Morgunblaðið - 08.02.1978, Side 12

Morgunblaðið - 08.02.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 Ragnar Júlfusson formaður útgerðarráðs Bæjarútgerðarinnar ásamt einni starfsstúlkunni Bæjarútgerð Reykjavíkur: Mun verðmætari hver fiskur úr sjó í kjölfar mikilla breyt- inga og endurskipulagningar HJÁ Bæjarútgerð Reykjavíkur eiga sér nú stað miklar breytingar og framkvæmdir til hagræðingar á starfsemi fyrirtækisins. Standa nú yfir miklar framkvæmdir vegna endurbóta á fiskiðjuveri fyrirtækisins og Bakka- skemmu á Grandagarði. M.a. er þarna um að ræða stórbætta starfsmannaaðstöðu, þar á meðal nýtt og full- komið mötuneyti, endurbætur á flökunar- og pökkunar- sölum, innrétting fiskmóttöku og kæld hráefnisgeymsla í Bakkaskemmu og margt fleira. Af þessu tilefni svo og til að skýra frá starfsemi fyrirtækisins boðaði stjórn Bæjarútgerðarinnar blaðamenn á sinn fund í gær. Á þessum fundi, sagði Ragnar Júlíusson formaður útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur m.a. að undanfarin ár hefði stjórn Bæjarútgerðarinnar lagt mikla áherzlu á enduruppbyggingu fyrirtækisins og er í því sambandi skemmst að minnast endurnýjun- ar togaraflotans. Hins vegar hefur nokkuð mikið vantað á það, að aðstaða fiskvinnslunnar gæti talist viðunandi. Hefur jafnvel verið rætt um byggingu nýs frystihúss í því sambandi. Eftir nokkra athugun var snemma árs 1977 ákveðið að núverandi húsa- kynni fiskiðjuversins skyldu endurskipulögð á þann veg, að þau gætu um nokkra framtíð full- nægt þörfum útgerðarinnar, jafn- framt því að nýrri fiskimóttöku og kæligeymslu yrði komið fyrir á hluta Bakkaskemmu.' Var strax ljóst, að um kostnaðarsamar fram- kvæmdir yrði að ræða og verkið yrði að vinna í áföngum þannig að sem minnst truflun yrði á starf- ræskslu frystihússins. Strax og ákvarðanir lágu fyrir var hafist handa við undirbúning fram- kvæmda. I stórum dráttum felast fram- kvæmdir þessar í eftirfarandi verkþáttum: ir Starfsmannaaðstaða, þ.e.a.s. ný búnings- og snyrtiherbergi, nýtt eldhús, nýr matsalur o.fl. Unnið við flökun Nú þegar hefur hið nýja eld- hús og matsalurinn veriðtekin í notkun. if Stækkun, endurbætur og endurskipulagning á flökunar- og pökkunarsölum. if Innréttuð fiskmóttaka og kæld hráefnisgeymsla í Bakka- skemmu. if Endurskipulagning á móttöku i fiskiðjuverinu, ásamt upp- setningu á tvöföldu flutnings- kerfi úr móttöku í flökunarsal. if Ýmsar lagfæringar og viðbæt- ur á húsakynnum, svo sem nýtt lofthitunar- og loftræstikerfi, endurnýjun raflagna, hita- lagna, vatns- og frárennslis- lagna, endurnýjun á gluggum og margt fleira. Þess má geta að þegar lokið verður við framkvæmdir í Bakka- skemmu við innréttingu fiskmót- töku og komið fyrir kældri hrá- efnisgeymslu gefur það í fyrsta sinn tækifæri til að landa fiskin- um á flutningatæki og flytja hann beint í kælingu. Framkvæmdir hófust í marz á s.l. ári við að koma upp nýju mötuneyti (eldhúsi og matsal) á 3. hæð suðurhluta húss fiskiðju- versins, en þar hafði áður verið óupphitað geymslurými. Byrja þurfti á því að byggja um 900 fermetra þak á alla suðurhluta hússins og einangra það. Þá var jafnframt gerð greiðari aðkoma að matsalnum um nýja tengibygg- ingu á þaki norðurhluta hússins, sem er einni hæð lægri milli aðal- inngangs í húsið og matsalarins. I þessari tengibyggingu er komið fyrir snyrtiaðstöðu fyrir þá, sem einungis eiga erindi í mötuneytið. Framkvæmdum við þessa verk- þætti lauk í desember s.l. og var mötuneytið opnað milli jóla og nýárs. Auk þessara framkvæmda hefur verið unnið að stækkun á flökunarsal, en svo háttaði til að við enda flökunarsalarins var ís- klefi frá þeirri tið, er ísfram- leiðsla fór fram í fiskiðjuverinu. Eftir að mötuneytið var flutt á 3. hæð hússins var unnt að hefjast handa við breytingar á vinnslusöl- um. Var öll fiskvinnsla stöðvuð 6. janúar síðastliðnum og þá þegar hafist handa við breytingarnar. Þá var reiknað með því, að vinnsla gæti hafist á nýjan leik 23.—25. janúar. Framkvæmdir reyndust þó vera öllu viðameiri en ráð var fyrir gert, en vinnsla í fiskiðjuverinu hófst aftur 31. janúar. Á þessum lengri stöðvunartíma en upphaflega hafði verið ráð- gerður var unnt að vinna að ýms- um verkþáttum, sem upphaflega voru ráðgerðir síðar, svo sem upp- setningu rúllubrauta í pökkunar- sal, málningarvinnu í pökkunar- sal, vinnu verið verkstjóraklefa o.fl. Á þessum þremur vikum var unnið að lagningu gólfefnis á alla vinnusali og unnið að endurupp- setningu allra véla í móttöku- og flökunarsal ásamt tilheyrandi flutningsböndum, borðum og öðr- um útbúnaði þeim tengdum. Enn- fremur var hluti flökunarsalar einangraður á nýjan leik og múr- húðaður, gamla mötuneytið rýmt, vinnusalir og móttaka málað, raf- kerfi allt endurnýjað, svo og vatnslagnir f vinnusölum. Þá var jafnframt unnið að hleðslu og múrhúðun veggja í snyrti- og bún- ingsherbergjum kvenna, ásamt ótal smærri verkliðum. Ennfrem- ur var unnið að uppsetningu loft- hitunar- og loftræstikerfis. Frágangsverkum ýmsum er enn ólokið, bæði í flökunarsal, pökk- unarsal og móttöku, en þau hindra ekki það, að nú er unnið með fullum afköstum i fiskiðju- verinu. Vinna við búnings- og snyrtiherbergi ásamt aðalinngang í húsinu verður að vinnast í ákveðinni framkvæmdaroð og verður þeim verkum væntanlega lokið í maí næstkomandi. Nokkru siðar er áætlað að framkvæmdum við fiskmóttöku og kæligeymslu í Bakkaskemmu verði lokið að fullu, en þær framkvæmdir eru nú nýhafnar. Við stækkun pökkunarsalar fiskiðjuversins eykst afkastaget- an þar um 10—15%, en pökkun- arsalurinn ræður, undir flestum kringumstæðum, afkastagetu hússins. I flökunarsal hefur verið bætt við þorskflökunarvél og hausara. Sú viðbót ásamt tveimur flutningsleiðum úr móttöku gerir það kleift að nýta betur heildaraf- kastagetu hússins við blandaða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.