Morgunblaðið - 08.02.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 08.02.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 25 sem eiga að vera sambærilegar milli stofnana, nemendum gefinn kostur á misjöfnum námshraða og frelsi í vali. Þetta hvort tveggja vekur vonir um að fólk á öllum aldri geti hafið nám og vinsað úr það, sem það telur sig skorta hvað þekkingu eða hæfni snertir. Ein- inga- og áfangakerfi eins og fjöl- brautaskólarnir ásamt Mennta- skólanum við Hamrahiíð gefa fyrirheit um slíkt. En betur má ef duga skal, og að endingu verða hér talin nokkur atriði, sem mér finnst eðlilegt og réttlátt að hver íslendingur geri kröfu til, sem hluta af íslenskum rikisborgararétti: 1. Tryggður sé réttur einstakl- ingsins til sanngjarnrar úttekt- ar á þekkingu — hæfni — frumleika hans án þess spurt sé hvar, hvernig og hvenær hann aflaði sér þessa, enda öðl- ist hann ful! réttindi sam- kvæmt frammistöðu sinni. 2. Félagasamtök, stofnanir, fyrir- tæki eða áhugahópar efldir og styrktir til að framkvæma hvers konar menntandi starf- semi, t.d. með afnotum af húsakynnum, þátttöku i kostnaði við kennslu og leið- beiningar, stórauknum að- gangi að ríkisfjölmiðlum (hljóðvarp-sjónvarp) enda Iiggi fyrir starfsáætlun er upp- fylli þarfir einstaklinga og samræmist að öðru leyti eðli- legum hagsmunum eða áhuga- málum þeirra. 3. Háskólanám megi hver sá borgari hefja, sem orðinn sé 25 ára og hafi að baki a.m.k. 5 ára fullgilda þátttöku í atvinnulífi þjóðarinnar (sænsk fyrir- mynd). 4. Aðstöðumunur til menntunar eftir búsetu verði jafnaður. Einstaklingar, hvar sem er á landinu fái möguleika til að hljóta leiðbeiningu frá menntastofnunum t.d. i formi bréfaskrifta, segulbanda eða jafnvel hljóðvarps og sjón- varps, ef um márga er að ræða í sama námi. Lokaorð Vonandi hefur greinarkorn þetta varpað nokkru Ijósi á hug- takið „fræðsluskylda“ og jafn- framt það, hvernig ég hugsa mér að hægt væri að auka hana. Fleiri leiðir koma sjálfsagt til greina og framangreindar kröfur kunna að reynast erfiðar í framkvæmd. En mikið er í húfi að leitað sé ráða við vandamálum skólanna og þótt sú leit beri með sér einhver víxl- spor, hygg ég það betra en að gleypa ótryggð það erlenda fóður, sem nú er borið í íslenskar skóla- jötur í auknum mæli. Ég vona að mönnum skiljist sú skoðun mín, að stytting skólaskyldu og rýmk- un fræðsluskyldu verða á haldast í hendur. Þriðja atriðið i „menntastefnunni", samþáttun atvinnulifs og skóla þarf einnig að athugast jafnhliða, þótt slíkar hugleiðingar verði að bíða betri tima. Hvað er brýnna en ef takast mætti að: a) fækka þeim er nauðugir híma á skólabekk, sjálfum séí og öðrum til skapraunar og jafn- vel skaða en jafnframt: b) að þeim fjölgi, sem fá raun- veruleg tækifæri til að auka menntun sína (þekkingu, hæfni, frumleika) hvenær sem þeir, af fúsum og frjálsum vilja telja sig þurfa á því að halda, t.d. til að öðlast réttindi til nýrra starfa? Ein kaflafyrirsögn í grein þess- ari er upphaf á sálmaversi, en allt er það svona: Lærdómstími ævin er, ó, minn Drottinn veit ég geti numið allt, sem þóknast þér, þfna speki dýrast meti. Gef ég sannleiks gulli safni, gef í visku og náð ég dafni. Verið sæl að sinni. Vilhjálntur Einarsson. Valtýr Kristjáns- son Nesi - Minning Fæddur 23. júlf 1918. Dáinn 21. janúar 1978. Dauðinn má svo með sanni sam- líkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er . . . Þessi orð Hallgríms Pétursson- ar minna okkur ætíð sterklega á óþægilega staðreynd. Fall gamals manns til upphafs síns er eðlilegt og sjálfsagt, jafnvel stundum gott og blessað, þrátt fyrir allan sárs- auka. Hitt er örðugra að sætta sig við, þegar þeir hverfa, sem enn hafa ekki nóg lifað. Við hjón erum nýkomin norðan úr landi, þar sem við stóðum yfir moldum Valtýs bónda Kristjáns- sonar í Nesi í Fnjóskadal. Hann hefði orðið sextugur í sumar, ef hann hefði lifað, og því kominn af léttasta skeiði. En því eru mér orð sálmaskáldsins svo rík í huga, að í sjö ár tæp hafði hann átt leiði konu sinnar í Hálskirkjugarði. Hún féll frá í blóma lífs st'ns frá átta börnum þeirra, sumum enn í æsku, — og fráfall hennar þá skildi eftir sár, sem enn voru ekki gróin og enn hafði Valtýr ekki að fullu komið börnum þeirra öllum yfir erfiðasta hjallann, en það hlutverk og minningin um kon- una var honum áreiðanlega hug- leiknast. Valtýr var fæddur í Nesi 23. júlí 1918, sonur hjónanna Guðrúnar Stefánsdóttur frá Selalæk syðra, sem ung kom í Fnjóskadal sem rjómabússtýra, — og Kristjáns Jónssonar bónda í Nesi, en hann var lengi héraðsbúfræðingur Þingeyinga. Þau hjón eignuðust sex börn, og eru nú tvær dætur og tveir synir á lífi. Kristján er lát- inn fyrir mörgum árum, en Guð- rún nú á tíræðisaldri, enn í Nesi við sænilega heilsu. Valtýr lauk prófi úr Samvinnu- skólanum á tvítugsaldri og gerðist fljótt útibússtjóri kaupfélags- deildar við Fnjóskárbrú, og var síðar um skeið kaupfélagsstjóri á Svalbarðseyri, lengi var hann sparisjóðshaldari, oddviti í tvo áratugi og félagsmálamaður í sveit sinni, varaþingmaður á veg- um Framsóknarflokksins og sat á alþingi um tíma 1962. En hin síð- ari ár hafði hann að mestu dregið sig út úr félagsmálastarfi. Vorið 1947 kvæntist Valtýr unn- ustu sinni Kristinu Sigurðardótt- ur frá Fornastöðum í Fnjóskadal. Hún var mikil mannkostakona og glæsileg að öllu leyti. Þau tóku svo fljótlega við búsforráðum í Nesi. Þau eignuðust átta mann- vænleg börn. En þegar allt virtist í besta gengi kenndi húsfreyjan ólæknandi sjúkdóms, sem hún barðist við i fjögur ár. Hún dó sumarið 1971. Þá höfðut tvö elstu börnin lokið stúdentsprófi frá Akureyrarskóla, en hin börnin öll á viðkvæmum aldri, yngstir þrí- burar aðeins átta ára. Þetta var, eins og gefur að skilja, mikið reið- arslag fyrir heimilið, og eftir það bar Valtýr aldrei sitt barr, þótt hann stæði eftir sem áður vel í stöðu sinni að veita hinu stóra heimili forstöðu, ásamt aldraðri móður — og með hjálp elstu barn- anna. Valtýr var slíkum hæfileikum gæddur að úr honum hefði mátt gera marga menn. Og þótt hann hafi miklu komið fram i félags- málaumsvifum sínum og búskap, verður það að viðurkennast, að í bóndahlutverkinu hafi hann varla verið á réttri hillu, og hafa þó miklar framkvæmdir orðið í Nesi á hans tíð. En þar koma mjög við sögu elstu börn Valtýs og þau hjónin Stefán bróðir hans og Alda Alexandersdóttir, en þau búa á hluta jarðarinnar. Ekki má held- ur gleyma hlut konu Valtýs, með- an hennar naut við. Mestur tími Valtýs fór í opinber störf. Valtýr í Nesi var enginn ham- hleypumaður, hann gerði ekkert í flýti, heldur hugsaði sitt ráð vand- lega áður en hann hófst handa. En þegar stefna var tekin hvarf hann ógjarna frá henni fyrr en marki var náð. Þetta átti ekki síst við um félagsmálastarfsemi hans og þjónustu við sveit sina og hér- að, forystu hans og baráttu fyrir þeim málum, sem almenningi í hans umdæmi mátti að gagni koma. — Útgáfuréttur Framhald af bls. 15 margvislegar gagnkröfur. — Og íslenska þjóðin, sem dáir og met- ur kvæði og þjóðhollustu hins mikla skálds mun einnig fella sinn dóm. Þeim dómi verður ekki áfrýjað. 6. febr. 1978, f.h. Braga hf. Magnús Víglundsson. — Ég fylgdist nokkuð með í þessum efnum vegna þess að Val- týr var stundum lengri eða skemmri tíma á heimili okkar hjóna í Kópavogi, — en kona mín er systir hans, — og sagði hann mér þá oft hvaða rökum og að- ferðum hann hefði beitt þann og þann daginn í viðtölum sinum við ráðamenn hér syðra, og hvernig hann hefði undirbúið málin heima í héraði. — Skynsamleg rök voru áreiðanlega hans bestu vopn, en kannski hefur þó oft eins drjúgt vegið, að þeir sem við hann ræddu, fundu að hér fór óvenju heiðarlegur maður, sem fyrst og fremst bar hag almenn- ings fyrir brjóst'i, en var ekki að ota sínum tota, — og þá er það vopn ónefnt, sem oft mun hafa reynst Valtý vel, það var léttleiki hans í máli og gamansemi. Valtýr var fróðleiks- og bóka- maður, en þótt hann ætti mörg áhugamál, held ég að eitt hafi áít ríkust ítök í honum: allt sem við- kom heilsufræði og læknislist. Ef efni og aðstæður hefðu leyft í æsku hans hefði Valtýr áreiðan- lega lært að verða læknir, — til þess hafði hann nóga hæfileika og gáfur. Eitt af verkefnum Valtýs í félagsmálum var að beita sér fyrir byggingu barna- og unglingaskóla að Stóru-Tjörnum, og þótt hann léti af öðrum opinberum störfum hélt hann áfram að vinna fyrir þetta óskabarn sitt, sem óhætt mun svo að nefna. Og það mun flestra dómur, þeirra sem til þekkja, að engum sé órétt gert, þótt Valtý sé eignað það umfram aðra menn, að þetta mikla menntasetur nokkurra þingeyskra hreppa er risið með slíkum myndarskap sem raun ber vitni. Síðustu árin átti Valtýr við mikla vanheilsu að stríða. Hann gekkst undir uppskurð á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og dó aðfaranótt 21, jan. s.l. Hann var jarðsettur að Hálsi 28. sama mánaðar og var mikið fjölmenni við jarðarförina. — Nú fléttast saman minningarnar um þau hjónin Kristínu og Valtý í Nesi. Blessuð séu þau og veri. Jón úr Vör. — Minning Sigurbjörn Fram'hald af bls. 27 svo giftusamlega tókst, enda róm- að af sjómönnum alla tið. Marga bratta báruna þekkti Sigurbjörn af langri sjómanns- ævi. Var jafnan æðrulaus og gekk að sínum störfum með festu og dugnaði. A sjómannadegi var hann heiðraður fyrir gifturik störf. Ég átti um mörg ár þess kost að kynnast Sigurbirni, hitti hann oft og ræddi við hann. Urðu kynni okkar því góð og varanleg. Hann átti erfitt með að sætta sig við að geta ekki unnið á sinum starfsvettvangi lengur og langaði enn sem fyrr að komast út á sjó og vinna þar gagn. Hann átti stóra fjölskyldu og varð þvi að vinna hörðum höndum henni til fram- færslu og þá lá hans ágæta kona ekki á liði sínu. Enda veit hún það vel hvað lífið er ög hefir reynt margt. Og oft hefir hún sagt að reynslan væri sinn besti skóli. Ánægjan og góó meðferð þess sem haft er undir höndum var hennar hamingja. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af þetm hjónum og geymi góðar minningarstundir í þakklátum huga. Blessuð sé minning hins mæta sjómanns. A. Helgason. Sendiherra Víetnam kall- aður heim New York, 6. febrúar, Reuter. VlETNAM kallaði sendiherra sinn hjá Sameinuðu þjóðunum heim eftir að hann hafði verið ákærðum njósnir 1 Bandaríkjun- um. Sendiherrann, Dinh Ba Thi, lýsti þvf yfir á föstudag að hann neitaði að hlýðnast skipun um að hverfa frá Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem sendi- herra hjá Sameinuðu þjóðunum er gerður brottrækur úr landi, þótt nokkrir sendifulltrúar frá kommúnistalöndum hafi verið reknir burt áður, sakaðir um njósnir. Aðstoðarutanrfkisráðherra Víetnams, Nguyen Co Thach, sagði að sendiherrann hefði verið kallaður heim vegna þess að Bandaríkjastjórn hefði hindrað hann í að sinna störfum sínum, að þvi er fréttir frá Víetnam herma. Talsmaður utanríkisráðherra Bandarikjanna lýsti hins vegar yfir þvi að stjórnin væri fegin því að sendiherrann hefði verið kall- aður heim enda hefði verið gert ráð fyrir brottför hans fyrir löngu. Þó vonaði utanríkisráðu- neytið að atburður þessi ætti ekki eftir að standa í vegi fyrir því að eðlilegu stjórnmálasambandi milli Hanoi og Washington yrði komið á laggirnar. iULÝSÍNGASfMINN EK: 22480 Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 9. febrú- ar kl. 20.30 Stjórnandi: Dr. George Trautwein Einleikari Gunnar Kvaran Efnisskrá: Urbancic — Gamanforleikur Schumann — Cellókonsert Stokes — Sonata H. Hansen — Sinfónia nr. 2. (Romantic) Aðgöngumiðar seldir í Bókabúð Lárusar Blöndal Skólavörðustig og Eymundsson, Austurstræti Ath Áskriftarskírteini afgreidd á skrifstofunni Laugaveg 120. Sinfóníuhljómsveit íslands. flúrpfpun f möngum stœrðum °9 itum. PHILIPS heimilistæki sf Sæfún 8 sími 24000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.