Morgunblaðið - 08.02.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.02.1978, Qupperneq 1
36 SÍÐUR 32. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR. 8. FEBRUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Walter Mondale og Muriel Humphrey, ekkja Huberts Humphreys, ásamt helztu fyrirmönnum öldungadeildar Bandarfkjaþings eftir að frúin sór embættiseið sem öldungadeildarþingmaður. Sjálf athöfnin fór fram f þeim salarkynnum öldungadeildarinnar, sem myndataka er ekki leyfð f. (AP-símamynd). EKKJA Hubert Humphreys, fyrrum varaforseta Bandarfkj- anna og öldungadeildarþing- manns, sór á mánudaginn em- bættiseið sem þingmaður, og tekur hún sæti manns síns. Ekki er Ijóst hvort Muriel Humphrey hyggst helga sig þingstorfum f framtíðinni, en hún er eina konan, sem nú á sæti f öldungadeildinni. Við eiðtökuna sagði Muriel Humphrey að hún hefði hug á að halda áfram þvi verki, sem eiginmaður hennar varð að hverfa frá, en hann lézt sem kunnugt er úr krabbameini 13. janúar s.l. Það var ríkisstjórinn f Minnesota, Budy Perpich, sem tilnefndi hana til að gegna þingmennsku til bráðabirgða, eða þar til næst verður kosið. Efnt verður til aukakosninga f nóvember, en Muriel Humphrey segist enn ekki hafa ákveðið hvort hún gefur kost á sér til áframhaldandi þingmennsku. Frú Humphrey er fyrsta konan, sem tekur sæti í öldungadcildinni frá þvf að Margaret Chase lét af þingstörfum árið 1972, en hún var þingmaður repúblfkana. Ekkja Humphreys tekur sæti hans Ítalía: Kommúnistar falla frá kröfum sínum um ráðherrastóla Róm, 7. febrúar. Reuter. ENRICO Berlinguer, leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins. lýsti þvf yfir f kvöld að flokkur hans hefði látið af kröfu sinni um ráðherraembætti f bráðabirgða- stjórn. Lýsti Berlinguer því yfir að kommúnistar styddu myndun nýrrar meirihlutastjórnar. Berlinguer sagði að kommúnist- ar væru enn fylgjandi myndun bráðabirgðastjórnar, en hefðu orðið að taka tillit til afstöðu kristilegra demókrata, sem væru henni mótfallnir. Hann sagði að málefnasamningur nýrrar meiri- hlutastjórnar mundi fela í sér neyðarráðstafanir, sem stuðnings- flokkar stjórnarinnar mundu koma sér saman um og bera sam- eiginlega ábyrgð á. Kvað Berl- inguer skrið vera kominn á málið og væri lausn i sjónmáli. Yfirlýsing Berlinguers eykur mjög líkurnar á því að Andreotti myndi stjörn, sem mun taka við af minnihlutastjórn hans, sem baðst lausnar fyrir þremur vikum, enda þótt flokkur kristilegra demó- krata hafi hafnað hugmyndum um yfirlýst bandalag við komm- únista á þingi og kröfum um að láta kommúnistum eftir ráðherra- embætti. I ljósi þessarar afstöðu vilja stjórnmálaskýrendur ekki Útvarpid í Addis Abeba: „Langt og grimmt stríð” í Erítreu í undirbúningi Sovétar á leið til Assab með þúsundir Kúbumanna Nairóbí, Lundúnum, 7. fehrúar. Reuler AP STJÓRNARHERINN í Eþóópíu hefur meö til- styrk kúbanskra og sovézkra hermanna hrakið sveitir Sóamlíumanna frá Harar og langleiðina yfir Ogaden-eyðimörkina í átt- ina að iandamærum Sómalíu, að því er útvarpið í Addis Abeba skýrði frá í dag. Einnig var því lýst yfir af hálfu stjórnarinnar í Addis, að herinn væri nú tekinn að undirbúa „langt og grimmt stríð“ í Erítreu eftir að hafa rekið innrásarliðið í Ogaden á flótta. í Mogadishu sögðu erlendir stjórnarerindrek- ar að sovézk herflutninga- skip væru á leið til hafnar í Assab við Rauða hafið með þúsundir Kúbumanna innanborðs, svo og vopn og vistir. Teija þessir heimildarmenn einsýnt að sókn Eþíópíuhers í Ogaden sé undanfari enn meiri átaka. Að sögn útvarpsins í Addis Abeba er þess nú skammt að bíða að stjórnarherinn ^si yfir fullum sigri sínum yfir Sómölum í Ogaden. Var haft eftir Fikre Selassie, einum helzta valda- manni herráðsins sem öllu ræður í Eþiópíu, að enn meiri áherzla sé lögð á styrjöldina gegn aðskilnað- arsinnum í Erxtreu en Sómölum i Ogaden. Framhald á bls. 20. fullyrða að Iausn á stjórnarkrepp- unni sé fundin enn sem komið er, en telja að Andreotti stefni enn að málamiðlun, sem fæli í sér hvort tveggja, að kommúnistar gætu lýst því yfir að þeir ættu aðild að þingmeirihluta óg kristi- legir demókratar gætu haldið því fram að um slíkt bandalag væri ekki að ræða. Yfirlýsing Berlinguers var birt að loknum tveggja stunda fundi með Andreotti í kvöld. Dómara rænt íLyon Lvon. 7. febrúar. AP. RÆNINGJAR Noel Daix, 54 ára dómara, sem rænt var f Lyon í Frakklandi f gær, hafa enn ekk- ert látið til sín heyra, að því er lögreglan sagði f kvöld. Fjórir grfmuklæddir menn réðust á Daix í námunda við hcimili hans í gærkvöldi, tróðu honum inn f bfl, og óku á brott með ofsahraða. Bfllinn fannst sfðar yfirgefinn og marandi f kafi f fljóti skammt fyri utan Lyon. Ymsar getgátur eru uppi um tilgang mannræningjanna, en lög- reglan haliast helzt að því að þeir séu glæpamenn, sem vilji hefna harma sinna. Dómsmálaráðherra Frakklands hefur skipað sérstaka nefnd til að annast rannsókn þessa máls. Óstaðfestar fregnir frá París herma, að þar eigi sér stað samn- ingaviðræður við ræningja Empains baróns, sem rænt var fyrir hálfum mánuði. Parísarblað- ið France-Soir skýrði frá því í gær að ræningjar barónsins hefðu sent ónafngreindum samninga- manni mynd af fórnarlambinu. Hefði baróninn virzt þvældur og þreytulegur, og fremsta köggul- inn vantað á einn fingur vinstri handar, sem hefði verið blóðug. Sadat í vopnaleit Washington. 7. feb. Keuler. SADAT Egyptalandsforseti ávarpaði leiðtoga á Bandarfkja- þingi f dag og skoraði á þá að beita sér fyrir vopnasölu til Egypta. Að sögn var Sadat áhyggjufullur og vonsvikinn þeg- ar hann ávarpaði þingmennina. Fundurinn fór fram fyrir luktum dyrum, en Tip O’Neill, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði sfðar, að Sadat hefði meðal ann- ars sagt, að bæði Sovét og Banda- rfkin hefðu sett vopnasölubann á Egypta, og hefði það sett sér fast- ar skorður. Sadat tjáði fréttamönnum, að hann takmarkaði kröfur sínar ekki við F-5E orrustuþotur, en stjórn Carters hefur enn.ekki tek- ið afstöðu til þess máls. Lióst er Framhald á bls. 20. Sovét á Belgrad-ráðstefnunni: Mannréttindamál koma ekki til greina í lokayfirlýsingu Belgrad, 7. febrúar AP SOVÉZKU fulltrúarnir á Bel- grad-ráðstefnunni áréttuðu mjög eindregið f dag, að ekki kæmi til greina að mann- réttindi yrðu nefnd á nafn í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar, sem haldin er til skilgreiningar á efndum Helsinki-sáttmálans um öryggi og samvinnu f Evrópu. Vorontsov, sem hefur orð fyrir sovézku sendinefnd- inni, kom sjálfur á fundi hjá þremur af fjórum óformlegum nefndum, sem starfandi eru á ráðstefnunni þessa dagana, og lýsti því alls staðar yfir, að mannréttindamál yrðu ekki nefnd f lokayfirlýsingu. A fundi f fjórðu nefndinni, sem fjallar um efnahagsmál flutti sovézki fulltrúinn sama boð- skap. Fulltrúi frá hlutlausu rfki segir, að Vorontsov hafi sagt hreint út að Sovétríkin mundu „undir engum kringum stæð- um, nú eða sfðar" greiða at- kvæði með ályktun þar sem minnzt yrði á mannréttinda- mál. Fulltrúi annars hlutlauss ríkis á ráðstefnunni telur að erfiðasti þáttur ráðstefnunnar sé nú um það bil að hefjast, en dregur þó í efa að taka beri orð Vorontsovs í dag bókstaflega. Enn einn fulltrúi segir, að fyrir vikulok muni fást niðurstaða varðandi lokayfirlýsingu. Flest sáttmálarikin, þar á meðal öll aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins og hlutlaus ríki ásamt Rúmeniu stefna að þvi að Bel- grad-ráðstefnunni ljúki með samþykkt lokayfirlýsingar þar sem skýrt er kveðið á um ein- stök atriði, en Sovétrfkin, með fimm Varsjárbandalagsríki í kjölfarinu, vilja að yfirlýsingin verði með almennu orðalagi, þar eð ekki sé unnt að ná sam- komulagi um mannréttindamál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.