Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUK 3. FEBRÚAR 1978 15 Eldvamavika í Reykjavík á vegum Junior Cambers FÉLAGSSKAPURINN Junior Chamber Reykjavik hefur ákveðið að efna til eldvarnaviku í Reykja vík dagana 5.—11. febrúar n.k. Af því tilefni kölluðu félagar blaðamenn á sinn fund siðastlið- inn fimmtudag og kynntu þar dag- skrá vikunnar og tiigang hennar. Segir i greinagerð frá félaginu að dagskrá sú. er félagið gegnst nú fyrir, sé liður í að koma af stað jákvæðum umræðum i þjóðfélag- inu um eldvarnamál og er sú von látin i Ijós að hún beri þann ávöxt að eldvarnir verði efldar og fræðsla á þessu sviði stóraukiní Til að skýrð ástæðuna fyrir að Junior Chamber Reykjavik eða JCR hefur ákveðið að beita sér fyrir þessu málefni fór formaður félagsins i ár, Sverrir V,. Bernhöft nokkrum orðum um eðli og uppruna félags- skaparins Hann sagði að fyrsta féiagið hefði verið stofnað árið 1914 í Bandaríkjunum og væri nú orðinn alþjóðlegur fplagsskapur fólks á aídrinum Í Ö—40 ára. hað var hins vegar ekki fyrr en í septem ber árið 1960 að fyrsta íslands- deildin var stofnuð og voru frum- kvöðlar hennar þeir Erlendur Einars- son og Pétur Pétursson Hlaut hún nafnið Junior Chamber ísland Árið Eldvamarvika skríddu. •• Þa5 cr undankomulciðin þcgar hcrbcrgi cr fullt uf rcyk. Loftið cr hrciuna nálægt gólfi. 1967 var svo JC Reykjavík sett af hlunnum og sagði Sverrir að deildirnar væru nú þrjár í Reykjavík með um 72 félaga Hann kveð félagsskapinn lengst af .hafa verið skipaðan karlmönnum einvörðangu en nú væri það að breytast því 4 konur hefðu gengið í félagsskapinn i Reykjavík. Hann sagði að á landinu öllu væru nú á áttunda hundrað félaga Varðandi starf félagsins sagði Sverrir að það væri þríþætt I fyrsta lagi fælist það i stjórnþjálfun af ýmsu tagi. Beindist hún að þvi að efna kunnáttu einstaklinga i raéðu- mennsku, fundarstörfum og sliku í öðru lagi væri unnið að ákveðnum málaflokkam i nefndum, sem félagið teldi vert að beita sér fyrir. Hann nefndi æskulýðsnefnd, fánanefnd o.fl sem dáemi. Áð lokum sagði Sverrir V: Bernhorft að JC helgajji sig kynningu á ýn)sum, mönnum og þjóðþrifamáluny í hinum ýmsu byggðarlögum Um ástæðuna fyrír þvi að JC Reykjavik hefur ákveðið að taka fyrir eldvarnir segir i gre.ina- gerð vikunnar eitt-af aðalhlutverkum félagsins sé að stuðla að bættu mannlífi í þjóðfélaginu og telji það sér ekkert óviðkomandi í því efni „Verkefnin eru á hvérjum tíma valin eftir aðstæðum og mati," segir i greinargerðinni. Formaður eldvarnanefodaí', .Árrti' QutlnarssoOf Sagðist vona ð dagskrá eldvarnavikunnar yrði til þess að koma af stað umræðum um eldvarn- ir. Sagði hann að ekki væri siður tilefni til að taka þennan málaflokk fyrir en t.d. umferðarmál Væru eld- varnir á heimilum og vinnustöðum víða mjög bágbörnar og notkun Formaður JCR, Sverrir. Bernhöft. heimilisreykskynjara þvi miður Iftið útbreidd ennþá Sagði Áfni að það stafaði af þessu að félagið hefði ákveðið að grípa til auglýsingaher- ferðar í fjölmiðlum og víðar pg sagð- ist vænta góðs af samstarfi við blöð og skóía Hann tók fram að hug- myndin um áuglýsingar váeri ekki til að auðgast heldur einúngis til að vekja almehning til vitundar um nauðsyn eldvarna Auk annarra liða, sem fram koma i dagskrá, hafa félagar JC efnt til ritgerðársam- keppni í skólum um eldvarnir Á fundinum með blaðamönnum talaði Rúnar Bjarnason ma um nauðsyn þess að ná. athygli barr.a i eldvarnafræðslu Sagði hann þess vera mörg dæmi að fræðslan hefði haft þau áhrif að börn hefðu reynt að gera foreldrum Ijósa hættuna á eldsvoða og þannig haft vlt fyrir þeim í lok fundarins kvaðst formaður JC Reykjavik, Sverrir V Bernhöft, vona að fræðsluvikan yrði til að hraða setningu laga um skyldu til að nota reykskynjara á heimilum og á vinnustöðum og benti á til saman- burðar að mönnum hefði fyrir löngu orðið Ijós nauðsyn þess að nota hjálma á bifhjólum áður en sú skylda var i lög leidd. Dagskrá Eld- varnaviku verður sem hér segir frá og með sunnudegi: Sunnudagur 5 feb Auglýsing í dagblöðum. Mánud 6 feb kl. 9—12 Slökkviliðið heimsækir Melaskóla, Austurbæjarskóla og Hliðaskóla: Kl 12 og 19.30 Auglýsing i útvarpi Þriðjud 7 feb • kl 9—12 Sjökkviliðið heimsækir Álftamýrar- skóla, Laugarnesskóla, Langholts- skóla og Vogaskóla. Auglýsingar í dagblöðum , :y; Miðvikud 8 feb. kl. 9—12 Slökkviliðið heimsækir Æfingadeild Kennaraskólaps. Breiðagerðisskóla, H vassaleitísskóla og Fossvogsskóla . Auglýsingar i dagblöðum Fimmtud 9 feb Slökkviliðið heimsækir Breiðholtsskóla, Fella- skóla, Hplabrekkuskóla og Öldusels- iskóla Kí. Í2 pg 19 auglýsingar i útvarpi Áuglýsingar í dagblöðum. Föstud 10 feb kl 9 Slökkvilið- ið heimsækir Árbæjarskóla Auglýs- ingar i dagblöðum Laugard 1 1 feb Auglýsingar i dagblöðum og i útvarpi Vegaáætlun 1978: Fjármagn til vega- mála hækkar um 65% - magnaukning framkvæmda 26% Framkvæmdir Heildarútgjöld sam- kvæmt vegaáætlun 1978 eru 9300 m. kr. en vóru 5650 m. kr. á liðnu ári. Hækkun í krónum talin er 3650 m. kr. eða 65% frá fyrra ári. Magnaukning framkvæmda er hins vegar 26% ef gert er ráð fyrir að verðlag hækki um 30% milli áranna 1977 og 1978. Magnaukningin kemur fram á flestum liðum. Við- hald vega að surnarlagi hækkar um 31%, viðhald að vetrarlagi hækkar um 26%, framlag til nýrra vega og brúa um 18%, sýsluveg- ir um 100%, vegir í kaup- stöðum og kauptúnum um 37%. Þetta kom fram i framsögu Halldórs E. Sig- urðssonar, samgönguráð- herra, er hann mælti fyrir vegaáætlun i gær. HalldórE. Sigurðsson, samgonguráðherra Fjáröflun Heildarfjáröflun hækkar í 9300 m. kr. úr fyrri áætlun sem var 7000 m. kr. Þar munar mestu um markaða tekjustofna, sem hækka um einn og hálfan milljarð. Benzíngjaldið er nú kr. 36.50 á hvern lítra. Hluti benzíngjalds í útsöluverði á benzíni er nú 32%. Ríkis- framlag hækkar um 400 m. kr. Lánsfjáröflun til Norður- Austurvegar hækkar um 300 m. kr. og önnur fjáröflun um 1 00 m. kr. Áfangar á liðnu ári Ráðherra rakti ítarlega þró- un i vegaframkvæmdum og tekjuöflun til þeirra á liðnum árum. Hann vék og litillega að áföngum i vegamálum, sem náðst hefðu á liðnu ári. Nefndi þ.á m. jarðgöng um Oddsskarð við Neskaupstað eystra, framkvæmdir á Holta- vörðuheiði, vegagerð um H valsnesskriður, áfanga- framkvæmdir við Borgar- fjarðarbrú (lokið var við að steypa stöpla undir brúna og hafið að leggja bita milli þeirra. Stefnt yrði að því að steypa brúna á næsta ári.) Slitlag var sett á hluta Austurvegar sem og á hluta Þingvallavegar Ráðherra sagði of litlu fjár- magni varið til vegamála, þrátt fyrir mikla hækkun. Fjárfesting í vegum væri arð- söm og nauðsynleg. Nokkrar umræður urðu um áætlunina að venju. YFÍ ILARAKAMEÐ • A ® iltlOI m m AISLANDIIDAG 2ja og 1/2 árs reynsla hárlendis af platínulausu transistorskveikjunni er öslitin sigurganga STAÐREYNDIR Platínulaus kveikjubúnaður var á sinum tíma kynntur í sjónvarpsþættinum ,,Nýj- asta tækni og vísindi" og þar kom fram, að slikur búnaður er algjör bylting að þvi er varðar benzínnýtingu og almennan reksturskóstnað Platínulauskveikjubúnaður var lögleiddur í Bandarikjunum 1975 eftir að opinber rannsókn sannaði, að óþörf mengun ( = benzíneyðsla) vegna ástandsbreytinga á platínum var úr sögunni við notkun slíks búnaðar Með notkun LUMENITION er „veikasti hlekkur" kveikjurásarinnar úr sögunni, vegna þess að Photocella kemur i staðinn fyrir platínur og þétti Slík stýring er margfalt nákvæmari í LUMENITION eru engir hlutir, sem slitna eða breytast við núning, auk þess sem kertin endast 2-—3 sinnum lengur með notkun búnaðarins. ) Lumenition kveikjubúnaður er algjör- lega ónæmur gagnvart raka eða bleytu Gangsetning er auðveldari og rykkjóttur kaldakstur er úr sögunni l Bensínsparnaður er staðreynd. svo fremi að mótorstilling sé rétt Eftir 2Vi árs reynzlu hérlendis, hefur fjöldi ánægðra við$kiptavina staðfest, að meðal bensín- sparnaður (miðað við kr 1 1 3/ltr) er allt frá 9 krónum og yfir 20 krónur á litra. UMSAGNIR ÖKUMANNA Eirikur Asgeirsson forstjóri SVR Bifreið Volvo Betra viðbragð og öruggari gangsetning, auk þess sem mér finnst á buddunni að hann eyði minna Björn B. Steffensen eigandi Bílastillingar: Reynsla mín af LUMENITION er mjög góð og ég get hiklaust mælt með notkun búnaðarins Gunnar Gunnarsson eigandi varahlutaverzlunar á Egilsstöðum Reynslan hefur sannað ágæti þessa búnaðar Jón Þorgrimsson bifvélavirki og eigandi bifreiða- verkstæðis á Húsavik Bifreið Volvo 144 GL: Ákaflega jákvætt Egill Oskarsson eigandi bifreiðaverkstæðis Bifreið Blazer 8 cyl Eyðslan er ca 1 0% minni Þetta er það sem kemur Guðbjartur Sturluson framleiðslustjóri hjá Halldóri Jónssyni hf Bifreið Bronco 6 cyl : Oll atriði sem ég merki eru jákvæð Ólafur Pálsson afgreiðslumaður hjá BP. Bifreið Saab 99: Eftir að ég setti þennan búnað í bílinn minn varð geysileg breyting á honum hvað gang og gangsetn- ingu snertir Jón H. Sigurðsson forstjóri Slippfélagsins Bifreið Volvo GL Bíllinn gjörbreyttist þannig, að hann er mikið við- bragðssneggri, auk þess sem hann fer alltaf í gang á fyrsta snúningi, jafnvel í mestu frostum Geir Óskarsson. Bifreið Cortina 1600: Fer með 1,5 til 2 Itr minna á hundraðið Tel þetta vímælalaust framtíðina Reynir Kristjánsson Bifreið Cortina Þó að ég feginn vildi get ég ekki fundið þessu neitt til foráttu Friðþjófur Friðþjófsson bifvélavirki, Lykill h.f Kópavogi Við höfum sett LUMENTION í fjölda bila og erum sannfærðir um ágæti búnaðarins HABERG hf SkelSiutnl 3e*Sinti 3*33*45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.