Morgunblaðið - 02.02.1978, Page 28

Morgunblaðið - 02.02.1978, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978 Steinsteypu- félag Islands STEINSTEYPUFÉLAG tslands hefur að undanförnu verið með nokkra kynninfíu á félaginu, sem hefur til þessa verið nokkuð lítt þekkt. t þessari kynningu er sagt að félagið sé samtök einstaklinga. fyrirtækja og stofnana, sem að öllu eða einhverju leyti helgi starfsemi sína fræðilegri og hagnýtri steinsteyputækni og notkun. Itlutverk félagsins er að vinna að framþróun steinsteyputækni á tslandi með því að: 1) Skipuleggja fyrirlestra og námskeið, ásamt útgáfu fræðslurita. 2) Styðja rannsóknir á steinsteypu og skyldum byggingarefnum. 3) Stuðla að tæknilegum umbótum og stöðlun innan steinsteypuiðnað- ar. 4) Fylgja eftir hæfni og menntunarkröfum meðal þeirra, er að steypuframkvæmdum standa. 5) Taka þátt í norrænu og alþjóðastarfi á þessu sviði. Steinsteypufélag íslands var stofnsett árið 1972 og telur nú um 230 félagsmenn. Fram að þessu hefur starfsemi félagsins aðallega beinst að fundarhöldum með fyr- irlestrum, sem síðan hafa verið gefnir út og sendir félagsmönn- um. Hafa um fjórir slíkir fræðslu- fundir verið haldnir á hverju ári. Meðal efnis sem flutt hefur verið á þessum fundum má nefna er- indi um sprungumyndun í stein- steypu, yfirborðsmeðhöndlun steypu, vetrarsteypu, múrvinnu og perlusteinsvinnslu svo eitt- hvað sé nefnt. Árið 1976 gaf svo Steinsteypuféiagið í samvinnu við Sementsverksmiðju rikisins út fræðslurit um sement og stein- steypu. Á s.l. ári voru haldnir fjórir fræðslufundir og var þar meðal efnis erindi um íblöndunarefni í steinsteypu, gæðamatskerfi bygg- inga, niðurlögn steinsteypu og mótatækni. Sum þessara erinda hafa verið gefin út, önnur koma út í vetur og verða send félags- mönnum og styrktarmeðlimum. Félagið dafnaði vel á árinu 1977 og jók félagatöluna úr 150 i 230 félaga. Fjárhagsstaða félagsins batnaði einnig verulega á árinu 1977, sérstaklega vegna fjárfram- laga ýmissa stofnana og fyrir- tækja, sem eru styrktarfélagar Steinsteypufélagsins. Stjórn félagsins skipa í dag þeir Guðmundur Guðmundsson verk- fræðingur, formaður, Kári Þ. Kárason múrarameistari, varafor- maður, Ingvar A. Guðnason tæknifræðingur, gjaldkeri, Snæ- björn Kristjánsson verkfræðing- ur, ritari, og Haraldur V. Haralds- son arkitekt, meðstjórnandi, en framkvæmdastjóri félagsins er Guðmundur Pálmi Kristinsson verkfræðingur. Enn lœkkar kaffi á heimsmarkaði BRASILlUMENN hafa nýverið tilkynnt um lækkun á kaffi til útflutnings, eða úr 2.10 dollur- um hvert pund f 2.00 dollara. Áætlað er að þetta verð verði ekki endurskoðað fyrr en í lok aprfl í ár. Þessi lækkun er nán- ast beint í kjölfar mikillar lækkunar í desember þegar Brasilíumenn lækkuðu kaffið úr 3.20 dollurum í 2.10 dollara hvert pund. Ekki var getið ástæðna fyrir þessari lækkun en sérfræðing- ar telja þær vera, að Brasilíu- menn ætli sér að styrkja stöðu sína á heimsmarkaði, en hún versnaði til mikilla muna á s.l. ári og náði algjöru lágmarki í október s.l. Samkvæmt spám sérfræðinga víða um heim er talið líklegt að þetta nýja verð muni verða ráðandi í heiminum næstu mánuðina. OPEC-ríki hafa tapað 20% á falli dollarans ABDELMUSALI A1 Khadem, olfumálaráðherra Kuwait, sagði f gær á fundi með fréttamönnum, að ef dollarinn hætti ekki að falla stöðugt á gjaldeyrismörkuðum, gæti til þess komið að samtök olfuútflutningsrfkja, OPEC, skiptu yfir f einhvern annan gjaldmiðil til viðmiðunar olíu- verði. Þá kom einnig fram að OPEC- ríkin telja sig hafa tapað um 20% á hinu mikla falli dollarans á gjaldeyrismörkuðum undanfarið. Þá taldi ráðherrann að OPEC- ríkin ættu að gera fimm ára áætl- un um olíuverð sem þó ætti að endurskoða tvisvar á ári með til- liti til verðbólgu og stöðu gjald- miðla í heiminum. Magnús Gústafsson: „ Afkoma íslendinga, stjórnun fyrirtækja” A RÁÐSTEFNU Stjórnunarfé- lags tslands f Munaðarnesi f sfð- asta mánuði, sem fjallaði um Þjóðhagsleg markmið og afkomu tslendinga, flutti Magnús Gústafsson framkvæmdastjóri Hampiðjunnar erindi sem hann nefndi „Afkomu Islendinga og stjórnun fyrirtækja" og fara hér' á eftir nokkrir kaflar úr erindi Magnúsar: Hér hefur verið heilmikið rætt um hagsæld og farsæld og að far- sæld fylgi ekki endilega hagsæld. Mér hafa komið i hug orð Svía nokkurs í svipuðum umræðum, en hann sagði að það væri áreiðanlega rétt að peningar gerðu menn ekki hamingjusama, en á hinn bóginn gætu menn óneitanlega haft það betra i óhamingjunni, ef þeir ættu pen- inga. Ég ætla ekki að vera með frekari vangaveltur um þessi mál heldur að skoða málin af sjónar- hóli stjórnanda, sem hefur áhuga á betri stjórnun fyrirtækja. Fjallað verður um: 1. Stjórnun fyrirtækja og áhrif hennar á afkomu Islendinga. 2. Hvar er framieiðni ábótavant miðað við nágrannalöndin. 3. Hvernig væri hægt að bæta af- komu fyrirtækjanna. Síðasta atriði verður megininn- tak máls míns. 1. Stjórnun fyrirtækja og áhrif hennar á afkomu Islendinga Afkoma fyrirtækja, sem er m.a. háð stjórnun þeirra, og afkomu þjóðarinnar fer svo augljósleg saman að óþarfi er að ræða það nánar. Þó ætla ég að leyfa mér að rifja upp svar sem Guðlaugur Þor- valdsson háskólarektor gaf einu sinni á námskeiði sem haldið var í Vinnuveitendasambandi tslands, við spurningu eins þátttakanda um þær skorður, sem efnahags- mál þjóðarinnar settu fyrirtækj- unum, en rætt var um áætlana- gerð fyrirtækja. Þá brá Guðlaug- ur upp eftirfarandi mynd af ákvörðunartöku í efnahagsmálum eins og hún oft er. Guðlaugur taldi þetta ekki raunhæfa atburðarás, þar sem verðmætasköpunin færi fram i fyrirtækjunum. Fyrst þyrfti að átta sig á afkomu fyrirtækjanna og hvaða skorður yrði að setja ríkisrekstrinum. Þetta mætti tákna þannig: r;i Auðvitað er eðlilegt að fyrir- táekin búi við aðhald i formi sam- keppni á mörkuðum og að verka- lýðshreyfingin krefjist hærri launa en einfaldir framreikning- ar sýna að hægt verði að greiða. Munurinn má bara ekki véra meiri en svo að hægt sé að jafna hann með auknum tekjum, beit- ingu aukinnar tækni eða betri nýtingu á vinnulaunum og hrá- efni. Eins og undanfarið hefur verið staðið að launasamningum eru niðurstöðurnar svo langt umfram það, sem hægt er að brúa með betri stjórnun eða aukinni fram- leiðni, að hætt er við, að margir líti á það verkefni sem aukaatriði, rirtæki I 1. ) Aætlun um þjAAarhúskp þegar halda þarf fyrirtækjunum á floti. Jónas Haralz hefur bent á nauð- syn þess að stjórnendur einbeittu sér að innri málum meðan verð- bólgustormurinn geysar úti, þvi fyrr eða síðar hljóti hann að ganga yfir. Þarna er ég fyllilega sammála honum, en það sem ég er að reyna að segja, er þetta: Stjórnendur þurfa að brjótast út i storminn til að afla fanga og verða þá oft svo hraktir, að það eitt, að komast lifandi heim, er nægilegur sigur í bili og engin orka verður eftir til að vinna að endurbótum heima fyrir, en sé þeim ekki sinnt verður litið um hagvöxt. Ef til vill er þetta einn versti fylgifiskur verðbólgunnar, að alltof mikil orka fer í ófrjó störf hjá stjórnendum. 2. Hvar er framleiðni ábótavant miðað við nágrannalöndin Farið var fram á, að borin yrði saman framleiðni á tslandi og nágrannalöndunum, en að bera saman framleiðni almennt er mjög erfitt. Ætla ég aðeins að rhinnast á veiðarfæragerð, sem ég er kunnugastur. Virðist okkur í Hampiðjunni við vera sambæri- legir við nágrannalöndin í fram- leiðni, enda gengi ekki annað, þar sem við höfum þá sérstöðu, að hafa verið án tollverndar eða ann- arar verndar í mörg ár. Að vera óverndaður virðist því vera mikil hvatning til að standa sig. Almennt er það skoðun mín, að iðnaðurinn þurfi ekki meiri vernd, heldur miklu fremur aukna samkeppni, meiri markaðs- búskap. Skýrsla Þjóðhagsstofnun- ar um hag iðnaðar, .sem kom út í febrúar 1977 gefur tilefni til að álykta að íslenzkir stjórnendur mæti minni tollvernd með betri stjórnun. 3. Hvernig er hægt að bæta afkomuna? Auka tekjur eða minnka gjöld eru víst einu leiðirnar. t þessum vangaveltum tala ég um almenn- an iðnað, sem þekkingin er skást á og þá frá sjónarhóli stjórnand- ans. Ef litið er á áætlaða afkomu iðnaðar, nýgerða af Þjóðhags- stofnun fyrir 1977, kemur eftir- farandi í ljós. Fyrir iðnaðinn (án Vandamál landbún- aðar til umræðu hjá OECD- ríkjunum landbunaðarráðherr- AR hinna 24 OECD-rfkja að viðbættum ráðherra frá Júgó- lavíu munu koma saman til fundar 9.—10. febrúar n.k. til að ræða stöðu landbúnaðar I þessum ríkjum f aðalstöðvum OECD í Parfs. Formaður fundarins verður landbúnaðarráðherra Belgíu, Antoine Humblet, og honum til aðstoðar verða síðan þrír varaformenn. Eitt aðalverk- efni fundarins verður að ræða það mikla ójafnvægi sem ríkt hefur á heimsmarkaði hvað varðar verð á landbúnaðarvör- um, segir að lokum í frétt frá OECD í París. fiskiðnaðar, mjólkuriðnaðar, slát- ur- og kjötiðnaðar, niðursuðuiðn- aðar, álframleiðslu og framleiðslu áfengis og tóbaks).: Tekjur 103.457 millj. 100% Hráefni 37% ÖnnuraðfönK 15% Laun og launaiengd gjöld 38% Afskriftir ok húsaleiga 4% Vextir 5% Hagnaður fyrir skatt 1% Hvernig auka má mun tekna og gjalda Algengast er að menn takist á við þá liði sem er skemmtilegast eða auðveldast að fást við, svo sem liðinn önnur aðföng, samtals 15% sem skiptast í eftirfarandi: Rafmagn og hiti 2,5% Pósturogsfmi 0,4% Bifreiða- og flutningsko. 2,2% Trygginga- og fasteignagj. 0,7% Aðstöðu-og iðnlánasjóðsgj. 0,7% Viðhald 2,2% Önnuraðföng 5,6% Minnkun gjalda gæti því t.d. gerst með þvi að fá lækkaða raf- magnstaxta, spara símakostnað, setja upp eigið verkstæði til að minnka viðhald o.s.frv., en í þessu máli held ég að vandinn sé að koma auga á aðalatriðin, því þótt að margt smátt geri eitt stórt veld- ur bæði tímaleysi stjórnenda og meiri líkur á betri árangri, því að hyggilegra er að beina athyglinni að stærstu liðunum. Hvaða liðir eru stærstir? Hlutfall launa fer úr33% 1976 í 38% 1977. Etv. mætti minnka þennan lið með aukinni tækni- væðingu og þar með auknum af- skriftum. Hráefnishlutfall er nokkuð stöðugt milli ára. Minnka má hráefnagjöld með hagstæðari innkaupum og betri nýtingu, en hún getur vegið þungt hjá mörg- um fyrirtækjum. Ennþá er þó stærsti liðurinn eftir sem er 100%. Hvernig ákvarðast tekjur? Magn af vöru eða þjónustu x verð á einingu ákvarðar tekjur. 1% árangur á tekjuhlið er sam- svarandi ca. 3% mínnkun Iauna eða hráefna og 40% breytingu á rafmagni. Almennt held ég að menn ræði oft á tíðum verð og afslætti í 5 eða 10% stökkum.en gjaldaliði með prósent nákvæmni eða jafnvel með aukastaf fyrir aftan kommu t.d. afskriftir 4,3% í ár, voru 4,1 % í fyrra. Tekjur markast eins og áður sagði af magni sinnum verð, en magnið er svo aftur háð verðinu. Vitneskja um þau tengsl er þó all oft óljós. Hvernig ákvarðast svo verð á vöru og þjónustu? 1. A Islandi af verðlagsnefnd á allmörgum vörum, en hún byggir sínar ákvarðanir fyrst og fremst á framreikningi kostnaðar. 2. I útflutningi og þar sem ein- hvers konar verðlagsnefnd hefur ekki bein afgerandi afskipti er um tiltölulega flókna ákvörðun að ræða, en um leið er þetta lang mikilvægasta ákvörðun stjórn- enda fyrirtækisins. Auðvelt er að hefja flókna umræðu um þessi mál, en í raun finnst mér oft lítið vitað um þau. Sakna ég þess f stjórnunarfræðum að ekki hefur verið fjallað nægilega vel um teknghliðina. Mín spurning er því hvort Is- lendingar ættu að leggja meiri áherzlu á að vanda umfjöllun tekna, en frám til þessa. Við sölu á frystum fiski til USA hefur sú stefna að selja gæðavöru á háu verði greinilega gefið góðan árangur. Sennilega hefur ekkert eitt atriði haft betri áhrif á afkomu íslendinga undanfarin ár heldur en hin vel skipulagða markaðs- Framhald á bls. 33.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.