Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.02.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUD AGUR 8. FEBRÚAR 1978 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGi þær gátu fengið þetta. Maður þessi er látinn núna. Hann var mikils metinn og átti uppkomin börn og barnabörn og efa ég það ekki að það hefði verið mjög sár.t fyrir ættingja hans að lesa það i blöðunum að hann væri kyn- ferðisafbrotamaður. Hugsið áður en þið framkvæm- ið. Öðru máli gegnir um fjársvika- menn, þeir vita vel hvað þeir eru að gera og ráðfæra sig jafnvei við aðra um hvernig bezt sé farið að. Og bezta ráðið gegn þeirri tegund afbrotamanna er náttúrulega að koma í veg fyrir að slíkt sé hægt, fangelsi læknar engan. Heldur ekki nafnbirting. Ég ætla ekki að hafa mál þetta lengra'að sinni, en fróðlegt væri að heyra álit sérfróðra manna á því. Með þökk fyrir birtinguna. A.S." 0 Engar mjaltavélar „Trúir nokkur lengur á sam- yrkjubúskap? Ef svo er þá er fróðlegt að lesa í Morgunblaðinu 27. jan. um mjaltakonurnar á samyrkjubúi nálægt Moskvu. Mjólkurframleiðslan er komin niður i 1 pott á dag úr hverri kú. Stalin gat með hjálp Lysenkovs komið nytinni niður í 600 potta úr kú á ári. Árið 1978 eru ekki mjaltavélar á samyrkjubúum i Rússlandi og sjá ekki allir hvað hagræðingin er frábær? I fyrra kom búfræðingur frá Kanada til að kynna sér .land- búnaðinn í Sovétrikjunum og sagði að það þyrfti 17 land- búnaðarverkamenn í Rússlandi fyrir hvern 1 i Kanada og bætti við að þá þyrfti 25 á móti einum í Bandarikjunum. Hvar á mann- kynið að fá matinn ef alls staðer eru rekin samyrkjubú? Þegar ég las lýsinguna á búskapnum og svo voru mjaltakonurnar skammaðar og bústjórinn fyrir að geta ekki þurrkað þær með kommúnistísk- um fræðum, þá mundi ég söguna sem stalinistinn sagði mér og ég átti að trúa eins og hann sjálfur. Þeir drukku svo mikið bændurnir í Rússlandi að Stalín gaf út fyrir- skipun um að enginn bóndi mætti bragða vin og maður að minnsta kosti að mjaltakonurnar hafa ekki ansað Stalin. Þeir virðast ekki geta notað drykkjumanna- hælin enda eru þau notuð i auð- valdsríkjunum. Af öllum þrælum Ráðstjórnar- ríkjanna eru þó húsmæðurnar verst settar. Langflestar þurfa þær að vinna úti til þess að drýgja heimilistekjurnar en aðstæðurnar hjá þeim líkjast engu sem við þekkjum. Sumar hafa sína eigin eldavél en oft eru 2—3 fjölskyld- ur um eina vél. Siðan þurfa þær að eyða miklum tíma i matarkaup- in, þvi alltaf er skortur á lifsnauð- synjum. Þrátt fyrir alla tækni er þetta litið betra en á dögum Ivars grimma. Kommúnistar i Rúss- landi hafa haft hann i hávegum og það þá alveg eftir stjórn þeirra á hlutunum. Það sést hvergi nema i Rússlandi að ófriskar konur vinni við útskipun á timbri, þær hlaða múrsteinshús og handskúra göturnar í Moskvu. Það sagði við mig gamali vinur minn: „Margt gott hefðu kommúnistarnir i Rússlandi getað gert fyrir al- menning ef þeir hefðu aldrei eytt nokkurri rúblu i áróður út um allan heim, en þess I stað reynt að bæta lífskjör fólksins". Það þurfa þeir ekki að gera, því fólkið á að vera til fyrir hugmyndafræði kommúnismans eins og hvert annað tilraunadýr og sjálfsagt er að liða fyrir fræðin. Hugmynda- fræði kommúnistmans er hvort eð er ómennsk eins og reynslan hef- ur þegar sýnt. Húsmóðir". 20% smásöluhækkun rafmagns frá Raf- magnsveitum ríkisins RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa frá og með 1. febrúar fengið 20% hækkun á alla smásölutaxta sfna og er þessi hækkun fengin til að koma f veg fyrir fyrirsjáanleg- an rekstrarhalla Rafmagnsveitn- anna á I þessu ári að þvf er Kristján Jónsson, forstjóri Raf- magnsveitna rfkisins, sagði f við- tali við Mbl. f gær. Þeir staðir sem þessi hækkun kemur fram á eru flestir þéttbýl- iskjarnar á landinu að undan- skildum þeim stöðum sem hafa eigin rafveitu s.s. Akureyri, Húsa- vík og Reyðarfjörður eða heyra undir Landsvirkjun eins og Reykjavík og síðan kemur þessi hækkun fram á alla sveitabyggð landsins, sagði Kristján ennfrem- ur. Landsvirkjun sem sér Reykja- vík fyrir rafmagni hefur enn ekkf fengið hækkun á sinni gjaldskrá. Mývatnssveit: Léttst e ypan enn rafmagnslaus Þessir hringdu . . . $ Ekki frumsýn- ingar á mánudögum? Nokkuð hefur verið spurt um það hvcrs vegna kvikmyndir og lcikrit séu ekki lengur frumsýnd á mánudagskvöldum i sjónvarp- inu eins og verið hafi, en spurt er m.a. vegna þess að mánudags- kvöld eru aðalfrikvöld leikara. Hjá Jóni Þórarinssyni fckk Vel- vakandi þau svör að um langan tima hefði það verið venjan að hafa mánudagskvöldin leikrita- kvöld og þá verið flutt bæði er- Iend leikrit og innlendar frum- sýningar. Hins vegar hefði nokkuð verið lcvartað undan þvi við útvarpsráð að hafa þessar frumsýningar ekki á t.d. sunnu- dagskvöldum og þvi hefði verið farið inn á þá braut að frumsýna íslenzku verkin á sunnudögum, en hafa áfram leikritakvöldin á mánudögum. Aftur á móti sagði Jón Þórarinsson að ef íslensku verkin væru endursýnd væri það gert á mánudögum. 9 Mörg lög við eitt Ijóð Fyrir stuttu var rætt hjá Vel- vakanda um lög við Ijóðið Fyrir sunnan Fríkirkjuna og talað um að einkum væru til tvö lög, þeirra Jakobs Hafsteins og Einars Markans. Velvakanda hefur nú verið bent á það að a.m.k. séu til tvö önnur lög eftir þá Gylfa Þ. Gíslason og Asgeir Júlíusson og vildi viðmælandi Velvakanda að þessi nöfn væru einnig nefnd er talað væri um lög við fyrrgreind- an texta. BJörk, M.vvalnssveil. 6. febrúar ENN er rafmagnslaust f Létt- steypunni f Bjarnarflagi og er búið að vera frá þvf f nóvember, en þá brotnuðu staurar í Ifnunni milli Kfsiliðjunnar og léttsteyp- unnar. Sfðustu daga fyrir jól var lfnan sett upp, en féll strax niður aftur; þó var margbúið að benda á, að það yrði að þétta staura f Ifnunni ef hún ætti að standast öll veður og mikla fsingu vegna guf- unnar f Bjarnaflagi. A þetta virðist ekki hafa verið hlustað og því fór sem fór. Ekkert hefur enn verið átt við lfnuna og liggur hún niðri enn. Mikil óánægja rikir hér með þetta sleifarlag. Þess vegna verður að krefjast skýringar á því hjá Rafmangsveitum ríkisins, hyers vegna sé ekki búið fyrir löngu að koma rafmagni til fyrir- tækisins. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.