Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 21
^o^^^BMB^MBéWMBBM^M!: ? ^: 2T n<? Fangelsaður fyrir bók sína segja rithöfundar London, 1. feb- Reuter. f BRÉFI sem rithöfund- arnir Heinrich Böil, Giinter Grass og Graham Greene sendu a-þýzkum stjórnvöldum í dag hvöttu þeir til þess að hagfræðing- urinn og andófsmaðurinri Rodolf Bahro yrði látinn laus úr fangelsi. Þeir full- yrtu að þær sakir, er Bahro var hnepptur í fangelsi fyrir, en hann er grunaður um njósnir, væru yfirskyn eitt. Fram kom í bréfi rithöfund- anna þriggja, sem allir eru heims- kunnir, að hin raunverulega ástæða fyrir handtöku Bahros væri bók hans „Valkosturinn — Drög að gagnrýni á núverandi sósíalískt skipulag". Þeir sögðu að Bahro sæti í fangelsi vegna þess að hann byggði röksemdafærslu sína á hugsun Karls Marx, Friedrich Engels og Rósu Luxem- borg og vegna þess að hann gerði athugasemdir við sósialisma af því tagi sem við lýði væri í heima- landi hans. Bréfið var einnig undirritað af rithöfundinum Arthur Milstern og tónskáldinu Mikis Theodorak- is. Owen víttur í brezka þinginu l.oniliin. 1. feb. AP. LlFLAT saudi-arabísku prinsessunnar og ástmanns hennar, sem frægt varð á dögunum, varð tilefni orðaskipla í röðum brezka Verkamanna- flokksins ( dag. Fimmtán þingmanna flokksins undirrituðu skjal þar sem þeir gagnrýndu utanríkisráðherrann. David Owen, harðlega fyrir að hafa komið á framfæri afsökun við stjórnvöld í Saudi-Arabfu út af yfirlýsingu brezka utanrfkisráðuneytisins varðandi málið. t tilkynningu frá saudi-arabiskum embættismönnum á þriðjudags- kvöld kom fram að frásögn brezkra fjörtniðla af atburðinum væri ekki rétt. Fram kom að prinsessan, Misha Bin Abdul Aziz, og elskhugí hennar af fábrotnum ættum hefðu verið tekin af lífi fyrir virðingar- leysi þeirra við lög um hjónaband i múhammeðstrúarlandi. Þau voru ekki gift sagði i tilkynningunni. Einnig var sagt að í Saudi-Arabíu væri ekki talið óeðlilegt að konungaættir og óaðalbornar blönduðust og væri það meira að segja algengt. Hins vegar hefðu hjónaleysin verið dæmd til dauða fyrir „hórdóm ... en samkvæmt lögum Múhammeðs ber að refsa slfku með lifláti". Sagði ennfremur að brezka stjórnin hefði beðizt afsökunar á athugasemdum Breta við fréttina af aftökunni. í máli Martins Flannerys félaga í Verkamannaflokknum, en hann bar víturnar á Owen fram, sagði að flokksmenn teldu afsökunarbeiðni Owens niðurlægjandi og skammarlega. 1 skjalinu mátti svo lesa að þingið teldi það óskiljanlegt að utanríkisráðherrann, sem annars héldi uppi vörnum fyrir mannréttindi, skyldi lita svo á að slíkt líflát væri ómannúðlegt ef viðkomandi væru gift en siðlegt ef þau væru það ekki. Prinsessan og elskhugi hennar voru hálshóggvin i nóvember sl. og hafði brezka útvarpsstöðin. BBC, greint svo frá að það hefði verið vegna þess að þau voru ógift. VEÐUR víðaumheim stig. Amsterdam 4 rigning Aþena 15 skýjað Berlfn 4 skýjað Brtissel 6 rigning Chicago 4-8 snjökoma Frankfnrl 3 sniókoma Genf 1 skýjað Jéh.b. 27 sólskin Kaupm.h. 0 snjókoma Lissabon 14 sólskin London 6 rigning Los Angeles I? skýjað Madrid 15 bjart Malaga 15 bjart Miami 19 skýjað Moskva +3 bjart New York + 2 bjarl Ósló 1 skýjað Palma 15 skýjað Parts 5 skýjað Róm 8 hjart Stokkh. 2 skýjað ".'. Tel Aviv 19 sólskin Tokýo 8 sólskin Vfn 5 skýjað Þetta gerðist 2. FEBRUAR. 1975 — Herstjórn í Eþiópíu segir uppreisnarmönnum i Eritreu stríð á hendur. 1972 -*• Ofstækisraenn í Dyfl- inni leggja eld i sendiráð Breta þar f borg. 1932 ¦— Afvopnunarráðstefnan í Genf byrjar. 1924 — Tyrkneska þingið bindur enda á kalífadóm. 1920 — Eistlendingar undirrita friðarsáttmála við Rússa og lýsa yf ir sjálf stæði. 191SÍ — Einræði er stofnsett í Portúgal. 1905 — Uppreisn brýzt út $¦¦¦ Welle-svæðinu í belgísku Kongó. 1878 — Grikkir segja Tyrkjum strið á hendur. 1872 —-¦ Hollendingar selja Bretum viðskiptaaðstttðu á Gullströndittnif Afriku. 1808 — Franskir herir taka Rómaborg eftir að Pit páfi II neitar að viðurkenna konung- dæmið I Napólí og að ganga í bandalag gegn Bretura. 1635 — Nýja Amsterdam, ná New York, verður nýlenda Hol- lendinga. 1535 — Buenos Aires i Argen- tinu er stofnuð. Afmæli eiga f dag: James Joyce, írskur rithofundur (1882 — 1941), HannajMore, enskt leikskáid og skáld^agnahöf und- ur (1745 — 1833), Eleanor Gwyn, ensk ieikkona (1651 — 1687), Jussi Björling, sænskur tenórsöngvari (1911 —1960). Hugleiðíng dagsins: „Við hot um 40 milijón ástæður til að gera mistök, en ekki eina ein- ustu afsökun", Rudyard Kipiing, enskur rithöfundur (1865-'1936), Leiðsögn í vopnaburði og dansmennt Verðlaun fgrir uppbgggingu í Víetnam Með 27000 menn í um 16 Afríkuríkjum er iðinn við kolann Kúbumenn heyja nú stríð í svörtu Afríku. Þeir rækta nautgripi og byggja vegi i Asiu. Þeir eru einnig glúrnir við að beita undirróðri meðal ná- granna sinna í Karabíska hafinu og fá þannig ýmsu framgengt. Barátta þessarar eyþjóðar til áhrifa i löndum þriðja heimsins nú þegar latneska Amerika á ekki upp á pallborðið lengur ljær þvi fagnaðarerindi sósíalismans áherzlu með skörum hermanna, lækna og annarra tæknilegra ráðgjafa. Ríflegasti mannafli Kúbumanna erlendis er í Afríku, en þar er talið að hann telji um 27.000 í allt að 16 löndum. Meirihluti hans eru hermenn. En Fidel Castró forseti hefur einnig gert út af örkinni „alþjóðlega uppbyggingarsveit" sína, til Víetnam og er um þessar mundir að gera hosur sinar grænar fyrir Jamaicumönnum og í Guyana á norðaustur- strönd S-Ameríku. Að undanskildum hermönnun- um má segja að sveit þessari svipi á margan hátt til friðarsveita Bandarikjamanna. I hópnum má finna allt á bilinu frá kennurum og læknum til körfuboltaþjálfara og danskennara. 1 Víetnam hafa Kúbanir stofnsett nautaræktar- stöð norðvestur af Hanoi, reist sjiikrahús í Binh Tri héraðinu miðju og lagt 50 kilómetra langa þjóð- braut suðvestur af Hanoi milli helztu iðnaðar- og landbúnaðarsvæða. Víetnamska stjórnin veitti ný- lega 20 kúbönskum ráðgjöfum vinarorður í viður- kenningarskyni fyrir endurreisnarstarf þeirra eft- ir að stríðinu lauk. I Karabiska hafinu má nefna að Kúbanir hafa reist landbúnaðarskóla á Jamaica og rúmar hann um 500 nema. Einnig er á döfinni hjá þeim að byggja þar vatnsstíflu og þeir hafa verið ósparir á ráðin við skipulagningu í iþróttum, vísindum, ferðamálum, námagreftri og landbúnaði. I Guyana hafa kúbanskir læknar verið við störf i Georgetown og á afskekktum svæðum innanlands. Það eru kúbanskir sérfræðingar, sem hafa umsjón með rækjuveiðum landsmanna og kenna þeim sjó- mennsku. Af öðrum umsvifum Kúbumanna í þessum heimshluta má benda á að þeir eru helztu máttar- stólpar sjálfsstæðishreyfingarinnar á Puetro Rico. Er haft eftir bandarískum heimildum að Havana sé sterkasti bakhjarl sósíalistaflokksins þar. Nokkrar eyjanna í Karabíska hafinu hafa um skeið farið óleynt með óskir sinar um sjálfstæði og er talið að Kúbanir oti áhrifum sínum á stöðum þessum eftir boðleiðum stjórnmálaflokka frekar en að egna til byltingar. Hápunkturinn í afskiptum Kúbana í Afríku var i mars siðastliðnum, er Castró hleypti heimdragan- um til Sómalíu, Eþíópíu, Tanzaníu, Mosambique og Angóla. Hefur síður en svo dregið úr þeim síðan. I siðasta mánuði tóku Sómalir höndum Kúbu- mann í Ogaden-eyðimörkinni, einn af 2.500, sem talið er að sé að finna í röðum Eþíópiumanna. Þá skýrðu vestrænir sendimenn í Lusaka frá því að 50 til 75 kúbanskir hernaðarráðgjafar hefðu komið til Zambíu til að þjálfa þjóðernissinnaða blökkumenn i bardögum Rhódesiu. Leiðtogi Zimbabwe-bandalags Afríkuþjóða, Joshua Nkomo, sem fór til Havana á siðasta ári, vísaði sögunni hins vegar á bug sem „tómum þvætt- •ingi". Flokkur Kúbumanna i Afríku er enn sem komið er stærstur í Angóla. Þar er talið að séu nú Uth 19.000 hermenn og 4.000 óbreyttir kúbanskir borgarar starfandi sem ráðgjafar stjórnar Marxista i baráttunni gegn þjóðérnissinnuðum skæruliðum. Nýjustu skuldbindingar sftiar gerðu Kúbanir þó við Eþíópiumenn. Þar í landi striöá vinstrisínnuð stjórnvöld gegn að minnsta kösti tveimur'herjum ao>kilnaðarsinna. Er greint svo frá aðnú sé verið aðjflytja kúbanska hermenn frá Angóla og HáVa'na tif Eþíoþiíi í sovétsmiðuðum þóturíi af gerölhhi Ilf-62. Erþáð liðtir f úridirbúningi gagnárásar á' hendur uppreisnarmönnum, er njóta stuðnings Sómala í Ogaden. En Angóla, Eþíopía og Zambia eru aðeins þrjú af 16 Afríkuríkjum, þar sem sagt er að Kúbanir starfi við herþjálfun, rækti kaffi, reki sjúkrahús og skóla og skipuleggi öryggiskerfi stjórnarinnar. Castro sá S-Yemenum einnig fyrir hernaðarsér- fræðingum i útistöðum þeirra við nágrannaríkið Oman. Þeir riðu þó ekki feitum hesti frá þeirri viðureign. Næstum allur herafli Castrós, sem hann hefur sent úr landi, er í Afriku. Virðist svo sem ¦ ifldT (í i ií!;i.i I I Afríka sé sú álfa í þriðja heiminum sem hann hefur kosið að heiðra með verðleikum sinum sem leiðtoga með blessun og fyrirgreiðslu Sovétríkjanna. „Af- ríkst blóð rennur í æðum okkar," sagði Castró fyrir meira en ári síðan. „Við erum ekki aðeins latnesk Amerikuþjóð, við erum latnesk Afrikuþjóð." Kú- bönsku blóði hefur lika verið úthellt i Angóla, þar sem þúsundir kúbanskra hermanna hjálpuðu Agostinho Neto forseta og alþýðuhreyfingu hans til að brjóta á bak aftur tvo herskara þjóðernissinna sem nutu stuðnings Bandaríkjanna og S-Afríku. Bandariskir embættismenn i Washington telja að 500 til 600 kúbanskir hermenn hafi látið lífið í skærum fyrir andspyrnuhreyfingar. Alita nokkrir fréttaskýrendur að Angóla geti hugsanlega orðið nokkurs konar kúbanskt Víetnam, þar eð ein hreyf- ingin virðist síður en svo hafa sungið sinn siðasta sálm. Sú hreyfing er „Þjóðarbandalag" Jonas Sa- vimbis til fullkomins sjálfstæðis Angóla og herjar enn úr læskorum í suðurhluta landsins. Þó fer því fjarri að Kúbumönnum sé fagnað allshugar í allri Afríku. íhaldssamir leiðtogar eins og Felix Houphouet-Boigny á Fílabeinsströndinni óttast t.d. útþenslu kommúnista. Þá er ruddasógum af Kúbönum einnig farið að vaxa fiskur um hrygg og talið að misklíð sé með herjum þeirra og inn- fæddra í Angóla, en þeim síðarnefndu er litið gefið um að taka við fyrirmælum frá útlendingum. Er óhætt að fullyrða að Kúbanir hafi orðið fyrir skakkaföllum í Afríku á síðasta áratug. Þeir ving- uðust við vinstri stjórn Kwame Nkrumah i Ghana en þeirri stjórn var kollvarpað árið 1966 og öllum sendimönnum Kúbana, Sovétmanna og annarra kommúnistarikja visað úr landi um stundarsakir. Arið 1968 rak Kongóstjórnin í Brazzaville næstum alla Kúbumenn, sem þar voru úr landi og bar því við að þeir hefðu slett sér fram í innanrikismál. Siðan hafa þeir þó snúið aftur. Sómalir vísuðu Kúbumönnum á burt á síðasta ári, er uppvist varð að þeir styddu Eþíópiumenn. En þrátt fyrir áföllin er engu síður bersýnilegt að Castro lætur ekkert aftra sér og ætlar hann sér greinilega stóran hlut í Afríku. Ekki verður heldur Kúbanskur fangi — Carlos Orlando, 20 ára gamall, var tekinn höndum af Sómölum. Hér ræðir hann við frétta- menn, en verðir hans hlusta. anhað sagt en að honum hafi tekizt að koma ár sinni sæmilega fyrir borð til þessa. Bandaríkja- menn hafa talið að heildarröðun á fjölda Kúbu- mariha i hinum ýmsu rikjum Afríku nú sem stend- Urséeftirfarandi: -f.ruifn i . -iin, , Alslr. 35 læknar og hjúkrunarlirtar. AnRóla. IflOtK) berrrtenn DK'fOJ)0('rl*e5-»lir.lK)l'Kara«. Benin. 10 til 20 örmiSráð^fa^ .„, ^ f)l7 Oae Verde, 10 tíl W lárknar t>s fijúkrvinarjio, - iKvnaíjJOOihifiTrmitjnjqí; lOOHil larlioaj litnMÍ nfjor GJfl'Hl .J«i*J>attgMQuinea,áP0 til 4BO. þar tfrfHMminKui".tiéWa«8rr«l*! Kjafar. Eþfopía. 2.500 hermenn 0« læknar Guinea. 300 til 500, flestir hernaoarráðijjafar Guinea-Bissau. 100 til 200. tveir þriojunKar hernaðarráOKJaf. ar. Libya, 100 til 125 hernaðarráÖKJafar. Madagaskar, 30 hernaðarráðgjafar. Mozambique. 600 til 750. þar af 150 tæknifra-ðingar Sao Tome og Prineipe. 75 til 80 læknar og sjúkraliðar Sierre Leone. 100 til 125 hernaðarráðgjafar Tan/ania. 350 til 500. flestir tæknifræðingar. Uganda, líklega 25 hermertn. /aiuhfa. u.þ.b. 75 hermenn. ráðgjafar uppreisnarmanna I Rhódesíu. (fiéltaskýring AP) f.i.i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.