Morgunblaðið - 02.02.1978, Page 32

Morgunblaðið - 02.02.1978, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978 UmHORP Umsjón: ANDERS HANSEN og TRYGGVI GUNNARSSON. Eins og flestum mun kunnugt var haldinn í Sig- túni fyrir stuttu kappræðu- fundur milli Heimdallar og Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins. Umræðuefnið var: einkarekstur — sósial- ismi. Frummælendur af hálfu Heimdallar voru þeir Brynj- ólfur Bjarnason, Davið Oddsson og Friðrik Sophus- son. Af hálfu Alþýðubanda- ‘ lagsins töluðu þeir Sigurður Magnússon, Sigurður G. Tómasson og Svavar Gests- son. Mikið fjölmenni sótti fundinn, eða talsvert á 13. hundrað manns að sögn kunnugra. Sýnir það glöggt að almenningur kann að meta þetta fundarform, og umræður um pólitíska deyfð eru dálítið ankannalegar í ljósi þessa fjölda fundar- manna. Sé fundarformið með þeim hætti að fólk hafi ánægju af, þá stendur ekki á þátttöku. Fólk virðist hins- vegar hafa takmarkaðan áhuga á hinum svonefndu ,,halelúja-fundum“ stjórn- málaflokkanna og lái þeim hver sem vill. Málefnalegt skipbrot Alþýðu- bandalagsins. Það vakti mikla athygli á fundinum, og talsverð von- brigði, hve málflutningur ræðumanna Alþýðubanda- lagssin's var ómálefnalegur. Skítkast og rógur var hins- vegar það sem þeir höfðu í hávegum. Málflutningur ræðumanna Heimdallar mið- aðist hinsvegar við málefnið og það að sýna hve Alþýðu- bandalagið er ósamkvæmt sjálfu sér i afstöðu sinni til hinna ýmsu mála tengdum umræðuefninu. Vitnuðu ræðumenn Heim- dallar meðal annars í um- ræður og greinar í Rétti og Þjóðviljanum máli sínu til stuðnings, og fór það mjög í taugarnar á alþýðubanda- lagsmönnum. Þá kvörtuðu alþýðubanda- lagsmenn einnig mjög yfir þvi hve fjölmennir ungir sjálfstæðismenn væru á r*M frá fundinum í Sigtúni Málefnalegt rökþrot Al- þýðubandalags á kapp- ræðufundinum algjört fundinum, og fór það mjög í taugarnar á þeim að þeir áttu mun minna i salnum. Var þeim raunar bent á að það væri ekki svo einkenni- legt, þar sem að á sama tíma og Alþýðubandalagið lagði niður formleg æskulýðssam- tök sín, þá gengu um 600 manns í Heimdall á síðasta ári. Hefur þetta meðal annars verið rætt í Rétti nýlega, og þar kom mönnum saman í umræðum að tekið hefði ver- ið röng ákvörðun á sínum tíma. Ungt fólk vildi ekki ganga í Alþýðubandalagið, og þvi bæri að taka upp skipulagið sem var á ný sem fyrst. Eftir útreiðina sem Al- þýðubandalagið fékk á fundinum i Sigtúni er ekki að efa að þeirri ákvörðun verður flýtt. Enda er það svo, að þeim alþýðubandalagsmönnum hefur þótt tryggara að hag- ræða „úrslitum“ fundarins eftir á, því hver síðan um fundinn hefur rekið aðra í Þjóðviljanum undanfarna daga, þar sem spunnar hafa verið upp sögur um gang fundarins. Hvað sem þeim skrifum líður er þó ljóst, að hugur unga fólksins er með stefnu Sjálfstæðisflokksins gegn sósíalisma, og því þarf engu að kvíða i kosningun- um á vori komanda. AH Gísli Baldvinsson kennari: Alþýðubandalagið og íslenzk atvinnustefna A siðasta landsfundi Al- þýðubandalagsins voru kynntir þeir höfuðpunktar sem bandalagið vill að verði stefnumótandi í íslensku at- vinnulifi. Þar er margt svo almenns eðlis að hugsun- arlaust væri hægt að skrifa undir en við nánari athugun kemur í ljós að hér er á ferðinni hættuleg þjóð- nýtingar- og einangrunar- stefna sem ber að vara við. Þó nefnt sé að stefna beri að uppbyggingu fiskistofna og betri nýtingu hráefnis stendur deilan um hvernig . beri að framkvæma hlutina. Það kemur m.a. á óvart að vinstrimenn vilji draga úr yfirbyggingu í þjóðar- búskapnum en er leg^ra ér lesið er ^reinlegalagt til aá innfíutningsverslurfin verði þjóðnýtt.* Þratt fýriÚfaíteglr4 ’ ' : yfirlýsingar er Ijóst að punktarnir endurspegla úr- elt austantjaldshagkerfi. Hér á eftir verður drepið á þykja varhugaverðir. Al- þýðubandalagsmönnum ætti að vera það ljóst að til að efla fiskistofnana þarf ekki breytta stjórnarstefnu., Hefði verið farið eftir tillög- um Lúðvíks Jósepssonar væri fiskveiðilögsaga okkar þá gagnrýnisþætti ’v "V*. ’ Gísli Baldvinsson enn 50 mílur þar eð ekki er búið að ganga frá alþjóðleg- um hafréttarsáttmála. Hvort landbúnaðurinn verði eingöngu rekinn sem samvinnubúskapur og mark- aðsbúskapur lagður af er ekki Iausnin. Hér hlýtur þetta að fara saman þar sem við á, eins og farið er að viðurkenna í austantjalds- löndunum. Þegar Alþýðu- bandalagsmenn ræða um að stýra fjármagninu í rétta farvegi og það sem mest af hinu opinbera er verið að kalla yfir sig austantjalds- mútukerfi. Sú spilling og fyrirgreiðslukerfi sem þá væri komið á er ekki á bæt- andi í okkar fámenna samfé- lagi. Þá kasta Alþýðubanda- lagsmenn grímunni og hér ;segir , órðrétt: ,,.\úverandi:, skiþúlág innflutningsversl- unar er þjóðinni allt of kostnaðarsamt, tnnflutn- ingsversluninl.,yérái tekin til rækilegrar rannsóknar fog m.a. miðað að því að hún færist í vaxandi mæli í hend- ur opinberra aðila og félaga- samtaka alþýðu.“ Hér er sem sagt lagt til að verslunin verði þjóðnýtt. Það verður seint hægt að sannfæra kommúnista hvernig sam- keppni i verslun hefur lækk- að vöruverðið. Þó eru til opinberar skýrslur um það. Svo vilja þeir hert gjald- eyriseftirlit er ljóst er að hertar gjaldeyrisreglur auka gjaldeyrisbrask. En hvað segja forystu- menn Alþýðubandalagsins um framkvæmdina? Adda Bára Sigfúsdóttir segir: „Ég veit að það er ákaflega ófínt að tala um höft en engu að síður leyfi ég mér að tala um skipulag á innflutningi til landsins og yil að hann verði ekki hömlúláus." Hver man ekki æfíir, skömmtúnarseðlunum á tniðjum sjötta áratugnum. Það %prft gekk sér til húðar uij^i Ifiið og stjórn Hermanns: Jónassonar féll i desember ‘56. Hvað segir Magnús Kjartansson: „Það hefur verið talað um að sósíalísk barátta eigi að eiga sér stað á tveim vett- vöngum, annars vegar fag- leg barátta og hins vegar pólitísk barátta. A Islandi eru samtök launafólks sterk- ari en stjórnmálasamtökin. Þarna er viss hætta að mínu mati. Við þurfum að leggja á það þunga áherslu að launa- fólk allt verður að átta sig á því að til þess að það nái einhverjum varanlegum markmiðum í baráttu sinni verður það einnig að tryggja sér mjög öflugan stjórn- málaflokk. Þetta verður að haldast í hendur.“ Ef þetta hefði verið haft að leiðar- ljósi t.d. í vinnudeilu B.S.R.p. við ríkisvaldið hefði samheldnin ekki verið mikil. Nei, M.K. ætti heldur að gera sér grein fyrir því hvaða stjórnmálaflokkur sé fjölmennasti launþegaflokk- urinn. Alþýðubandalagið verður enn sem fyrr að teljast stefnulaus í atvinnumálum. Falleg orð á blaði segja ekk- '■ært á nióti framkvæmdum. \ Það má því segja um Al- þýðubandalagið eins og manninn: Þegar mælt var hvað hann hefði sagt yfjr daginn og hvað hann hefði gert kom ávallt í Ijós að , aneira yar sagt en gert.. 46 millj. kr. hækk- un vegna rangra að- flutningsskjala í tolli ARIÐ 1977 lagði tollgæslan hald á ólöglegan innflutning til lands- ins (Keflavíkurflugvöllur er ekki meðtalinn f þessu yfirliti), sem hér segir: 1.451 flösku af áfengi (2.225 árið 1976), 138.460 vindlinga (182.820 árið 1976) og 7.158 flöskur/ dósir af áfengum bjór (11.481 árið 1976). Tollgæsl- an lagði einnig hald á ýmsan ann- an varning, sem fluttur var ólög- lega til landsins svo sem matvör- ur, litsjónvarpstæki, heimilis- tæki, hljómflutningstæki, útvörp, sælgæti, hvellsprengjur o.fl. A árinu 1977 leiddi rannsókn tollgæslunnar á röngum aðflutn- ingsskjölum. vöruinnflytjenda til hækkunar aðflutningsgjalda um kr. 44.677.675 (kr. 30.959.925 árið 1976). Þar af voru kr. 43.565.364 (328 mál) vegna rangrar toll- flokkunar, kr. 643.072 (9 mál) vegna meira vörumagns í send- ingu en tilgreint var í aðflutnings- skjölum eða vegna vöntunar vöru- reiknings, kr. 167.259 (5 mál) vegna rangra E.B.E. skírteina og kr. 301.980 (2 mál) vegna annars. I 40 málum af áðurgreindum 328 málum vegna rangrar tollflokk- unar var innflytjanda gert að greiða 10% af endanlegum að flutningsgjöldum í viðurlög skv. 20. gr. tollskrárlaga og nam sú innheimta á árinu kr. 1.257.746. Þessum viðurlögum er beitt, ef röng tollflokkun innflytjanda er ekki talin afsakanleg en þó ekki, ef hún er talin saknæm; þá fær málið sakadómsmeðferð. Tollgæslan sektaði og gerði upptækan ólöglegan innflutning í 241 máli á árinu 1977 (192 á árinu 1976) og nam sektarfjárhæð sam- tals kr. 2.552.400 (kr. 1.182.400 á árinu 1976). Tollgæslan hefur einungis heimild til þess að beita sektum og upptöku eignar í minni háttar málum. Stærri málum verður þvl ekki lokið hjá tollgæsl- unni og eru þau mál send öðrum yfirvöldum til meðferðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.