Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978 5 kirkjukaffi og Bach-tónleikar Næstkomandi sunnudag, 5. febr., verður mikið um að vera í Laugarneskirkju. DagUrinn byrj- ar með barnaguðsþjónustu kl. 11 árdegis,' og er ástæða til að minna foreldra á að hvetja börnin sín til að sækja þessar barnaguðsþjón- ustur og gjarnan koma með börn- unum. Kl. 14 verður messa og mun safnaðarsystirin Margrét Hró- bjartsdóttir prédika. Eftír mess- una verður boðið upp á kirkju- kaffi f safnaðarsal kirkjunnar, meðan húsrúm leyfir. Þetta er nýlunda í starfi kirkjunnar, sem vonandi verður hægt að hafa oft- ar. Kl. 17 verða svo Bach-tónleikar í Kirkjunni. Gústaf Jóhannesson organisti, leikur á orgel kirkjunn- ar verk eftjr J.S. Bach. Þessir tónleikar verða mjög vandaðir og vil ég vekja sérstaka athygli á þeim. Gústaf Jóhannesson er góð- ur tónlistarmaður og með dug- meiri organistum hér á landi. Að- gangur að tónleikunum er ókeyp- is. En þar sem óðum liður að því að gera verður stórátak í safn- aðarheimilismálinu gefst fólki kostur á að leggja fram skerf sinn til þess að loknum tónleikunum. Vonandi sést það á sunnudag- inn að safnaðarsalurinn er of lítlll fyrir starfið í söfnuðinum og er safnaðarfólk hvatt til að koma til kirkju. uai|,ú Hróbjartsson sóknarprestur. Stjórn BSRB mótmælir hug- myndum um að skerða samninga STJÖRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti einróma á fundi 1. febrúar tillögu um kjaramál. þar sem hún mótmælir harðlega öllum hugmyndum um að skerða nýgerða kjarasamninga opinberra starfsmanna eða af- nema vísitöluákvæði samning- anna. f ályktuninni segir m.a.: „Vill stjórnin í því sambandi vekja athygli á því, að meginhluti hækkunar á kauptöxtum félags- Uianna BSRB eru verðlagsbætur vegna hinnar stórfelldu dýrtiðar hér á landi og auka því alls ekki kaupmátt launa. Grunnkaupshækkun sú, sem BSRB og bæjarstarfsmannafélög- in sömdu um við fjármálaráð- herra og sveitarstjórnir, miðaði að því að bæta opinberum starfs- mönnum þá gífurlegu kjaraskerð- ingu, sem þeir urðu fyrir á arun- um 1974—1977, svo og að leið- rétta launakjör opinberra starfs- manna miðað við sambærilega starfshópa. Kaupmáttaraukning opinberra starfsmanna í síðustu kjarasamn- ingum er sfst meiri en aukning þjóðartekna og þjóðarfremleiðslu undanfarin ár.“ Nafn frambjóð- anda misritaðist í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem skýrt var frá framboðs- íista Alþýðuflokksins í Reykja- neskjördæmi misritaðist nafn eins frambjóðandans. sem er í sjö- unda sæti listans. Frambjóðand- inn heitir Jórunn Guðmundsdótt- ir og er frá Sandgerði. Hlutaðeig- endur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. í fullum gangi v^rzl. samtímis \A Allt nýjar og nýlegar vörur^^^t Látið ekki happ úr hendi rsleppa ^ Við létum framleiða terelyne og ullarbuxur beint^ á vetrar-sölunaT^ Við viljum vekja athygli á því, að nýjarvörur verðateknar framogseldarmeð 10% afslætti meðan á vetrarútsölunni stendur. Mikið úrval af hljómplötum Wsr mr -miii m pr A B kTi A B B 11 i f//a'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.