Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 31 leyti hvort eð er. Þá eru ökumenn bifreiða i mörgum tilvikum þrí- tryggðir við akstur þ.e.a.s. hjá llf- eyris- og sjúkratryggingum, svo og hjá slysatryggingum í sam- bandi við starf sitt og ökumanns- tryggingu. Hvað snertir bætur frá öðrum aðilum þá halda launþegar nær undantekningalaust launum í viku eftir slys og flestir miklu lengur. Hjá fjölmörgum stéttar- félögum tekur síðan við réttur til dagpeninga úr sjúkrasjóði, sem koma til viðbótar dagpeningum slysatrygginga. Samkvæmt rammasamningi Alþýðusambands íslands og Vinnuveitenda frá því februar 1974 eru allir launþegar, sem sá samningur tekur til, tryggðir fyrir örorku og dauða af völdum vinnuslysa, og hafa ákvæði þessi síðan verið tekin upp í samningum fjármálaráð- herra við stéttarfélög. Mörg stétt- arfélög hafa í samningum sinum ákvæði, er ganga lengra og loks er mjög algengt að bótakröfur séu gerðar -af hendi vinnuveitenda vegna vinnuslysa. Tillögur trygg- ingafræðings Til þess hefur verið ætlast, að atvinnurekstur beri kostnað að þeirri slysahættu, sem honum fylgir. Samkvæmt 36. gr. núgild- andi almannatryggingalaga er fyrirtækjum skipt í áhættuflokka og iðgjald ákveðið fyrir hvern flokk. Tryggingavikan er sú ein- ing, sem lögð er til grundvallar iðgjaldsákvörðun. Nokkrar und- antekningar eru frá þeirri reglu. Skipting á áhættuflokka fara eftir fyrirtækjum, þannig að áhöfnum skipa, ökumönnum bifreiða og áhöfnum flugvéla er skipað i sér áhættuflokka. Ljóst er að hin tviþætta álagn- ing iðgjaldatil almannatrygginga, þ.e.a.s. iðgjalda til lífeyristrygg- inga, sem eru hin sömu af öllum launþegum, og hinna misháu vikugjalda til slysatrygginga, hef- ur i för með sér verulega vinnu. Við innheimtu og bókhald þarf síðan að halda gjöldunum aðskild- um. Vm teljandi fyrir höfn við innheimtu er þá fyrst og fremst að ræða í sambandi við iðgjöld af ökumönnum bifreiða eftir að bif- reiðaskattur hefur verið felldur niður, þannig að slysatryggingaið- gjald stendur nú eitt eftir. Hefur fjármálaráðuneytið lagt áherslu á, að forsendur núverandi kerfis iðgjalda-innheimtu þessara séu falinar brott og eðlilegast sé að sameina ökumannatrygginguna ábyrgðartryggingu bifreiða. Jafnframt þessari áhættu- flokkaskiptingu er fjárhags- grundvöllur við það miðaður að ár hvert sé séð fyrir öllum fjárhags- skuldbindingum vegna þeirra slysa, sem orðið hafa á árinu. Leit- ast er við að ná þessu markmiði með sjóðmyndun, annars vegar „fyrir ógreiddum bótum" vegna óuppgerðra tjóna og hins vegar með höfuðstóls andvirði lifeyris", sem ásamt vöxtum er ætlað að duga fyrir lifeyrisgreiðslum vegna hlutaðeigandi slysa um alla framtíð. Vegna sifelldra bóta- hækkana miðað við krónutölu sem taka jafnt til Hfeyris- greiðslna vegna eldri slysa sem bóta vegna nýrra slysa, reynist höfuðstólsandvirði lífeyris að jafnaði ekki nægilegur. Þessi fjárhæð er endurskoðuð;árlega og viðbótarfé lagt til hliðal*. Þannig ér rnarkmiðinu með sjóðrriyndun- inrii engan veginn náð og á verð- bölgutimum þegar árlegir ve::tir eru lægri að hundraðshluta til en árlegar bótahækkanir er þetta fyrfrkomulag dýrára fyrir ið- gjaldsgreiðendur eh fjáfhags- grundvöllur án sjódmyndunar eins og sá'sem Hfeyris-ög sjúkra- trýggirí'gar eru byggðar Uþp á. Á árinu 1973 nam rekstrar- kostnaður slysatrygginga 10,8 milljónum króna eða 8,5% af greiddum bótum og er það hlut- fallslega langtum hærri kostnað- ur en hjá öðrum greinum al- mannatrygginga. Þess ber að geta að talsverðu leyti telst þetta áætlaður kostnaður þ.e.a.s áætluð þátttaka í sameiginlegum rekstri Tryggingastofnunarinnar, en Ijóst er að því sem hér að framan segir, að framkvæmd slysatrygg- inga hlýtur að vera tiltölulega kostnaðarsöm. Með hliðsjón af þeirri þróun, sem á undanförnum árum hefur átt sér stað i lífeyris- og sjúkra- tryggingum almannatrygginga að þvi er varðar bótaákvæði, fjár- hagsgrundvöll og skipulag taldi Guðjón Hansen tryggingafræð- ingur að þessar greinar tækju að verulegu leyti við verkefnum slysatrygginga og meðferð slysa- mála yrðu stórlega einföldum frá því sem nú er. Benti hann á að þær athuganir sem ég hef laus- lega greint frá hér að framan, bentu eindregið til þess að ávinn- ingur af núverandi tilhögun sé vart svo mikill lengur að hann réttlæti framhald rekstur sjálf- stæðra slysatrygginga i sama mæli og hingað til. ' Með hliðsjón af tillögum Guð- jóns Hansen tryggingafræðings setti nefndin fram þær tillögur sem hér birtast i frumvarpsformi. Tillögur nefndarinnar sem tíundaðar eru hér fyrr í framsögu minni felast einkum í þvi, að bæt- ur greiddar I einu lagi samkvæmt 35 gr. almannatryggingalaga sbr. d- og e-lið 1. málsgr. og 2. máls- grein þeirrar greinar falli niður. Hér er um að ræða dánarbætur til barna eldri en 16 ára, hafi barnið verið á framfæri hins látna vegna örorku er slys bar að höndum og dánabætur til foreldra falli niður. Eðlilegast er að ákvæði kjara- samninga um dánarbætur vegna slysa verði endurskoðuð með til- liti til þessara breytingatillagna, sem slik ákvæði eru nú almennt í kjarasamningum. Töluvert svig- rúm þarf til að koma slikum breytingum á en með hliðsjón af þvi að lögunum er ekki ætlað að öðlast gildi fyrr en 1. janúar 1979 ætti að vera auðvelt að fram- kvæma þetta. Ennfremur þyrfti að breyta 71. gr. umferðalaga þar sem miðað við núgildandi bótafjárhæð al- mannatryggina getur 3ja milljón króna trygging ökumanns við 100% örorku eða dauða talist hæfileg þannig, að enginn öku- maður, sem rétt ætti til bóta hjá lífeyris- og sjúkratryggingum, teldist lakari tryggður en hann er samkvæmt núgildandi reglum, en mikill fjöldi ökumanna yrði betur tryggður en áður. Ennfremur yrði að athuga áhrif þessara iðgjalda á iðgjöld af ábyrgðartryggingum bifreiða að endurkröfuréttur al- mannatrygginga fellur niður. Með frumvarpinu er að þvi stefnt, að til bóta slysatrygginga teljist einungis þær bætur, sem menn eiga ekki rétt á hjá öðrum greinum almannatrygginga. Þessi skipan hefur i för með sér ein- földun á bókhaldi og skapar eðli- legri grundvöll fyrir frjálsa trygg- ingu en nuverandi fyrirkomulag. Athugun sýnir, að það hefur sáralítil áhrif á heildargreiðslur fyrir sjúkrahjálp þá, sem slysa- tryggingar greiða nú, þótt farið sé eftir ákvæðum sjúkratrygginga. I einstökum málum virðist einkum geta orðið verulegur munur ef tannlæknishjálpar væri þörf. I miklum fjölda mala er munurinn svo hverfandi litill, að slasaði eða vinnuveitandi hans sjá ekki ástæðu til að fá hann greiddan. Hækkun sjúkradagpeninga til jafns við slysadagpeninga ásamt afnámi skerðingar meðan á sjúkrahúsvist stendur telst nauð- synleg forsenda þess að sjúkra- dagpeningar geti komið i stað slysadagpeninga, og auk þess felst i þessari breytingu eðlileg samræming milli bóta tegunda. Þetta hefur í för með sér að bið- timi slysamála lengist um 3 daga en yfirleitt munu launþegar fá það bætt af vinnuveitenda eða tryggingafélagi sbr. eins og það kom fram í máli mínu. Jafnframt er lagt til að breytt verði ákvæð- um um greiðslu dagpeninga til unglinga. Ökumenn eiga að öllu jafnaði rétt á bótum lífeyris- og sjúkra- trygginga eins og áður hefur ver- ið greint frá, þar sem tillit er tekið til fjölskylduástæðna. Verði slysatrygging ökumanna samein- uð ábyrgðartryggingu bifreiða, virðrst þvi eðlilegast, að hún breytist I tryggingu eingreiðslu fjárhæðar örorsku ogdauða. I stað núverandi vikugjalda at- vinnurekenda, annars vegar til lífeyristrygginga og hins vegar til slysatryggina er lagt til að komi eitt sameiginlegt gjald reiknað sem hundraðshluti af heilda- launagreiðslum á árinu. Flokkun eftir áhættu falli niður og sjóða- myndun slysatrygginga hverfi úr sögunni með nokkrum undan- tekningum þó. Um þetta hefur þegar verið f jallað hér á undan en á það skal bent að frá enfahags- legu sjónarmiði er óæskilegt, að á verðbólgutimum sé horfið frá sjóðmyndun og þannig dregið úr sparnaði. Hinsvegar er hér um að ræða mjög litinn þátt innan al- mannatryggingakerfisins og þvl vart ástæða til að láta slikt sjónar- mið ráða um þann þátt einan. Niðurfelling á endurkröfurétti samkvæmt 59. gr. almannatrygg- ingalaga mun i raun eingöngu hafa áhrif á viðskipti við bifreiða- tryggingafélög, en varðar hins vegar bæði slysa- og sjúkratrygg- ingar. A það skal bent að i reikningum Sjúkrasamlags Reykjavikur fyrir árið 1973 er þessi liður neikvæður upp á rúm- lega 3,7 milljónir króna og i skýr- ingum kemur fram, að árið áður hafa kröfur að fjárhæð tæpar 8 milljónir verið færðar til tekna, en árið 1973 nema kröfur sem tryggingafélög hafa synjað, hærri fjárhæð en nýjar kröfur á árinu. Með hliðsjón af framansögðu þjónar engum tilgangi að hafa slikan endurkröfurétt í lögum þar sem meðal annars má ætla að niðurfelling hans muni spara nokkra vinnu hjá öllum aðilum sem hér eiga hlut að máli og þá að sjálfsögðu leiða til lækkunar ið- gjalda ábyrgðartryggingar bif- reiða, þar sem að sjálfsögðu þarf að taka tillit til sliks við ákvörðun iðgjalda. Áhrif á útgjalda- kostnað Ef þetta frumvarp nær fram að ganga mun það leiða með sér að bótagreiðsla slysatrygginga muni lækka verulega eða nálægt 70% og bótamálum mun fækka hvorki meira né minna en um, 90%. Gera má ráð fyrir því að samanlögð árleg útgjöld slysa, sjúkra- eða lifeyristrygginga munu aukast um þvi sem næst 100 milljón krónur ef miðað er við núgildandi bótafjárhæðir. Á það skal hins vegar bent að útgjöld slysatrygg- inga árið 1974 voru 167.858.000 og árið 1975 214.448.000. Visast nán- ar um þetta til athugasemda með frumvarpinu sbr. útreikningar á bls. 7. Það yfirlit sýnir i grófum dráttum hvað gerast myndi við samþykkt frumvarpsins en þess ber að gæta að tilfærsla hefði á sumum sviðum í för með sér breytt bótaákvæði. Með hliðsjón af biðtima mundu útgjöld til dag- peninga vegna slysa lækka svo dæmi sé tekið. Með samþykkt þessa frumvarps má draga þá ályktun að í heild verði launþegar að teljast betur tryggðir en áður vegna veikinda og slysa. Framlög til trygginganna i heild mundu hins vegar ekki hækka við sam- þykkt frumvarpsins þ.e.a.s ef mið- að er við aðstæður eins og þær hafa verið undanarin ár, með verulegum framlögum til sjóða slysatrygginga. Nefnd sú sem samdi þetta frum- varp lcitaði álits Þjóðhagsstofn- unar á því hverjum breytingum mætti gera ráð fyrir á iðgjöldum vegna hins breytta fjárhags- grundvallar sem' i frumvarpinu felst. Telur sú stofnun lauslega áætlað benda til að núverandi slysatryggingagjöld atvinnurek- enda þ.e.a.s án ökumannstrygg- Framhald á bls. 35 —J" seiium víií lika ÓDÝRARl BÚDARKASSA r _______ S ^ \-----—-------------------------------- ¦ HVERFISGATA Æk SMIFSTBFJJELJBlB 55 *\ ^LX^f Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.