Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1978 35 V-Þjóöverjar og Rússar í úrslitum, Danir og A-Þjóöverjar leika um bronziö: — Ég montinn? Ekki vitund. Ég er bara sá bezti, hefur Stenzel þjálfari V-Þjódverja sagt og nú er hann kominn með lið sitt í úrslit HM. BETRA MARKAHLUTFALL RÉÐ í BÁÐUM RIÐLUIMUM ÞAÐ VERÐA Sovétmenn og Vestur-Þjððverjar sem mætast f úrslitum Hcimsmeistarakeppninnar f handknattleik f Kaupmannahöfn á sunnu- daginn. Bæði liðin komast f úrslit á hagstæðari markatölu í riðlunum. Um þriðja sætið leika dönsku gestgjafarnir á móti Austur-Þjóðverjum, Júgóslavar leika við Pólverja um fimmta sætið og um 7. sætið berjast Svfar og hinir föllnu heimsmeistarar Rúmena. Spánverjar gera það gott f keppninni um tíunda til tólfta sætið og unnu sfðast í gærkvöldi lið Tékka örugglega. (Jrslit leikja f gær urðu þessi: Riðill 1 Danmörk — Svfþjóð 18:14 (10:9) Sovétríkin — Pólland 18:16 (7:9) RiðiII 2 V-Þýzkaland — Rúmenfa 17:17 (8:6) A-Þýzkaland — Júgóslavfa 16:16 (9:11) Keppnin um 9,—12. sætið Spánn — Tékkóslóvakfa 24:21 (12:12) Ungverjaland — Japan 30:26 (15:16) Danir vissu eiginlega ekki hvort þeir áttu að gleðjast i gær- kvöldi yfir árangri liðs síns eða fyllast sorg yfir að liðíð komst ekki i úrslitin. Nú þegar er danska landsliðið búið að gera meira en búist var við af þvi, en eftir velgengnina undanfarna daga var það sárt fyrir Dani að horfa á eftir Rússum i úrslitin á hagstæðari markatölu en danska liðið. Þeir muna líka enn eftir þvi að þeir voru yfir 16:14 á móti Rússum, en misstu leikinn í jafn- tefli 16:16. Leikur þeirra við Svía i gær- kvöldi var sennilega slakasti leikur danska liðsins í HM til þessa, en það er líka segin saga að Danir ná aldrei sínu bezta á móti erkióvinum hinu megin við sund- ið — Svíum. Danir náðu forystu í upphafi leiksins 5:2 og siðan 7:5, en Sviar komust yfir 9:8. Fyrir Lokastaðan í milliriðlum LOKASTAÐAN I IVIILLIRIÐLl’IVI: KIÐILL 1 V.-Þy/kaland A.-Þyzkaland Júj'óslavía Rúmenfa RIÐILL2 Sovétrfkin 3 1 2 0 49:44 4 3 1 2 0 48:46 4 3 0 3 0 46:50 3 3 0 1 2 49:52 1 3 2 1 0 58:50 5 Danmörk 3 2 1 0 59:53 5 Pólland 3 1 0 2 61:60 2 Svfþjóð 3003 49:64 0 Keppnin um 9.—12. sætið, hvert lið á einn leik eftir: Spánn l’ngverjaland Tékkóslóvakfa Japan 2 2 0 0 50:36 4 2 1 1 0 48:44 3 2 0 1 1 39:32 1 2 0 0 2 41:46 0 leikhlé höfðu Danir skorað tvisv- ar og leiddu þá 10:9. í seinni hálfleiknum leiddu Danir alltaf, þeir komust í 14:10, en þegar 20 mínútur voru eftir var staðan orðin 14:13. Lokakafl- ann áttu Danir, Michael Berg, Anders Dahl, Stig Christensen og Heine Sörensen skoruðu 4 mörk á móti 1 sænsku marki og Danir unnu verðskuldað 18:14. Mark- varzla Dana var mjög góð í þess- um leik eins og í fyrri leikjum HM, en hins vegar var Bergs vel gætt og skoraði hann ekki eins mikið og áður. Ef til vill þess vegna unnu Danir ekki stærri sigur og Rússarnir fara i úrslitin með 8 mörk í plús, Danir hafa 6 mörk til góða, en leika „aðeins“ um bronzið. Mörk Dana i gær skoruðu Berg 4, Munkager 3, Anders Dahl 2, Sörensen 2, Christensen 2, Palle Jensen 2, Jakobsgaard 2, Bue Petersen 1. Markhæstir í liði Svía voru Hákansson með 4 og Jönsson með 3. Rússarnir áttu í miklum erfið- leikum með Pólverja fram eftir öllum leiknum og voru Pólverjar yfir lengst af. Þeir leiddu í leik- hléi 9:7 og framan af seinni hálf- leik, en Rússar jöfnuðu 13:13 og enn var jafnt 16:16. Sovétmenn skoruðu tvö siðustu mörk leiks- ins, unnu 18:16 og tryggóu sér rétt til úrslitaleiksins á sunnudag- inn, sem margir telja að þeir vinni. Gassji var markhæstur þeirra með 8 mörk, Klempel gerði 5 af mörkum Pólverja. Framhald á bls. 21 ÍR-INGAR RÉÐU EKKIVÐ DUNBAR Á FYRSTU 7 minútunum i síðari hálfleik í leik ÍS og ÍR i 1. deild íslandsmótsins i körfuknattleik i gærkvöldi gerði ÍS-leikmaðurinn Dirk Dunbar út um leikinn. Hann skaut 11 sinnum á þessum kafla og skoraði 20 stig, sum hver úr ótrúlegustu færum. Á þessum tima breyttist staðan úr 42: 38 ÍR i vil i 68:59 fyrir ÍS og eftir þetta höfðu stúdentar ávallt forystu og sigruðu örugglega 98:88. IR-ingar áttu góðan leik framan af í gær og höfðu til að mynda fjögurra stiga forystu, 42:38, í leikhléi. í upp- hafi síðari hálfleiks kom svo þáttur Dunbars, en ÍR-ingar náðu að minnka muninn i 2 stig. 69:71, en við það virtust þeir eyða síðustu kröftunum og stúdentar voru ekki í erfiðleikum með að tryggja sér 2 stig Hjá IS var Dirk Dunbar að venju beztur og er alveg ótrúlegt hvað mað- urinn getur gert með knöttinn. Þá var Bjarni Gunnar Sveinsson góður, skor- aði mikið og tók fjöldann allan af fráköstum, var nánast einráður undir körfu stúdenta meiri hluta fyrri hálf- leiks Þá var Jón Héðinsson einnig sterkur þann stutta tima, sem hann var með Þorsteinn Hallgrimsson átti mjög góðan leik og bar beztur ÍR-inga Hann var geysisterkur i vörninni. hirti mikið af frákostum bæði i vörn og sókn og skoraði drjúgt Var slæmt fyrir ÍS-inga að missa hann út af með 5 villur upp úr miðjum siðari hálfleik Þá voru Krist- inn Jörundsson og Erlendur Markús- son góðir svo og Kristján Sigurðsson, sem átti góðan sprett undir lok leiks- ins. Við þessi úrslit eru ÍR-ingar endarv lega úr leik i keppninni um íslands- meistaratitilinn, en stúdentar halda áfram i toppbaráttunni ásamt UMFN, KR og Val Stigin fyrir ÍS: Dirk Dunbar 42. Bjarni Gunnar Sveinsson 23. Jón Héðinsson 1 1, Ingi Stefánsson og Kol- beinn Kristinsson 7 hvor. Guðni Kol- beinsson og Steinn Sveinsson 4 hvor Stigin fyrir ÍR: Kristinn Jörundsson 23, Erlendur Markússon 18, Þorsteinn Hallgrimsson 1 6, Jón Jörundsson 13, Kristján Sigurðsson 11, Stefán Kristjánsson 4, Agnar Friðriksson 2 Góðir dómarar voru Guðbrandur Sigurðsson og Hilmar Victorsson ÁG. Stórkostleg rýmingarsala á HLJÓMPLÖTUM Rýmingarsalan stendur aðeins og er í Vörumarkaðnum, Ármúla i orraa daga SG-hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.