Morgunblaðið - 02.02.1978, Síða 33

Morgunblaðið - 02.02.1978, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 33 — íþróttir Framhald af bls. 44. Leiknisliðið er mjog svipað því sem verið hefur undanfarin ár — hvorki fugl né fiskur, en gerir sumt laglega Bezti maður liðsins i þessum leik var Finnbogi markvörður sem varði oft ágætlega og bezt þegar mestu varðaði. Dómarar voru Óli Olsen og Ey steinn Guðmundsson, og voru þeir nokkuð mistækir. Mörk Leiknis: Guðmundur Kristinsson 3, Ögmundur Kristinsson 3, Hafliði Pétursson 3, Hörður Sigmarsson 3 (1 v), Hafliði Kristins- son 2, Árni Jóhannesson 1, Diðrik Ólafsson 1. Mörk HK: Ragnar Ólafsson 7 (5 v), Kristinn Ólafsson 3, Hilmar Sigur- gislason 2, Lárus Ásgeirsson 1, Jón Einarsson 1, Stefán Halldórsson 1, Örn Bjartmarz 1. _ — stjl. — Portisch Framhald af bls. 20 biðskák. sína við Mecking úr niundu umferð og gerði jafntefli í dag við Argentínumanninn Panno. Önnur úrslit í dag urðu þau að Timman og Ree gerðu jafntefli, og einnig þeir Kavalek og Meck- ing og Van der Sterren og Miies. Staðan fyrir síðustu umferð. 1. Portisch 7V$ v. 2. Korchnoi 6'A v. 3. Anderson 6 v. 4. Ree og Timm- an 5'A v. 6. Miles og Panno 5 v. 8. Najdorf og Mecking 4W v. 10. Sosonko 4 v. 11. Kavalek 3‘A v. 12. Van der Sterren 2‘A v. — Grunur Framhald af bls. 44. um mál þetta og var lögreglu- maður sendur norður til að handtaka manninn og var hann síðan úrskurðaður í gæzluvarðhald af yfirvaidi í viðkomandi umdæmi og síðan fluttur til Reykjavikur í yfir- heyrslur. Rannsóknarmenn hafa ekk- ert viljað tjá sig um umfang þessa fíkniefnamáls, en Morgunblaðinu er kunnugt um að grunur leiki á því að um sé að ræða innflutning og dreif- ingu á fíkniefnum svo að skipt- ir kilóum. Nemur söluverð- mæti þessa magns á ólöglegum innlendum markaði milljónum króna. — Brezhnev Framhald af bls. 44. nifteindasprengjuna og lýsir skoðunum sínum á þeim málum. Einar Ágústsson kvað þetta bréf nú vera til athugunar hjá ríkisstjórninni og kvaðst hann bú- ast við því að Geir Hallgrímsson forsætisráðherra svaraði því. Öll aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins munu hafa fengið bréf frá sovétleiðtoganum um þetta efni. Ekkert ríkjanna mun þó enn hafa svarað því, nema Frakkar, sem gerðu það fyrir nokkrum dögum. — Betri útkoma Framhald af bls. 2 löndun þar gengi hægt, en þurr- dælur eru notaðar við losun þar. Til að ráða bót á þessu eru leigjendur skipsins nú að fá til landsins sérfræðinga frá fram- leiðendum dælanna til að athuga hvort ekki er hægt að auka lönd- unarhraðann, en þessar dælur eiga að afkasta jafn miklu á klst. og gömlu sjódælurnar. — Afkoma Framhald af bls. 28. sókn í Bandaríkjunum á sviði freðfisksölu. Maður, sem var eitt sinn að fjalla um stjórnun fyrirtækja, benti réttilega á, að engar fram- farir verða í tæknilegu tómarúmi. í því sambandi væri fróðlegt að velta fyrir sér afskriftaliðnum 4%. Væri hugsanlegt að minnka stóra liðinn, Iaun (38% af gjöld- um), eða auka gæði vörunnar með aukinni fjárfestingu? Það er ekkert dýrt sem borgar sig og því þarf það ekki að vera af hinu illa að auka kostnað, sem svo á eftir að skila sér margfalt aftur í tekjum. Afskriftir okkar i Hampiðjunni eru 7% á móti 4% almennt í iðnaði samkvæmt gjaldaskipting- unni, sem áður hefur komið fram. Til að framleiða jafnmörg tonn af vinnuaflsfrekri vöru, eins og gert er í Hampiðjunni nú af uþb. 200 manns þyrfti a.m.k. 240 manns, ef beitt væri sömu tækni og 1973, auk þess sem gæði fram- leiðslunnar eru meiri og því hægt að halda uppi hærra verði. Á því mikla fjárfestingatíma- bili frá 1971 til 1976 hefur verið fjárfest í almennum iðnaði þann- ig að: 51% fjárfestingar í byggingum 49% fjárfestingar í vélum Hafa menn hugsanlega fallið í þá freistingu að fjárfesta það mik- ið í verðtryggðum byggingum, sem gefa engar tekjur og jafnvel eru óseljanlegar í samdrætti, að tæknin hefur liðið fyrir það? For- ráðamenn Iðnlánasjóðs hafa sagt mér að 2 umsóknir af 3 séu vegna bygginga. Hlýtur það ekki að vera svo, að möguleiki til hárra afskrifta hjá fyrirtækjum sé bæði áhugamál at- vinnurekanda og launþega- samtaka að gefnum þeim forsend- um, að afskriftarféð sé allt notað innan fyrirtækisins og að fjárfest sé á hagkvæman hátt? Að lokum vil ég endurtaka aðal- atriði hugleiðinga minna um hvort stjórnendur gefi tekjuhlið- inni nægilegan gaum, eins hvort fjárfest sé nægilega markvisst í tækni sem geri vöruna seljan- legri, vegna gæða eða geri kleift að minnka stærstu gjaldaliðina. — Frá Djúpi Framhald af bls. 17 hún verið ráðin héraðshjúkrunar- kona hér í Djúpi. Að Þernuvík fluttu Þóra Karls- dóttir, kennari frá Birnustöðum, og maður hennar, Þráinn Artúrs- son. Ég held að margur hafi hrokkið við þá frétt í útvarpinu í kvöld, að nú ætti að kosta 60 krónur undir eitt sendibréf, eða hálft kýrverð svo sem giiti í minni bernsku, og mér varð að orði: Eru nú allir orðnir bandsjóðandi brjálaðir? I guðs friði. Jens í Kaldalóni. Auglýst eftir framboðum til prófkjörs Prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, fer fram dagana 4., 5. og 6. marz, en utankjörstaðakosning dagana 22. febrúar — 3. marz. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: 1. Framboð, sem minnst 25 flokksbundnir einstaklingar (þ.e. meðlimir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík) standa að. 2. Kjörnefnd getur að auki bætt við frambjóðendum, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt, að ekki verði tilnefndir fleiri en þarf til að frambjóðendur verði 48. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs sbr. 1. lið að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling, sem kjörgengur verður í Reykjavík og skulu minnst 25 flokks- bundnir Sjálfstæðismenn og mest 40 standa að hverju fram- boði. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri en 3 framboð- um. Framboðum þessum ber að skila til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Fulltrúaréðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik, i Valhöll, Háa- leitisbraut 1. EIGI SEINNA EN KL. 19.00, MIÐVIKUDAGINN 8. FEBRÚAR. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. OGNU til þæginda fyrir viðskiptavinina Innan veggja HEBU hárgreiðslustofan HRUND og snyrtistofan ERLA, símapantanir 44088 Aö í Heilsuræktinni HEBil átt þú kost á leikfimi, sauna, Ijósum og nuddi, allt saman eða sér. ☆ Leikfimi 2 & Sérstakir megrunarkúrar og 4 sinnum í viku. 4 sinnum í viku 10 tíma nuddkúrar Morgun- dag og kvöldtímar & Fritt kaffi í fallegri setustofu. Innritun í símum 43724og 86178 og42366 Heilsuræktin HEBA Audbrekku 53 - Sími 42360

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.