Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 5 Smá athugasemd frá Páli Líndal Mbl. barst f gær eftirfarandi athugasemd frá Páli Lfndal: Ég hafði satt að segja vonað, að með greinargerð minni, sem birt- ist í blaðinu í gær, væri lokið af minni hálfu heldur óskemmtileg- um ritstörfum varðandi mál, sem mér og mínum nánustu hefur ver- ið velt upp úr síðastliðna tæpa tvo mánuði. I morgun kl. 11.00 barst mér einkabréf frá Jóni G. Tómassyni skrifstofustjóra borgarstjórnar, þar sem hann segir, að fréttatil- kynningin ásamt allri syrpunni um mig, sem birtist I blöðunum s.l. laugardag, hafi átt að boðsend- ast mér „með hraði“ eftir að borg- arráðsfundi lauk kl. 15.00 s.l. föstudag. Hafi þessi gögn verið látin í póstlúgu heima hjá mér kl. 16.05 eða því sem næst, „þar sem hringingu var ekki svarað". Tengdamóðir mín, Hulda A. Stef- ánsdóttir, var heima á þessum tíma og varð einskis vör, fyrr en rétt fyrir kl. 17.00, en einmitt þá kom ég heim frá starfi mínu. Ég brá því við skjótt og gekk frá kærunni á borgarendurskoðanda og fleiri, sem fóru í læstar hirzlur mínar og kom henni í blöðin milli kl. 19.00—20.00. í þeim leiðangri sá ég alla syrpuna, ásamt bréfi undirrituðu af Jöni. Ég spurði, hvenær þetta hefði komið og var mér svarað, að það hefði verið upp úr þrjú. Ut frá þessu og reynslu af ýmsu fólki, sem ég hef algerlega treyst hingað til, taldi ég, að Jón G. Tómasson hefði staðið fyrir ákaf- lega ódrengilegu atferli gagnvart mér að þessu leyti. Vegna gamallar vináttu og ára- tugar samstarfs, féll mér þetta sérstaklega illa. Ég hef hins vegar ekki þá reynslu af Jóni, að ég telji rétt að útmála hann ódrengilegan mann i þessu efni, eftir að bréfleg skýr- ing hans liggur fyrir. Mér sýnist, að hér sé frekar um að ræða mis- tök í útsendingu. Þvi vona ég, að lesendur meti Jón G. Tómassyni þetta ekki til ámælis. Það væri mér vissulega á móti skapi. Allt annað, sem í greinargerð- inni segir, stendur óhaggað, að því er ég tel eftir beztu samvizku. Ritvilla var í handriti mínu, sem mátti misskilja. Ljósrit af 'bréfi Þorkels Valdimarssonar fékk ég hjá Ulfari Þormóðssyni blaðamanni eins og áritun á ljós- riti bar með með sér, en þau ljós- rit fóru til allra blaðanna. Ritstörfum mínum um þetta „mál“ er hér með algerlega lokið, nema eitthvað alveg sérstakt til- efni skapist. Reykjavík, 7. febrúar 1978. Páll Líndal. Trúin í stöð- ugri þróun segir R. Mohajer, persneskur Bahaí-maður AÐ UNDANFORNU hefur verið staddur hér á landi persneskur læknir dr. R. Mohajer, en hann er Bahaí maður og er á ferð um ýmis lönd og heimsækir sam- félög Bahaí-manna. Dr. Mohajer gegnir embætti sem kallað er „hönd mál- staðar Guðs" en alls eru 27 slík embætti innan Bahai- hreyfingarinnar. Á fundi með fréttamönnum fyrir stuttu rakti dr. Mohajer til- gang heimsóknar sinnar hingað til lands: — ð undanförnu hef ég verið á ferð víða um heim til að heimsækja gamfélög Bahaí-manna Er það m.a. í þeim tilgangi að ræða um starfið á viðkomandi stað, Dr. R. Mohajer persneskur laeknir, sem heimsótti Bahaí-menn hér- lendis fyrir stuttu. ræða við ráðamenn og fjöl- miðla, blöð, útvarp, til að koma á framfæri boðskap Bahaullah, en hann var pers- neskur spámaður sem boðaði einingu allra trúarbragða. Hann kom fram á árinu 1863 og nú hefur Bahaí náð útbreíðslu mjög víða um heim, aðallega í Asíu, Suður- og Norður-Ameríku. Einnig er hún mjög útbreidd í Persíu, en þar hefur hún hins vegar verið bönnuð Ekki get ég sagt til um hversu margir áhangendur Bahaullah eru nú en þeir skipta allmörgum milljónum i heiminum öllum. A fundinum voru einnig Halldór Þorgeirsson og Eð- varð Jónsson en þeir eru báðir meðlimir svonefnds þjóðráðs Bahaí á íslandi, sem er ráð 9 manna er hefur með höndum skipulagningu starfsins. Sögðu þeir að Bahaí ætti hér um 140 áhangendur Dr. Mohajer sagði að Baha- ullah hefði boðað að allir ættu að sameinast, sem fyrr segir, og gætu menn allra trúflokka tekið þátt í starfi og verið með Bahaí- samfélaginu. Öll jörðin væri eitt land og menn ættu ekki að láta tungumál og deilur skilja sig að, allir væru grein- ar á sama trénu. Þá sagði dr. Mohajer að spámaðurinn Bahaullah væri ekki hinn sið- asti sem fram ætti að koma, það kæmu fleiri á eftir, trúin væri i stöðugri þróun og mót- un, og sú þróun tæki langan tima. Útsala Torgsins aðeins þessa viku í Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstíg 1 ÚTSALAN STENDUR AÐEINS EINA VIKU Austurstræti 10 sími: 27211 Mikið úrval af vör um f rá öll um deildum Torgsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.