Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978 Friðrik Þ. Ottesen —Minningarorð F. 10. febrúar 1924 Ð. 24. janúar 1978 Góður drengur er genginn, drengur sem setti svip sinn á starfsemi og uppbyggingu Reykjavíkurhafnar um langt ára- bil. Friðrik Þ. Ottesen var fæddur í Reykjavík 10. febrúar 1924, sonur sæmdarhjónanna Þuríöar Friö- riksdóttur og Þorláks G. Ottesen, sem flestir eldri íbúar höfuð- borgarinnar kannast við. í júlímánuði 1941 hóf Friðrik Þ. Ottesen starf hjá Reykjavíkur- höfn og var ráðinn fastur verk- stjóri þar frá 1. júní 1963 og starf- aði hjá höfninni sem slíkur óslitið til síðla árs 1968 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Sá pem þessar línur ritar var samstarfsmaður Friðriks um 26 ára skeið og hefir margs að minnast. Það fór aldrei milli mála hvar Friðrik var eða hvaða skoðanir hann hafði á hlutunum, en umhyggja hans fyrir vexti og við- gangi hafnarinnar var honum hjartans mál. Hann var óvenjulega mikill verkmaður, útsjónarsemi hans var viðbrugðið og stjórnandi sem öllum er með honum urinu þótti vænt um. Þessara kosta Friðriks naut höfnin i rikum mæli, enda virtist sama hvers konar verkefni eða störf honum voru falin, allt var leyst af höndum á hans sérstaka hátt, þar sem allur vinnuflokkur- inn lagði sig fram sem einn maður og verkinu lokið öllum til ánægju. Verkin lofuðu meistarann og þá sem með honum unnu. Vart er hægt að hugsa sér hjálp- samari mann en Friðrik var. Hann vildi allra götu greiða og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn. Þeir eru því margir aðrir en við starfsmenn Reykjavíkurhafnar, sem í dag hugsum til hans með innilegu þakklæti. Að leiðarlokum skal Friðriki Þ. Ottesen þökkuð samfylgdin og vináttu við mig og fjölskyldu mína, og honum beðið blessunar á ókunnum slóðum. Megi hinn Hæsti Höfuðsmiður, er öllu ræður, styðja og styrkja háaldraðan föður, börnin hans og aðra ástvini. Far þú í friði. Richard Theodórs. I dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn Friðrik Þ. Otte- sen. Viðkynning okkar varð ekki löng, mæld í árum, aðeins rúm 10 ár. Nú á þessum degi er mér efst í huga þakklæti fyrir þær stundir sem við deildum saman og sem ég hafði nú vonað að yrðu lengri en raun varð á. Ég varð þess aðnjót- andi að vera mikið samvistum við hann síðasta mánuðinn sem hann lifði. Hann kom til okkar rétt fyr- ir jólin, sem oft áður, og hélt jólín hátíðleg með fjölskyldu minni. Hann hugsaði síðan um heimilið fyrir okkur meðan dóttir hans þurfti að fara á sjúkrahús, og var það ekki í fyrsta skipti sem hann reyndist okkur innan handar, því það hefur hann gert alveg frá því að við stofnuðum okkar heimili. Ég átti nú ekki von á að þetta yrðu seinustu jólin sem hann yrði með okkur, því hann var óvenju hraustur maður og var ég þess fullviss að honum tækist að yfir- vinna veikindi sín, nú sem oft áður. En jafnvel hraustustu menn verða að láta í minni pokann fyrir þessum sjúkdómi, og kannski sér- staklega þeir, sem aldrei hafa ver- ið leiknir í þeirri Iist að hlífa sjálfum sér. Og nú þegar Ieiðir okkar skilj- ast í bili, þá er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hann hef- ur fyrir mig og mína fjölskyldu t EYDÍS INGVARSOÓTTIR Suðurgötu 3. Keflavík, lézt Land; pítalanum 1 þ.m. Fyri hönd ættingja. ErlaG uðlTH ndsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir. sonur og bróðir, SIGURÐUR JÓNASSON. húsasmíðameistari. Sundlaugavegi 16, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3 febrúar kl 10 30 f h Blóm og kransar vinsamlega afbeðin, en bent er á liknarstofnanir Guðrún Ragna Ragnarsdóttir og börn, Steinunn Sigurjónsdóttir og systkíni » og aðrir vandamenn. Eiginmaður minn t faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi. PALL MAGNUSSON. fyrrv. verkstjóri. Hvammsgerði 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3 febrúar, kl. 13 30 Sig<íður Sæmundsdóttir, Gunnar Pálsson. Alda Vilbjálmsdóttir, Sæmundur Pálsson, Ásgerður Ásgeirsdóttir, Magnús Pálsson. Sylvia Briem, Hafsteinn Pálsson. Jónina Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega fyrir auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, SIGRÍÐAR MARÍUSDÓTTUR THORSTENSEN Fyrir hönd vandamanna, Ekhardt Thorstensen. gert, og þákklæti fyrir að hafa kynnst góðum manni með heil- brigðar skoðanir. Hann átti við sjúkdóma og erf- iðleika að stríða, en var samt ávallt veitandi í samskiptum sin- um við mig og aðra. Rausnarskap- ur og hjálpsemi voru hans sterk- ustu eðlisþættir. Hafi hann þökk fyrir og hvíli í friði. Hjörtur Kríst jánsson. Friðrik Ottesen er látinn, að- eins tæpra 54ra ára að aldri. Frið- rik Ottesen var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, sonur hjónanna Þuríðar Friðriksdóttur og Þorláks Ottesen, sem bæði voru þekktir borgarar í Reykja- vik. Frú Þuríður vann mikið að verkalýðsmálum, en Þorlákur var yfirverkstjóri Reykjavíkurhafnar í áratugi. Friðrik hóf ungur að starfa hjá Reykjavíkurhöfn, við ýmiss konar störf. Endaði Friðrik sem yfir- verkstjóri hafnarinnar, en það starf stundaði hann um nokkurra ára skeið. Arið 1946 kvæntist Friðrik Ottesen Bóel ísleifsdóttur, og eignuðust þau fimm mannvænleg bórn, þrjá drengi og tvær stúlkur. Einn drengur dó á fyrsta ár-i, en fjögur börn þeirra eru á lífi öll uppkominn, myndarfólk. Þau hjónin slitu samvistum fyrir nokkrum árum. Kynni okkar Friðriks Ottesen hófust fyrir mörgum árum, en hann var þá, eins og áður segir, yfirverkstjóri Reykjavíkurhafn- ar. Þau kynni leiddu til vináttu, sem ávallt hefur verið órofa. Frið- rik var ljúfmenni í allri um- gengni, vildi hvers manns vanda leysa, greindur vel og fljótur að átta sig á aðalatriðum. Avallt lágu honum góð orð til samferðar- manna sinna og aldrei minnist ég þess, að hann hafi lagt hnjóðsyrði til nokkurs manns. I starfi sínu sem yfirverkstjóri Reykjavíkur- hafnar var Friðrik afburðarvel látinn af þeim mönnum, sem hann stjórnaði og komu þá í ljós þeir þættir skapgerðar hans sem mest prýddu hann, ljúfmennska og góðvild til allra samferðar- manna sinna. Ekki sóttist Friðrik Ottesen sérstaklega eftir vináttu þeirra sem meira máttu sín í þjóð- félaginu, en leit á alla menn sem jafningja. Friðrik kom um skeið alloft á heimili okkar hjöna. Varð þá brátt góð vinátta með börnum okkar, bæði þeim, sem stálpuð voru orðin, og ekki siður hinum smærri, við Friðrik. Allir fundu góðviljann og hlýjuna, sem fylgdi gestinum. Hin síðustu ár ævi sinn- ar var Friðrik þrotinn að heilsu og gat engum störfum sinnt. Þetta var honum þung raun, hann varð að eðlisfari mikill starfsmaður. Friðrik fluttist þá austur að Höfn í Hornarfirði og var þar búsettur hin síðustu ár, og mun hann hafa kunnað þar vel við sig. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík hinn25/lsl. Genginn er góður drengur. Við, sem vorum svo lánsöm að kynnast Friðriki Ottesen, minnumst hans sem hins glaða, hlýja og góðvilj- aða samferðamanns. Við hjónin og börn okkar vottum börnum Friðriks, öldruðum föður hans og systrum hans og öðrum vanda- mönnum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Björn Önundarson. „Millibilsástand" hjá skuttogaran- um Hrönn RE SKUTTOGARINN Hrönn RE hef- ur ekki farið á veiðar sfðan skipið var tekið f landhelgi um miðjan desember 8.1., en samkvæmt upp- lýsingum Agústs Einarssonar framkvæmdastjóra Hraðfrysti- stöðvarinnar í Reykjavfk þá mun skipið hefja aftur veiðar í næsta mánuði. „Við erum að safna kröftum til þess að geta byrjað aftur, en þeg- ar skipið var tekið töpuðum við veiðarfærunum og hlutum sekt þannig að þetta hefur verið erfitt við að eiga, en þetta millibils- ástand verður væntanlega úti í næsta mánuði." Hrönn er 750 tonna skuttogari, smiðaður í Póllandi 1974. Skemmdi girð- ingu í Engidal A MANUDAGSKVÖLÐIÐ eða að- fararnótt þriðjudagsins var ekið utan í girðingu við Alftanesveg i Engidal og hún skemmd á stórum kafla. Af ummerkjum má sjá, að bif- reiðin hefur komið utan af Álfta- nesi og farið útaf veginum hægra megin og 'á girðinguna. Enn- fremur má sjá af ummerkjum, að bifreiðin hefur verið rauð á lit. Það eru tilmæli Rannsóknarlög- reglunnar í Hafnarfirði að öku- maðurinn gefi sig fram svo og vitni. Víða þakleki íÁrnastofnun VART hefur orðið við þakleka í húsi Arnastofnunar, en þakið er flatt og steypt. Hefur verið reynt að gera við þakið af og til á undanförnum árum en aldrei tek- izt að komast í veg fyrir lekann. Samkvæmt upplýsingum Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors varð hann um tíma þegar mikið rigndi að hafa nokkra bala í vinnuherbergi sinu í Árnastofn- un vegna lekans. Fyrir þann leka tókst að komast þótt áfram læki á ýmsum stöðum í húsinu svo sem í kaffistofu, i húsnæði Orðabókar- innar og víðar. Samkvæmt upplýsingum Magga Jónssonar arkitekts sem sér um tæknilegt eftirlit með húsum Há- skólans, þá hefur aldrei fullkom- lega tekizt að koma í veg fyrir lekann á þaki Árnastofnunar, en hann kvað lekann yfirleitt hafa verið lítinn. Hugmyndir ad mótast um samfellt byggirigar- svæði iðnaðar í Rvík „ÞAÐ ER stefnt að því að tillögur um samfellt byggingarsvæði iðn- aðarins f Reykjavík fari fyrir borgarráð í næstu viku, en þessar tillögur hafa borgarráð og Meist- arasamband byggingarmanna unnið saman," sagði Gunnar Björnsson formaður Meistara- sambandsins i samtaíivið Mbl. í gær, en hins vegar kvað Gunnar ekki tímabært að segja frá hug- myndum í þessum efnum fyrr en málið væri komið fyrir borgarráð. Átelur ákvördun yfirnefndarinnar EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Kven- réttindafélags Islands hinn 16. janúar 1978: „Stjórn Kvenréttindafélags ís- lands átelur harðlega þá ákvörð- un yfirnefndar í verðlagsmálum landbúnaðarins, að meta land- búnaðarstörf til mismunandi launa eftir því hvort þau erú unn- in af karli eða konu. Stjórnin tel- ur að ákvörðun þessi sé brot á 2. grein laga nr. 78/1976 um jafn- rétti kvenna og karla. Kvenréttindafélagið lýsir full- um stuðningi við framleiðenda- fulltrúa í sexmannanefnd og skor- ar á þá að láta reyna á réttmæti ákvörðunar yfirnefndar fyrir dómstólunum." Sjálfkjörið í Félagi járniðnaðarmanna S.l. þriðjudag 31. jan. kl. 18.00 rann tít frestur til að skila tillög- um um skipan stjórnar og trún- aðarmannaráðs Félags járn- iðnaðarmanna. Einn Jisti kom fram, borinn fram af trúnaðar- mannaráði félagsins, og eru þeir sem skipa hann því sjálfkiörnir f stjórn og trúnaðarmannaráð Fél- ags járniðnaðarmanna. I stjórn og trúnaðarmannaráði Félags járniðnaðarmanna verða eftirtaldir næsta starfsár: Stjórn: Form. Guðjón Jónsson, varaform. Tryggvi Benediktsson, ritari, Jóhannes Halldórsson vararit., Gísli Sigurhansson, fjár- málaritari, . Kristinn Karlsson, gjaldkeri Guðniundur S.M. Jónas- son, meðstjórnandi Guðmundur Bjarnleifsson. Trúnaðarmannaráð auk stjórnar: Björgvin Guðmundsson, Brynjólf- ur Ö. Steinsson, Lárus Jónatans- son, Gylfi Theodórsson, Örn Harðarson, Rögnvaldur J. Axels- son, Birgir V. Helgason, Birgir Agústsson, Einar Brynjólfsson, Finnbogi Þórir Jónsson, Lárus S. Guðjónsson, Öli Stefáns Runólfs- son, Öskar Lindal Jason, Harry A. Herlufssen, Guðmundur Ag. Pétursson, Haukur H. Þorvalds- son, Valgerður Friðjónsson, Ingólfur Jónsson, Snorri Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.