Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1978 7 r „Spegill,spegill, herm þú mér...” Magnús Kjartansson, alþingismaður, bregzt illa við skrifum Þjóðviljans um dagskrá útvarps, þar sem blaðið segir hvert gamalmennið á fætur öðru hafa mætt með eigin sögu til flutnings og lesið „mæddri röddu". „Ég hefi sjaldan orðið eins snöggreiður," segir Magnús Kjartansson, „og í gærkveldi þegar ég fletti Þjóðviljanum ..." „Ég minntist þess að komið hafa upp kenningar um úrvalskynstofn, einnig á okkar öld. í þeim kenning- um var ekkert rúm fyrir gamalmenni, ekki heldur fyrir likamlega eða and- lega fatlað fólk. Ritstjórn- argreinarhöfundur Þjóð- viljans ætti að kynna sér nema hann hafi þegar gert það og látið sannfær- ast." Reiði Magnúsar spegl- ast bezt í lokaorðum til eftirmanns hans í rit- stjórasæti á Þjóðviljanum: „Það eru til frfl og siðleys- ingjar á öllum aldursstig- um. Höfundur ritstjórnar- greinar Þjóðviljans getur áttað sig á því hvemig eitt eintak þeirrar mannteg- undar litur út með þvi að horfa i spegil." Þess má að lokum geta, að grein Magnúsar heitir: „Viðurstyggileg arás á gamalt fólk". Skammt að baki Alþýðublaðið segir i leiðara sl. laugardag: „Undanfarið hefur Ak þýðublaðið rifjað nokkuð upp feril hins islenzka kameljóns Í stjórnmálun- um — Alþýðubandalags- ins. Þetta, og sérstaklega þegar minnzt er á uppmna þess, hefur farið rækilega i finu taugarnar á ritstjór- um Þjóðviljans. Þannig hamast ritstjóri Þjóðviljans eins og þekkt húsdýr i flagi, vegna þess að minnt er á fortiðina! Hvers vegna? hljóta menn að spyrja. Öllum má vera vitanlegt að litbreytingar hins nafnkunna kame- Ijóns breyta afar litlu um eðli þess og artir, og þeg- ar alls er gætt i ferli og stjórn flokksins kemur strax i Ijós, að enn eru þar við stjórnvölinn og innstu koppar í búri hinir sömu, sem stóðu að Kommún- istaflokknum, margir hverjir. Það skal játað, að auð- vitað er i þvi nokkur bót hugarfarsins, að skamm- ast sin fyrir upprunann! En það þurrkar á engan hátt út, hver hann var, né heldur á hvers vegum út- haldið var rekið. Sameiningartilraunirnar 1938 leiddu svo greini- lega Í Ijós, að ekki varð um villzt. hvar hjörtu liðs- odda kommúnista slógu. Það er skjalfest stað- reynd, að þeir kröfðust þess, að hinn sameinaði flokkur tæki skilyrðis- lausa afstöðu með Sovét Rússlandi og leyfði engan fjandskap gegn því i mál- gögnum sinum! Þetta var þá hið SJÁLF- STÆÐA LÍF, sem flokkur- inn lifði!" Gamla skyrtan En segir AlþýSubiaðið: „ Þó þaS þyki henta nú. aS halda þvi fram, aS sósíalistaflokkurinn hafi klætt sig úr hinni rúss- nesku skyrtu þegar hann var stofnaSur, mætti trú- lega minna á túlkanir ÞjóSviljans i siSari heims- styrjöldinni, bæSi á eSli og gangi þeirra hamfara. Hvar var hiS sjálfstæSa lif. þegar fréttist um griSasáttmála Rússa viS Hitlers-Þýzkaland? LagSi blaS þeirra ekki nótt viS dag viS aS útlista hina dásamlegu stjórnkænsku Rússa, aS gera Hitler fært aS hleypa styrjöldinni af stokkunum? Muna menn ekki ennþá „viSsjár" Kiljans frá þessum tima? Og hvernig var meS Brynjólf, sem taldi aS hér á íslandi mætti „skjóta án miskunnar" ef þaS kæmi Rússum aS haldi? Og hvilikur heimsbrest- ur var þaS ekki talinn, þegar „félagi Stalin" geispaSi golunni? ÞaS gerSist þó ekki fyrr en 1953! Þetta sýnir aSeins. aS „gamla skyrtan" var enn viS lýSi á þvi herrans ári, þótt hún væri ekki lengur opinber hátiSaklæSnaS- ur!" --------------------------j Hvert hefur verið þeirra starf? Loks segir Alþýðublað- ið: „Og svo vikið sé að öðru. Var það ekki ráð- herra Alþýðubandalags- ins, Magnús Kjartansson, sem var upphafsmaður að samningum við erlendan auðhring um aðstöðu hér á landi? Ekki furða þó talað sé um skelegga bar- áttu flokksins gegn slíku! Og hvað svo um „bar- áttu" Alþýðubandalagsins gegn auðstéttinni og fyrir alþýðuna? Hvað liggur eftir þessa menn i laga- setningum alþýðunni til hagsbóta allan tímann sem þeir hafa átt fulltrúa á Alþingi? Vilja þeir svara því? Það er gersamlega til- gangslaust að reyna að feta þar i fótspor Gunnars Lambasonar, sem frægastur hefur orðið i sögum fyrir, að „halla öll- um frásögnum og Ijúga viða frá", svo sem hann gerði í frásögninni af Njálsbrennu! Ýmsir hafa furðað sig á, hve það sundrungarstarf, sem íslenzka kameljónið hefur staðið fyrir, hefur getað orðið langlrf t og hve þvi virðist það eðlislægt. Hér höfðar vitanlega enn til upprunans. Þeir, sem sá illgresi, geta auð- vitað fengið rikulega upp- skeru. Sá „gróður" er oft- ast viljugur að vaxa, eink- um ef að honum er hlúð og á það hefur ekki skort á Þjóðviljaheimilinu. Um gagnsemina gegnir öðru máli. Vitanlega er hægt að hlaða arfanum upp i sátur. En að halda að menn fái úr þeim gagnlegt fóður, er álíka bjartsýni og að trúa þvi, að unnt sé að gera silkipoka úr svins- eyrum!" AlKihVsiNfíASÍMINN ER: 22480 Bilsby Skurvogne A-S Industribakken 1. Sengelöse, 2630 Taastrup. Danmark. Talsimi 09-02-99 47 08 Starfsfólksvagnar. skrifstofuvagnar. íbúðarvagnar. geymsluvagnar. hreinlætisvagnar. Gódfúslega biöjið um upplýsingapésa. SKÁKSTYRKIR ERU SKATTFRJÁLSIR SKÁKSAM BAIMD GIRO 625000 ÍSLAN DS INTERNATIONAL TRAKTORSGRÖFUR Skipting: „Hydrostatic" Gröfuarmur: 16" Framskófla: 960 I. Lyftigeta fr.: 3636 kg. Lyftigeta aft.: 1570 kg. Leitið upplýsinga Véladeild Sambandsins BÍLSKÚRSHURÐIR Þær renna hljóðlaust upp undir loft, engin hætta á að vindhviður skelli hurðinni á bílinn eða snjór hindri þær. Þær eru svo léttar, að barn getur stjórnað þeim. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SIMI 85244 Endurtekið: Er bókhaldið í lagi? Bókfærsla I Vegna fjölda áskorana verður námskeið í bókfærslu á vegum Stjórnun- arfélags fslands endurtekið 13.—16. febr. að Hótel Esju. Kennt verður alla daga kl. 13.30—19.00. Námskeiðið á að gera fólki kleift að sjá um bókhald smærri fyrirtækja Á námskeiðinu verður fjallað um: Sjóðbókarfærslur, dagbókarfærslur. viðskiptamannabækur. vixlabæk ur. uppgjör og ákvæði bókhaldslaga Námskeiðið er ætlað stjórnendum smáfyrirtækja og ennfremur er tilvalið fyrir konur sem vilja aðstoða menn sina við rekstur fyrirtækis og menn sem vilja aðstoða konur sinar við rekstur Leiðbeinandi er Kristján Aðalsteinson viðskiptafræðingur Þáfttökugjald er kr 25 300 (20% afsl til félagsmanna) Námsgögn og kaffiveitingar er innifalið í verði Skráning í sima 82930. Stjórnunartélag íslands Frá Vélstjóraf élagi Islands Skrifstofa félagsins verður lokuð í dag og næstu daga vegna flutninga. Vélstjórafélag íslands. Almennur félagsfundur verður haldinn að Hótel Esju í kvöld klukkan 20.30. Meðal annars efnis, mun Þór Magnússon þjóð- minjavörður flytja erindi um tækni 7 fornbíla- söfn Allir áhugamenn velkomnir. Stjórn F.B.I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.