Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978 19 Flugleidir fluttu rúmlega 762þús- und farþega 1977 NU LIGGJA fyrir tölur um flutn- inga Fluglciða, þ.c. Flugfélags Is- lands og Loftlciða og Internation- al Air Bahama fyrir árið 1977. Nokkur aukning varð í heildar- farþcgaflutningum, á áætlunar- flugleiðum, cða samtals 4.3%. 1 flugi milli tslands og Evrópu- landa varð markverð aukning. 1 flutningum yfir Atlantshaf fækk- aði farþegum nokkuð, en þeim hafði fjölgað verulega árið áður. Farþegaflutningar yfir Atlants- hafið endurspegla hina hörðu samkeppni sem nú rfkir á Norð- ur-Atlantshafsflugleiðum og sem nú nálgast vandræðaástand að dómi sérfróðra manna. I innan- landsflugi varð veruleg aukning f farþegaflutningum. aætlunarflug MILLI LANDA í áætlunarflugi milli Islands og Evrópulanda voru fluttir 142,155 farþegar, en voru 127,794 árið áð- ur og er aukning 11.2%. I flugi yfir Norður-Atlantshaf voru flutt- ir 239,816 farþegar, en voru 254,199 árið áður, eða 5.6% færri. Framhald á bls. 20 Tilbod í Hrauney jafoss- virkjun opnud í dag TILBOÐ I vélar og rafbúnað Hrauneyjafossvirkjunar verða opnúð í dag í skrifstofu Lands- virkjunar, sömuleiðis tilboð I lok- ur, þrýstivatnspfpur og stöðvar- hússkrana virkjunarinnar, sem fullbúin á að verða 210 megawött. Tilboðin eru þó miðuð við kaup Landsvirkjunar á vélum, búnaði. tækjum og efni fyrir 140 mega- watta virkjun með tveimur véla- samstæðum, sem hvor um sig er 70 megawött. t útboðunum er jafnframt gert ráð fvrir að unnt sé að festa kaup á þriðju vélinni, sem einnig yrði 70 MW, sem sfðar komi til við stækkun virkjunar- innar að fengnum nauðs.vnlegum leyfum. Samkvæmt upplýsingum Jó- hanns Más Mariussonar, yfirverk- fræðings Landsvirkjunar, er tímaáætlun virkjunarfram- kvæmdanna ekki fastákveðin enn. Hins vegar sagði hann að miðað væri við að unnt yrði að hefja raforkuframleiðslu með fyrstu vél, 70 MW, haustið 1981, ef það verður nauðsynlegt. Það er ekki ljóst eins og nú stendur sagði Jóhann Már og kvað það að nokkru myndu spila inn í dæmið, ef Krafla gæfi ekki þá orku, sem til væri ætlazt. Þá þarf að hraða framkvæmdum eins og frekast er tcostur. Ef hins vegar sú verður raunin að Krafla kemur inn með fullum krafti, þá er talið að bíða megi til 1982, en þá alls ekki lengur. Helzt kvað hann vélarnar þurfa að fara að snúast 1981. Allar áætlanir Landsvirkjunar hafa verið miðaðar við eðlilegt ástand við Kröflu. „Við erum svo bjartsýnir," sagði Jóhann Már, „að við teljum að Krafla komist i lag.“ Síðan er áætlað að önnur vélin komist á framleiðslustig ári sfðar. Þriðja vélin er enn fjær í framtíðinni. Allt er þetta og háð því hvernig markaðurinn þróast. Um hann er ekkert vitað með vissu, heldur er aðeins byggt á spám. Nú er framleiðslugeta raforku- vera Landsvirkjunar meiri en þörfin fyrir rafmagn. Það kvað Jóhann Már ekki óeðlilegt, þegar um væri að ræða virkjanir, sem kæmu inn í stórum stökkum eins og hann orðaði það. Ekki var vit- að, þegar Sigölduvirkjun var ákveðin, að Landsvirkjun þyrfti að sjá Norðurlandi fyrir jafnmik- illi orku og raunin hefur orðið á. Spilar Krafla inn í það dæmi. Páll V. Daníelsson: Leita þarf nýrra leiða Ástæðan fyrir þvi, að ég léði máls á því að taka þátt 1 próf- kjöri. er fyrst og fremst sú, að ég hefi mikla löngun til og tel þörf á að vernda einstaklinginn fyrir sívaxandi afskiptasemi stjórnvalda. Og enn er fram- undan skerðing á svigrúmi hans í þjóðfélaginu, ef alvar- lega eru teknar yfirlýsingar um að koma á staðgreiðslukerfi skatta. En sérstaklega er nauðsyn- legt að vernda þá, sem minnsta möguleika hafa til þess að verja sig sjálfir og meðal þeirra eru börnin, en í öllu réttlætis- og jafnréttistali virðist gleymast réttur þeirra, enda eru þau flestum háðari opinberri skömmtun og fyrirmælum og verða nánast að sitja og standa eins og miðstýringarkerfið býð- ur. Skólamálin eru þviein þau höfuðmál, sem þarf að taka til gagngerðrar endurskoðunar. Má þar fyrst og fremst nefna stjórnkerfið, sem er viðamikið og svo þungt í vöfum, að segja má að grunnskólakerfið sé stjórnlitið, enda þar hver silki- húfan upp af annarri og ákvarðanatakan svo langt frá verkefnunum, að við öðru er ekki hægt að búast. Og foreldr- ar erú svo varnarlausir i þess- um efnum, að þeir hafa i raun engin áhrif á stjórnun þess skóla, sem börn þeirra nema í. Getur þar nærri, þegar svo er um hnútana búið, að kjósand- inn þarf fyrst að kjósa sveitar- stjórnarmann, sem siðan kýs fulltrúa í landshlutasamtök, sem kjósa svo menn í fræðslu- ráð til þess að stjórna skólan- um. Og ofan á öllu saraan situr svo ráðuneyti nánast með al- ræðisvaldi. Slík stjórnsýsluupp- bygging gerir lýðræðið að hreinum skrípaleik, sem ekki er frjálsbornum mönnum sæm- andi. Hér þarf að verða breyting á. Grunnskólinn er snar þáttur í Páll V. Danfelsson. uppeldi og þroska barna og ungmenna og þess vegna verð- ur hann að vera i nánum tengsl- um við heimilin. Bezta leiðin til þess er að fólkið i viðkomandi skólahverfi kjósi skólanefnd, sem stjórni skólanum með sín- um skólastjóra og kennaraliði. Jafnframt þarf skólinn, að und- anteknum vissum grundvallar námsgreinum, að vera miklu sjálfstæðari og skólastjórn og starfslið vera miklu frjálsara í mótun skólastarfsins en nú er. Þá getur skólinn ekki aðeins tengst heimilinum heldur og at- vinnulifinu og viðhorfum síns byggðarlags. Ég álít að öll sú skömmtun og miðstýring, sem skólinn verður nú að búa við eigi verulegan þátt í námsleiða og ýmsum vandræðaskap barna og ung- menna svo og árangursleysi í námi og þar held ég að erfitt verði um að bæta öðruvísi, en að sýna kennurum aukið traust og gefa þeim aukið svigrúm til sjálfstæðra starfa þvi aðrir vita Framhald á bls. 25. Greinargerð frá þingfar- arkaupsnefnd Alþingis Þar sem mjög er hallað réttu máli í umræðum um kaup og kjör þingmanna, þykir þing- fararkaupsnefnd Alþingis nauðsyn til bera að gera opin- berlega grein fyrir stöðu þeirra mála. Aðalforsendan, sem allir gagnrýnendur gefa sér, er sú að þingmcnn hafi nú ákveðið laun sfn sjálfir. Þetta er rangt. Kaup þingmanna er ákveðið skv. kjarasamningi (eða kjara- dómi) um laun starfsmanna rfkisins, en ýmis önnur kjara- atriði sfn ákveða þeir skv. lög- um um þingfararkaup alþingis- manna. Kjaradómur úrskurðaði nú laun þingmanna með dómi sín- um í nóvember s.l. Samkvæmt lögum taka þingmenn laun skv. þriðja efsta flokki í launaskrá starfsmanna ríkisins; efsta þrepi þess flokks og allir þing- menn sömu laun, án tillits til starfsaldurs. Ómótmælanlegt er, að nú er þriðji hæsti launaflokkur starfsmanna ríkisins flokkur 120 í launatöflu ríkisstarfs- manna Bandalags háskóla- manna. Kjaradómur úrskurðaði að laun i efsta þrepi þess flokks skuli vera kr. 328.590 á mánuði. sem þar af leiðandi eru nú laun þingmanna. Þegar þingfararkaupsnefnd bókaði þessa niðurstöðu kjara- dóms á fundi sínum hinn 29. nóv. s.I., þá er það að vísu rétt, að enginn nefndarmanna mun hafa athugað þá óþægilegu staðreynd, að hækkun launa þingmanna milli ára væri þar með orðin ein hin mesta. Þó svo hefði verið, hefði það í engu breytt orðnum hlut samkvæmt úrskurði kjaradóms, nema lög- unum, sem um þetta gilda, hefði áður verið breytt. Eins og áður segir úrskurðar þingfararkaupsnefnd önnur kjör þingmanna skv. lögum þar um. Verður nú gerð grein fyrir þeim og þau borin saman við kjör annarra starfsmanna ríkis- ins, með sérstakri vísun til sér- kennilegrar fréttar frá háskóla- mönnum um þessi efni nýverið. Það er staðreynd, að nær allir starfsmenn rfkisins, sem nú taka laun skv. þriðja efsta flokki, hæsta þrepi, samnings BIIM, voru áður f sama flokki og þingmenn, og hafa þvf feng- ið nákvæmlega sömu hlutfalls- hækkun launa og þingmenn nú. Ennfremur fá þessir starfs- menn, hver einasti, 20% viðbót við laun sfn mánaðarlega fyrir ómælda yfirvinnu. Þeir fá þvf greiddar f laun kr. 393.308.- á mánuði, meðan þingmönnum eru greiddar kr. 328.590.—, eins og áður segir. Yfirvinnugreiðsl- ur til þingmanna hafa aldrei tíðkazt, en fróðlegt væri að kanna, hvað greiða þyrfti öðr- um starfsmönnum ríkisins í yf- irvinnu fyrir að vinna störf þingmanna i fjárveitinganefnd t.d. Samkvæmt úrskurði þingfar- arkaupsnefndar fá þingmenn, sem búsettir eru utan Reykja- víkur og nágrennis, greiddan húsaleigustyrk, kr. 1.300 á dag og kr. 2.950 á dag í fæðispen- inga meðan þing stendur, eða samtals kr. 4.250 á dag. Allir aðrir starfsmenn ríkisins, sem dvelja vegna vinnu utan heimil- is síns, fá til kaupa á gistingu og fæði á dag kr. 7.100 eða kr. 2.850 meira á dag en þingmenn, eða sem svarar kr. 85.500 meira á mánuði. Þingmenn fá greiddar flug- ferðir í kjördæmi sín, þó eigi fleiri en 24 á ári. Að sjálfsögðu fá aðrir starfsmenn rfkisins all- ar slíkar ferðir greiddar, sem þeir fara vinnu sinnar vegna. Þingmönnum eru greiddar kr. 40.00 á km, ef þeir aka á eigin bifreið til og frá kjördæmi sinu. Aðrir starfsmenn ríkisins fá aftur á móti kr. 47.00 greiddar á ekinn km, ef þeir aka á malar- vegi, annars kr. 40.00. Aki þing- menn á eigin bifreið i kjör- dæmi sín, kemur það i stað flugferðar. Þá er þingmönnum greiddar kr. 187.500 hálfsárslega i bif- reiðastyrk vegna aksturs í eigin kjördæmi, en þar er að sjálf- sögðu ekkert km-gjald greitt. Þingmenn i nágrenni Reykja- víkur fá greidda hálfa dagpen- inga, kr. 1.475 á dag meðan þing stendur, og hefir svo verið gert siðan 1953. Þingmenn sem búsettir eru i Reykjavík, en gegna þing- mennsku fyrir landsbyggðar- kjördæmi, fá greiddan húsa- leigustyrk milli þinga, og hálfa dagpeninga, og hefir svo verið gert siðan 1973. Að marggefnu tilefni skal það skýrt fram tekið, að samn- kvæmt gildandi lögum njóta al- þingismenn og ráðherrar ekki neinna eftirlauna fyrr en þeir hafa náð 65 ára aldri, hvað lengi sem þeir hafa setið á Al- þingi. Vegna áburðar um skattsvik þingmanna, skal það fram tek- ið, að enginn greiddur kostnað- ur vegna starfa þeirra hefir verið talinn fram til skatts. Hef- ir svo verið frá upphafi. Um það er skattyfirvöldum full- kunnugt. A þetta reyndi 1976. þegar skattstjóri Vestfjarðaum- dæmis bætti bifreiðastyrk við tekjur þingmanns. Þingmaður- inn kærði og tók rfkisskatta- nefnd kæru hans til greina með úrskurði 13. apríl 1976 og vísaði til D-liðs 10. gr. laga nr. 68/ 1971, sem segir, að endur- greiðsla, sem skattgreiðandi fær, ef hann verður að vera um stundarsakir fjarverandi frá heimili sínu vegna starfa í al- menningsþágu, teljist ekki til tekna. Þess má geta, að fyrir 1964 var hálft þingfararkaup skattfrjálst. Unnið er nú að því að gera nákvæman samanburð á kaupi og kjörum þingmanna á Islandi og á öðrum Norðurlöndum. Mun sá samanburður birtur innan tíðar. Alþingi, 1. dag febrúarmánaðar 1978. Sverrir Hermannsson form. Ingvar Júlfusson varaform. Helgi Seljan ritari Gunnlaugur Finnsson Sigurlaug Bjarnadóttir Eggert G. Þorsteinsson Friójón Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.