Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1978 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI bréfið, sem hér birtist i dálkunum og vildi bæta við sitt tillegg: Hún kvaðst hafa séð i blaði eftir að hún skrifaði sitt bréf, viðtal við Sigurð Sigurðsson, dýralækni á Keldum, þar sem hann segir að auk þess sem spóluormar eru algengir i hundum, þá sé sullur ekki útdauður á Islandi. Nú i haust hafði fundizt igulsullur austur á Breiðdalsvík í kind, sem var slátrað þar. Fyrir tveimur ár- um hafi fundizt sullur i kind i Vopnafirði og að frá 1968 hafi af og til fundizt sullur i sláturhúsinu á Breiðdalsvik. Fram að þeim tíma hafi ekki fundizt sullur á Islandi i 15 ár. Segir Sigurður, að ef ekki sé höfð fyllsta aðgæzla i þessum málum, gæti svo farið að sullaveiki breiddist út aftur. En fyrir það unga fólk, sem ekki er kunnug: þeim skelfilega sjúkdómi sullaveiki og tilurð hans, er rétt að útskýra hvernig hann berst. Grmurinn lifir I hundum. Eggin ganga niður af honum með saur. Eggin geta svo komizt í sauðfé og jafnvel menn. Ef eggið kemst ofan i t.d. menn, klekst það út og lifran berst út i blóðið. Hún getur svo setzt að og myndað sull, t.d. I lifur og lungum. En haft er eftir dýralækninum að til litils hafi verið barizt langri og erfiðri baráttu, ef sullaveiki breiðist nú út að nv.iu. Vildi konan á Rauðalæknum koma þessu á framfæri. ST.OR- UTSALA Þessir hringciu . . . £ Vankunnátta í notkun stefnusljósa Ökumaður skrifar: Er ekki hægt að kenna Ís- lendingum að nota stefnuljós réttilega. Greinilega er þarna skortur á kennslu á þessum þætti, þvl varla nokkur maður gefur stefnuljós fyrr en svo seint að það kemur að engu gagni fyrir þá sem eru í kringum hann. Stefnuljósin eru til þess að gefa bílstjórum og öðrum vegfarendum til kynna við hverju megi búast og veita þeim svigrúm til réttra viðbragða. ' Einkum er það áberandi hve mikil hætta stafar af þvi, þegar menn gefa ekki merki með nægi- legum fyrirvara nú þegar snjór er og hálka. Billinn á eftir hefur ekkert gagn af þvi, þó merki sé gefið um að sá sem á undan fer ætli að beygja eða draga úr ferð um leið og hann gerir það. Þá hefur hann enga möguleika á að hemla hægt, eins og verður að gera á hálku eða sveigja til. Ég sá i blöðunum frétt um að á steyptu brautinni í Kópavogi hafi 11 bilar lent saman i einum árekstri vegna hálku. Þetta kemur mér ekki á óvart. Bilarnir aka svo nálægt hver öðrum, og gefa svo seint merki að bókstaf- lega ekkert er hægt að gera, ef eitthvað út af bregður hjá einum bil. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson A skákþingi Ungverjalands í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Vadasz og Lukacz, sem hafði svart og átti leik. Lukacz gerði sér nú lítið fyrir gegn stór- meistaranum og þvingaði fram óverjandi mát. Æ Eg legg þvi til að ökukennarar hefji nú herferð og reyni að gera nemendum sinum ljóst til hvers stefnuljós eru. Þau séu ekki bara til þess að maður lendi ekki i lögreglunni ef maður gefur þau ekki. Eins að lögreglan taki hart á þvf, ef stefnuljós eru ekki gefin nægilega snemma. Ljós sem gefin eru um eða eftir að menn fara að draga úr ferð til að beygja eru einskis virði. HÖGNI HREKKVÍSI 30___Hf4! og hvitur gafst sam- stundis upp. Eftir 31. gxf4 — g4+, 32. Kg3 — Rf5 er hann mát. <& 1978 McNaufht Sy nil . Idc. ' |1 rn fii - .- . " ¦ IltC Óþolandi þegar hann er að elta mann á röndum. DOMUDEILD Flónel 300 kr. m. Köflótt denim 300 kr. m. Köflótt bómullarefni 400 kr. m. Kjólaefni 500 kr. m. Terylene kjólaefni 600 kr. m. Svart rifflað flauel 800 kr. m. Diolin efni br. 1.50, 1000 kr. m Denimefni br. 1 .50 1000 kr. m. UII- og teryleneefni br. 1.50, 1200 kr. m Kvenbuxur 300 kr. Handklæði frá 400 kr Ullargarn margarteg. Borðdúkar frá 500 kr. HERRADEILD Herraskyrtur 2000 kr. Peysur frá 2000 kr. Náttföt 1 700 kr. Hlírabolir 675 kr. Stuttar buxur 675 kr Hálfermabolir 900 kr. Síðar buxur 1100 kr. Stuttar drengjabuxur 475 kr. Drengjaskyrtur 1 700 kr. Allt selst fyrir ótrúlega lágt verð OPIÐ TIL 12 LAUGARDAG Egill lacobsen Austurstræti 9 dilkakiöt áhagstæóu veröi Nýtt verð Okkar verð Heilskrokkar I verðflokkur Heilskrokkar II verðflokkur Súpukjöt Lœri Hryggir Lærisneiðar Kdtelettur Saltkjöt s'íög ^S^ 842 /kg. ^i^ 779 /kg. 1>8^. 875 /kg. ÍÍ!«Q 998 /kg. Í^S^ 1.021 /kg. iT^a 1.238 /kg. 1>ÍQ, 1.121 /kg. i^t9Q, 1.022 /kg. "'ÍBD 600 /kg. QPID TIL KL8 AMMAÐKVÖIxD LOKAD Á Li^CJARDAG. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.