Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 MORöJfv- RAFr/N(J (() £<f* ^-5. GRANI göslari Þú kcmur sko á réltu augira- bliki. — Mig vantar nokkur egg í kökurnar! Það er svo ósk hins látna að öskunni verði dreift yfir stofu- gólfið heima hjá honum. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I vörn lenda spilarar nokkuð oft í stöðum, þar sem vitað er að nægur slagafjöldi er sennilega fyrir hendi. En vandinn er að ná þeim. Lesendur fá í dag slíkt við- fangsefni. Austur gefur, allir á hættu. Hendur austurs (blinds) og suðurs eru þessar: Austur S. 10 H. KDG T. A 1053 L. KD1086 Suður S. K2 H. A975 T. K8 L. G9742 Sagnirnar voru fáar. Austur opnaði á einu laufi og vestur stökk í fjóra spaða, sem er loka- sögnin. Norður spilar út tígul- drottningu og fær slaginn. Hann spilar aftur tígli, sem tekinn er í borðinu. Sagnhafi fer inn á höndina á laufás og spilar hjarta. Norður lætur lágt og nú ættu lesendur að ákveða framhaldið. Sagnhafi virðist ætla að láta tigul af hendinni í laufkónginn og koma verður í veg fyrir það. Við tökum því strax á hjartaásinn og nú þarf að koma norðri inn til að taka á tígulgosa. Nú þegar höfum við ákveðið, að laufásinn hafi ver- ið einspil. Norður getur því ekki trompað lauf. Þá er eini mögu- leikinn að allar hendurnar séu eitthvað á þessa leið. Norður S. 1)74 H. 8642 T. D<j97 L. 53 Má ég biðja yður að opna munninn? Hundarnir enn % Hundarnir enn Kona, sem á heima við Rauðalæk, hringdi og bað Velvak- anda að færa stallsystur sinni við sömu götu kærar þakkir fyrir bréfið s.l. sunnudag. Hún sagðist horfa með óhug á hunda, sem sleppt væri lausum við barnaleik- völlinn þarna í nágrenninu eða jafnvel inni á honum. Eins væri, þegar hundar væru í vörzlu ungra barna, sem ekki réðu við þá. Konan sagðist i rauninni ekki vita, hvað hægt væri að gera. Hundahald væri bannað i borg- inni, en þó látið afskiptalitið. Hún hafði enga trú á að nokkurn árangur bæri þótt leitað væri til lögreglunnar, en kvaðst nú ákveðin i að snúa sér til heii- brigðisnefndar. Árangurs væri kannski að vænta þar, fyrst hundar gætu verið slikir smitber- ar, að mönnum og þá einkum börnum stafaði hætta af. Velvakandi reyndi að leita sér upplýsinga um það hvers vegna reglum um hundahald væri ekki framfylgt i Reykjavik eins og öðr- um reglum, sem settar hefðu ver- ið og fékk eftirfarandi upplýsing- ar. Til þess að hægt sé að ganga almennilega eftir þessu, og dóm- stólar taki hundabannsmá! til meðferðar, þarf að breyta lögum. Þannig stendur á að sektir fyrir að halda ólöglega hunda eru svo lágar, að löglegum aðilum þykja viðurlög of lítil til að úrskurða húsleit. Og meðan dómstólar ekki vilja gefa út slikan úrskurð, á lögregla erfitt með að halda uppi lögum hvað þetta snertir. Ekki nema þegar kært er yfir hundi og hann er utandyra. t verðbólgu- þjóðfélagi er auðvitað hlálegt að ákveða sektir í lögum og reglu- gerðum í krónutölu. Það býður upp á það, að á skömmum tíma verði þetta úrelt upphæð og til einskis. % Sullur ekki útdauður Þá hringdi fyrri konan af Rauðalæknum, sú sem skrifaði Veslur S. AG98653 II. 103 T. 642 I. A Austur S. 10 H. KDG T. A1053 L. KD1086 Suður S. K2 H. A975 T. K8 L. G9742 Að spila spaðatvisti eftir að hafa tekið á hjartaásinn hefur skemmtilegar afleiðingar. Sagn- hafi hefur þegar gefið tvo slagi og kemst þá ekki hjá að gefa tvo til viðbótar. Annaðhvort einn á spaða og einn á tígul eða tvo spaðaslagi. HÚS MÁLVERKANNA ramhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 60 hvernig sem aðild þeirra var háttaó. Stúlkan, bruninn, pen- ingarnir og köfturinn. — Eg hef alltaf sagt það. Dorrit Hendberg kreisti grannar hendurnar f kjöltu sér. — Það er hættulegt, alveg stórhættulegt að búa aleinn og hafa til dæmis engan sfma. — Ég ætla líka að fara héð- an. Birgitte var ólýsanlega þreytt. — Ég veit ekki hver það er sem er að reyna að flæma mfg héðan. Ég veit ekki hvers vegna. En ég hef ákveðið að ég ætla að fara. — Ekki hélt ég þú létír hræða þig svo blatt... Þetta hlýtur að vera einhvers konar grátt gaman... það eru ein- hverjir krakkar úr þorpinu. Morten hafði staðið upp. — Ég er heldur ekki hrædd. Birgitte fann reiðina blossa upp innra með sér. — Auðvitað er ég ekki hrædd. En einhverjum hefur að minnsta kosti tekizt að gera mér lífið hér óba*rilegt. Ég var hingað komin til þess að vinna og fái ég ekki vinnufrið er allt fyrir bl og ég fer heim til Kaup- mannahafnar á morgun.. . þegar ég er búin að taka til mesta draslið. Hún benti í kringum sig f stofunni. Émma Dahlgren sat og horfði niður fyrir sig. Hún gat ekki fengið af sér að horfa á systur sfna. Dorrit sem hafði fengið eins konar sigurglampa f aug- un. Dorrit sem gat næstum ekki leynt feginsandvarpi. þegar Birgitte sagðist ætla að fara. — Ekki sérlega gestrisin sveit. Rödd Birgitte var beisk. — En ég fékk að minnsta kosti hugmynd að bók og mér skal sannarlega takst að Ijúka henni. ÞÖgn í stofúnni. Þögn hlaðin eftirvæntingu. — Hús málverkanna. Carl Hendberg horfðist f augu við Birgitte. — Ég hef heyrt náfnið. Um hvað á bókin að vera? — Um hús með mörgum myndum. Rödd Birgitte var kuldaleg. Hún hataði þau öll upp til hðpa þessa stundina. Hana langaði til að særa þau eins og þau höfðu sært hana. Dorrit sat of fitlaði við hring- inn sinn, eins og hún gerði jafnan til að leyna þvf hversu hendurnar á henni skulfu. — Sögusviðið á að vera Ijós- myndastofa. Það var Morten sem rauf hina vandræðalegu þögn. — Og þar kemur við sögu glæsileg Ijósmyndafyrirsæta sem smyglar eiturlyfjum. Birgitte hafði næstum misst stjórn á sér. Það var eitthvað illt þarna inni. Þau höfðu gert hvað þau gátu til að hrekja hana brott og tekizt það. — Og einn Ijósmyndaranna er í rauninni morðingi, en hann myrðir bara þær sem hann hefur tekið beztu myndirnar af og þegar hann er búinn að myrða þær hengir hann m.vndir af þeim upp á vegg. — Þetta er sannarlega við- bjóðsleg bók. Dorrit Hendberg leit upp. — Hreint út sagt andstyggileg. — Og svo er ein óþekkt stærð. Hún réð sér ekki lengur... hún vildi særa þau... vildi gera þeim eins mikið illt og hún gat. — Og óþekkta stærðin... það er stúlkan sem alltaf stendur fyrir framan spegil. Tilhúin að taka sess hinna sem eru horfnar af sjónarsviðinu. Hún sá enn á ný fyrir sér stóru dagstofuna þar sem þau höfðu öll setið. Hún sá spegil- m.vnd Susie. Morten við píanó- ið, málverkið ófullgerða af Dorrit Hendberg, dánu konun- um þremur og systurinni frá Bandarfkjunum. Og svo er... Hún snökkþagnaði. Loksíns hafði runnið upp fyrir henni Ijós ... hvað henni hafði fund- ist bogið við í stofunni, en hún gat ekki sagt það hér ... ekki þegar lögreglan var við- stödd ... — Og hvað svo meira. Carl Hendberg horfði á hana og virtist hafa áhuga á þvf sem hún sagði. — Ekkert meira ... ég. — Ég heyri nú ekki betur en þetta dugi... Morten brosti hlýlega. — Mér þykir leitt að ég skuli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.