Morgunblaðið - 08.02.1978, Side 27

Morgunblaðið - 08.02.1978, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1978 27 t Móðir okkar og dóttir mín, ÁSLAUG GUÐRÚN TORFADÓTTIR, Vesturgötu 20. lést í Borgarspitalanum, sunnudagínn 5 febrúar Torfi Þorsteinsson, Jón Þorsteinsson. Kolfinna Þorsteinsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir. Kolfinna Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar HERMANN ÁGÚST HERMANNSSON Álftamýri 57. lést i Landakotsspitala 4 febrúar s I Ása Þ. Ottesen og börn. t JENNA KRISTÍN JENSDÓTTIR andaðist að kvöldi 6 febrúar Kristin Jónsdóttir Þorsteinn Magnússon og börn. + Faðir okkar ÞÓRARINN HALLBJÖRNSSON, matsveinn, Vesturgötu 50a, lést i Borgarspítalanum 3 febrúar s I p Börn hins látna. + Bálför eiginkonu minnar, ÖNNU GUÐRÚNAR JÓNASDÓTTUR, Hrisateig 11, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9 febrúar kl 1 3 30 Magnús Gunnar Jóhannsson + Þökkum innilega alla samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, JÓHÖNNU L. RÖGNVALDSDÓTTUR, Sverrir Sigurðsson, EinarB. Sigurðsson, Elin M. Sigurðardóttir, Viðar Sigurðsson tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnóa samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa FINNBOGA GUÐMUNDSSONAR, Guðrún Finnbogadóttir, Marta Finnbogadóttir Pétur Eiriksson, Þrúður Finnbogadóttir, Baldvin Baldvinsson, Gunnlaugur Finnbogason, Hulda Pálsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa OTTÓ SCHIÖTH Ásvallagötu 40 Svava Þórarinsdóttir Schiöth Karl Friðrik Schiöth, Unnur H jaltadóttir Schiöth Svava Schiöth Hjalti Schiöth Karl Ottó Schiöth Minning — Jarþrúð- ur Wick Bjarnarson Fædd 2. aprfl 1928. Dáin 1. febrúar 1978. Nú þegar vinkona mín, sam- starfs og sambýliskona Jaddý, en svo var hún kölluð meðal vina og fjölskyldu, er öll þá langar mig að senda henni nokkur fátækleg kveðjuorð. Það er ekki minnst vegna þess hvað mér er enn og verður minn- isstætt hvað hún tók hlýlega og brosandi á móti mér og minni fjölskyldu er við fluttum í sam- býlishúsið að Álftamýri 46, fyrir um 14 árum síðan. Þú varst i senn stolt og bjartsýn Jaddý min að vera flutt i nýtt hlýlegt umhverfi. Yngsta barnið Bára sem þá var aðeins nokkra vikna gaf ennfrem- ur styrk á líf og bjartari tilgang þess. Vinkona min Jarþrúður Wick Bjarnarson, var fædd hér í Reykjavík og uppalin. Hún naut góðs uppeldis x foreldrahúsum hjá þeim merkishjónum Þuríði T. Bjarnarson, (fædd Tómasdóttir) og manni hennar Camilíusi Bjarn- arsyni málarameistara. Fyrir rétt 30 árum eða 7. febrú- ar 1948 giftist hún eftirlifandi manni sínum Öla R. Georgssyni bilstjóra hjá S.V.R. og eru börn þeirra fjögur, en barnabörnin átta. — Elst er Vilhelmlna gift og búsett i Svíþjóð. Hennar maður er Bent Hanson blikksmíðameistari. Þá Georg símamaður, kvæntur Stellu Gunnarsdóttur. Tómas línumaður, kvæntur Auði Snorra- dóttur, og Bára 14 ára sem dvelur enn f foreldrahúsum. Öll eru því systkinin búsett hér í borg néma elsta dóttirin Villa. Já, Jáddý min nú að leiðarlok- um þá finn ég mæta vel hvað ég hef þér og þinni fjölskyldu að þakka fyrir góða vináttu, sam- starf og sambýli. Það er sannar- í dag verður Sigurbjörg Einars- dóttir kvödd hinstu kveðju frá Dómkirkjunni i Reykjavík. Hún andaðist i Borgarspítalan- um 1. febrúar s.l. en hún átti við vanheilsu að striða síðustu árin. ■Sigurbjörg fæddist í Reykjavík 7. júní 1909. Foreldrar hennar voru Margrét Sigurðardóttir frá Langholti í Flóa, sem lærði ljós- móðurstörf og Einar Björnsson verslunarstjóri í Reykjavík. Margrét móðir Sigurbjargar var dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðs- sonar bónda að Langholti, Flóa og konu hans Margrétar Þorsteins- dóttur. Einar faðir Sigurbjargar var sonur Björns Jóhannessonar og Guðbjargar Oddsdóttur sem bjuggu á Þúfu í ölfusi, en þau voru bæði af hinni kunnu Bergs- ætt. Stystkini hennar voru: Björn, bóndi að Neistastöðum í Flóa, Sig- urður, verslunarmaður og Kjart- an, trésmiður, sem eru látnir en eftir lifa systurnar Margrét og Guðbjörg. Móður sína missti Sigurbjörg úr spönsku veikinni 1918. Upp frá því annaðist Margrét, sem er elsta ■ systirin, heimilið, ásamt frænku sinni Ingibjörgu Jónsdóttur. lega mikils vert, ekki síst með börn í uppvexti að búa við gott sambýli, tillitssemi og glaðværa framkomu en því láni getum við verið stolt af, Guði sé lof. Að lokum Jaddý mín, hafðu hjartans þökk fyrir liðna tíð, hjálpsemi og broshýrt sambýli. Þú varst boðin og búin að gera þitt til að létta samtíðina fyrir Öðrum og setja léttan blæ á um- hverfið. Óli minn og Þuríður, og aðrir nánustu, ég bið Guð að gefa ykkur styrk og traúst í komandi framtíð. Guð blessi minningu hennar. Anna Margrét. Jaddý vinkona okkar er dáin. Langt fyrir aldur fram, aðeins 49 ára að aldri. — Það var erfitt fyrir okkur systurnar að trúa því er harmafregnin barst okkur, aðeins nokkrum stundum eftir lát henn- ar. Jarþrúður Bjarnarson var alltaf fyrir okkur sem „Jaddý á þriðju hæðinni" einkum er við vorum börn. — Framkoma hennar í garð okkar krakkanna á stigagangin- um var á þann veg að við bárum virðingu fyrir henni. — Hún átti það til að gantast við okkur og grínast og það var spennandi fyr- ir okkur að fá stundum fullorðna manneskju í „ólátahópinn". En fyrir kom að hún hafði ástæðu til að byrsta sig við okkur, en það var öðruvísi að fá skammir frá Jaddý en hinum. Árin liðu og við uxum upp og urðum ungar konur og sáum Jaddý í öðru Ijósi. — Hún varð vinkona okkar, átti það oft til að kalla á okkur upp í kaffi og var þá spjallað um allt á milli himins og Bernskuheimili þeirra systkina var að Hverfisgötu 43 hér í borg. Sigurbjörg hlaut almenna menntun og fór siðan í Verslunar- skólann og lauk þar námi með góðum vitnisburði. Síðan hóf hún störf við Gamla bíó en margir eldri borgarbúar muna eflaust eftir Gógó, en undir þvi gælu- nafni gekk hún sem ung stúlka. Nokkrum árum síðar starfaði hún á skrifstofu norska sendiráðsins. Hún giftist Einari Asmundssyni hæstaréttarlögmanni og ritstjóra 19. júní 1937. Einar var sonur hjónanna önnu Pétursdóttur og Ásmundar Gislasonar prófasts að Hálsi i Fnjóskadal. Einar lést 20. janúar 1963. Börn þeirra eru Asmundur, sem er við nám og störf í Svíþjóð, Anna Margrét, hjúkrunarfræð- ingur, gift Sigurði E. Garðarssyni tónlistarkennara og Hildur þjóð- félagsfræðingur, gift Agli Ágústs- syni skrifstofustjóra. Barnabörn- in eru fjögur. Sigurbjörg var hæglát og hafði fágaða framkomu, enda var henni prúðmennska í blóð borin. Störf jarðar, einnig kom hún oft niður til okkar og var þá líka oft kátt á hjaila. Það var lika ósjaldan sem við settum i hana rúllur núna síðustu ár og alltaf var spjallað mikið og hlegið dátt, gleðin var alltaf við völd. — Þessar stundir með Jaddý eru okkur systrunum mikils virði. Við gátum leitað til hennar hvenær sem var, með hvað sem var, hún var ætíð reiðu- búin til hjálpar eða ráðlegginga. — Á milli okkar systranna og Jaddýjar voru um þrir áratugir en það breytir því ekki að hún var okkur vinkona x' orðsins fyllstu merkingu. Hún giftist eftirlifandi eigin-- manni sínum Öla R. Georgs stræt- isvagnabílstjóra og eignuðust þau fjögur börn sem nú syrgja góða móður. Við vottum þeim, móður hennar, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ástvinum sam- úð okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hrafnhildur og Þórunn. sín, hvort sem það voru störf á heimilinu eða á hinum almenna vinnumarkaði 'stundaði hún af samviskusemi og alúð. Fjöl- skyldu, skyldmennum og vinum var hún ætíð góður vinur. Nú vil ég að leiðarlokum sam- hryggjast hennar nánustu ástvin- um og fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar þakka henni tryggð og vináttu frá fyrstu kynn- um. Sigrid Karlsdóttir. Sigurhjörg Einarsdótt- ir — Minningarorð Sigurbjörn Kristjánsson Stykkishólmi — Minning Hinn 27. des. sl. andaðist hér í sjúkrahúsinu i Stykkishölmi Sig- urbjörn Kristjánsson sjómaður. Hafði hann undanfarin ár verið tæpur á heilsu og leitað sér lækn- inga, en bati fékkst ekki. Sigur- björn hafði unnið langan og merkan dag. Hann var fæddur í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 2. ágúst 1899. Kom snemma til Stykkis- hólms þar sem hann eyddi svo ævinni. Hann var kvæntur Soffiu Pálsdóttur, Guðmundssonar frá Höskuldsey og lifir hún mann sinn. Sjórinn var starfsvettvangur Sigurbjörns. Snemma hneigðist hugur hans að sjóvinnu og ungur hóf hann sjóróðra og átti um dag- ana marga ágæta húsbændur og formenn sem hann minntist jafn- an með virðingu. Ungur lenti hann í sjávarháska. Var hann með með Oddi Valentinussyni skip- stjóra hér í bæ. Var það i ofviðri og fórst þá m.b. Bliki sem Sig- valdi Valentínusson bróðir Odds var skipstjóri á og var það hinn mesti mannskaði og lengi i minn- ingum manna hér. Þá bjargaðist bátur sá sem Oddur var skipstjóri á með blessunarlegum hætti og það var ekki sist dugnaði og ósér- plægni Sigurbjörns að þakka að Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.