Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 18
il *• 18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978 Páll Bergþórsson: Stafsetn- ing eftir framburði Smám saman hef ég sannfærst um, aö rétt sé að stefna að því að íslenskan verði stafsett eftir framburði. Mér er vel ljóst, að þessi stefna á litlu fylgi að fagna meðal málfræðinga, en um það hirði 'eg lítt. Þess eru fjölda mörg dæmi, að fræðimenn hafa svo að segja verið á einu máli gegn órfá- um um stefnu, sem siðan sannað- ist að yai* ekki stætt á. Þetta hefur gerst meðal annars í jarðfræði og læknisfræði og því skyJdi það þá ekki geta orðið í málfræðinni líka? Hvernig á framburðar- stafsetning að vera? Rétt er að taka strax fram, að það er fjarri því, að ég vilji koma á því fyrirbæri, sem nefnist al- þjóðleg hljóðritun. Hún lætur mikið yfir sér með mórgum merkjum, þar sem allt er vaðandi í tvipunktum. Hins vegar liggur við, að nákvæmni þessarar hljóð- ritunar sé i öfugu hlutfalli við yfirlit hennar og sundurgerð. Ég tel hægt að komast af með þá bókstafi, sem eru á íslenskum ritvélum til þess að komast mjög nærri því að stafsetja íslenskt mál eftir framburði. Með því að nýta sem best þær hefðir, sem hafa skapast m.a. um myndun óradd- aðra hljóða og lengd þeirra er hægt að takmarka mjög þær breytingar, sem þarf að gera á stafsetningunni til þess að laga hanaeftir máli. Til þess að sýna dæmi um þetta skal her prentað fyrsta erindið úr fornu Maríukvæði, María meyjan skæra. Til samanburðar er sýnd núverandi stafsetning, en auk þess stafsetning á handritum þessa kvæðis eins og prófessor Jón Helgason hefur gengið frá henni í útgáfu sinni á íslenskum miðaldarkvæðum. Þennan sæta lofsöng mundu kaþólskir hafa kyrjað með sama lagi og við þekkjum af kvæði Eggerts Ölafs- sonar um flöskuna fríðu. Rétt er að benda á, að í handrit- astafsetningunni merkir tví- punktur yfir staf nokkurn veginn það sama og broddur í nútíma stafsetningu. Nú skal ég snúa mér að því að svara ýmsum þeim rökum, sem ég veit að menn hafa á takteinum gegn þessari stafsetningu. Er framburðarstaf- setning tilræði við bókmenntahefðina? Því er haldið fram, að með því að taka upp stafsetningu eftir fram- burði sé verið að fjúfa tengslin við bókmenntir liðna tímans. Til að svara því bendi ég á dæmin, sem fylgja greininni. Þar sést að framburðarstafsetningin líkist handritastafsetningunni jafnvel meira en núverandi stafsetning gerir, til dæmis í orðunum meyjan, skæra, minning. Samt er augljóst, að frávik framburðar- stafsetningarinnar frá nútima Páll Bergþórsson. stafsetningu eru ekki meiri en svo, að menn verða fyllilega færir um að notfæra sér bókmenntir síðustu áratuga, þótt þeir taki upp hina nýju stafsetningu. Er framburðarstaf- setning ljðt? Þegar menn halda því fram að framburðarstafsetning sé ljót, eiga þeir í rauninni ekki við ann- að en að hún sé framandleg, tor- kennileg. Með sömu rökum geta þeir sem temja sér hina nýju staf- setningu, hiklaust sagt, að öll önn- ur réttritun sé ljót. T.d. fella þeir sig ekki við raddað r og fráblásið t í orðinu varstu. Það er augijóst, að Öll frávik frá því sem er orðið fast í sjónminninu, eru til óþæg- inda í fyrstu. En vaninn jafnar það, sagði Björn Guðfinnsson. Er framburðarstaf- setning torlærð? ^ o fullyrða ýmsir, að sé, jafn- vel serfræðingar. Ég held fram hinu gagnstæða. Þegar menn eru í vafa um hvernig eigi að skrifa tiltekið orð eftir núgildandi staf- setningu, verða þeir að fletta því upp í orðabók. í framburðarstaf- setningunni þarf í staðinn ekki annað en mæla upphátt fram við- komandi orð, þá liggur svarið oft- ast fyrir. Hagræðið er augljóst og ekki lítið. Björn Guðfinnsson hafði svipaða skoðun. Veldur f ramburðar- stafsetning ðæski- legum málbreytingum? Því halda sumir fram, en það tel ég mikinn misskilning. Aukin tengsl milli stafsetningar ogfram- burðar leiða til þess, að ritaður framburður, sem tvímælalaust yrði yfirleitt fágaðri en í mæltu máli, festir íslenskuna í sessi eins og hún er nú töluð og skilar henni þannig til niðjanna. Því hlutverki getur núgildandi stafsetning illa þjónað, þar sem hún er orðin svo fjarlæg framburði, að lítið mark er takandi á henni um mælt mál. Hins vegar eru um það ýmis ömurleg dæmi, að fólk spilli máli sinu með þvi að breyta framburð- inum eftir stafsetningunni, eins og hún er nú. Til dæmis er verið að útrýma merkilegum leifum yfsilonframburðar af þessum sök- um. Núverandi stafsetning Handritastafsetning Framburðarstafsetning María meyjan skæra Maria meían skiæra María meian sgjæra minning þín og æra minnlng þín og æra minníng þín og æra verðugt væri að færa verdugt være ad færa verðuhqd væri að færa vegsemd þér og sóma vegsemd þier og söma vehgqsemd þjer og sóma svoddan sólar ljóma soddann sólar liöma soddan sólar ljóma þú varst ein ein ein þii varst ein ein ein þú vahrsd ein ein ein þú varst ein ein ein þíi varst ein ein ein þú vahrsd ein ein ein þú varst ein þii varst ein þú vahrsd ein svo helg og hrein so helg og hrein so helg og hrein hæstum vafin blóma. hædstum vafin blöma. . hæsdum vavin blóma. Tillaga um fram- burðarstafsetningu Til hvers hljóðs i málinu svari ákveðinn bókstafur eða stafasam- stæða. og til hvers bókstafs eða stafasamstæðu svari ákveðið mál- hljóð Að svo miklu leyti sem það er unnt vegna fyrstu reglu, er fylgt stafsetningarhefð islenskunnar um hljóðgildi bókstafa og táknum hljóð- lengdar Eingöngu eru notaðir stafir, sem eru á islenskum ritvélum Ekki eru þó not fyrir c, é, y, ý, x eða z Bætt er við stafnum q til að tákna raddað önghljóð, gómmælt, eins i orðinu saga I islenskum mállýskum bregð- ur fyrir tvívaramæltu v, sem er hér táknað með w, svo sem i orðinu hafði i vestfirsku (hawdi). Öll tvihljóð eru stafsett eins og tíðkast hefur, þótt út á það megi setja hljóðfræðilega Hins vegar ætti það ekki að valda neinum ruglingi: au, á, ei, ó, æ Þau órödduðu hljóð, sem ekki eru til bókstafir fyrir, eru táknuð með þvi að bæla h framan við raddaða bók- stafinn, hvort sem er fremst eða inni i orði: hj, hl, hm, hq, hr, hw. Gómmælt n er greint frá venju- legu n með því, að á eftir fari g, k eða q: lángur, túngl, leingji. Sum orð breytast nokkuð í fram- burði, þegar málhvild kemur á eftir þeim Hér er þó lagt til, að sama orð sé alltaf stafsett eins og það væri inni i hljóðlotu eða setningu Þannig er skrifað það, vil, jeq, rúm, þó að lokahljóð þessara orða missi að nokkru röddun sina á undan mál- hvild, verði naumrödduð sem kallað er Einnig er ritað lamb, land, fáng, þó að lokahljóð þessara orða verði nokkuð fráblásin i bakstöðu, á und- an málhvild Á sama hátt er skrifað hesd, kahrb, hóhlg hvar sem er i setningu Aðblástur lokhljóða er táknaður líkt og verið hefur, með kkj, kk. pp,, tt eða með þvi að samhljóði fari á eftir k. p. t Ekki veldur þó j, v. r eða 2 aðblæstri á undanfarandi k, p, t. k á eftir t veldur heldur aðblæstri á t Lengd hljóða er táknuð á hefð- bundinn hátt eftir þvi sem unnt er Sérhljóð styttist með þvi að á eftir fari tvöfaldur samhljóði eða að öðr- um kosti fleiri en einn samhljóði: koddi, bojji. harður, fremri. Þó verður j, v, r á eftir s eða lokhljóði ekki til að stytta undanfarandi sér- hljóða fremur en venja hefur verið Ekki styttir s á eftir lokhljóði heldur undanfarandi seérhljóða Er of dýrt að breyta stafsetningunni? Það munu margir sjálfsagt segja. En þó tel ég, að kostnaður- inn velti mjög á framkvæmdinni. Ef stökkið yrði tekið í einu, væri hann auðvitað mikill. Með skipu- lagðri áætlun um að framkvæma breytinguna á svo sem áratug mætti áreiðanlega draga mjög úr útgjóldunum. Þá væri til dæmis hægt að nýta þau upplög kennslu- bóka, sem til væru í byrjun. I samanburði við öll framlög til skólamála yrði sá kostnaður hverfandi lftill. A móti kemur svo mun auðveldari stafsetningar- kennsla. Er samræmdur fram- burður skilyrði fram- burðarstafsetningar? Spurningunni mætti vikja þannig við að spyrja, hvort það sé skilyrði til þess að fólk geti talað og skilið hvert annað, að fram- burður á landinu sé samræmdur til hlítar. Allir sjá hvert svarið lýtur að vera. Slík samræming er engin auðsyn7, síst meðan málfar okkar er ekki sundurleitara en það er. Hið sama gildir þá af sjálfu sér um stafsetninguna, ef á henni væru sömu blæbrigði og á framburði eftir héruðum. Og sem betur fer er aldarandinn nú orð- inn fremur mótsnúinn reglugerð- um, sem takmarka persónufrelsi manna, til dæmis í því efni hvern- ig þeir hreyfi varirnar. Er framburður hæpinn grundvöllur stafsetninsar? Sá sem skoðar ándrit frá ýms- um timum Islandsbyggðar, hlýtur að komast að raun um, að fram- burðurinn hefur í rauninni alltaf verið aðalgrundvöllur stafsetn- ingar. Eðli sínu samkvæmt breyt- ist hún samt oftast heldur á eftir, framburðinum, vegna tregðu og vana. Á síðustu öld hefur þessi, tregða snúist upp í hálfgildings dýrkun á uppruna- og orðsifja- sjónarmiðum í stafsetningu. Hún náði hámarki með reglugerðinni frá 1929. En jafnvel í þeirri staf- setningu ræður framburður meg- inatriðunum. Lítið dæmi eru kennimyndir sagnarinnar fá, fékk, fengum, fengið. Hér er skrifað e á undan ng þvert ofan í framburð og þannig sýnd við- leitni að frameylgja einhvers kon- ar upprunastefnu. Hins vegar er ritað fékk, þó að þar sé kk runnið saman úr ng. Þá eru uppruni og orðsifjar látin lönd og leið og framburður ræður, að ekki sé tal- að um nafnháttinn fá, sem vafa- laust er upprunalega skyldari hinum kennimyndunum en fram kemur í rithættinum, sbr. sögnina ganga. Og svona er þetta allstað- ar, framburðurinn er meginregl- an, en ekki orðsifja- og uppruna- sjónarmið. Með þvi að láta framzurð ráðaaða stafsetningu væri verið að koma henni á sinn fasta og eiginlega grundvöll og hreinsa hana af handahófskenndu fitli, sem veldur sífelldum deilum eins og eðlilegt er og dæmin sanna. Tónlistarkenn- ari á Bíldudal Eyðimerkurþorsti tón- listar og sönglífs er úr sbg- unni hér á Bíldudal því hingað er kominn ungur tónlistarkennari. löHvftflti heitir Kjartan Eggertsson og er úr Reykjavík, Á Bíldudal hefur ekki verið maður, sem hefur haft þetta með höndum í fjölda' ára. Því að það fólk sem stóð að tónlistarstarfi er ýmist flutt af staðnum eða komið yfir í eilífðina. Þessi ungi maður kennir á gitar, flautu og píanó og annað fleira sem viðkemur tón- list. Hann æfir kirkjukór- inn og er að setja á fót karlakór. Það er mjög mik- ill áhugi fyrir hendi á staðnum fyrir þessum mál- um, og er mér kunnugt um að tónlistarkennarinn hef- ur yfirdrifið að gera og vinnur langt fram á kvöld. Hann sinnir þessu af mik- illi elju og áhuga, og er það alltaf góðs viti þegar hugur og hönd fylgja þeim störf- um sem menn vinna. Ég þakka fyrir mína hönd og ég veit að allir staðarbúar hljóta að vera mér sam- Kjartan Eggertsson mála og vona ég að við fá- um að njóta hans kunnáttu sem allra lengst. Jón Kr. Ölafsson. Bíldudal. Junior Chamber, Suðurnesjum: keppni um M. Mi gg ölíi .ív z'Bi '.ölwf um JUNIOR Chamber á Suðurnesj- um er um þessar mundir að fara af stað með nýtt verkefni, sem er ritgerðasamkeppni um iðnað á Suðurnesjum. Samkeppni þessi mun ná til alira nemenda 9. bekkjar grunnskóla á svæðinu svo og f Fjölbrautaskóla Suður- nesja, segir f frétt frá félaginu. Ritgerðasamkeppnin mun fara fram á næstu vikum og lýkur um miðjan febrúar en úrslit munu liggja fyrir í byrjun marz. Rit- gerðasamkeppnin er hluti af fjöl- þættu verkefni sem fjallar um iðnað á Suðurnesjum, aðstöðu hans í mörgum atriðum, vaxtar- möguleika og hugsanlega ný tæki- færi i iðnaði. Aðrir þættir verk- efnisins eru ráðstefna 4. febrúar n.k. þar sem flutt verða erindi og rætt um þessi mál. Sérstakt blað mun flytja niðurstöður umræðu- hópa á ráðstefnunni. Borgarafundur verður síðan haldinn til að skýra nánar niður- stöðurnar og fleira, segir að lok- um í f rétt f élagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.