verjast þeim áróðri sem rekinn hefur verið, þá virðast þeir telja sig hafa orðið undir i baráttunni án þess þó að telja sig hafa verri málstað að verja. Er nú svo komið að þeir vilja fá að lesa alla leiðara dagblaðanna áður en þeir séu lesnir upp í útvarpi og svara þeirri gagnrýni sem kynni að koma þar fram undir sama dag- skrárlið og rjúfa þar með ára- langa starfshefð Rikisútvarpsins og um leið eyðileggja áðurnefnd- an dagskrárlið. Ekki er sem betur fer sjáanlegur neinn árangur þessara krafna, en betri árangri hafa þeir náð með hinn ríkisfjöl- miðilinn, þ.e.a.s. sjónvarpið. Temmilegur áróður með nokkra þingmenn sér við hlið út af þætti sem fjallaði um, að ofneysla allra hluta væri óholl, virðist hafa megnað það að fá sjónvarpsfrétta- menn til að skjálfa ef minnst er á landbúnaðarmál i þáttum þeirra án þess að hafa forystumenn bændasamtakanna til að stýra umræðum, svo sem átti sér stað í Kastljósi föstudaginn 13. janúar þegar rætt var um neytendamál. Þar mátti gagnrýna allar vörutég- undir nema landbúnaðarvörur, og þegar einum þátttakanda þáttar- ins varð á að nefna eina landbún- aðarvöru, máli sínu til sönnunar, var stjórnandinn fljótur að stöðva frekari umræður á þeirri for- sendu að enginn væri til fyrir- svars. Þegar grípa þarf til þannig áróðursaðferða, að sia fréttir frá lokuðum fundum til almennings hlýtur málstaðurinn sem varinn er að vera hæpinn. Ábyrgðafull forysta Aðalfundur Stéttarsambands bænda í haust samþykkti tillögur til lausnar áðurnefndu offram- leiðsluvandamáli, jafnframt var samþykkt að boða til aukafundar mánuði síðar. Tillögur þessar vöktu það mikla óánægju að bændur boðuðu til almennra funda til að ræða tillögurnar áður en aukafundur stéttarsambands- ins yrði haldinn, því þar stóð til að fullmóta tiliögur bænda. A 300 manna fundi á Hvolsvelli daginn fyrir aukafund stéttar- sambandsins voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum tillögur er mótmæltu harðlega hugmyndum stéttarsambandsins, og má ætla að sunnlenzku fulltrúarnir hafi fengið þar skýrt og ákveðið veganesti. Nú en hvað skeði svo? Jú, þeir greiddu allir atkvæði gegn vilja kjósenda sinna og væri þvi ekki úr vegi að bænd- ur minntust þeirrar atkvæða- greiðslu, þegar þeir ganga næst að kjörborðinu. Litla trú hef ég á að það breyti nokkru, því að sú hefð virðist ríkja meðal bænda, að nái bóndi kosningu til einhvers konar trúnaðarstarfs þá vill það verða eins og hver annar fæðingarblettur á honum og niðj- um hans. T.d. hætti annar fulltúri Rangæinga búskap fyrir um 5 ár- um og fluttist til Reykjavíkur. Samt hefur hann verið kosinn áfram sem fulltrúi á stéttarsam- bandsfundi og verður það sjálf- sagt áfram. Þessi fulltrúi leyfir sér ásamt öðrum að greiða at- kvæði Rangæinga gegn Rang- æingum. Eftir slík vinnubrögð verður manni á að spyrja hvað fékk fulltrúana til að svíkja svo kjósendur sína? Það skyldi þó ekki vera grein sú er formaður stéttarsambandsins ritaði í Tímann 29. nóvember, en þar seg- ir hann meðal annars. GREINDIR bændur sjá það, að eðlilegt er að taka gjald af kjarnfóðri, þVf það geri tvennt í senn, að draga úr framleiðslunni og fá fé í verðjöfn- unarsjóð. Jæja, þið 300 sunnlenzkir bændur sem voruð á Hvolsvelli, þar fenguð þið dóm formanns ykkar, en það er þó bót í máli að þið hafið verið það lánsamir að velja ykkur greinda fulltrúa, eða var það kannski hræðsla við þennan dilkadrátt sem greiddi at- kvæði. tsaf jörður og Isaf jarðardjúp. Jens í Kaldalóni: FRÁ DJÚPI Bæjum 24. jan. 1978. Þegar litið er um farinn veg síðasta árs, verður ekki annað sagt, en að frá hendi Guðs og náttúrunnar hafi það verið gjöf- ult og gott ár á flestum þeim sviðum, sem má til afraksturs þess rekja til hins daglega lífs. Hitt er svo annað mál, hversu hinar vesölu mannskepnur hafa sólundað þeim gæðum á ýmsa misjafna vegu, og tæpast að talist geti að kunnað hafi þar fótum sínum forráð í öllum þeim skar- kala og hliðargötum, sem gengið hafa. Þótt á sl. sumri að seint sprytti grasið grænt, var þó á sá endir, að víða hefur aldrei fyrr á haustnótt- um verið jafn mikið og gott hey í hlöðum bænda hér við Djúp. Hélst það f hendur heyskapinn út, góð spretta og einmunagóð nýt- ing. Þá hefur haustið verið mjög veðursælt, og það sem af er vetri áfallalaust og með eindæmum snjólétt. Vegir færir hér um allt Djúp, að kalla, nú fram á Þorra. Rétt að í Lónseyrarleiti, að ófært er bílum á kafla. í sumar hefur verið unnið við nýlagningu raflinu frá Sængur- fossvirkjun Jóns Fannbergs í Mjóafirði, allar götur frá Botni út í Skálavík, og einnig á hinn veg- inn frá Botni út i Heydal og Eyri, og um leið lagt rafmagn í Djúp- mannabúð, en einnig i Hörgshlíð í Mjóafirði. Það eru því fjórir bæir í Mjóafirði, Botn, Heydalur, Eyri og Hörgshlíð, sem nú eru með rafmagn frá hinni nýju Sængur- fossvirkjun auk Djúpmannabúð- ar. Nú er verið að setja upp spenni í Skálavík, mikið bákn að tækni og vöxtum, vegur eitthvað um 3 tonn, og á hann að sætla til sameiningar þá ólíku spennu- orku, sem frá hverri virkjun að framleidd er eða 11 þús. og 6000 kw. Þar á að krauma í jöfnunar- potti samvirkninnar allar götur norður í Blævardalsárvirkjun og vestur f Botn i Mjóafirði. Enginn veit hvað mikið raf- magn fæst úr þessari virkjun, þar sem ekkert miðlunarmannvirki hefur verið gert ennþá, en aðeins notast við rennsli árinnar eins og það er hverju sinni. Línubygging þessi er öll á vegum Rafveitu Reykjarfjarðar og ögurhreppa, og er nýlagningin í sumar um 19—20 km. Verkstjóri við verk þetta hefur frá upphafi verið Geir Baldursson, bóndi í Skálavík, og hefir það eftir vonum gengið vel, en þó nokkuð farið fram úr upphaflegri kosnaðaráætlun. í gær gerði hér norðan við Djúp norðanslydduskratta, sem þó ekki stóð nema stutta dagsstund, og slitnaði þá niður nokkuð af raf- magnslínunni milli Hallsstaða og Hafnardals i Nauteyrarhreppi, og brotnuðu 4 rafmagnsstaurar, en von er á línumönnum frá Ísafirði til viðgerðar með Djúpbátnum á morgun, ásamt einnig heima- mönnum. Er því innri hluti Naut- eyrarhrepps ásamt Reykjarfjarð- ar- og Ögurhreppi, að undanskild- um þeim 4 bæjum i Mjóafirði, sem rafmagn nú fá frá Sængur- fossvirkjun, rafmagnslausir á meðan viðgerð fer fram. Aðeins 3 bæir utan við Ögur, þ.e. Vigur, Hjallar og Hvítanes, hafa ennþá ekki fengið rafmagn frá vatns- veitu, en innar á ströndinni er bærinn Þernuvík ennþá ekki kominn með rafmagn, en þangað er tiltölulega stutt að leggja frá, þaðan sem raflínan liggur um Ögursveit. Þernuvik var í eyði nokkurn tíma, en byggðist nýjum ábúendum í vor er leið, og einnig Hafnardalur i Nauteyrarhreppi hefir nú verið tekinn til ábúðar að nýju, og þéttist því byggðin nokk- uð þar í sveitum. Var byggt nýtt fjárhús í Hafnardal í sumar fyrir 400 fjár, sem nú er að hálfu fullt af lömbum sem hinn nýi bóndi þar keypti til ásetnings sem bú- stofn. Þarna er um að ræða ung hjón, sem fluttust á s.l. vori frá Hvera- gerði að Hafnardal, Benedikt Eggertsson, húsasmíðameistari að iðn, og kona hans Anna Jónsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur og hefur Framhald á bls. 33. FUNA OFNAR Höfum hafiö framleiðslu nýrra miðstöðvarofna úr stálprófilsrörum. Ofnarnir eru sérstaklega gerðir fyrir íslenskar aðstæður, verk íslenskra fagmanna. Leitið tilboða, mjög stuttur afgreiðslufrestur og hagkvæm kjör. Ofnasmiója Suóurlands Hveragerói Símar: 99-4134 og 99-4566.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.