Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 24
24P& MORGUWBLa£)l&ifElMMTO!ÐátfíTI)R'i'iFEBR0ARia7«í;)nO!v: Ég hefói ekki verió til frásagn- ar ef bíllinn hefdi farid fram af — segir Natanel Ágústsson bílstjóri, sem fékk snjóflód á bíl sinn í Ólafsvíkurenni „ÉG HEFÐI ekki verið til frá- sagnar, hefði híllinn farið fram af bjarginu," sagði Natanel Ágústsson bifreiðarstjóri, sem varð fyrir því óláni um klukkan 13.30 f gær að snjóskriða féll á vöruflutningabifreið, sem hann ók í Ólafsvíkurenni. „Eg var í fyrstu mjög rólegur, fór út úr bifreiðinni, er hún hafði stöðv- azt og mér brá ekki, fyrr en ég fór að líta i kringum mig og sá að þverhnípt var niður í fjöru — á að gizka 50 til 60 metrar.“ Natanel sagði að nokkrar skriður hefðu fallið í Enninu áður er hann hefði átt leið þar um, en þeim hefði verið ýtt og vegurinn ruddur. Komin hefði verið hláka og það væri senni- legasta skýring á að snjórinn hefði flætt fram þess vegna. Féll flóðið á bflinn, sem stöðv- aðist á brúninni yfir hengiflugi í sjó fram. Eftirfarandi frétt sendi fréttaritari Morgunblaðsins I Ólafsvík um atburð þennan: Ólafsvík, 1. febrúar. Snjóskriða féll fram úr Ólafs- vikurenni og yfir veginn, þar sem hann er mjóstur, um klukkan 14 í dag. Skriðan féll á vöruflutningabíl frá Erni Stein- grímssyni en bíllinn var að koma utan frá Rifi. Kom skrið- an á bílinn aftanverðan og kast- aði honum fram á yztu brún á veginum svo engu mátti muna að hann færi fram af hömrun- um. Veghefill og moksturstæki komu bráðlega til aðstoðar, mokuðu frá bílnum og drógu hann af hættúsvæðinu. Flutn- ingabíllinn skemmdist lítið, en enginn öfundar bílstjórann af þessari lífsreynslu. Það kemur fyrir öðru hverju að snjóskriður skríða fram úr giljum í Ólafsvíkurenni, en al- gengara er að grjóthrun og aur- skriður falli á veginn. Sem bet- ur fer hafa þau engum orðið að fjörtjóni, en aftur á móti valdið miklum skemmdum á bílum. Furða menn sig á því að ekki skuli eitthvað gert varðandi grjóthrunið. Helgi. A-listinn í Reykjanes- kjördæmi KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðuflokks- ins í Reykjaneskjördæmi sat fund í Festi í Grindavík í gærkvöldi, þar sem gengið var frá framboðslista flokksins við alþingiskosningarnar í vor. Skipan listans varð þannig: 1. Kjartan Jóhannsson, Hafnar- firði. 2. Karl Steinar Guðnason, Kefla- vik. 3. Gunnlaugur Stefánsson, Hafnarfirði. 4. Ólafur Björnsson, Keflavík. 5. Guðrún Helga Jónsdóttir, Kópa- vogi. 6. Örn Eiðsson, Garðabæ. 7. Jóna Guðmundsdóttir, Sand- gerði. 8. Reynir Hugason, Mosfellssveit. 9. Jón Hólmgeirsson, Grindavík. 10. Emil Jónsson. — Þriggja ára Framhald af bls. 44. öðrum krökkum á svipuðu reki. Höfðu þau ætlað í hesthús, sem eru rétt hjá og sést til úr eld- húsglugganum af heimili Sævars. Pétri sagðist svo frá: „Svo var það um það bil 20 mínútum fyrir tvö, sem konan mín sá krakkana koma — að vísu þrjú, en þau höfðu verið þrjú hér fyrir utan fyrst í stað, sonur minn og tvær stúlkur í næsta húsi. Höfðu þau síðan hitt fjórða barnið á leiðinni og. hann farið með þeim áleiðis til hesthússins. Var hann eins klæddur og okkar strákur, svo að hún hélt sig sjá hann þarna með stúlkunum. Síðan hringir kona i næsta húsi og spyr, hvort Sævar sé heima, því að telpurnar hafi sagt við föður sinn, þegar þær voru komnar inn, að næst þegar hann færi á sjó, yrði hann að taka Sævar, því hann hefði dottið í sjóinn. Því hringdu þau hingað til þess að spyrjast fyrir um hann. Fór þá konan mín að óttast um drenginn og fékk Loga Sigurðsson föður stúlkn- anna með sér og hlupu þau vestur á höfðann. Fundu þau strax slóðina eftir krakkana. Lá hún fram á bjargbrúnina, þar sem hún er hæst, fétt ianan vjú vitann. Sáu þau éíkerl, eri köÝl-' uðu og fengu ekkert svar. Þegar þau höfðu leitað um stu.nd fór kona mín aftur heim til þess að hringja í lögreglu og lækni, þar sem hún bjóst nú við hinu versta, Á mpðafl hplt Logj áfram að leitg.og.fann sjóð svo- lítið sunnar á höfðgnum. För hann þar niður rétt irinan við Al U.YSINCASIMINN KH: slóðina og sá þá drenginn liggja á syllu, sem hann sagði að hefði verið um 2ja metra löng, en örmjó. Fjallið niður á hana var um 10 metrar, en hyldýpið fyrir neðan, engin fjara — bara sjór- inn og mjög aðdjúpt. Komst hann til drengsins og aðstoðaði kona hans Guðrún Sigurðardóttir hann við að koma honum upp. Komst hann niður innan við þann stað er drengurinn var og gat klifrað til hans eftir þjarginu. Þar sem strákurinn datt, er bjargið ekki eins snarbratt og rétt utar. Sævar var vakandi allan tím- ann og lýsti þessu öllu fyrir okkur, þegar hann var búinn að jafna sig. Hann sá tvær trillur og hafði bæði reynt að kalla í þær og eins í okkur og fleiri, en fékk ekkert svar. Hafði hann reynt að standa upp, en þar sem það hafði ekki gengið ákvað hann bara að liggja. Lá hann þar kyrr, þegar Logi kom. Hef- ur það örugglega orðið honum til happs að fara ekkert að brölta um og hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, hefði hann ekki stöðvazt á syllunni. Það hefur alltaf verið brýnt fyrir Sævari að fara ekki fram á höfðann. Höfðinn er ógirtur og eiga börnin mjög greiðan aðgang að honum, enda þetta annað slysið sem þarna verður. Var það fyrir 9 árum að 12 ára gamall drengur hjólaði þar fram af og féll 30 metra. Sakaði hann ekki og slapp með smá- skrámur. Það er greinilega ein- hver verndarkraftur yfir þess- um höfða. Sævar er svolítið sár á höndum og er önnur höndin bólgin, en annað sér ekki á hon- um. Var hann að vísu orðinn kaldur og stjarfur af hræðslu." Að lokum bað Pétur Olgeirs- son Morgunblaðið um að skila þakklæti til allra, sem svo giftu- samlega aðstoðuðu við björgun Sævars litla. vegna Empains baróns, sem rænt var í Paris fyrir 10 dögum, en hin gífurlega leit sem nú er gerð að mannræningjunum bar þó óbein- an árangur í gær, en þá var hand- tekinn Yves Oaupetit, sem hefur þrjú morð á samvizkunni, og nefndur hefur verið „óvinur al- þýðunnar númer eitt". Leitin að ræningjum barónsins takmarkast nú við París og nágrenni, þar sem lögreglan telur að þeim hafi ekki tekizt að komast út úr borginni með feng sinn áður en viðtæk leit var hafin. Óstaðfestar fregnir herma að mannræningjarnir hafi krefizt lausnargjalds, sem sé á bil- inu 50 til 100 milljón frankar, en það jafngildir 2.3 til 4.6 milljörð- um ísl. króna. stafana til að koma í veg fyrir ófremdarástand í málum þeirra. Silkin samsinnti þessum orðum þingmannsiris og sagði að þetta væri einmitt ástæðan fyrir því að EBE-ráðherrarnir hefðu fallizt á að samningaumleitanir við þjóðir utan EBE héldu áfram. — Hermenn frá Sovét... Framhald af bls. 1. voru þar á að bizka 100 þúsund manns samankomnir að því er er- lendir sendimenn telja. Ofurstinn var illskeyttur i garð Bandarikj- anna, Bretlands, V-Þýzkalands, Frakklands, Italiu, Saudi-Arabiu og Irans, og sagði að þessi riki tækju þátt i samsæri ásamt Sómölum gegn Eþiópiu. Her- stjórnin nefndi ekki hvaða þorp það væri sem samsærisþjóðirnar hefðu lagt í eyði. en ætla má að átt sé við Babile, sem Sómalir segjast hafa náð á sitt vald fyrir 10 dögum. Bable er rétt við víglin- una þar sem búizt var við að stjórnarherinn ætlaði að hefja mikla gagnárás eftir að honum bárust miklar vopnabirgðir frá Sovétríkjunum nýlega. — Miðaustur- lönd — 85 sovézkar Framhald af bls. 44. skip á varðstöðu og hafa skip þessi siglt í námunda við ísland á leið sinni til Miðjarðarhafs, Kúbú, Gíneu og Angóla. Þessúm skipum fylgja að jafnaði um 20 birgða- skip, sem halda sig á Norður- Atlandshafi, í Noregshafi og í námunda við Island. Þó er ef til vill mikilvægust sú fjölgun, sem orðið hefur á hafrannsóknarskip- um á þessum 'sömu svæðum. í (fcsepibermánuði fór flugvéla- ihóðúrítkipið Klev hér um i fylg'd beiti^kipsins Kresta II, en skipin komu frá Murmansk og héldu til Miðjarðarhafsins, þar sem þau stjórna umfangsmiklum verkefn- um sovézka flotanS'; Um borð í i iKáev eru YAKr36 VáSfTUL þotur og Itorlur. .V - ')i J íyi'VH’A'i/uir, !nn i ilinAy ~— * ♦ ---- ■■ Framhald af bls. 1. og Lfbýu á fundum i dag, ásamt fulltrúum PLó. til að undirbúa leiðtogafund harðlinuríkjanna á morgun. Tiigangur leiðtoga- fundarins er að samræma and- stöðuna gegn friðarumleitunum Israelsmanna og Egypta. Að sögn áreiðanlegra heimildarmanna liggja nú fyrir tillögur, sem born- ar verða upp á leiðtogafundinum, og miða þær i aðalatriðum að þvi að treysta efnahagslega og hern- aðarlega samstöðu „hinnar stað- föstu f.vlkingar" gegn þeim rikj- um sem eru á öndverðum meiði við hana. EBE Frakkland 22480 JW#rflunblnbib Framhald af bls. 1. Ríkisstjórnarfundurinn, sem að langmestu leyti snerist um ofbeld- isvandamálið og aðgerðir gegn þvi, var haldinn um leið og einhver mesti eltingaleikur við glæpa- menn i sögu landsins á sér stað. Aðgerðir lögreglunnar hafa að vísu ekki varpað ljósi á málið Framhald af bls. I. brezka þingsins f r kvöjd greún •iefyrii^hinummisheppiiiuðu viðræð- >mum í'bækistöðvumiEBE í Bruss^ki [•ViHanri lýsti því meðal annars yfir að brezka stjórnin múndi beita sér fyrir einhliða ráðstöfunum til verndar fiskstofnum á miðunum umhverfis Bretlandseyjar. James Johnson þingmaður frá Hull fagnaði þessum ummælum ráðherrans og sagði að þau væru eins og ljúf tóniist í eyrum sjó- manna, um leið og hann áréttaði fyrri yfirlýsingar um að stjórnin yrði að gripa til viðeigandi ráð- — Athugasemd frá Páli Líndal Framhald af bls. 20 blöðum 1H mánuð samfleytt eins og við höfum mátt þola. Ekki dettur mér annað í hug en mér hafi orðið á ótal afglöp í starfi hjá borginni s.l. 28 ár. Ég skora á alla, sem unnið hafa með mér að lýsa yfir opinberlega, að þeim hafi aldrei orðið á afglöp í starfi. Ég er hræddur um, að sá listi mundi varla fylla margar síð- ur i blaðinu! Ég held samt, að sú meðferð, sem ég hef mátt þola nálgist að vera einsdæmi, og „eru þó mörg dæmi úr forneskju?”. Og núna siðast eru það ekki „óábyrgir blaðamenn”, þeir miklu syndaselir, sem eiga í hlut, heldur einhver úr hópi „hinna ábyrgu”, sem lætur sér sæma að draga undan frásögnina af bréfi mínu. Það er hins vegar best að spyrja „blaðafulltrúann”, hver sem hann nú er, hvernig standi á því að hitt bréfið til borgarráðs hefur ekki fengið að sjá dagsins ljós. A miðöldum var það ekki óal- gengt að skora á menn til einvigis með þvi að kasta hanska framan í þá. Með frásögninni í Morgunblað- inu í dag, með þvi að „ljúga með þögninni”, hefur einhver aðili tengdur æðstu stjórn borgarinn- ar, kastað hanskanum framan í mig. Ég ætla að taka á móti þessari einvígisáskorun. Það hlutu marg- ir skrámur, þegar slik átök áttu sér stað. Það kom jafnvel fyrir, að menn féllu í valinn. Reykjavik, 1. febrúar 1978. Páll Lfndal Reykjavík, 31. 1. 1978. Bréf Páls Líndals Til borgarráðs Reykjavfkur. Það var mánudaginn 12. des. s.I., sem ég var staddur á skrif- stofu Vatnsveitu Reykjavíkur að Br.eiðhöfða 13 að beiðni vatns- veitustjóra til að undirbúa.tillögu til borgarráðs um endurskóðun samningá um vatnssölu til Kópa-! vógs. Þegar ég er nýkominn þangað ög verkið varia hafið, er hringt til ritín frá borgarstjóra og ég beðinn að koma til viðtals. Eg sagði, hvar vapj^ sf^djdur.pg hvort nægilegt æri <#«>*• Jiegar þettp gyrójst var kiijkkan eitthv^.rim,l§-flP* “• éfe að fara að leggja siðustu hönd á undirbúning að málflutningi, fyrir hæstarétti, sem fram skyldi fara daginn eftir, og átti von á bíl til að sækja mig um kl. 16.00. Borgarstjóri óskaði, að ég kæmi þegar í stað; sagði ég vatnsveitu- stjóra frá þessu, en hann taldi þetta mjög bagalegt, því að hann væri nefnilega að taka við störf- um orkumálastjóra og þess vegna væri mjög áríðandi, að við gSetum lokið þessu verki mjög^ fljótt. Fékk ég aðstoð hjá starfsrriaK'ht vatnsveitunnar til að komast nið- ureftir og var kominn á fund borgarstjóra um kl. 15.30. Þá sagði hann mér, að ég væri borinn alvarlegum sökum af borg- arendurskoðanda. Ætla ég ekki að rekja það samtal, sem var stutt. Borgarstjóri er ekki síður fær um það en ég, enda man ég naumast samtalið vegna fátsins, sem á mig kom. Ég taldi þó eðlilegt, þegar slík ásökun væri komin fram vegna starfs hjá borginni að fá lausn frá störfum. Ég bað um smá frest til að hugsa málið. Handskrifaði ég síðan við skrifborð mitt lausnar- beiðni og afhenti borgarstjóra. I óðagotinu láðist mér að setja inn orðin „um stundarsakir”, en þeirrar glópsku verð ég sjálfur að gjalda t.d. réttindamissi sem af slíku gæti leitt. Síðan fór ég beint heim, sagði konu minni frá samtali okkar, þóttu henni aðfarir síns bekkjar- bróður úr menntaskólanum nokk- ur skörulegar, náði sambandi við hann í sima og gekk á hans fund milli kl. 16.30 og 17.00 að okkur minnir. Hún varð þess þá vör, að herbergi mitt var fulit af ein- hverjum mönnum, sem hún þekkti ekki — bar ekki einu sinni kennsl á. Um samtal þeirra borg- arstjóra get ég að sjálfsögðu ekki borið. Þessi inngangur er nokkuð langur, en ég tel hann nauðsyn- legan til skýringar á framhaldinu. Borgarendurskoðandi virðist hafa tekið sér vald til þess að brjótast i skrifborð mitt, sem læst er (flestar skúfur). Hann bað mig ekki um lykla og ekkert var auðveldara en ná til mín á þeim tfma, sem hér um ræðir og ekki hefði staðið á af- hendingu. Ég veit ekki álit borg- arráðs eða stjórnar endurskoðun- ardeildar á svona vinnubrögðum, en ég hef rætt málið við nokkra lögfræðinga, sem kunna dálítið fyrir sér. Ætla ég ekki að rekja ummæli þeirra að svo stöddu. 1 framhaldi af athugunum mínum og fleiri, og áður en ég aðhefst frekar, vænti ég þess, að borgar- ráð láti mér í té svör borgarendur- skoðanda við nokkrum ákaflega einföldum spurningum. Þessi em- bættismaður, sem nýtur væntan- lega fulls traust borgarstjóra, hlýtur að geta svarað fyrirvara- laust skriflega. Þá vildi ég og biðja um skriflegt álit borgarráðs á þeim svörum. Það mun hafa í þjónustu sinni tíu til tuttugu lög- fræðinga, svo að ekki ætti að þurfa að standa á svari frá því sjónarmiði. A þessu stigi er að- eins purt um mjög einfaldan þátt varðandi málsmeðferð. Frekari spurningar verða að bíða betri tíma. Spurningarnar eru þessar: 1. A hvaða heimild byggir borgar- endurskoðandi rétt sinn til að fara í læstar hirslur, sem ekki aðeins geta geymt mikil verð- mæti, heldur allskonar einkamál, bæði min og annarra og ýmislegt sem er mér persónulega mikils virði? 2. Get ég fengið skrá um, hvað tekið var úr skrifborði mínu og hverjir voru viðstaddir þessa að- gerð? 3. Var skrifborð mitt brotið upp eða hefur borgarendurskoðandi eða einhverjir í kerfinu lykla að Iæstum hirslum mínum og t.d. skrifborði borgarstjóra, borgarrit- ara, borgarverkfræðings, pen- ingaskápum borgargjaldkera o.s.fry. 4. Telur borgarendurskoðandi sig hafa i blaðaviðtöium heimild til að Sákfella mig eins og hann hef- ur ftrekað gert? Telur hann þetta falla undir „upplýsingaskyldu stjórnvalda?" Ég vænti -feess, að borgarráð hraói afgreiðslú|>essa máls. Um tefðriðg ég lýk þessum orð- um þakka ég borgarráðsmönnum frá 194ÍL pg^síðan samsAirf <, sém yfirleitflMftir ‘ verrð anaégjulegt og lærdómsrfkt fyrir mig. Ég hafði vænst þess, að þessum sam- skiptum lyki með skaplegri hætti en reynslan hefur orðið, en „ör- lögum sfnum ræður enginn”. Vegna fjarvéru borgarráðs og borgarstjóra er þetta bréf sent síðar, en ég hefði ella gert. Með góðri kveðju. Páll Líndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.