Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978 Blindingsleikur á norsku Bðkmenntir eftir ERLEND JONSSON VORIÐ 1940 ráöust þýskar her- sveitir á Noreg, gengu á land sunnan til og héldu norður eftir. Norðmenn voru skipaþjóð eins og þeir hafa löngum verið. Þeir reyndu því að forða sér á skipun- um — í sömu áttir og víkingarnir forðum — og tókst það, mörgum hverjum. Asbjörn Hildremyr hét átta ára drengur. Hann barst þá til Klakksvíkur í Færeyjum með fjölskyldu sinni. Þar var staðið við sumarlangt, síðan haldið til Islanðs og hér dvaldist Hildrem- yr öll stríðsárin, gekk hér í barna- skóla og lærði vitanlega íslenzku; hélt svo heim að striði loknu þar sem hann lagði síðan gerva hönd á margt. Maðal annars hefur hann þýtt nokkrar íslenzkar bækur á norsku, nú síðast Blindingsleik Guðmundar Danielssonar sem hann nefnir Blindebukk og ný-, lega kom út á Fonna forlag. Hildremyr hefur sjálfur skrifað bækur, ennfremur hef ég haft spurnir af að Blindebukk hafi verið vel tekið i Noregi og þykir mér það benda til að þýðing hans hafi tekist vel — skáldverk, sem snúið er til annars máls, á vitan- lega mikið undir þýðanda, mjög mikið. Fram undir þetta hefur gengið nokkuð seint að koma íslenzkum skáldsögum á framfæri í Noregi, þrátt fyrir góðan hug norðmanna til okkar og margnefnda frænd- semi. En það kann að breytast til hins betra. Norðmenn eru bóka- þjóð þó með öðrum hætti sé en við. Og þeir hafa — sem ekki verður sagt um alla útlendinga — talsverðan áhuga á því sem hér gerist. En þeir eiga líka við inn- byrðis vandamál að glíma, og á ég þá við greining norskunnar í mis- munandi mállýskur. Þess konar sundurgreining þjóðtungu verður alls staðar tilfinninga- og deilu- mál. Við skiljum það tæpast. Eln norðmenn skilja það! Togstreita þeirra um nýnorsku og ríkismál verður líklega seint útkljáð. Ný- norskan stendur nær norrænum uppruna og þar með íslenzkunni. Orgland, frægur að telja, þýðir á nýnorsku, einnig Hildremyr. For- svarsmenn nýnorskunnar sækja sér siðferðisþrótt meðal annars til íslenzkunnar. Þýðing íslenzkra skáldverka til nýnorsku er því meira en ræktar- semi við frændur; það er angi af menningarpólitíkinni í landinu. Ég hygg ég skilji val þýðanda á Blindingsleik Guðmundar Daníelssonar. Blindingsleikur er afar vel skrifuð saga en jafnframt eitthvert einfaldasta verk Guð- mundar að allri gerð og því mun auðveldara til þýðingar og kynn- ingar en aðrar bækur hans. Skáld- sögum Guðmundar Daníelssonar má í stórum dráttum skipta í þrjá flokka. í fyrsta lagi eru skáldsög- ur sem byggðar eru á sjálfs- reynslu. í öðru lagi eru sagn- fræðilegar skáldsögur. I þriðja lagi eru svo skáldsögur þar sem formið er verulegt atriði og tel ég Blindingsleik til þess flokksins. Þetta er ekki raunsæisverk held- ur leikur með stíl þar sem hvers- dagslegt efni er hafið til skáld- legrar upphafningar: Ung stúlka, sem hefur verið undirokuð af öðr- um í óhrjálegu umhverfi, reynir að rífa sig upp úr lægingunni og finna lífi sínu einhvern mannleg- an tilgang, strýkur frá »lífinu í Einkofa« í þeim vændum að leita »æðra lífs« eins og hún orðar það — »eit edlare liv« í þýðingu Hildremyr. Þetta er því táknræn saga þar sem hlutirnir eru í senn einfaldaðir og alhæfðir. Þó sögu- sviðið sé lítið þorp með einföldum lifsháttum og aðalsöguhetjan ein ber fremur að skilja söguna sem dæmi fyrir mannlegt líf á sínum breiðasta grundvelli. Þetta er því saga um ýmsa þætti mannlegs eðl- is frémur en áþreifanlegan veru- leika — ef ég skil hana rétt. Þetta er vel skrifuð saga eins og fyrr segir. Þó tel ég hana ekki í röð mestu skáldverka Guðmundar Daníelssonar. Guðmundi er eigin- legt, hygg ég, að skrifa opinskátt og hreinskilnislega. Blindings- leikur er dul bók. Mestu skáld- verk Guðmundar eru að mínum dómi þau sem byggð eru á sjálfs- reynslu höfundarins og þá eink- um fyrstu og síðustu skáldsögur hans, svo og Húsið sem byggt er á sögulegum grunni. Guðmundur byrjaði glæsilega með bókinni Bræðurnir í Grashaga — fyrir fjörutíu og þrem árum. Röskum áratug síðar sagði Kristinn E. Andrésson í bókmenntasögu sinni að «þær bækur, sem Guðmundur hefur síðar ritað, hafa ekki nema að nokkru leyti látið rætast þær vonir, sem hann gaf með fyrstu skáldsögu sinni« og átti þá meðal annars við trílógíuna Eldur, Sand- ur og Landið handan landsins. Guðmundur var þá enn ungur höfundur og átti flestar bækur sínar óskrifaðar. Nú var það svo að Kristinn lagði fleira til grund- vallar en listrænt mat — það Auglýst eftir framboðum til prófkjörs Prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar i Reykjavík, fer fram dagana 4., 5. og 6. marz, en utankjörstaðakosning dagana 22. febrúar — 3. marz. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: 1. Framboð, sem minnst 25 flokksbundnir einstaklingar (þ.e. meðlimir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík) standa að. 2. Kjörnefnd getur að auki bætt við frambjóðendum, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt, að ekki verði tilnefndir fleiri en þarf til að frambjóðendur verði 48. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs sbr. 1. lið að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling, sem kjörgengur verður i Reykjavík og skulu minnst 25 flokks- bundnir Sjálfstæðismenn og mest 40 standa að hverju fram- boði. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri en 3 framboð- um. Framboðum þessum ber að skila til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í Valhöll, Háa- leitisbraut 1. EIGI SEINNA EN KL. 19.00, MIÐVIKUDAGINN 8. FEBRÚAR. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Guðmundur Danfelsson Asbjörn Hildrenu» vissu allir. Eigi að siður var hann maður sem mark var tekið á. Svo er annað sem leggja má áherzlu á þegar litið er til baka: stríðsárin og næstu ár á eftir reyndust ís- lenzkum skáldsagnahöfundum erfið ýmissa hluta vegna. Kröfurnar um sem lýtalausast form voru ósjálfrátt settar á odd- inn. Þetta voru tortryggnisár og menn urðu að gæta þess að láta ekki standa sig að klaufaskap. Og þá var eins gott að segja ekki hug sinn allan, betra að hafa faglegu hiiðarnar í lagi. Það var i þessu andrúmslofti sem skáldverk eins og Blindingsleikur urðu til. Atta árum síðar sendi Guðmundur svo frá sér Húsið. Tímarnir voru þá breyttir og nú var höfundurinn tekinn að njóta sín á ný, alveg eins og í sínum fyrstu bókum, en stóð að því leyti betur að vígi en forðum að hann bar orðið ærna og að ýmsu leyti dýrkeypta reynslu á herðum sér. Bæði Húsið og aðrar skáldsögur, sem Guðmundur hef- ur síðan sent frá sér, eru jafn vel skrifaðar og Blindingsleikur en taka þeirri bók hins vegar langt fram að tilþrifum og lffssannind- um. Vil ég þá sérstaklega nefna tvær síðustu skáldsögur Guð- mundar, Bróðir minn Húni og Vestangúlpur garró, þar sem höf- undur byggir á minningum sínum frá yngri árum. Það er kröftugur og blóðheitur skáldskapur. Virð- ist mér sem Guðmundur hafi fyrst með þeim veitt útrás þvi sem honum lá raunverulega á hjarta sem rithöfundur og hygg ég að þær muni, ásamt Húsinu, taldar bera hæst af því sem hann hefur samið og sent frá sér hingað til. Þær ættu því að mínum dómi brýnna erindi til lesenda erlendis en t.d. Blindingsleikur enda þó sú skáldsaga sé prýðisvel til kynn- ingar fallin. Annars er mér ekki kunnugt hvaða bækur Guðmundar hafa komið út í þýðingum erlendis en veit þó að sú bóka hans, sem víð- ast hefur verið þýdd, er engin þeirra skáldsagna sem ég hef nefnt hér heldur Sonur minn, Sinfjötli, sagnfræðileg skáldsaga þar sem efnið er sótt aftur í forn- eskju Eddukvæða, stórbrotið verk en nokkuð þungt aflestrar. Það sætir alltaf nokkrum tíð- indum þegar íslenzkt skáldverk kemur út á erlendu máli, og svo er um Blindingsleik nú. Útlend- ingar sem geta þýtt úr íslenzku og gera það eru fáir og þar af leið- andi mikilverðir útverðir ís- lenzkra bókmennta. Og því sýnist mér bæði tilhlýðilegt og sjálfsagt að nokkur athygli sé vakin á starfi þeirra. Orð krossins ...L. Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio. Monte Carlo, á hverjum laugardagsmorgni kl 10 00—10.15. Sent verður á stuttbylgju 32 metra, (9,5 MHZ.) Or8 Krossins, pósth. 41 87, flEYKJAVÍK. Hilmar VIÐTALSTÍMI Alþingismanna ög borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Ólafur Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals i Sjálf- stæðishúsinu Háaleitisbr. 1 á laugardög- um frá klukkan 1 4:00 til 1 6:00. Erþar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 4. febrúar verða til viðtals Pétur Sigurðsson, alþingismaður, Ólafur B. Thors borgarfulltrúi, Hilmar Guðlaugsson, varaborgarfulltrúi Pétur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.