Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 15 Magnús Víglundsson: Undanfarna daga hefur mátt lesa í dagblöðum frásagnir og út- leggingar á málshöföun frú Hrefnu Benediktsson, Einars sendiherra Benediktssonar og annarra núlifandi erfingja Einars skálds Benediktssonar. Er mál þetta höfðað til ógildingar á samningi er Einar skáld Bene- diktsson gerði við Braga hf. og undirritaði sjálfur og dagsetti hinn 17. janúar 1938, en sam- kvæmt samningi eignast Bragi hf. höfundarrétt að verkum Einars Benediktssonar. Stefnendur halda þvi jafnvel fram, að þessi samningur hafi aldrei verið gerður, allt tal um tilvist hans sé hugarburður einn. Jafnan þó við neikvæð erindislok. Þessi þáttur málsins, endur- teknar tiiraunir til að færa sönn- ur á, að Einar skáld Benedikts- son, faðir sækjenda og afi, hafi skort vit og verðugleika til sjálfs- forræðis, jafnvel að leita til lækna um aðstoð í þessu sambandi, er mjög athyglisverður. Ég veit ekki nánar um þau mál, hitt tel ég mig vita, að hin mikilsvirti fræðimað- ur og maður, dr. Níeis Dungal, prófessor hafi visað frá sér boði um slíka þátttöku í aðför að and- legu heilbrigði Einars skálu1 Benediktssonar, sem þá var lát- inn.— Svo er það, að í viðtali í Morg- unblaðinu hinn 5. þ.m. gerir Magnús Vfglundsson kr. 14.640, þar er innifalinn sölu- skattur og þóknun til bóksala. — Þess skal getið af þessu tilefni, að verk Davíðs Stefánssonar skálds kosta kr. 21.600 í heildarútgáfu, söluskattur og sölukostnaður þar innifalinn. Með þessum upplýs- ingum er þó ekki gerð tilraun til að leggja mat eða gera samanburð á gildi verka þessara skálda, hel- ur eru þetta aðeins upplýsingar um verð, í tilefni af ummælum Ragnars Aðalsteinssonar. Vildi ég aðeins hvetja fólk til að skoða Afmælisútgáfuna á verkum Einars Benediktssonar, og mynda sér skoðun á því, hvort hún sé of dýru verði goldin. Ekki hefur svo þótt til þessa, enda buddan ekki alltaf réttur mælikvarði, og hefur aldrei verið á íslandi, þegar um val bóka hefur verið að ræða. Er að útlit 5000 krónur seðilsins okk- ar, og Seðlabankinn gaf út á sin- um tfma, er mjög f anda hins fræga og fagra kvæðis „Dettifoss" eftir Einar Benediktsson, skáld. Seðillinn er og prýddur mynd þjóðskáldsins, svo og myndum af miklum virkjunum. Ég vona að fólki auðnist að spara saman sem mestu af þessum bankaseðlum, sér til yndis og öryggis. — Viða hafa sporin legið, og eitt sinn hafði Bragi og Afmælisútgáfan samskipti við aðila, sem um skeið Útgáfuréttur Braga hf. á verkum Einars skálds Benediktssonar Ég hygg þó, að í ljós muni koma að þessi umræddi samningur, sem fra öndverðu hefur verið einskon- ar stjórnarskrá í starfi Braga hf., sé enn til, og í fullu gildi, en enginn sýnir harðsnúnum mót- spilara á spilin fyrr en tími er til þess kominn, og í þessu tsilfelli fer það eftir atvikum. — Komi til þess, að fullyrðingarn- ar um fjarveru samningsins fjalli um sjálfa sig, þá er að taka sér stöðu í næsta sóknarvígi; sanna að þjóðskáldið Einar Benediktsson hafi ekki verið með réttu ráði hin síðari æfiár. Þetta er svo sem ekki nýtt verkefni, því ég veit ekki betur en einhverjir kæruaðila og ættingjar þeirra hafi þrisvar sinn- um leitað til íslenskra dómstóla til að ögilda réttindi Braga hf. í sambandi við útgáfurétt á verk- um Einars skálds Benediktssonar. Ragnar Aðalsteinsson hrl., sækj- andi málsins á hendur Braga hf. þetta kærumál o.fl. að umtalsefni. Ekki er mér kunnugt um, hvort þetta er venja lögfræðinga meðan mál eru til meðferðar. Eg veit það ekki, en hlýt að svara Ragnari Aðalsteinssyni nokkrum orðum, að svo ótvírætt gefnu tilefni.— Ragnar Aðalsteinsson segir, að Bragi hf. hafi misst útgáfuréttinn fyrir að hafa framselt hann til Isafoldarprentsmiðju á nánar til- greindum bókum, sem gefnar voru út árin 1945 og 1952. Hins vegar lætur Ragnar niður falla að minnast á Sýnisbók af verkum Einars Benediktssonar, sem Bragi hf. samdi um við Almenna Bóka- félagið um útgáfu á, og kom út árið 1957. Þetta er merk bók, bundin í alskinn, Jóhannes Kjar- val listmálari myndskreytti hana af sinni alkunnu snilld, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, þáverandi formaður Almenna Bókafélagsins ritaði formála, en ef nið mun ég haf a valið. Þessi bók mun hafa selst í um 8000 eintök- um, sennilega meira en nokkur önnur íslensk kvæðabók i 1. út- gáfu. Bókin mun hafa kostað um 275 krónur. Það er miður, að Ragnar Aðal- steinsson skuli ekki hafa minnst á þessa merku bók, er hann átelur Braga hf. í vítalinu fyrir van- rækslu í útbreiðslu á skáldverk- um Einars Benediktssonar. I ofangreindu viðtali í Morgun- blaðinu hinn 5. þ.m. minnist Ragnar á Afmælisútgáfuna, sem hann telur voðalega dýra, kosti um 18 þús. kr. Ekki er þetta nú alveg rétt hjá lögmanninum. Út- gáfan er á 2 verðum: kr. 17.640 og það vel, og ærið þakkarefni. — En Ragnar Aðalsteinsson held- ur áfram í viðtalinu við Mbl. Hann minnist á bókarkver, sem bókaútgáfan Helgafell hafi gefið út. Þetta sé formáli, sem dr. Sig- urður Nordal hafi ritað fyrir Braga hf. í Afmælisútgáfuna. Regnar Aðalsteinsson bætir við, „að Sigurður hnýti mjög I Braga- menn". Ég hafði vonað, að bókar- kver þetta væri gleymt, en fyrst fram kemur að svo sé ekki, þá ber að muna það.— Viðvikjandi heimild Braga hf. til að framselja útgáfurétt að verkum Einars skálds Benedikts- sonar, er það sannfæring min, að ofangreindur samningur heimili greinilega slíkt framsal. Sé svo, þá er einnig þetta haldreipi sókn- arliðsins brostið. — Ég vil að gamni mínu geta þess, Hi Einar Benediktsson var í Bankaráði Seðlabanka Is- lands. Þeim samskiptum er nú löngu lokið. — Margt fleira væri hægt að tilgreina um viðleitni Braga hf. til að halda minningu og hugsjónum Einars skálds Benediktssonar á loft, en hér skal nú látið staðar numið. Ég hefði ekki skrifað þessa grein nema að sérlega gefnu til-, efni, svo sem að framan getur. Mál þetta verður á sínum tima væntanlega varið og sótt fyrir dómstólum, kröfur gerðar og Framhald á bls. 25. onn Taktu þér hlé frá daglegum störfum um stund og fáðu þér mjólkurglas. Engin fæða uppfyllir betur þau skilyrði að veita þér flest þau næringarefni, sem nauðsynleg eru lífi og heilsu. Slakaðu á smástunasfrá starfí og streitu dagsins og bygg^u þig upp til nýrra átaka um leið. Drekktu mjólk í dag - og 'ftjpttu þess. Næringargildi í lOOg af mjólk eru u.þ.b.: X \ Prótín 3,4 g A-vítamín 80 alþjóðl. ei: Wita 3,5 g Bi-vítamín 15 alþjóðl. eii Kolvetni 4,6 g D-vítamín 3 alþjóðl. ei: Ktalk 0,12 g B.-vítaniín 0,2 mg Fo\for 0.09 g C-vítamín\ , .1,5 mg Járn^ 0,2 mg\ Hitaeininga, r 63 • r Mjóll mjólKumiiMiii orku 1 ind okka afi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.