Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 2
-MOBG«NRLAt>IÐ,MIÐVIKUDAGUR8.-FEBRUAR 1978- Vængir leigja eða kaupa nýjaflugvél Fimm flugmenn ráðnir í vor FLUGFÉLAGIÐ Vængir hefur nú auglýst eftir flug- möhnum og fleira starfs- fólki og ennfremur er f bí- gerð að félagið kaupi eða leigi eina flugvél til við- bótar þeim sem fyrir eru, sökum mikilla anna sem framundan eru hjá félag- inuísumar. . Jónas Sigurðsson skrif- stofustjóri Vængja tjáði Morgunblaðinu í gær, að sem kunnugt væri hefðu Vængir nú um skeið verið að endurnýja flugvélar sín- Varðskip dró Hörpu í var ÞEGAR loðnuskipið Harpa RE var að loðnuveiðum um 65 mílur NNV af Langanesi [ fyrrakvöld fékk skipið nótina f skrúfuna og varð að fá aðstoð varðskips. Varð- skipið dró Hörpu f var vestan við Melrakkasléttu, en þar fór kafari, sem er á Hörpu, niður og skar úr skrúfu skipsins og tók verkið milli 2 og 3 klukkustundir. Þegar búið var að skera garnið úr skrúfunni, hélt Harpa að Nor- global, sem liggur undir Snartar- staðanúp í Öxarfirði og landaði 350 lestum, sem skipið var búið að fá áður en nótin fór í skrúfuna. ar, og væri félagið nú með tvær Twin Otter og tvær Islander vélar í förum til hinna ýmsu staða 'innan- lands. ,,Þaó liggur fyrir að í sumar verður mjög mikið um verkefni fyrir flugvél- arnar. Það hefur mikið ver- ið um pantanir erlendis frá með ferðamenn eins og t.d. í sólarlagsferðir og er þetta árangur tveggja ára kynn- ingarstarfsemi Vængja er- lendis, sem nú er að skila sér." Þá sagði Jónas, að félagið þyrfti nú að ráða 5 flug- menn og flugstjóra, sem þyrftu að geta hafið störf í marz, og eins yrði ráðið fólk í flugumsjón, til skrif- stofustarfa og í fleiri störf. „Við erum ennfremur að athuga með kaup á nýrri flugvél eða leigu á vél í sumar. Það er mikið fram- boð af vélum víðsvegar í heiminum, en okkar vanda- mál er fyrst og fremst nýt- ingin á vélunum yfir vetr- artímann. Að sumri til eru Vængir með áætlunarferð- ir til 15 staða á landinu, en þetta breytist allt yfir vet- urinn og það sem verra er, aðeins einn flugvöllur, sem við notum hvað mest, er upplýstur, þ.e. á Blönduósi. Því verður flugtími okkar í skammdeginu yfirleitt mjög stuttur á degi hverj- um. Frá skákmótinu í gærkvöldi. Það virðist sem Ögaard sé ekki með hugann við taflið, enda notar Friðrik tækifærið og „dyttar að" stöðunni. Framleiðsluráð og sexmanna- nefnd sýknuð af ákæru ASI Málflutningur vegna verðhækk- ana á landbúnaðarvörum 1976 FRAMLEIÐSLURAÐ land- búnaðarins og sexmannanefndin hafa verið sýknuð fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur af ákæru Alþýðusambands tslands í máli sem ASÍ kærði 2. nóv. 1976 vegna verðhækkana á landbúnaðarvör- um, en ASl taldi þá verðhækkun ólöglega. Stefhukröfur í málinu voru þessar: 1. Að dæmt verði, að meðferð Karpov fékk „skák- Oskarinn" í 5. sinn ANATOLY Karpov, heims- meistari í skák, var í gær kosinn bezti skákmaður ársins 1977 og er það i fimmta skipti óslitið, sem hann hlýtur „Óskarsveró- laun" alþjóðasambands skákblaóamanna. 55 blaðamenn greiddu at- kvæöi og hlaut Karpov 623 stig. Næstur kom Korchnoj með 619 stig og Oleg Rom- anichin var kjörinn þriðji bezti skákmaður síðasta árs með433 stigum. í fjórða sæti varð Mikael Tal, Sovétríkjunum, með 383 stig, Tony Miles, Eng- landi, fékk 348 stig, Bent Larsen, Danmörku, fékk 340 stig, Boris Spassky, Sovétríkjunum 292 stig. Vlastimil Hort, Tékkósló- vakíu, 241 stig, Lajos Portisch, Ungverjalandi, 220 stig, og Tigran Petro- sjan, Sovétríkjunum, 96 stig. Þeir, sem greiddu atkvæði, voru frá 20 löndum; V-Þýzkalandi, Hol- landi, Spáni, Belgíu, Austurríki, Danmörku, Englandi, Svíþjóð, Frakklandi, Noregi, Singapore, Sviss, Kanada, Bandaríkjunum, Ástraliu, Ungverjalandi, Indö- nesíu, Finnlandi, S-Afríku og Grikklandi. Fyrri „Öskarshafar" eru: Bent Larsen 1965, Spassky 1968 . og 1969, Fischer 1970, 1971 og 1972 og Karpov 1973 og síðan. framleiðsluráðs landbúnaðarins og Sex-mannanefndar á verð- ákvörðunum, sem gerðar voru hinn 8. mars, 16. mars, 19. mars og 20. mars 1976 og ákvörðunin um hækkunina sé ógild og andstæð ákvæðum 6. gr. 7. gr og 9. greinar laganr. 101/1966. 2. Að dæmt verði, að hækkunin frá grundvelli 1.12. 1975 til 22.3. 1976 kr. 170.540.00 verði dæmd ógild og andstæð 1. mgr. 9. grein- arlaganr. 101/1966. 3. Að stefndu verði dæmdir til greidslu málskostnaðar að mati réttarins. Við munnlegan málflutning breytti stefnandi kröfum sinum með samþykki lögmanns stefndu og voru dómkröfur stefnanda eft- ir breytingu þessar: 1. Að dæmt verði, að ákvörðun sexmannanefndar um hækkun á verði landbúnaðarvar um kr. 170.540.00, birt og með aug- lýsingu Framleiðsluráðs land- búnaðarins, dags. 23. mars 1976, í Lögbirtingablaði nr. 29, hinn 14. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Tveir listar í stjórnarkjöri Fannfergi í New York: 200 útlendingar tepptir í Rvík LIÐLEGA 200 farþegar Flugleiða á leið til New York hafa verið tepptir í Reykjavík síðustu tvo daga vegna mikils fannfergis í New York síðan á mánu- dag, en áætlað er að reyna flug vestur um haf í dag. Snjóskaflar allt að tveggja metra hæð mynduðust víða í New York, en í gær datt skafrenningurinn niður og leit því hetur út með flug. UM NÆSTU helgi á að fara fram kosning til stjórnar Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Að þessu sinni verða tveir listar í kjöri, að því- er Morgunblaðinu var tjáð í gær. Annars vegar er listi borinn fram af uppstiíling- arnefnd félagsins, og hins vegar listi, borinn fram af Gunngeiri Péturssyni og fleirum. x Almennur félagsfundur í Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar hefur verið auglýstur á vinnustöðum borgarinnar. Verður fund- urinn haldinn í kvöld á Hótel Sögu. Framsögu- menn á fundinum verða formannsefni beggja list- anna: Þórhallur Halldórs- son, núverandi formaður félagsins, og Gunngeir Pétursson. apríl 1976, verði dæmd andstæð 1. mgr. 9. gr. laga nr. 101/1966 og óheimilt að láta hana koma til framkvæmdar 24. mars 1976. 2. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnendum málskostn- að eftir mati réttarins. Stefndu gerðu þær dómkröfur að kröfum stefnanda verði hrund- ið, en í því felist sýkna til handa stefndu, sem auk þess krefjast málskostnaðar úr hendi stefn- anda að mati bæjarþingsins. Framhald á bls. 20. Sérfræðing- ar Orkustofn- unar fá laun sín greidd LAUNAMÁL þeirra sér- fræðinga Orkustofnunar, sem ekki fengu laun sín greidd um síðustu mánaða- mót hafa nú verið lagfærð og er unnið að leiðréttingu í launadeild fjármálaráðu- neytisins, sagði Þóroddur Th. Sigurðsson settur orkumálastjóri þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um hvort nokkrir sér- fræðingar stofnunarinnar hefðu fengið laun sín greidd. Ástæðuna fyrir þvi að sérfræðingarnir fengu ekki laun sín kvað Þoródd- ur hafa verið misskilning milli Orkustofnunar og launadeildar f jármálaráðu- neytis og annað væri ekki um málið að segja.* Bjarni Guðnason: „Alls ókunnugt um fram boðsmál á Austfjörðum" MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við Bjarna Guðnason prófessor í gær þar sem hann var staddur í Lundi og spurði hvort hann ætlaði að gefa kost á sér til framboðs fyrir Alþýðuflokkinn á Austurlandi í næstu Al- þingiskosningum. „Mér er alls ókunnugt um framboðsmál Alþýðu- flokksins á Austfjörð- um," svaraði Bjarni. *¦-¦.¦-...¦¦ r r mam ¦ n» *.vm»*w..* - ,..,-^ , .,.tí-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.