Morgunblaðið - 08.02.1978, Page 11

Morgunblaðið - 08.02.1978, Page 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUaR WÍ8 Jóhannes Björn: Tekjuskattar-Til hvers? Nú þegar flestir eru búnir aö skila framtalinu sínu, er ekki úr vegi aö rifja upp lítið lögmál, sem einn ágætasti heimspekingur aldarinnar setti fram. Það hljóm- ar svo: 1. Þegar Þú refsar þeim sem af- kasta, þá uppskerðu lftil afköst. 2. Þegar þú umbunar þeim eða því sem afkastar ekki, þá upp- skerðu einnig Iftil afköst. Með öðrum orðum: Það sem fær viðurkefiningu í einhverri mynd eflist, hvort sem það er gott eða vont. Þannig aukast t.d. glæpir við aukin skrif og umtal. Engu er líkara en þeir, sem halda í tauma fjármála hér, hafi alla tfð haft miklar mætur á því, sem gjaldþrota er. Varla er svo aumt fyrirtæki, að ekki megi koma því á sveit eða banka, og vandfundið er það bullandi tap, sem ekki er bænheyrt af yfirvöld- um. Hinir, sem kjósa að standa í tvær fætur, verða að leita á bratt- ann og gjalda keisaranum sitt. Það er í þessu andrúmslofti, sem útbreiddasta pest landsins, barlómspestin, verður til. Ár eftir ár ganga forsvarsmenn helztu at- vinnuveganna fram og lýsa yfir tapi og aftur tapi. Síðan koma sfettarfélög og einstaklingar, allir blankir og hlunnfarnir: Barlóm- ur. Barlómur. Já, fólk lærir fljótt áralagið. Bákn og refsing Nýlegar tillögur Alþýðubanda- lagsins um lausn efnahagsvand- ans, sem liggja fyrir Alþingi, eru dæmigerðar fyrir pólitíkina hér. Þar er vandinn ,,leystur“ með færslum á milli sjóða og útgjalda- liða, — OG HÆKKUN TEKJU- SKATTSINS, en hvergi er hrófl- að við því, sem raunverulega bját- ar á. Drottinn gaf og drottinn tók. Orsök efnahagsvandans liggur mest og best í fyrrgreindu lög- máli: Afköstum er refsað og tapið verðlaunað. Banka- og miðstjórnarbáknið drottnar yfir öllu og sáir fjármun- um í hrjóstruga mold. Þunglama- legt og dýrt skólakerfi skilar sér ekki í atvinnulífinu sem skyldi. Refsiskattar drepa framkvæmda- vilja fólks í dróma. Og þannig má lengi telja upp. Lausnin A meðan lögmálið er brotið og ofangreind atriði er til staðar, þá geta menn haldið áfram að fella gengi og færa á milli skuldaliða. Gjaldmiðillinn okkar er ekki tryggður með gulli, hann er tryggður með afköstum lands- manna og arðvænlegri fjárfest- ingu. Þegar perlum er kastað fyrir svín og þvi arðvænlega refs- að — þá lækkar krónan. Jóhannes Björn Næst þegar þú heyrir einhvern tala urri að ,,ná sér niður í tekj- um“ eða „taka sér fri í fjóra mán- uði, svo skatturinn keyri ekki fram úr öllu“, þá veiztu, að það er verið að refsa fyrir afköst. Og þú veizt líka, að enginn tapar eins og þjóðfélagið sjálft, þegar öllu er á botninn hvolft. Meinloka Siðfræðin, sem tekjuskatturinn er grundvallaður á, er vægast sagt hjárænuleg. Ef hægt er að refsa fólki stighækkandi fyrir að af- kasta, þá hlýtur það að vera að gera eitthvað ljótt. Víst er sú skoðun útbreidd hérlendis, að gróði sé sama og glæpur, og því beri ríkinu að hirða hann allan. Kannski eru þessar hugmyndir bæði háleitar og göfugar, en þær falla einfaldlega ekki inn f það þjóðskipulag, sem við búum við. Tekjuskatturinn er dragbítur á framkvæmdavilja fólks og órétt- látur. Hann hefur aldrei verið þess umkominn, að jafna hinni sameiginlegu byrði þegnanna, — til þess skerast allt of margir úr leik. Barlómsland Hvernig lítur svo hin hlið pen- ingsins út? skurð í sögunarstöð fara kringum 10% í úrgang, það er að segja barkarvið. Álitið var fyrrum, að um það bil 80 velvaxin tré, væri nægur efniviður í eitt venjulegt íbúðarhús. Verð á timbri og trjávöru er nokkuð misjafnt, eftir landshlut- um, en fer hækkandi. Tré á rót kosta nú um 150 n.kr. rúmmeter- inn, en tré fellt og flutt að vegi 180—200 n.kr. Fullunnið timbur verður hinsvegar dýrara, einkum ef það hefur farið í gegnum marga milliliði, þ.e.s. skógareiganda, sögunarstöð, og einn eða tvo timbursala. Það er ekki eingöngu hægt að líta á skóga Noregs frá fjárhags- legu sjónarmiði, heldur má einnig líta á þá sem náttúrufegurð og augnayndi, sem um leið er griða- staður fugla og dýra, sem að öðr- um kosti væru ekki í landinu. Á nokkrum stöðum, hafa bæði skóg- ar og dýralíf verið friðað, en hér er átt við þjóðgarða landsins. Þar gef- ur aó líta ósnortna náttúru — gróður og dýra líf, — sem lifir í friði frá skarkala nútímans, svo sem i árdaga. Eyjólfur Guðmundsson. Þessi stúlka lenti í eldsvoða. Þrátt fyrir ítrekaðar skurðaðgerðir hefur ekki tekist að bæta skaðann til fulls. Slysinu hefði mátt forða ef reykskynjari eðaslökkvitæki hefði verið við hendina. __. Junior Chamber Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.