Morgunblaðið - 08.02.1978, Page 21

Morgunblaðið - 08.02.1978, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 21 Hollustuhættir í fiskimjölsverksmiðjum: 16 af 47 verksmiðjum hafa fullt starfsleyfi Reykjavík, Siglufjördur og Vestmannaeyjar án starfsleyfa Loðnan er helzta hráefni fiskimjölsverksmiðja á tslandi, sem sumir nefna stóriðju. Hollustuhættir f þessum verksmiðjum vóru á dagskrá Alþingis f gær. MATTHtAS Bjarnason, heil- brigðisráðherra, svaraði í gær f Sameinuðu þingi fyrirspurn frá Benedikt Gröndal (A) varðandi hollustuhætti f sfldar- og fiski- mjölsverksmiðjum. Hér á eftir verður rakið meginmál í svörum ráðherra. 1) Háfa verið gerðar full- nægjandi rannsóknir á hollutstu- áttum f sfldar- og fiskimjölsverk- smiðjum, svo sem hættum starfs- liðs af hávaða, rykmyndun og var- hugaverðum efnasamböndum, almennum óþrifnaði og ólykt. „Sveitarfélög annast heil- brigðiseftirlit hvert fyrir sig og er framkvæmd eftirlitsins í höndum heilbrigðisnefndar viðkomandi sveitarfélags. Yfirumsjón með starfi heilbrigðisnefnda er i hönd- um Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 164/1972 um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna ber öllum verk- smiðjum, þar sem ætla má að slfk efiri séu notuð, myndist eða komi fram, að hafa leyfi heilbrigðis- málaráðherra til þess reksturs sem þau hafa með höndum. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjur eru sérstaklega tilgreindar í 2. gr. reglugerðarinnar. Samkvæmt reglugerðinni skulu umsóknir um starfsleyfi sendar Heilbrigðiseft- irliti ríkisins sem kannar þær og sendir síðan tillögur sínar um af- greiðslu hvers máls til heil- brigðismálaráðherra að fengnum umsögnum heilbrigðisnefndar og fleiri aðila eftir þvi sem ástæða er til. Eftirlit með þvi að ákvæðum reglugerðar þessarar sé hlýtt er í höndum heilbrigðisnefnda undir yfirumsjón Heilbrigðiseftirlits ríkisins. í tengslum við veitingu starfs- leyfa hafa starfsmenn Heil- brigðiseftirlits ríkisins farið eftir- litsferðir í aílar síldar- og fiski- mjölsverksmiðjur landsins. Hefur við mat á aðstæðum öllum verið eftir því litið að aðstæður og aðbúnaður á vinnustsð m.t.t. hollustuhátta uppfyllti skilyrðum laga og reglugerða um þessi efni. Þar sem misbrestir hafa komið í ljós hafa kröfur um úrbætur verið settar fram og í einstaka tilfellum hafa skilyrði um bætta vinnuaðstöðu verið sett fyrir veit- ingu starfsleyfis. Fullt samráð hefur verið milli Heilbrigðiseftir- lits ríkisins og heilbrigðisnefnda um þessi atriði. Ennfremur hafa heilbrigðisnefndir sveitarfélaga fylgst með aðbúnaði og hollustu- háttum í síldar- og fiskimjölsverk- smiðjum landsins. Við rotvörn loðnu eru notuð hættuleg efni (blanda af natríum- nítrít og formalíni), en fram- kvæmd rotvarnar eru undir hand- leiðslu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Svo nefnd nitro- samin efnasambönd eru talin geta myndast í fiskimjöli við eldþurrk- un á rotvörðu hráefni, en þessi efni eru talin geta valdið krabba- meini. Að hve miklu leiti þessi efni koma fyrir í útblæstri frá verksmiðjunum eða í andrúms- lofti á vinnustöðum þeirra er ekki vitað, enda hafa rannsóknir ekki verið gerðar á þessu sviði hér á landi eða í nágrannalöndunum svo kunnugt sé. Að öðru leyti er ekki kunnugt um að hættuleg efni eða eiturefni séu fyrir hendi í umhverfi starfs- manna í þeim mæli að um heilsu- farshættu geti verið að ræða. Þegar á heildina er litið verður að telja hávaða, óþrif og óþef vera meginvandamál vinnuumhverfis fiskimjölsverksmiðjanna. Verður að telja vinnu i ýmsum þeim fiski- mjölsverksmiðjum sem nú eru starfræktar í landinu með óþrifa- legri vinnu sem um getur. Veru- legar endurbætur hafa þó orðið á þessu sviði í nokkrum verksmiðj- um á undanförnum árum, en ólík- legt er að innan veggja þessara fyrirtækja skapist viðunandi vinnuumhverfi fyrr en gagnger endurnýjun hefur átt sér staö hjá megin þorra verksmiðjanna. Um skráningu og tilkynningu atvinnusjúkdóma fer eftir reglu- gerð nr. 24/1956, en eins og vitað er hefur tilkynningar- og skráningarskyldu samkvæmt henni verið slælega framfylgt og liggja ekki fyrir neinar skýrslur um tíðni atvinnusjúkdóma í síldar- og fiskimjölsverksmiðj- um.“ 2) Hefur heilbrigðisráðuneytið sett reglur um mengunarmörk og önnur atriði sem þessar verk- smiðjur verða að uppfylla til þess að fá starfsleyfi? „Skv. ákv. reglugerðar frá 1972 eiga allar fiskimjölsverksmiðjur að sækja um starfsleyfi til Heil- brigðiseftirlits ríkisins. Við af- greiðslu umsókna vóru fyrst og fremst gerðar kröfur um varnir gegn reyk og ólykt, frágang frárennslis, aukið hreinlæti og bætta aðstöðu starfsfólks. Almennar reglur hafa ekki verið settar um mengunarmörk. Málefni hverrar verksmiðju hafa veríð metin sérstaklega m.t.t. aðstæðna. Erfitt er og um vik vegna skorts á nákvæmum mæli- aðferðum. Yfirvöld á Norðurlönd- um hafa heldur ekki farið slíka leið senn sem komið er. Ráðherra gat um kröfur varð- andi starfsleyfi á árunum 1972—1974, sem þessum verk- smiðjum vóru gerðar, m.a. varð- andi reykháfa, frárennsli o.fl. Heilbrigðiseftirlit ríkisins sendi frá sér í maí 1976 ítarlega skýrslu um mengunarmál fiskimjölsverk- smiðja. Er í henni bent á tækni- legar leiðir til að eyða lykt ásamt mengunarvörnum innan dyra. Bent var á „þvott útblásturslofts í efnahreinsiturnum", „brennslu útblásturslofts með svonefndri Hetlandaðferð og breyttum fram- leiðsluh'áttum, þ.e. gufuþurrkun samfara brennslu lyktarefna undir gufukötlum eða eyðingu í efnahreinsiturnuin. Tvær fyrst nefndu aðferðirnar henta í verk- smiðjum okkar, eins og þær eru i dag. Síðast nefnda aðferðin felur i sér gagngera og kostnaðarsama endurnýjun. En hún felur i sér betri hráefnisnýtingu og betri framleiðslu, auk bætts starfsum- hverfis og bættra hollustuhátta." 3) Hafa allar þær verksmiðjur sem starfað hafa sfðustu ár og nú starfa m.a. að loðnubræðslu, upp- fyllt þau skilyrði og fengið starfs- leyfi með eðlilegum hætti? „Alls munu nú vera starfandi i landinu 47 fiskimjölsverksmiðj- ur, þar af 24 sem vinna úr loðnu. Af þessum 47 síldar- og fiski- mjölsverksmiðjum eru í dag 16 verksmiðjur með fullt starfsleyfi og 20 með skilyrf starfsleyfi en 11 hafa ýmist ekki fengið starfsleyfi eða eru með skilyrt starfsleyfi frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu skv. reglugerð nr. 164/1972, sem ekki hefur verið uppfyllt að fullu. Eftirtaldar verksmiðjur hafa ekki fengið starfsleyfi: 1. Fiskimjölsverksmiðjur í Reykjavik, þ.e. Faxi og Stjörnu- mjöl i Örfirisey og Klettur við Laugarnes. Málefni þessara verk- smiðja hafa fram til þessa alfarið verið i höndum Heilbrigðismála- ráðs Reykjavíkur enda hafði ráðið tekið þessi mál upp löngu fyrir gildistöku reglugerðarinnar. 2. Fiskimjölsverksmiðjurnar í Vestmannaeyjum, (tvær talsins). Starfsemi þessara verksmiðja lagðist niður 1973 við gosið í Vest- mannaeyjum og urðu þær því ekki afgreiddar samfara öðrum verksmiðjum. M.t.t. þess tjóns sem verksmiðjurnar urðu fyrir og þeirrar enduruppbyggingar sem átt hefur sér stað í Vestmannaeyj- um á undanförnum árum, hefur ekki þótt ástæða til þess að setja fram kröfur um mengunarvarnir enn sem komið er. 3. Verksmiðja Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Starfsemi verksmiðjunnar lá niðri þar til sumarið 1976. 4. Tvær minniháttar beinamjöls- verksmiðjur á Snæfellsnesi. Aðallega hefur verksmiðjunum gengið treglega að uppfylla skil- yrði starfsleyfis um varnir gegn óþægindum af völdum ólyktar, og hefur fjárskori mest verið borið við.“ Umræður Oddur Olafsson (S) sagði mjöl- og lýsisframleiðslu okkar stór- iðju. Framleiðslutækin væru flest gömul og úrelt, lítið væri um ný- tízkulegar verksmiðjur. Vinnuað- staða og hollustuhættir væru eftir því. Við endurnýjun soðkjarna- vinnslutækja þyrfti að huga að tækjum, sem ekki væru hávaða- söm. Hávaði og efni, sem nýtt væru við vinnslu, væru aðalhætt- an, sem að starfsfólki steðjaði. í þessum efnum væri fyllsta ástæða til eftirlits og úrbóta. Benedikt Gröndal (A) þakkaði ítarleg og hreinskilin svör ráðherra. í þess- um stóriðnaði skorti mjög á starfsaðstöðu og hollustu verka- fólks. Rannsóknum væri ábóta- vant, bæði hérlendis og í ná- grannaríkjum. Hávaði og efni, sem nýtt væru, byðu hættum heim. Atak hefði verið gert f rétta :tt 1972—1974, sér i lagi varðandi mengun út á við. Mengunarvarnir innan dyra væru eftir. Matthfas Bjarnason, ráðherra, sagði rekst- ur þessara verksmiðja hafa verið mjög bágborinn 1974 & 1976. Þær hefðu verið í miklum skuldum við útgerðina, sem hráefni hafi verið keypt af. Það hafi í raun ekki verið fyrr en eftir að sumarveiði loðnu kom til sögu og árlegur starfstfmi verksmiðja lengdist (var að meðaltali um 2V6 mán. á ári), sem hægt hafi verið að gera kröfur um fjárfestingu af þessu tagi. En ég er sammála fyrirspyrj- anda (BGr.) um vandann og nauðsynina á úrbótum. Ráðuneyt- ið átti hlut að máli um lánsfjárút- vegun til endurbóta á verksm. í Hafnarfirði. AIMHGI Stjórnarfrumvarp: Vamirgegn kynsiúkdómum Frædsla á grunnskólastigi Skráning og þagnarskylda I gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um varnir gegn kynsjúkdómum. I athuga- semdum með frumvarpinu seg- ir: Í júnimánuði sl. skipaði heil- brigðis- og tryggingaráðherra nefnd undir forsæti landlæknis til þess að endurskoða gildandi lög um varnir gegn kynsjúk- dómum. Þessi nefnd skilaði til- lögum sfnum skömmu fyrir ára- mót og er frv. þetta að míklu leyti byggt á þeim. Eldri lög um varnir gegn kyn- sjúkdómum eru frá árinu 1932 og eru sem vænta má úrelt. A þeim tíma, sem þau lög voru sett var lítið hægt að gera til þess að lækna kynsjúkdóma, þannig að lögin tóku fyrst og fremst mið af því að reyna að hefta útbreiðslu þessara sjúk- dóma og voru lögin samin með sérstöku tilliti til þess. Mörg ákvæði laganna frá 1932 eiga því ekki lengur við, þegar möguleikar eru á að lækna kyn- sjúkdóma á tiltölulega auðveld- an hátt. Enn þann dag í dag eru kyn- sjúkdómar talsvert heilbrigðis- vandamál og hefur þeim fjölg- að hérlendis sem og f nágranna- löndunum á undanförnum ár- um. Orsakir þessarar fjölgunar eru margvíslegar, en þær eru miklu fremur félagslegar en læknisfræðilegar. Vegna þessa er full ástæða til þess að endur- skoða löggjöfina og færa hana í raunverulegra horf. Við samningu frumvarpsins var fyrst og fremst lögð áhersla á eftirtalin atriði: 1. Skráningu kynsjúkdóma. 2. Að afla lagaheimilda til þess að leita að sýktum ein- staklingum og veita þeim með- ferð. 3. Að veita fræðslu um kyn- sjúkdóma, einkum fyrir ung- menni. Skráning kynsjúkdóma er alls staðar ófullkomin og hefur verið svo hérlendis einnig, þótt tíðni kynsjúkdóma hér sé sú Iægsta í Evrópu. Samkvæmt þessu frumvarpi er ætlunin að breyta skráningu þeirra þann- ig, að lækni, sem greinir kyn- sjúkdóm, er gert skylt að senda landlækni á sérstöku eyðublaði, upplýsingar um hvaða sjúkdóm sé um að ræða. Sjúklingur yrði auðkenndur á þann hátt, að ekki er augljóst hver i hlut eigi. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir mjög strangri þagnarskyldu hvað snertir þá, er eftir lögun- um eiga að starfa með hliðsjón af þeim upplýsingum, sem fram koma. Við gerð eyðublaðs verði þess gætt að hafa það einfalt og auðvelt í notkun og ætti slíkt eyðublað því ekki að hamla gegn skráningu. Frumvarpið gerir ráð fyrir öðru nýmæli en það er að fleiri sjúkdómar verði skráningarskyldir og er þar bætt við iymphogranuloma ven- ereum, granuloma inquinale og þvagrásarbólgu af öðrum orsök- um en lekanda (nongonococcal urethritis). Siðastnefndi sjúk- dómurinn er mjög algengur og er því skráning á tíðni hans afar mikilvæg. Ennfremur verður að telja mjög nauðsynlegt áð hafa heim- ild til að leita að sjúklingum, sem kynnu að vera haldnir kyn- sjúkdómum og veita þeim við- eigandi meðferð, ef þurfa þyk- ir. Hér verður þó að gæta þess að vara ber éindregið við of- notkun slíkrar heimildar og mun nánast óþekkt hér á landi að gripa hafi þurft til hennar. Annað nýmæli sem e.t.v. er merkilegast er að frumvarpið gerir ráð fyrir fræðslu um kyn- sjúkdóma á grunnskólastigi. Ætlast er til þess að sú fræðsla tengist almennri kynfræðslu í skólum, en samkvæmt lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðing- ar og ófrjósemisaðgerðir, er gert ráð fyrir fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlifsins og skyldunámsstigi f skólum landsins, jafnframt því sem veita skal slika fræðslu á öðrum námsstigum. Fræðsla um ein- kenni kynsjúkdóma og varnir gegn þeim er að líkindum besta vopnið gegn útbreiðslu þessara sjúkdóma. Til þess að auðvelda kennslu á þessu sviði þyrfti að semja bækling þar sem helstu atriði varðandi kynsjúkdóma eru útskýrð á aðgengilegu máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.