Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978 NYIR MEISTARAR KRYNDIR A HM Rúmenar hafa oftast orðið meistarar en ísland er með 10. bezta árangurinn NÚ er Ijóst að nýtt nafn verður skráð á heimsmeistarabikarinn í handknattleik. Rúmenar, sem eru núverandi heimsmeistarar, hafa með tapinu gegn Júgóslövum misst af öllum mögu- leikum til þess að halda titlinum, sem þeir hafa unnið oftast allra þjóða, eða í fjögur skipti í þau átta, sem heimsmeistara- keppnin í handknattleik hefur farið fram. Þegar litið er á frammistöðu þeirra þjóða, sem komust í lokakeppnina að þessu sinni, kemur ¦' Ijós að Island er I 10. sæti hvað árangur snertir fram til ársins 1974 og að keppninni það ár meðtalinni. fsland hefur fimm sinnum komizt í lokakeppni HM, en aðeins þrjú lönd hafa komizt ( lokakeppnina I 611 þau skipti, sem hún hefur verið haldin, en það eru Vestur-Þýzkaland, Oanmörk og Svfþjðð. Vestur-Þjóðverjar hafa hlotið mjög óhagstæð, 370 mörk höf- flest stig frá upphafi eða 61 og eru þá ekki reiknað með stig í yfirstandandi keppni. Tékkar hafa sjö sinnum verið í loka- keppninni og hafa hlotið 59 stig, Svíar hafa átta sinnum leikið í keppninni eins og fyrr segir og hlotið 56 stig, Rúmenar hafa sex sinnum leikið í loka- keppninni og hlotið samtals 52 stig, Danir hafa hlotið 42 stig þau 8 skipti, sem þeir hafa ver- ið í lokakeppninni, Júgóslavar hafa hlotið 35 stig og 6 sinnum komizt í úrslitakeppnina, Sovét- menn hafa 31 stig og keppt fjór- um sinnum, Austur-Þýzkaland hefur keppt jafnoft og hlotið 23 stig, Pólland hefur hlotið 14 stig, keppt fjórum sinnum og ísland er í tíunda sæti með 15 stig í þau fimm skipti, sem landið hefur komizt í úrslita- keppnina. Fyrir neðan okkur eru Norð- menn með 12 stig (6 sinnum keppt), Japan 11 stig (5), Frakkar 9 stig (6 sinnum keppt), en alis hafa 14 þjóðir til viðbótar komizt í lokakeppnina en þær verða ekki taldar upp hér. íslendingar hafa í þau fimm skipti, sem þeir hafa komizt í lokakeppni HM leikið 21 leik, unnið sjö, einu sinni gert jafn- tefli og 13 sinnum tapað. Markatalan í lokakeppni HM er um við fengið á okkur en skor- að315. Heimsmeistarakeppnin í handknattleik var fyrst haldin i Þýzkalandi árið 1938 og þá unnu Þjóðverjar. Austurríki varð í öðru sæti, tapaði úrslita- leiknum 5:4. Síðan var keppnin ekki haldin aftur fyrr en árið 1954 og þá í Sviþjóð. Gest- gjafarnir sigruðu V-Þjóðverja í úrslitum 17:14, Tékkar urðu þriðju og Svisslendingar fjórðu. Arið 1958 var keppt í Austur-Þýzkalandi og þá sigr- uðu Svíar Tékka í úrslitum 22:12 og vörðu þar með titilinn frá 1954, V-Þýzkaland varð í þriðja sæti, og Danmörk í fjórða sæti. Árið 1961 var loka-- keppnin i V-Þýzkalandi og í það skipti náði ísland betri árangri en nokkru sinni fyrr og síðar er liðið hafnaði i 6. sæti. Rúmenar báru sigur úr býtum í keppn- inni, unnu Tékka í úrslitaleikn- um 9:8, Svíar urðu þriðju og V-Þjóðverjar fjórðu. Arið 1964 var keppnin haldin í Tékkóslóvakíu og enn unnu Rúmenar. Urslitaleiknum milli Rúmena og Svía lauk með sigri Rúmena 25:22. Þriðju urðu Tékkar og Vestur-Þjóðverjar lentu í fjórða sæti. Árið 1967 var keppt í Svíþjóð og Tékkar, sem oft höfðu verið nálægt því að hreppa heims- meistaratitilinn unnu nú loks þennan eftirsótta titil. Þeir sigruðu Dani i úrslitunum 14:11, Rúmenar urðu þriðju og Sovétmenn höfnuðu í fjórða sæti. Árið 1970 var keppt í Frakklandi og þá sigruðu Rúmenar Austur-Þjóðverja í úrslitaleiknum 16:12, Júgóslav- ar urðu þriðju og Danir urðu í fjórða sæti. Siðast var keppt í Austur-Þýzkalandi 1964 og enn einu sinni urðu Rúmenar heimsmeistarar, í fjórða skipti, Þeir sigruðu gestgjfana Austur- Þjóðverja í úrslitunum 14:12. Júgóslavar urðu þriðju og Pól- verjar fjórðu. Þess má geta, að þjálfari Pólverja, sem þarna urðu í fjórða sæti nokkuð á óvart var Janusz Cerwinski, nú- verandi landsliðsþjálfari is- lands. Stefan Birtalan (f dökka búningnum) hefur verið drjúgur að skora fyrir Rúmena i HM í Dan- mörku en það hefur ekki dugað. Rúmenar eiga ekki lengur möguleika á að halda heimsmeistara- titlinum í handknattleik. Er átaks að vænta hjá KKÍ? ÞAÐ er dumbungur yfir íslenzku íþróttalífi eftir hrakfarir handknattleiksmanna okkar í Danmörku. Miklu var fórnað, en ekkert uppskorið og kröfum almennings um sigra var ekki fullnægt. Það undrar því engan þótt einhverjir hafi misst trúna á íslenzka íþróttamenn. Er því efst á baugi nú, að snúa vörn í sókn og sýna þeim, sem efast, að íþróttamenn okkar eru sömu hæfileikum gæddir og íþróttamenn annarra þjóða. I apríl mun fara fram hér á landi Norðurlandamót í Kórfu- knattleik, svokallaó POLAR CUP. Gefst þá íslenzkum kórfu- knattleiksmönnum tækifæri til að sanna að íþrótt þeirra er í framför og jafnframt geta þeir sýnt aðdáendum og stuðnings- mónnum að tíma þeirra og fjár- munum er varið til gagns. Þeir, sem fylgst hafa með körfu- knattleiknum í vetur geta vott- að það, að mikils áhuga gætir hjá leikmönnum 1. deildar liðanna og kemur það fram í betri kórfuknattleik og jófnu og spennandi Islandsmóti. Fimm félög hafa fengið til liðs við sig bandaríska leikmenn og þjálfara og hafa þeir haft mikil áhrif á lið sín, enda flestir góðir á sínu sviði. Það virðist því allt á grænni grein hjá körfuknatt- leiksmönnum. En er svo i reynd? Því miður eru verulega dökkir blettir á starfsemi Körfuknattleikssambands Íslands og stór spurning hvort þar fari fram nokkur starfsemi yfirleitt. Sannmælis verða þeir stjórnarmenn þó að njóta. Þeir réðu miðlungs góðan íslenzkan þjálfara til landsliðsins, án þess að leita til þeirra erlendu þjálf- ara, sem hér eru staddir. Hefur þó einn þeirra, Dirk Dunbar, IS, sagst vera tilbúinn til að taka að sér þjálfun landsliðsins án endurgjalds. Þess má geta að Dunbar hefur þjálfað meistaraflokk kvenna hjá ÍS og er það lið nú eitt besta kvenna- lið, sem hér hefur fram komið. Er ekki rétt áð virkja þá kunnáttu sem þessir erlendu leikmenn og þjálfarar biía yfir, heldur en að láta ódýrt vinnu- afl þeirra renna okkur úr greipum? Bandaríkjamennirn- ir eru allir tilbúnir til að starfa ef félög þeirra leyfa, en frum- kvæðið þarf að koma frá KKÍ. Við erum ekki það vel staddir á þessu sviði, að við getum leyft okkur að líta framhjá þeim tækifærum, sem þessir menn bjóða upp á. Nú eru tæpir þrír mánuðir i POLAR CUP og enn má bæta úr mistökunum, en varla verður svo gert meðan körfu- knattleikssambandið er jafnt blint á eigið ágæti og raun ber vitni. Vafalaust verður sá þjálf- ari, sem nú er við stjórnvölinn, látinn stýra landsliðinu út þetta keppnistímabil, þrátt fyrir að almenn óánægja sé meðal landsliðsmanna sjálfra. Er ekki verið að stíma í strand? Þegar almenningur gerir svo miklar kröfur til íþróttamannanna, verða þeir að geta treyst forystu sinni. Slíku er ekki að heilsa hjá körfuknattleiks- mönnum og er nú vart annað fyrir stjórn KKÍ að gera en taka sig saman í andlitinu eða segja af sér ella. Nýlega var framkvæmda- stjóri KKÍ rekinn og telja sum- ir það spor í framfaraátt. Hefur öll framkvæmd á málum KKI verið til skammar og geta þeir, sem þurft hafa að leita til sam- bandsins, borið þar um vitni. Má helst nefna ævintýralega landsliðsför til Noregs og svo „happdrættisskandalann". í nefndri Iandsliðsför gátu fjöl- miðlar ekki fengið nokkrar upplýsingar hvar landsliðs- mennirnir ættu að búa og því síður vissu nefndarmenn hvar landsleikirnir ættu að fara fram og hvenær. Sá lærdómur var þó dreginn af þessari ferð, að landslið Noregs er mun betra en það íslenzka þótt körfuknattleikur þar sé síst betri en hérlendis. KKÍ kom af stað happdrætti til stuðnings mjög bágbornum fjárhag og á dráttur að fara fram í marz. Einn galli er á þessu happdrætti, en hann er sá, að aðeins einstöku félag hef- ur fengið miðana senda til sölu og meirihluti þeirra liggur á skrifstofu KKÍ. Er ekki full- ljóst hvernig gróði á að fást með slíkum vinnubrögóum og viðbúið að skuldahalinn lengist heldur en hitt. Í þessum pistli hefur aðeins verið minnst á nokkur atriði, en fleira mætti tina til. Slik upptalning skal þó ekki gerð í þeirri von að úr málum rætist. Það er leikmönnum og aðdáendum til mikils ama að vita af jafn veikri forystu, þegar slíkur uppgangur er hjá flestum félögum. Ef forystan sér ekki að sér í tæka tíð, getur hun valdið körfuknattleiknum óbætanlegum skaða. Enginn vill vera* lélegastúr, hvorki í handknattleik, knattspyrnu né öðrum íþróttum. Landslið okkar í knattspyrnu og hand- knattleik hafa náð athyglis- verðum árangri með sterkri forystu og einhug um að gera sífellt betur. Fer nú röðin ekki að koma að körfuknattleiks- mönnim eða eigum við að sætta okkur við að eiga aðeins 3. flokkslandslið? GG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.