Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 28. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Starfsmenn hollenzka heilbrigðiseftirlitsins skoða appelsínur f Maaspricht f Hollandi og kanna hvort sett hafi verið f þær kvikasilfurupplausn. Fleiri appelsínur í Evrópu eitraðar Sýni tekin hérlendis af Jaffa-appelsínum Haag, Tel Aviv, 2. febr. AP, Reuter. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD f Hollandi og V-Þýzkalandi fundu í dag nokkrar fleiri eitraðar appelsfnur f verzlun- um og vöruhúsum í löndunum og komu þessar appelsínur frá Spáni að sögn yfirvalda. Fund- ur þessara appelsfna kemur í kjölfar þess að undanfarna daga hafa fundizt nokkrar fsraelskar Jaffa-appelsfnur f Hollandi og V-Þýzkalandi sem eitraðar hafa verið með kvika- silfri. Fimm hollenzk skóla- börn veiktust af þessari eitrun, en þó ekki alvarlega og hafa nú náð sér, en palestfnsk samtök hafa lýst sig bera ábyrgð á þessu athæfi, sem bæði PLO- hreyfingin og ýmis Arabalönd hafa fordæmt. Líklegt er nú talið að kvika- silfrinu hafi verið sprautað í ísraelsku appelsínurnar í Antwerpen, þaðan sem þeim er dreift víða um Evrópu, og að Framhald á bls. 21 Sadat á leið til Bandarík j anna Kaddafy mætir ekki á fund harðlínuaraba í Alsír Kafró, Algeirsborg, Tel Aviv, 2. febrúar. Reuter, AP. SADAT Egyptalandsforseti kom f dag til Marokkó á leið sinni til Bandarfkjanna og átti hann í dag viðræður við Hassan konung sem hefur eindregið stutt friðarvið- leitni Sadats. Á sama tíma komu saman í Algeirsborg leiðtogar þeirra ríkja f heimi Araba sem hvað harðasta afstöðu hafa tekið gegn stefnu Sadats. Iraksstjórn tekur þó ekki þátt í þeim fundi, vegna þess að ráðamenn þar telja fundarmenn ekki nægilega ein- dregna f afstöðu sinni gegn Sadat, og sömuleiðis gat Kaddafy þjóð- arleiðtogi Líbýu ekki komið til fundarins vegna sjúkleika, að því er sagt var. Egyptalandsforseti kemur til Washington á föstudag og mun hefja viðræður við Carter Banda- ríkjaforseta og aðra ráðamenn á laugardag í Camp David í Mary- landfjöllunum. Ef að líkum iætur mun hann reyna að fá Banda- ríkjamenn til að beita ísraels- menn þrýstingi til að gefa meira eftir í samningaviðræðum við Egypta. Áður en Sadat lagði af stað í ferð sína sagðist hann vona að ferðin yrði til að gefa friðarvið- ræðunum nýjan og meiri vind f seglin. Diplómatar í Washington vara við of mikilli bjartsýni i sam- bandi við viðræður Sadats og Carters og benda á að Sadat hafi Ný málamiðlun í við- ræðunum í Salisbury Salisburv, London, 2. febrúar. AP, Reuter. NÝ málamiðlunartillaga var lögð fram í dag á fundi Smiths forsæt- isráðherra Rhodesíu og blökku- mannaleiðtoga um stjórn svartra manna í landinu. Viðræðunum hefur nú verið frestað fram yfir Frakkland: Sovétnjósn- arar í 2ja-20 árafangelsi París, 2. febr. Reuter. ÞRlR Frakkar og einn Itati sem ákærðir eru fyrir að hafa stundað njósnir fyrir Sovétrfk- in voru f dag dæmdir f tveggja til tuttugu ára fangelsis eftir þriggja daga réttarhöld fyrir sérstökum öryggisrétti. Serge Fabiew sonur rúss- nesks innflytjanda sem hafði játað að vera sekur og lýst ýmsum tækjum sem hann hefði fengið til að koma upp- lýsingum sinum áleiðis, fékk lengstan dóminn, 20 ár. Hafði hann aflað upplýsinga um öryggismál, eldflaugar og fleira og komið þeim áleiðis. Fabiew lýsti þvf yfir við réttarhöldin á hann Framhald á bls. 21 helgi á meðan viðræðuaðilarnir kynna sér tillöguna, en hún fjall- ar um það eina atriði sem enn er ósamið um, þ.e. hvort einungis hvftir menn skuli kjósa sfna full- trúa og svartir menn sína, eða hvort allir þeir sem kosningarétt hafa geti kosið um hvora tveggja fulltrúana. Andrúmsloft í viðræðum þess- um var orðið ærið þungt og Muzorwea biskup sem i fyrri viku gekk af fundi, sakaði í dag Smith og blökkumannaleiðtogana sr. Sit- hole og Jeremiah Chirau um að hafa myndað bandalag gegn sér og samtökum sínum. Það voru samtök sr. Sithole sem komu fram með málamiðlunartillöguna i dag, en ekki var látið uppi í hverju hún fælist nákvæmlega, en látið var í það skína að hún gerði ráð fyrir að blökkumenn fengju éin- hverju að ráða um hverjir yrðu fulltrúar hvftra manna og öfugt. Stjórn Smiths hefur Iagt áherzlu á að hvítir menn einir eigi að velja fulltrúa sina. Fundur Breta, Bandaríkja- manna og fulltrúa útlagasamtaka Nkomo og Mugabes sem heyja skæruhernað i Rhodesíu, virðist hafa verið að mestu árangurslaus, en honum lauk á Möltu í gær. Mikiil ágreiningur er milli Breta og Bandarikjamanna annars veg- ar og skæruliðaleiðtoganna hins vegar um bráðabirgðastjórn sem stjórna skuli landinu áður en kosningar geta farið fram og einn- ig um það hvert vera skuli hlut- verk skæruliðasveitanna i herafla landsins. Missættið á fundinum á Möltu er talið styrkja aðstöðu samningamannanna í Salisbury, en þeir aðilar sem ræddust við á Möltu hafa allir hafnað niður- stöðu Salisbury-viðræðnanna. þegar hafnað hugmyndum Cart- ers um málamiðlun og ekki sé því ljóst hverju Sadat telji sig geta átt von á af hálfu Carters. Atherton aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem að undanförnu hef- ur átt viðræður við Sadat og leið- toga ísraels, verður einnig á fundunum í Camp David og eru bundnar vonir við að hann kunni að koma með ferskar hugmyndir i málinu. ísraelski utanríkisráðherrann, Moshe Dayan, verður í Banda- ríkjunum í boði bandarískra gyð- ingasamtaka um svipað leyti og Sadat heldur heimleiðis, og hefur verið ákveðið að hann muni eiga fundi í Washington með Cyrus Framhald á bls. 21 Eþíópíumenn hefla gagnsókn með loftárásum Mogadishu, Addis Abeba, 2. febrúar. AP, Reuler. EÞÍÓPlA hefur hafið miklar loft- árásir á herafla Sómalfumanna í Ogaden-eyðimörkinni og þar með hafið gagnsókn f stríðinu, að því er vestrænir diplómatar skýrðu frá f Mogadishu í dag. Þeir sögðu að Eþfópiumenn notuðu sovézkar MIG 21 og 23 herþotur og banda- rfskar F-5 þotur í þessum árásum. Loftárásirnar byrjuðu aðfarar- nótt miðvikudags og samtfmis réðst lið Eþíópíumanna út úr borginni Harar, þar sem bæki- stöðvar þeirra eru, og ruddi sér leið fimm kílómetra til austurs. Sómalíustjórn hefur varað vest- ræna diplómata í landinu við þvi að innan tveggja vikna séu vænt- anlegar loftárásir Eþíópíumanna á borgina Hargeisa, sem er höfuð- borg norðurhéraða Sómalíu og sömuleiðis á hafnarborgina Ber- bera, en þar var til skamms tíma sovézk flotastöð. Búizt hefur verið við gagnsókn Eþíópíumanna í Ogaden i nokk- urn tfma, en undanfarnar vikur hafa verið miklir hergagnaflutn- ingar til landsins frá Sovétrikjun- um i gegnum Suður-Jemen. Vest- rænar leyniþjónustuheimildir telja að um 3000 sovézkir og kúb- anskir hermenn berjist við hlið Eþíópíumanna i Ogaden, en stjórn Eþíópíu sakaði Sómalíu- menn í dag um að hafa NATO- Framhald á bls. 21 Soares hvetur til samstöðu Lissabon. 2. febr. AP, Reuter. MARIO Soares forsætisráðherra Portúgals lagði í dag fram á þingi frumvörp stjórnar sinnar í efna- hagsmálum og sagði við það tæki- færi að efnahagslegar aðhaldsað- gerðir væru nauðsynlegar til að vernda lýðræðið f landinu. Verði frumvörpin samþykkt eins og allt bendir til, getur stjórn landsins á ný hafið samninga við Alþjóða- Framhald á bls. 21 Norski olfuborpallurinn Orion strandaður við Guernse.v á Ermarsundi. Pallinn rak þar á land í dag í ofsaveðri þegar verið var að draga hann frá Rotterdam áleiðis til Brazilfu. 33 menn voru á pallinum þegar hann rak á land en þeim var öllum bjargað. AP-símamynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.