Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 44
 r AtCI.VSINÍiASÍMJNN EK: 2*» 22480 __J IHwrfittnbldíiií) Lækkar hitakostnaðinn FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1978 Hæstiréttur: Sey ðisfjörður f ær ekki aflagjald af loðnu í Norglobal ISBJÖRNINN h.f. og Hafsíld h.f. á I Seyðisjfirði hafa verið sýknuð af dómkröfum Seyðisfjarðarkaup- Karnabær og Sævar Baldursson kaupa Belgja- gerðina KARNABÆR og Sævar Baldursson hafa keypt fynrtækið Belgjagerðina og var kaupverð 61 milljón króna Sævar Baldursson verður fram- kvæmdastjón fynrtækisins, en hann er eigandi að þv! til jafns við Karnabæ. Belgjagerðin mun starfa áfram í núverandi húsnæði að Bolholti 6 sem fynrtækið leigir, fram til ára móta, en þá flytjast í nýtt húsnæði, sem Karnabær er að byggja ! nýj- um iðngörðum, en það húsnæði verður um 3000 fermetrar Að sögn Guðlaugs Bergmanns, framkvæmdastjóra Karnabæjar, mun Belgjagerðin áfram framleiða úlpur, svefnpoka, tjöld og vinnu- falnað, en auk þess hefur fynrtækið saumað fatnað fyrir Karnabæ og sagði Guðlaugur að sú starfsemi yrði mjög aukin Hjá Belgjagerðinm starfa nú 46 manns Sævar Baldursson. fram- kvæmdastjón Belgjagerðannnar, hefur starfað hjá Karnabæ frá upp- hafi staðar, sem höfðaði mál fyrir hönd Hafnarsjóðs Seyðisfjarðar og krafðist aflagjalds af þeirri loðnu, sem landað var í verksmiðjuskipið Norglobal. (Jtgerðarmenn, sem Iönduðu í verksmiðjuskipið, mót- mæltu því að aflagjaldi væri hald- ið eftir af leigjendum skipsins. Lögðu þcir fjárhæðina inn á bók og neituðu að grciða, fyrr en ljóst væri, hver ætti að fá aflagjaldið. I undirrétti sýknaði dómurinn ísbjörninn h.f. og Hafsíld og komst að þeirri niðurstöðu að þeim bæri ekki að greiða Hafnar- sjóði Seyðisfjarðar aflagjaldið. Stefndu lögðu fjárhæðina inn á bundna sparisjóðsbók og töldu sig Framhald á bls. 27 HORT KOM I GÆR — Þeir koma nú hver af öðrum til landsins erlendu skákmeistararnir, sem keppa munu á alþjóðamótinu ! skák, sem hcfst á Hótel Loftleiðum um helgina. t gær kom Tékkinn Hort og við komuna kvaðst hann vcra mjög ánægður yfir því að vcra kominn aftur til fslands, hcr kynni hann vel við sig. I dag koma Brownc. Larscn, Polugacvsky, Ögaard og Kii/min og á morgun koma tvcir þcir síðustu, Miles og Smejkal. Myndin var tekin af Hort í gærkvöldi við komuna til Reykjavíkur og er Einar S. Einarsson með honum. Ljósm. RAX. 85 sovézkar herflugvélar til íslands á árimi 1977 Sívaxandi umsvif sovézka flotans á hafinu í grennd við landið SOVÉTRlKIN halda enn upp- teknum hætti og senda í sífellu herflugvélar upp að ströndum ís- lands. A síðastliðnu ári þurfti varnarliðið að senda á loft her- flugvélar 85 sinnum til þess að Ný eintök gerð af kvikmyndum Lofts Guðmundssonar SAMKOMULAG hefur orðið um. að á vegum mcnntamálaráðuneyt- isins Verði gerð ný eintök af leiknum kvikmyndum Lofts heit- ins Guðmundssonar; Milli fjalls og fjöru og Niðursetningnum, en sú síðarnefnda verður sýnd í sjón- varpinu á föstudagskvöld í tilefni kvikmyndahátíðar þeirrar, scm hcfst í dag klukkan 15:30 í Há- skólabíói. Einu eintökin, sem til eru af framangreindum kvikmyndum Lofts, eru frumeintökin, sem búið er að sýna oft og mörgum sinnum og því hefur orðið að ráði að meimtamálaráðuneytið láti í til- Viðmiðunarverð freðfisks hækkað um 20% ST.JÓRN Verðjöfnunarsjóðs sjáv- arútvegsins fjallaði í gær um við- miðunarverð freðfisks. Sam- kvæmt upplýsingum Daviðs 01- afssonar seðlabankastjóra, sem er formaður sjóðsstjórnar, var ákveðið að viðmiðunarverð skyldi hækka um 20% frá því sem verið hefur. Ekki var gengið frá viðmiðunar- verði annarra vinnslutegunda fisks að þessu sinni. efni kvikmyndahátíðarinnar gera ný eintök af myndunum. Fyrri myndina, Milli fjalls og fjöru, gerði Loftur 1948 og var það fyrsta leikna myndin með tali og tónum, sem gerð var af íslenzk- um aðila. Niðursetninginn gerði Loftur svo 1951 og var kvikmynd- in frumsýnd skömmu fyrir iát hans. Báðar kvikmyndirnar voru teknar í litum. koma í veg fyrir að sovézku her- flugvélarnar færu inn að strönd- um landsins. t janúarmánuði sendu Sovétmenn 10 sinnum her- flugvélar til Islands. Samkvæmt upplýsingum varnarliðsins er nokkuð misjafnt, hversu oft sovézkar herflugvélar koma til landsins. Getur slíkt gerzt dag eftir dag eða með lengra millibili. Fer það eftir veðri og birtu. A árinu 1977 jukust einnig mjög umsvif sovézka flotans á Norður-Atlantshafi og náðu há- marki með tveimur umfangsmikl- um heræfingum á Noregshafi og Norður-Atlantshafi í apríl og júní. Þátt í þessum heræfingum tók mikill fjöldi herskipa, en flug- vélamóðurskipið Kiev kom þar einnig við sögu ásamt fjölda venjulegra og kjarnorkuknúinna kafbáta. Aprílæfingarnar voru að öllum líkindum umfangsmestu heræfingar sovézka flotans til þessa. A síðastliðnum 12 mánuðum hafa Sovétríkin haft a.m.k. 5 her- Framhald á bls. 24 Mynd þessi cr af stéli sovézkrar herflugvélar, sem gengur undir nafninu „Björninn". Grcinilcga má sjá, hvar tvcir sovézkir hcrmcnn sitja við miðunartæki stélbyssanna. — Ljósmynd: varnarliðið. Þriggja ára drengur hrapar í Húsavíkurhöfða: Lá hreyfingarlaus ó berg- syllu í rúma klukkustund ÞRIGGJA ára gamall drengur, Sævar Pétursson, Sólbakka 4 á Húsavík, hrapaði í gær í Húsa- víkurhöfða um 10 metra á stað þar sem þverhnípi er í sjó fram. Stöðvaðist litli drengur- inn á mjórri syllu og beið þar á aðra klukkustund unz hjálp barst. Hélt Sævar ávallt kyrru fyrir og má segja að það hafi orðið honum til lífs. Hann kallaði á pabba og mömmu, en án árahgurs, engínn heyrði til hans. Ennfremur kallaði hann til skipa, sem fram hjá sigldu, en fjarlægðin var of mikil til þess að hrópin heyrðust. Síðan var farið að óttast um Sævar og fannst hann f bjarginu. Er Sævari hafði verið bjargað var hann fluttur f sjúkrahúsið á Húsavfk, en fékk síðan að fara heim, þar sem hann var svo til ómeiddur. Foreldrar Sævars eru hjónin Pétur Olgeirsson og Asa Hólm- geirsdóttir í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur Olgeirsson í gær, að svo hagaði til að Sólbakki væri yzta gatan við Húsavikurhöfða. Er höfðinn rétt neðan við göt- una. Sævar var klæddur til úti- veru rétt eftir hádegið í gær og fór út að leika sér með þremur Framhald á bls. 24 Grunurum fíkniefna- smygl í kílóatali: Maður hand- tekinnnyrðra og fluttur til Reykjavíkur SJOMAÐUR á norðlenzkum fiskibáti var i gær handtekinn og úrskurðaður í allt að 7 daga gæzluvarðhald vegna fíkni- efnamálsins, sem Ffkniefna- dómstóllinn og fíkniefnadeild lögreglunnar vinna nú að. Sitja þá 5 ungir menn í gæzlu- varðhaldi vcgna þessa máls. Grunur lék á þvi að umrædd- ur maður byggi yfir vitneskju Framhald á bls. 33. Brezhnev skrif ar íslend- ingum bréf um nifteinda- sprengju EINAR Agústsson utanrfkisráð- herra skýrði Morgunblaðinu frá þvf í gær að sér hefði borizt bréf frá forseta Sovétríkjanna og aðal- ritara Kommúnistaflokksins, Leo- nid Brezhnev. I bréfinu fjallar Brezhnev um kjarnorkuvopn og Framhald á bls. 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.