Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 Matthías Bjarnason tryggingaráðherra: Slysatryggingar sameinað- ar öðrum tryggingaþáttum Hér fer á eftir meginmál fram- sögu Matthfasar Bjarnasonar tryggingaráðherra, er hann flutti með stjórnarfrumvarpi til breyt- inga á lögum um almannatrygg- ingar, þ.e. að slysatryggingar verði lagðar niður sem sjálfstæð grein almannatrygginga og yfir- færðar á aðra þætti þeirra. Aðdragandi Frumvarp um breytingar á lög- um um almannatryggingar er samið af nefnd er ég skipaði á ofanverðu ári 1975 til þess að endurskoða lög um almannatrygg- ingar. Aðdragandi þessarar endurskoðunar er reyndar lengri. Snemma á árinu 1975 fól heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið Guðjóni Hansen trygginga- fræðingi að vinna að athugun á tilteknum þáttum löggjafar um almannatryggingar og skyld mál- efni. Nefnd þeirri sem ég minnt- ist á hér á undan var falið það meginverkefni að fjalla um þessa þætti eftir þvi sem athugun Guð- jóns Hansen miðaði áfram. Fyrsta greinargerð Guðjóns Hansen fjallaði um sameiningu fjölskyldubóta og tekjuskatts- ívilnunar vegna barna. Voru ákvæði þess efnis lögfest áður en nefndin var skipuð sbr. lög nr. 39/1975, þannig að nefndin fjall- aði ekki um þennan þátt. í októbermánuði 1975 skilaði Guðjón Hansen greinargerð með tillögum þar sem fjallað var um sameiningu slysatrygginga og annarra greina almannatrygg- inga. Það var þvi fyrsta verkefni nefndarinnar að fjalla um þessar tillögur og hóf nefndin störf með þvi að óska umsagnar hinna ýmsu samtaka vinnumarkaðarins um tillögur Guðjóns. Jafnframt ræddi nefndin við fjármálayfir- völd, skattyfirvöld og fleiri um einstök atriði tillagnanna. Vísast um þetta nánar til athugasemda við frumvarp þetta. Nefndin hefur nú sent frá sér sfnar fyrstu tillögur i formi laga- frumvarps þessa. Nefndin leggur til að slysatryggingar verði lagðar niður að mestu sem sjálfstæð grein almannatrygginga. Það er álit nefndarinnar að gera þurfi gangskör að þessum breytingum þar sem ekki þykir fært að bíða eftir því að heildarskoðun ljúki. Því er ekki að leyna að vegna fjölmargra breytinga sem gerðar hafa verið á núgildandi lögum um almannatryggingar og vegna þess að allar greinar trygginganna eru í endurskoðun væri æskilegast að lagt yrði fram frumvarp til nýrra almannatryggingalaga á grund- velli heildarendurskoðunar gild- andi laga. Sem stendur er slíkt óframkvæmanlegt þar sem ljóst er að með breytingum á slysa- tryggingum verður þörf aðlögun- ar á öðrum sviðum og krefst slikt nokkurs tima. Ennfremur má benda á það að sem stendur vinn- ur önnur nefnd að því að móta framtiðarkerfi lifeyristrygginga þ.e.a.s. mótun heildarkerfis al- mannatrygginga og lífeyrissjóða. Helztu breytingar Helstu breytingar, sem her er lagt til að gerðar verði á gildandi lögum eru eftirfarandi: 1) Slysatryggingar verði lagðar niður að mestu sem sjálfstæð grein almannatrygginga. Sem sér- stakar slysabætur teljist aðeins tvær tegundir bóta, þ.e.a.s. bætur vegna örorku frá 15—50% sam- kvæmt 34. gr. almannatrygginga- laga og 8 ára bætur til ekkju eða ekkils samkvæmt a lið 35. gr. Bæt- ur þessar verði á vegum Iífeyris- trygginga, hér eftir nefndar lif- eyris- og slysatryggingar. 2) Lífeyristryggingar greiði þær bætur sem réttur er til samkvæmt 2. kafla almannatryggingalaga, enda þótt bótagreiðsla eigi rót sína að rekja til vinnuslyss. 3) Sjúkrahjálp vegna vinnuslysa verði greidd af sjúkratryggingun- um eftir þeim ákvæðum, sem um síðarnefndu tryggingarnar gilda. Breyting þessi gefur tilefni til nokkurra breytinga á bótaákvæð- um sjúkratryggingakafla lag- anna. 4) Sjúkratryggingar greiða sömu dagpeninga i veikinda- og slysa- forföllum. Jafnframt hækki sjúkradagpeningar til jafns við núverandi slysadagpeninga, dag- peningar greiðist óskertir, meðan á sjúkrahúsvist stendur og breytt verði ákvæðum um greiðslu dag- peninga til unglinga. 5) Núgildandi trygging öku- manna bifreiða falli niður, en í staðinn verði slysatrygging öku- manns fyrir tiltekinni f járhæð við örorku og dauða innifalinn i ábyrgðartryggingu bifreiða. 6) í stað núverandi vikugjalda at- vinnurekenda, annars vegar til lífeyristrygginga og hins vegar til slysatrygginga komi eitt sam- eiginlegt gjald, reiknað sem Matthfas Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. hundraðshluti af heildarlauna- greiðslum á árinu. Flokkun eftir áhættu falli niður, og sjóðmyndun slysatrygging hverfi úr sögunni (að undanskildu framlagi til vara- sjóðs í samræmi við núgildandi ákvæði um varasjóð lífeyristrygg- inga). 7) Endurkröfuréttur almanna- trygginga samkvæmt 59. gr. lag- anna falli niður. Er hér um að ræða endurkröfu slysatrygginga og sjúkratrygginga. Eins og hér kemur fram gerir frumvarpið ráð fyrir því að slysa- tryggingar verði lagðar niður sem sjálfstæð grein almannatrygginga og jafnframt að slysatrygginga- deild Tryggingastofnunar ríkisins verði lögð niður og verkefni henn- ar verði færð yfir á aðrar deildir stofnuarinnar. Þáttur slysatryggingar Slysatryggingar eru sú grein al- mannatrygginga, sem á sér lengst sögu hér á landi, og jafnframt sú grein sem mestu svipar til einka- trygginga. Fyrstu slysatryggingalögín voru sett árið 1903 og tóku þau einungis til sjómanna á þilskipum og tryggðu einvörðungu dánar- bætur. Örorkutrygging bættist við árið 1917 og dagpeningar 1925. Frá árinu 1925 nær trygg- ingin einnig til verkamanna i landi og skipting starfa i áhættu- flokka var þá tekin upp. Þáttur slysatrygginga I almannatryggingakerfinu hefur á síðari árum aðallega verið fólginn í eftirfarandi: a) Þær hafa tryggt mönnum bæt- ur vegna vinnuslysa, þótt þeir uppfylltu ekki biðtímaskilyrði Iíf- eyris og sjúkratrygginga, skilyrði lifeyristrygginga um ríkis- borgararétt eða skilyrði sjúkra- trygginga um iðgjaldagreiðslur. Skilyrði þessi eru nú fallin brott að undanskyldu biðtímaákvæðum lífeyristrygginga, sem enn geta skipt máli. b) Bætur hafa að ýmsu leyti ver- ið riflegri en bætur lifeyristrygg- inga og sjúkratrygginga, og hin gömlu skerðingarákvæði lífeyris- trygginga giltu ekki um gætur slysatrygginga. c) Sérstakur fjárhagur slysa- trygginga, skipting starfa og siðar fyrirtækja i áhættuflokka og sjóð- myndun á tryggingafræðilegum grundvelli hefur átt að tryggja, að atvinnuvegirnir bæru kostnað af þeirri slysahættu, er þeim fylgdi, og þeim kostnaði yrði ekki velt yfir á framtíðina. Vegna þeirra miklu breytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum á al- mannatryggingalögunum bæði hvað snertir bótaákvæði og fjár- hagsgrundvöll þótti ástæða til könnunar á því, hvort sama þörf sé fyrir núverandi skiptingu tryggingagreina sem áður. Hér verður að taka tillit til annarar lagasetningar og kjarasamnings- ákvæða, sem máli kunna að skipta i þessu sambandi. Hér skal eink- um bent á þau atriði er snerta ákvæði iaga og reglugerða um launagreiðslur i slysaforföllum, sbr. lög nr. 16/1958 um rétt verka- fólks til uppsagnarfrests frá störf- um og um rétt þess og 'fastra starfsmanna til launa vegna sjúk- dóms og slysaforfalla, sjómanna- lög nr. 67/1963 og lög nr. 38 1954 um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Auk þess koma til 1 30. gr. almannatryggingalaga er kveðið á um heimild atvinnu- rekenda til að taka slysatrygginu, heimild til tryggingar við heim- ilisstörf og tryggingar heimilis- fólks vegna þátttöku í atvinnu- rekstri fjölskyldunnar. Ákvæði 40. gr. fjalla um sjúkra- tryggingar, en samkvæmt henni eru allir lansmenn sjúkratryggðir I sjúkrasamlagi þar sem þeir eiga lögheimili. Með orðunum „öllum landsmönnum" er átt við alla þá, sem lögheimili eiga á íslandi. I kaflanum um lífeyristrygging- ar eru víða sett skilyrði um þriggja ára lögheimilistima, og gildir þetta bæði um barnalífeyri og ekkjulifeyri, sbr. 14. og 18. gr. Hins vegar er einskis lágmarks- tíma krafist, þegar sótt er um örorkulífeyri og hlutaðeigandi hefur haft óskerta starfsorku, þegar hann öðlaðist lögheimili hér. Sama gildir um ekkjubætur samkvæmt 17. gr. Með hliðsjón af 1. gr. laga nr. 35/1960 um lög- heimili skal sérhver maður, sem dvelst eða ætlar að dveljast á Is- landi lengur en 6 mánuði eiga þar lögheimili samkvæmt þvi sem fyr- ir er mælt í lögunum. Sama gildir um útlendinga, sem stunda hér atvinnu, þó að dvöl þeirra sé skemri en sex mánuðir. 1 10. gr. er ákvæði um lögheimili náms- manna, sjúklinga, starfsmanna á vegum rikissins ofl. sem erlendis dveljast. Með hliðsjón af þvi sem að framan segir kemur fram, að þeir sem slysatryggðir eru hér eru nær undantekningalaust jafn- framt sjúkratryggðir. Þeir sem ótryggðir eru hér eru nánast ein- göngu erlendir starfsmenn er- lendra fyrirtækja sem hér gerast verktakar. Munu það helst vera eiiendir ferðamenn, sem gætu orðið fyrir slysum við akstur bif- reiða án þess að vera sjúkra- tryggðir, og einnig gæti komið fyrir slys á ferðamönnum, er tækju þátt i björgun mannslífa eða verðmæta. þrátt'fyrir þessari ekki skylt að greiða sjúkrakostn- að vegna slyss, er slasaði er óvinnufær skemur en 10 daga, en heimilt er að greiða sjúkrahjálp i slíkum tilvikum, sbr. siðustu málsgrein 31. gr. núgildandi al- mannatryggingalaga. I 33. gr. almannatryggingalaga er fjallað um dagpeninga slysa- trygginga en 45. gr. fjallar um dagpeninga sjúkratrygginga. Slysadagpeningar greiðast frá og með 8. degi eftir slys enda hafi slasaði verið óvinnufær i minnst 10 daga, biðtími sjúkratrygginga er þrem dögum lengri. Það er skilyrði fyrir greiðslu sjúkradag- peninga að tryggði sé orðinn 17 ára og njóti hvorki elli né örorku- lífeyris, en slik skilyrði gilda ekki um slysadagpeninga. Samkv. 51. gr. mega slysadagpeningar og elli- og ekkjulífeyrir fara saman. Ör- yrki, sem slasast við vinnu, getur hins vegar valið þær bætur sem hærri eru. Slysadagpeningar nema nú kr. 1.975 á dag að viðbættum 425 kr. fyrir hvert barn á framfæri. Hvað snertir sjúkradagpeninga þá kveður 45. gr. almannatrygginga- laga á um hámark og lágmark sjúkradagpeninga. Undanfarin ár hefur greiðsla miðast við lág- mark, sem nú er kr. 1.561 á dag að viðbættum 425 fyrir hvert barn. Er þarna nokkur munur á auk þess sem sjúkradagpeningar skerðast meðan á sjúkrahússvist stendur, en slysapeningar greið- ast óskertir. Hvað snertir örorku sérstaklega þá er höfuðmunurinn samkvæmt gildandr almannatryggingalögum á bótum lífeyris- og slysatrygg- inga fólginn í endurgreiðslu slysabóta ef orkutap nær 15% en er þó undir 50%. Lifeyristrygg- ingar greiða á hinn bóginn engar bætur, ef örorka nær ekki 50%. Ef orkutap er milli 50 og 75% eru greiðslur slysatryggingar lög- boðnar en greiðslur lifeyristrygg- Heildarkerfi almannatrygginga og lífeyrissjóða í endurskoðun greina ákvæði kjarasamnings um laun i slysaforföllum, bótagreiðsl- ur sjúkrasjóða stéttarfélaga, greiðslur lífeyrissjóða vegna ör- orku og fráfalls, ákvæði laga og kjarasamninga um eingreiðslur örorku og dánarbóta vegna slysa. í þessu sambandi má nefna sigl- ingalög nr. 66/1963 sbr. lög nr. 108 1972 en i þeim lögum er raun- ar kveðið á um bæði eingreiðslur og lífeyrisgreiðslur. Einnig má nefna hér rammasamning Al- þýðusambands íslands og vinnu- veitenda frá 26. febrúar 1974. Að lokum bótakröfur á grundvelli skaðabótaréttar. Samkvæmt 29- gr. núgildandi almannatryggingalaga taka slysa- tryggingar til launþega, sem starfa hér á landi, nemenda við iðnám samkvæmt iðnfræðslulög- gjöf, stjórnenda aflvéla og öku- tækja, útgerðamanna, sem sjálfir eru skipverjar, manna sem vinna að björgun úr lífsháska eða vörn- um gegn yfirvofandi meiriháttar tjóni á verðmætum. Starf launþega um borð i ís- lensku skipi eða islenskri flugvél jafngildir starfi hér á landi. I greininni er nánari kveðið á um, hvað við er átt með launþegum. Heimild er til' undanþágu frá tryggingum fyrir þá sem sannar- lega eru tryggðir samkvæmt er- lendri slysatryggingalöggjöf, og heimilt er að taka í tryggingu starfsmenn islenskra fyrirtækja erlendis. undantekningu þá réttlæta þær á engan hátt að skilið sé milli slysa- og sjúkratrygginga þar sem sam- eining þessara greina hlýtur að vera ákjósanleg með hliðsjón af öðrum sjónarmiðum sem þyngra hljóta að vega. Lífeyris- og sjúkratrygging Fjármálaráðuneytið hefur látið i ljós áhuga á breyttri tilhögun slysatrygginga ökumanna og sam- einingu þeirra trygginga og ábyrgðartrygginga bifreiða. Bæt- ur slysatrygginga eru samkvæmt núgildandi lögum sjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur. I 32. gr. almannatryggingalaga er kveðið á um sjúkrahjálp sem veitt er af slysatryggingum en til- svarandi ákvæði um sjúkratrygg- ingar er að finna í 39., 42., 43., 44. og 47. grein. Hvað snertir mikil- vægasta þátt sjúkrahjálparinnar þ.e.a.s. sjúkrahúsvistina gildir sama regla þ.e.a.s. kostnaður er greiddur að fullu. Eini mismunur- inn sem getur komið fram er þegar maður slasast eða veikist erlendis. Munur á læknishjálp utan sjúkrahúsa svo og á lyfja- greiðslum er að slysatryggingar greiða slikan kostnað að fullu, en hjá sjúkratryggingum greiðir sjúklingur fast gjald fyrir hverja komu til læknis og fyrir hvern lyfjaskammt. Slysatryggingum er inga fara eftir heimildarákvæð- um Sé örorka 75% eða meiri er bótaréttur sá sami, en réttur til uppbótar þ.e.a.s. tekjutryggingar þó háður skilyrðum lífeyristrygg- inga. Frumv. gerir ekki ráð fyrir að réttur slasaðra til örorkubóta breytist frá því sem er i gildandi lögum. Við dauðsfall er barnalífeyrir og ekkjulifeyrir hinn sami hjá báðum deildum. I stað ekkju- og ekkilsbóta, sem lifeyristryggingar greiða f sex eða átján mánuði, koma hins vegar átta ára bætur slysatrygginga, og ennfremur inn- an slysatryggingar af hendi ein- greiðslufjár til foreldra og jafnvel annarra aðstandenda. Með hliðsjón af framangreindri upptalningu er greinilegt, að bætur slysatrygginga eru að meiri hluta til greiðslur, sem menn að öðrum kosti ættu almennt rétt á hjá lífeyris- og sjúkratryggingum. Þetta hlýtur að teljast eðlilegt, þegar launþegar eiga í hlut og sé litið á málið frá því sjónarmiði, að atvinnureksturinn eigi að standa undir þeim útgjöldum, sem slys hafa í för með sér. Þegar hins vegar er um að ræða frjálsa slysa- tryggingu þ.e.a.s. samkvæmt 30. gr. almannatryggingalaga verður annað uppi á teningnum. Þeir, sem slika tryggingu taka eru látn- ir greiða iðgjald fyrir tryggingu, sm þeir að jafnaði njóta að miklu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.