Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNÉLÁÐIÐ, FIAimTODÁGUR 2. F'KBÉUÁK 1978 Polanski mætti ekki til dómsins Sanla Monica. Kaliforniu. I. fch. Reulor. HANDTÖKUSKIPUN á kvikmvndaleiksljörann Roman Polanski var f>efin út i dag eftir ad hann vanrækti að koma fyrir rétt o« hlýða á dómsúrskurð I máli sínu í morgun. Polanski sem er 44 ára Ramall, átti að dæma fyrir að hafa ólöf»leg kynmók við 13 ára namla stúlku á heimili Jack Nickolsons i mars sl. LöKum samkvæmt hefði verið huKsanleKt að Polanski hlyti allt að 50 ára fangelsisvist fyrir verknaðínn, en saksóknarinn i málinu hafði áður sagt að hann færi ekki fram á meira en það 42 daga gæzluvarðhald, sem Polanski hefur nú þegar setið í. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun Polanski hafa fengið mjög vægan og hliðhollan úrskurð úr geðrannsókn. I skýrslu geðlæknisins kom fram að morðið á fyrrverandi konu hans, Sharon Tate 1969, hefði haft mjög djúpstæð áhrif á Polanski og hefðí ástarlif hans verið misheppnað æ siðan. Polanski hafði játað sök sina varðandi kynmök víð stúlkuna og var fimm öðrum kærum, þ.ám. um nauðgun, kynvillu og eíturlyfjadreifingu, dregnar til baka i staðinn. Sala á appelsínum stöðvuð í V-Berlín Bonn. 1. febrúar. Reuter. SAI.A á ísraelskum Jaffa-appelsínum var stöðvuð I Vestur-Berlln i dag og heilbrigðisyfirvöld í mörgum löndum Evrópu fyrirskipuðu athugun á ávöxtum frá Israel, eftir að eitraðar ísraelskar appelsinur fundust i Hollandi og Vestur-Þýzkalandi. Samtök sem kalla sig „Bylting- arher Araba — Palestinustjórn" (ARA—PC) sögðu í bréfi til Reuter í dag að verkamenn á her- numdu svæðum ísraels hefðu eitrað appelsínurnar. Þá sagði i bréfinu að samtökin ætluðu sér að Ieggja efnahag Ísraels í rúst, en ávéxtir eru helzta útflutnings- vara landsins. Bréfið var áritað til heilbrigðismálaráðherra 18 Evrópu- og Arabalanda. I Vestur-Berlin var skorað á al- menning að kaupa ekki ávexti. og sala á appelsinum bönnuð. Vestur-Þyzkaland hefur þó ekki bannað sölu á israelskum appel- sínum. en sumar verzlanrr hafa hætt sölu þeirra. Hollensk stjórnvöld vöruðu i dag almenning við ávöxtum frá Israel, en fimm börn veiktust i Hollandi i siðustu viku eftir að hafa borðað Jaffa-appelsinur. í ljós kom að kvikasilfri hafði verið sprautað i þær. og við nánari leit fundust fleiri eitraðar appelsinur i Hollandi og Vestur-Þýzkalandi. Bretar hafa nú hafið leit að eitruðum appelsinum og sömu sögu er að segja um flest önnur lönd Vestur-Evrópu. Israelsstjórn sagði að útilokað væri að appelsínurnar hefðu ver- ið eitraðar i Israel, öllu Iíklega væri að Palestinuskæruliðar hefðu sprautað kvikasilfrinu i þær í EVrópu. Wafa, fréttastofa PLO, sagði í dag að aðgerðir ARA—PC brytu í bága við stefnu Palestínuskæru- liða, og að þær spilltu aðeins fyrir málstaði þeirra. 13 FÓRUST. — í siðustu viku brann hið fræga „Coates House“ hótel í Kansas og fórust 13 manns í brunanum., en hótelið sem byggt var á síðustu öld, var eitt sögufrægasta hús í Kansas-borg. Sovétmenn eiga að borga brúsann Sameinuðu þjóðunum, 1. feb. AP. BANDARlSKIR lögfræðingar sögðu í dag að samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna bæri Sovétmönnum að borga bætur fyrir tjón það sem njósnagervihnöttur þeirra kann að hafa valdið. Þá sögðu lögfræð- ingarnir að Sovétmenn ættu einnig að borga kostnað við leitina að flaki hnattarins. Lögfræðingarnir sögðu að samningurinn, er um þetta mál fjallaði, væri lítt þekktur, og að engin reynsla hefði fengizt á hann fyrr. I honum segir meðal annars: Eigendur gervihnatta eiga að borga allt það tjón sem gervihnettirnir valda, hvort heldur er á yfirboði jarðar eða á flugvélum". Bæði Bandaríkja- menn, Kanadamenn og Sovét- menn undirrituðu samninginn, sem tók gildi í október 1973. I öðrum samningi sem undir- ritaður var 1967 segir að ríki þurfi að borga fyrir alla leit sem er gerð að flaki gervihnatta eða geimskipa. Þá kemur fram í samningnum, að hafi ekki náðst samkomulg um borgun eftir eitt ár, eigi að stofna dómstól þriggja ríkja sem kveði siðan upp úrskurð sinn. Árið 1969 féll flak sovésks gervihnattar á japanskan togara og borgaði þá Sovétstjórn tjónið sem varð á skipinu. Rauði krossinn segir ný- nasista misnota nafn sitt Genf, 1. febrúar. Reuter. ALÞJÓÐA Rauði krossinn kvartaði í dag yfir því að samtök nýnasista í Vestur-Þýzkalandi misnot- uðu nafn rauða krossins í tilraunum sinum til að sanna að sigurvegararnir í heimsstvrjöldinni síðari hefðu ýkt fjölda þeirra sem létu lífið í fangabúðum nasista. Talsmaður Rauða krossins sagði að í greinum og fréttablöðum nýnasista væri sagt að aðeins 350.000 hefðu látið lífið í fangabúðunum, en það er sá fjöldi sem Rauði krossinn hefur sannað að hafi látist. Sú tala er byggð á skýrslum sem fundust í fangabúð- um nasista, en vitað er að talan er of lág, þvi í mörgum fangabúðum voru engar skýrslur haldnar yfir f jölda látinna, og sums staðar voru skýrslurnar brenndar til að koma i veg fyrir að þær féllu í hendur óvina Þýzkalands. Að sögn talsmannsins birtust greinar um fanga- búðir í vestur-þýzku tímariti „og bæklingar um sama efni hafa verið gefnir út í nokkrum öðrum löndum Vestur-Evrópu, — hvort tveggja í nafni Rauða krossins". Portisch. Portisch enn efstur Wijk Aan Zee, Hollandi, 1. febrúar. Reuter. UNGVERJINN Lajos Portisch vann í dag hollenska stórmeistar- ann Sosonko f næstsfðustu um- ferð Hoogovens-skákmótsins. Portisch er því enn efstíir, en næstur honum er Korchnoi, en hann vann Najdorf frá Argentfnu f dag. Þriðji er Andersson, sem vann Eramhald á bls. 33. Athugasemd frá Páli Líndal MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Páli Líndal: I Morgunblaðinu í dag (1. febrúar) er frétt — smáfrétt að vísu, sem snertir mig persónu- lega. Sakir mikillar og góðrar „fréttaþjónustu" frá aðilum i borgarkerfinu hefur þetta mál orðið hið mesta skemmtiefni fyrir þá, sem „nærast á vondum munn- söfnuði", eru þeir vist nokkuð margir i þessu þjóðfélagi. I þessari frétt er töluvert dregið í land, miðað við það, sem áður þótti henta — stóryrðum sleppt. I Alþingisbókunum gömlu er stundum sagt frá því, að menn, sem teknir voru af lífi á Þingvöli- um, hafi fyrir aftökuna „fengið góða iðran“. Ég veit ekki af hverju mér datt þetta í hug. Kannski sálfræðingur geti skýrt það út? En tilefni þess, að ég skrifa þessar línur er það, að þessi frétt er samstundis komin í Morgun- blaðið, en vandlega þagað um, að á þessum fundi átti einnig að liggja fyrir bréf frá mér úm sama mál. Það fylgir hér með í ljósriti. Var þvi kannski stungið undir stól? Þegar ég var að lesa þetta um hálfniu leytið var hringt til mín af ónefndum manni og mér skýrt frá þyí, að fyrir meira en viku hafi borgarráði verið sent bréf, sem kunnir Reykvíkíngar hafi ritað: 1 því bréfi hafi verið bornar þung- ar sakir á æðstu stjórn borgarinn- ar eða vissa menn þar. Efnið fékk ég ekki að vita, en bréfið ætti að vera til í skjalasafninu i Austur- stræti 16, ef venjulegum starfs- reglum hefur veriö fylgt. En hitt mun nokkuð öruggt að því hefur verið stungið undir stól og ekki lagt fram í borgarráði eftir að það kom. Ég var ritari borgarráðs á 800—900 fundum þess að mig minnir og ég minnist ekki á þess- ari stundu — en þetta bréf er skrifað algerlega fyrirvaralaust — að slík vinnubrögð hafi tíðkast þá. Eftir mjög óljósum fréttum er hér um að ræða mál, sem snertir hagsmuni einstaklinga og ann- arra aóila upp á a.m.k. mörg hundruð milljónir. Ég vona vegna margra góðra vina minna í borg- arkerfinu, að nú verði ekki endur- tekinn sami leikurinn og gagn- vart mér. Á þessu stigi verða eng- ar upplýsingar um einstaklinga frá mér fengnar, þótt ég hafi heyrt nöfn. Slíkt væri algerlega ósæmilegt. Ég vona, að þetta séu ýkjur. Ýmsir eru að fara i próf- kjör og þá ef einskis svifist. Það vitum við. En því geri ég þetta að umtals- efni, að mér er óskiljanlegt, hvers vegna bréf áðurnefndra Reykvík- inga er ekki lagt fram. Það vantar skýrinau. Borgarkerfið er ekki að ræða þetta mál við blöðin. Menn láta aftur gamminn geysa, þegar ég á í hlut. Það er mikið álag fyrir einstakl- ing og hans nánustu að liggja mér liggur við að segja undir árásum í Framhald á bls. 24 FRA MÖLTUVIÐRÆÐUNUM — Fulltrúar Þjóðernishreyfingar blökkumanna (t.v.) og fulltrúar Breta þeir David Owen og Carver lávarður, við upphaf viðræðnanna um Rhódesíu sem fram fóru á Möltu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.