Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 m&mffiábfó Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson.. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Trún aðarbrestur Ekkert efnahagskerfi stenzt 60—80% kauphækkun á 12 mánuðum, eins og veriö hefur hér á landi. Morgunblaðið hefur margoft varað við þeirri óheilaþróun, en við litlar vinsældir eins og kunnugt er. Nú er komið að því, að menn þurfi að súpa seyðið af kaupgjaldskröfum, sem voru umfram getu ríkis og atvinnuvega. Magnús Kjartansson, leiðtogi Alþýðubandalagsins, sagði nýlega í grein í blaði sínu, að ekki verði „unninn bugur á verðbólgu nema með því að brúa andstæðurnar og vinna að því að uppræta þær á markvissan hátt". Þetta er rétt hjá Magnúsi. Hann bendir á, að ,,sá aðili, sem samtök launafólks þarf fyrst og fremst að takast á við, er ríkisvaldið, vegna þess hvernig íslenzka efnahagskerfinu er háttað. Lykillinn að ríkisvaldinu er Alþingi og það er helzta meinsemdin hjá samtökum launafólks, að þau eru veik á þingi, þótt þau séu mjög öflug í samningum um kaup og kjör — þau hafa til skamms tíma verið þverklofin á stjórnmálasviðinu". Þetta er sjálfsagt meira og minna rétt, en við skulum ekki gleyma því, að þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum, eða sú stjórn, sem Magnús Kjartansson hafði hvað mest áhrif i, var óðaverðbólga hér á landi og nam hún um 54%. A síðásta ári miðju var verðbólgan komin niður í 26%, en síðan hefur sigið á ógæfuhliðina vegna óraunhæfra kjarasamninga. Enda þótt unnt sé að taka undir orð Magnúsar Kjartanssonar verður samt sem áður ekki komizt hjá því að benda á, að sjaldan hefur ríkisvaldið haft meiri áhrif á niðurstöðu kjarasamninga en einmitt á timum vinstri stjórnarinnar og þá varð eins konar sprenging á launamarkaðnum. Þá hafa alþingismenn síður en svo sýnt neina tilburði í þá átt að koma fram með hógværari launakröfur en aðrar stéttir, heldur hafa þær þvert á móti verið jafn miklar mestu kröfum. Það vita allir. Alþingi Islendinga hefur verið gagnrýnt harð- lega fyrir það, eins og kunnugt er. Það er ekki gagnrýni út í hött eins og á stendur. Fordæmin koma a.m.k. ekki úr sölum Alþingis. Auk þess hafa þingmenn skammtað sjálfum sér skattfriðindi. Það veikir sið- ferðisþrek annarra í hagsmunabaráttu. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 29. janúar s.l. var m.a. sagt: „Vegna þess að þær ákvarðanir, sem teknar voru í launamálum á síðasta ári, allt frá samningum vinnuveitenda og ASÍ til samninga ríkisstjórnar og BSRB og ríkisbanka og bankastarfsmanna og til ákvörðunar þingmanna um eigin kjör, voru rangar." — Þess vegna er nú þörf aðgerða i efnahagsmálum. Alþingismenn hafa því miður ekki gengið á undan í þessum efnum með góðu fordæmi. Milli þeirra og þjóðarinnar hefur orðið nokkur trúnaðarbrestur, sem leiðrétta þarf. Nafnbirtingar Verðbólga i þeim mæli, sem við þekkjum, er siðspillandi. Hún kallar á brask og tilraun þegnanna til að „bjarga sínu". Hún er undirrót meinsemdar. Morgunblaðið lifir ekki á þvi að selja ógæfu annars fólks. Það segir frá staðreyndum, fylgist rækilega með því, sem er að gerast, tekur mið af opinberum rannsóknum og nióurstöðum dómstóla en telur sig ekki neinn hæstarétt yfir öllu, sem aflaga fer í þjóðlífinu. Það hefur verið stefna blaðsins að birta nöfn þeirra, sem hafa játað sekt sína eða hlotið d()m fyrir afbrot. Að vísu verður oft að meta hvenær nafnabirtingar eiga rétt á sér og er það erfitt mál og veldur ritstjórum dagblaða einatt miklu sálarstríði. En þetta er meginlínan.að birta nöfn við játningu og dómsuppkvaðningu. Þegar Landsbanki Islands gaf út tilkynninguna í upphafi Landsbankamálsins svokallaða var nafn deildarstjóra ábyrgðardeildarinnar nefnt i frétt bankans. Af þeim sökum birti Morgunblaðið nafn hans. Hann hafði játað sök sína. Og bankinn stóð ábyrgur fyrir nafnbirtingunni. A þetta mál, nafnbirtingu, er minnst hér af gefnu tilefni. Við skulum í lokin minnast á það, hverjum augum Liv Ulmann, leikkonan heimsfræga, litur á þá blaðamennsku, sem nú tíðkast svo mjög. Hún segir í ævisögu sinni Umbreytingin: „Hvað er að segja um skilnaðinn? (þ.e. skilnað þeirra Ingmar Bergmanns). Hnýsni fólks í sorg sem var einkamál. Dagblöðin, sem rótuðu í einkalífi okkar. Tróðu á öllu sem var viðkvæmt. Vikublöð með forsíðu- myndum frá fyrsta árinu okkar saman. Brosandi, glaðleg andlit og svartletraðar fyrirsagnir undir: Nýtt lff án Liv. Lesið um sögulokin. í vansæld okkar urðum við góðkunningjar hálfrar Skandinavíu. Blaðamaður nokkur hringdi til mín og sagði við mig vinsamlega í hluttekningu, að ég mætti ráða, hvort ég vildi segja allan sannleikann sjálf — eða hvort þeir neyddust til að prenta sfna eigin útgáfu af hönum. Annar spurðí, hvort ég gæti gefið honum simanúmerið hjá nýju konunni hans (þ.e. Bergmanns). Ég varð að laumast út úr hótelherberginu og hlaupa niður bakdyratröppurnar, þvf að ljós- myndararnir stóðu við hótelinnganginn og biðu. Dökk sólgleraugu, sem hylja sorg — lítill, mannleg þjáning, sem svífur hjá f ljósmynd — það gengur vel út í lausasölu. Þegar textinn undir bætir þar að auki við óhamingjusögum, séðum úr návígi .. " Síðan lýsir Liv Ullmann því, hvernig hún faldi sig í bakgarði innan um öskutunnur. Með því skírskotar hún til sorpblaðamennsku, sem einskis svífst, þegar peningar eru annars vegar. Morgunblaðið hefur ekki tíðkað þessa blaðamennsku. Og mun ekki gera. Það tekur tillit til einkalífs fólks. Þegar ógæfumaður stenzt ekki freistingar sínar, reynir það að muna eftir konu hans og börnum, gamalli móður eða öðrum fórnardýrum harmleiksins. Það selur ekki sorgir þessa fólks. Það krefst þess, að heimilislífið sé friðhelgt og hefur reyndar margoft skorað á landsmenn að slá skjaldborg um heimilin og einkalífið. Það læjur alþýðudómstóla gróusagnanna lönd og leið. Og allra sízt eyðir það dýrmætum pappír í að eltast við samkeppnisaðila eða pólitíska andstæðinga með öðrum leikreglum en þeim, sem tíðkazt á blaðinu. Þegar andstæðingar eiga í hlut, þá kemur í ljós, hvort innra þrek er í samræmi við þær siðferðiskrófur, sem menn gera til sjálfra sín og annarra. En Morgunblaðið segir að sjálfsögðu frá staðreyndum, einnig sárum staðreyndum. Það birtir nöfn ógæfumanna, sem játa sekt sína eða fá sektardóm, a.m.k. ef brotin eru þess eðlis. En það veltir sér ekki upp úr ógæfu þeirra. Slíkt lendir eínungis á saklausum aðstandendum, fórnar- dýrum, sem eiga ekki annað skilið en fá að vera í friði, jafnvel — og ekki sizt — börnum og saklausum unglingum. Kvikmyndahátíðin 1978: ÞAÐ gengur á ýmsu með fyrstu kvikmyndahátíðina hérlendis. Finna má að framkvæmdinni — myndir berast of seint til landsins eða jafnvel alls ekki og raska dagskránni. Þetta má þó flokka undirbyrjunarörð- ugleika og reynsluleysi, sem verður að taka með vissu umburðarlyndi. Öllu lakari er afskiptasemi kvik- myndaeftirlits og tveggja embættismanna dóms- kerfisins af hátíðinni, sem beinlínis leiðir til þess að þessi hátíð og hugsanlega þær sem síðar verða haldn- ar teljast til hinna aftur- haldssömustu í vesturálfu. Er þarna átt við hlut ríkis- saksóknara og rannsóknar- lögreglustjóra i því að sýningar á japönsku mynd- inni Veldi tilfinninganna eru felldar niður. Reyndar var alltaf við þvi búist að sýningar á Veldi tilfinninganna mundu valda töluverðu umtali og hneykslan. og særa sómatilfinningar einhverra, en það hvarflaði þó aldrei að manni fyrir alvöru að svo langt yrði gengið að opinbenr aðilar bein- Líkam- legar fýsnir og vel- valdar tilfinn- ingar um fjölskylduna á dálitið sérstæðan en áhrifaríkan hátt Hann teflir fram Wit. velmetnum verkfræðingi, sem aðalstjarna þeirra Pólverja, Daniel Olbrychski, leikur Hann starfar hjá stóru fyrirtæki i borginni og hefur algjörlega slitið sig úr tengslum við fjölskyldu sina — föður, systur og móðursystur, sem búa á gömlu sveitasetri. Heimilið er farið að láta mjög á sjá, og skyndilega fær Wit skeyti um að snúa heim vegna þess að faðir hans hefur orðið fyrir áfalli Wit fær vin sinn með sér og þeim er allt annað en fagnað við heim- komuna Atburðarásin fer fram eftir þetta að mestu innan veggja heimili- isins og myndin gerist á tæpum sólarhring en með ótrúlega hnitmið- aðri og markvissri leikstjórn ásamt frábærum samleik aðalleikaranna tekst myndinni að yfirvinna hið þrönga sögusvið og myndin er þrungin bæði lífi og spennu, svo að unun er á að horfa. Ungverska myndin Ættleiðing eft- ir Mörtu Mészáros hefur að visu ekki til að bera þess léttu stemmningu sem Fjölskyldulif býr yfir en er þó sérlega geðþekk og vel gerð mynd í henni ríkir kyrrlátt andrúm sem eins og endurspeglar heldur dauflegt lif aðalhetjunnar, Kötu Hún er ekkja, starfar i verksmiðju og lifir heldur atburðasnauðu lifi ef frá er talið ástarsamband hennar við giftan mann, sem starfar með henni Hann vill ekki skilnað né heldur gera ekkjunní barn sem hún þráir til að linis hlutuðust til um að sýningar á myndinni á kvikmyndahátíðinni yrðu stöðvaðar Sýningar á kvikmynmdahátið eru nefnilega dálitið annar hlutur en almennar sýningar Veldi tilfinning- anna er mynd sem tekin hefur verið til sýninga á flestum þekktustu kvik- myndahátiðum á Vesturlöndum. t d í Cannes. Lugarno og New York. án þess að yfirvöld hefðu þar bein af- skipti af Það eru lika fyrir longu óskráðar reglur i þeim löndum þar sem þessar helztu kvikmyndahátiðir eru haldnar að kvikmyndaeftirlit og yfirvöld skipta sér ekki af myndum sem þar eru sýndar. þótt einhverjar þeirra kunni strangt til tekið að fara yfir siðsemdarmörkin hvað lagalega skilgreiningu viðkomandi lands áhrærir Einasta undantekningin sem ég veit frá þessari meginreglu varðandi hátiðasýningar á Veldi tilfinning- anna var á Berlinarhátíðinni i fyrra en þar tók lögreglan filmuna i sína vörzlu eftir fáeinar sýningar. Atburðurinn þótti töluvert áfall fyrir hátíðina i Berlin Hér er þó gengið enn lengra — ekki einu sinni látið á það reyna hvort sýningar á mynd- inni hefðu verið stöðvaðar með lög- regluaðgerð Allt er þetta mál annars gott dæmi um réttelysi listarinnar Þegar meta á hvort almenningi sé hollt að sjá ákveðna bersöglismynd eru kvaddir til lögfróðir menn til að skera úr um hvort hún falli undir tiltekna laga- grein um klám svo óljós og raunar persónubundin sem skilgreining á sliku hugtaki hlýtur að vera Aftur á móti eru ekki kvaddir til listfróðir menn til að skera úr um listrænt gildi myndarinnar og hvort það eigi erindi við almenning í framhaldi af því vaknar síðan spurning um hvort sjónarmiðið sé þyngra á metunum — að koma í veg fyrir að fullorðið fólk verði vitni að athöfnum á hvita tjaldinu sem tveir embættismenn telja ósiðsamlegar eða leyfa þessu sama fólki að horfa á mannlegt at- Fjölskyldulíf ferli sem tveir listfræðingar teldu td framreitt á tjaldinu með list- rænum hætti Allt er þetta siðan auðvitað sú grundvallarspurning hversu langt á að ganga i þvi að hafa vit fyrir öðrum — hver sá sem keypti sig inn á Veldi tilfinninganna hefði vitað að hverju hann gengi En það þýðir vist litið að elta ólar við þetta frumhlaup úr þvi sem kom- ið er Sú kvikmynd sem á þessari hátið hefur haldið uppi merki ósið- seminnar og orðið hvað flestum hneykslunarhella er Saet mynd Frekar en fyrri daginn verður ekki á móti borið að Dusan Makavejev. höfundur myndarinnar. kann vel til verka og tæknilega er myndin öll mjög kunnáttusamlega gerð Að öðru leyti þykir mér myndin heldur léttvæg og ádeilan sem maður finn- ur móta fyrir, kafnar með öllu i smekklausum tiltækjum Makavejevs Að visu fer hann býsna vel af stað og myndin er töluvert glettin framan af, en eftir að hann kemst i kynni við frönsku kommún- una, sem hann virðist geta látið gera alla skapaða hluti fyrir sig, er eins og algjörlega slái út i fyrir honum og myndin fer út um þúfur Sæt mynd er þannig kvikmyndalist á villi- götum Rétt er þó að taka fram að ýmsa hef ég hitt sem þykir mikið til myndarinnar koma, telja hana skarpa ádeilu á neyzlusamfélögin. bæði innan hins kapitalíska heims og hins sósíaliska Sitt sýnist hverjum í Sætri mynd og Veldi tilfinning- anna svalar fólk likamlegum fýsnum sinum á margvíslegan hátt Hempas bar, Ættleiðingin og Fjölskyldan eru af allt öðru sauðarhúsi, þvi að þar er fremur fjallað um tilfinningalifið og mannleg samskipti á þvi sviði Allt eru þetta lika athyglisverðar myndir Pólska myndin Fjölskyldulíf eftir Zanussi, skólabróður og kunningja Þrándar Thor , er þó sú þeirra sem ég hafSi mesta ánægju af og tvímælalaust einn af hápunktum hátíðarinnar Zanussi fjallar þarna öðlast fyllingu i lífinu Um þetta leyti kemst Kata einnig i kynni við unga stúlku af upptökuheimili og tekst með þeim vinátta sem leiðir til þess að ekkjan ákveður að ættleiða barn. Gildi myndarinnar er ekki sizt fólgið í þvi hvernig hún lýsir vináttu ekkjunnar og stúlkunnar sem árin þó aðskilja, en stigandin er svo hæg að myndin rambar stundum á mörk- um þess að verða langdregin Hempas bar er eftir ungan Svia. Lars Thelstam. hinn sama og gerði Gangsterfilmen er sjónvarpið sýndi i fyrra Hempas bar hefur flóknari söguþráð og er í alla staði heil- steyptari og metnaðarfylln mynd af hálfu höfundar. þó að honum takist ekki fullkomlega að koma efninu til skila Áhorfandinn kynnist verkamanna- fjölskyldu i sænskum smábæ. Eldri sonurinn hefur farið til sjós og kom- ist til Bandarikjanna i þann mund sem Presley er að koma þar fram á sjónarsviðið Yngri sonurinn er enn á barnsaldri. spjarar sig vel i skóla og leik og hefur hug á lengra námi, sem fjárráð heimilisins þó tæpast leyfa Hann þráir athygli föður sins en fær hana aðeins þegar hann getur höfðað til metnaðar föðurins, sem aftur á móti á þann draum æðstan að eignast eínhvern tima góðan bíl. Óvænt kemur eldri sonur- inn heim frá Ameriku. kemst að því að vinkona hans hefur tekið saman við útlenzkan verkamann og leggst þá i þunglyndi. Það tekur að hrikta i stoðum heimilisins, átökin innan fjölskyldunnar magnast og endalok- in eru blöði drifin Thelstam tekst vel að endurlifga þetta tímabil sem myndin á að gerast á, en plötur Presleys gegna þar veigamiklu hlutverki Myndin hefur raunsætt yfirbragð en i handriti og persónusköpun er þó holur tónn sem gerir það að verkum að áhorfandinn lifir sig aldrei verulega inn i vandamál fjöl- skyldunnar — BVS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.